Morgunblaðið - 18.09.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.09.1962, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 18. sept. 1962 Ctgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustj óri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. 17. ALLSHERJAR- ÞING S.Þ. CJautjánda Sflmpinii allsher j arþing Sameinuðu þjóðanna hef- ur í dag störf sín. Meðlima- þjóðir samtakanna eru nú 104 en gert er ráð fyrir að nokkur ný ríki munu bætast í hópinn á þessu þingi þannig að Sameinuðu þjóðimar verði orðnar 110 að þessu þingi þeirra loknu. Á næstu tveimur til þremur áratug- um er ennfremur talið að tala meðlimaríkja Sameinuðu þjóðanna geti orðið allt að 140—150 þegar allar þær þjóðir hafa öðlazt sjálfstæði og sótt um upptöku, sem enn lúta annarra stjórn. Hinar ýmsu heimsálfur skiptast á um að fá forseta allsherjarþingsins kjörinn. — Að þessu sinni mun Asíu- maður verða þingforseti. Á 16. allsherjarþinginu sat Afríkumaður í forsetasæti, Mongi Slim frá Túnis. Þegar þetta er ritað em taldar horfur á að fulltrúi Ceylons eða Pakistans verði kosinn þingforseti. Síðan síðasta þingi Sam- einuðu þjóðanna lauk verð- ur varla sagt að mikið hafi áunnizt í alþjóðamálum. — Flest þau vandamál eru enn óleyst eða lítt leyst, sem það þing fjallaði um. Afvopnun- ar- og kjamorkumálin, sem mjög vom rædd á 16. alls- herjarþinginu, eru ennþá ó- leyst. 1 Kongó sést að vísu rofa til fyrir einhverri lausn, en of snemmt er þó að full- yrða að endanlega hafi tek- izt að friða landið. U Thant, framkvæmda- stjóri SÞ, ræðir í skýrslu sinni til þingsins ýmis þau vandamál, sem við blasa. Tel ur hann brýna nauðsyn bera til að styrkja samtökin og gera þau færari um að gegna hlutverki sínu. Hann hvetur hinar auðugri þjóðir til vax- andi stuðnings við vanþró- uðu og fátækari löndin og lýsir yfir andstöðu sinni við nokkrar breytingar á starfs- reglum samtakanna, sem myndu hafa í för með sér minni áhrif smáþjóðanna í almennum atkvæðagreiðsl- um innan þeirra. Engu skal spáð um afrek 17. þingsins, sem nú er að hefjast. En sömu vandamál munu koma til kasta þess og þinga undanfarinna ára. Af- vopnunar- og kjarnorkumál- in munu verða mikið rædd þar eins og í fyrra. Margar ræður verða vafalaust haldn- ar um nauðsyn afvopnunar. En sú staðreynd verður því miður ekld sniðgengin að allt frá styrjaldarlokum hafa afvopnunarmálin verið aðal- mál hvers allsherjarþings, án þess þó að nokkur teljandi árangur hafi náðst. Vígbún- aðarkapphlaupið hefur hald- ið áfram, kjamorkutilraun- irnar eru víðtækari og stór- kostlegri en nokkru sinni fyrr. Sovétríkin hafa hindr- að allt samkomulag um bann við kjarnorkutilraunum í gufuhvolfinu og þar með leitt stórkostlega hsettu yfir mannkynið. Enda þótt Sameinuðu þjóð- imar hafi ekki getað leyst höfuðvandamálin, sem nú er við að etja í alþjóðamálum á heimurinn þó einskis annars úrkostar en að setja traust sitt á þessi víðtæku alþjóða- samtök. SVÍFUR AÐ HAUSTIÐ CJumarið er á fömm ^ og haustið færist yfir, hægum en öruggum skrefum. Hinir mildu litir haustfölv- ans leysa hinn græna gróður- lit sumarsins af hólmi. „Ekk- ert fegra á fold eg leit, en fagurt kvöld á haustin", sagði skáldið. Haustið hefur vissulega sína sérstæðu töfra. Aldrei skartar móðir náttúra öðm eins litaskrauti í möttli sínum og á haustin. Það er kveðja hennar til sumarsins. Þetta sumar hefur verið hagstætt til sjávarins, síld- veiði hefur verið góð og sjó- mennirnir koma flestir heim með góða hluti. í sveitum landsins hefur heyskapurinn víðast gengið sæmilega, enda þótt sláttur hæfist seint af völdum kalds vors og kal-* skemmda í túnum. Vafalaust verða hey þó töluvert minni í haust en undanfarin ár. Atvinnulíf þjóðarinnar til lands og sjávar stendur með miklum blóma. Framleiðslan er mikil og vaxandi og lífs- kjör fólksins batnandi. Því er vissulega ástæða til að fagna. FORSETASKIPTI í Isl IT'orsetaskipti hafa orðið hjá "■ íþróttasambandi íslands. Benedikt G. Waage, sem ver- Tréö fellur á 40 sek EIN af eftirlætisgreinum and fætlinga okkar í Ástralíu er skógarhögg og keppa þeir þeir í þeirri grein eins og við í þrístökki eða langhlaupi. Ástralía er þekkt fyrir að hafa einhverjar hörðustu trjá tegundir, sem til eru, en sem betur fer á hún einnig beztu skógarhöggsmenn heimsins. Annars væru líklega lítil af- köstin í sögunarverksmiðjun- um. Skógarhöggið er svo vin sælt þar, að það er sem sagt ekki aðeins atvinnugrein heldur íþróttagrein og ganga má út frá því sem visu, að þar komi eins margir áhorf- endur á „skógarhöggskapp- leik“ eins og á fótboltakapp- leik í Englandi og á skíða- mót í Noregi. Axirnar, sem notaðar eru á „kappleikjunum" eru mun minni og léttari en þær sem notaðar eru úti í skógunum. En þær eru aftur á móti svo hárbeittar að hægt er að raka sig með þeim án nokk- urra erfiðleika! Þegar keppnin byrjar eru reistir nokkrir trjábolir á „sviðinu“, jafn háir og jafn digrir. Þátttakendur standa hver við sinn bol og hefjast handa þegar dómarinn flaut- ar. í fyrstu lotu er um að gera að komast upp í trjá- toppinn. Þegar þeir hafa sag- að allar greinarnar af verða þeir sjálfir að höggva sér eins konar tröppur, til þess að þeir geti klifrað upp. Er þeir eru komnir nær alla leið upp í toppinn, höggva þeir djúpa rauf og koma þar fyr- ir þunnu bretti, sem þeir nota síðan til þess að standa á. Og þá hefst síðasti og mest spennandi þáttur ' keppninn- ar. — Venjulega eru stofnarnir 40—45 cm. þykkir og keppn- isreglurnar eru þannig að þess er krafizt að tréð skuli höggvast í sundur frá báðum hliðum — sem þýðir að þátt- takendurnir verða að vera jafnvígir á báðar hendur. En um leið og þeir höggva verða þeir að gæta þess að verða ekki of æstir, því að brettið sem þeir standa á fjaðrar við hverja minnstu hreyfingu og þá er auðvelt að missa jafn- vægið. Og sá þátttakandi sem missir jafnvægið og dettur niður á jafnsléttu getur ver- ið viss um að áhorfendur gera að honum aðsúg með hrópum og hlátri. Sá, sem fyrstur er að höggva sinn trjátopp er sig- urvegari. Og hvað haldið þið að það taki langan tima? — Góður skógarhöggsmaður get ur gert það á 140—150 sek- úndum! Sumir hafa jafnvel komizt allt niður í 120 sek. Þar af fara 80—90 sek. í að komast upp í toppinn, höggva greinarnar af og koma brett- inu fyrir og síðan 30—40 sek. í að höggva tréð í sundur. Þess konar keppni, eins og hér hefur verið skýrt frá til- heyrir að vísu ekki hinum viðurkenndu íþróttagreinum en þetta er góð íþrótt fyrir hrausta karlmenn! ið hefur forseti samtakanna í 36 ár, lætur nú af því starfi. Hann hefur jafnframt átt sæti í stjórn ÍSÍ í 47 ár. En eins og kunnugt er varð sambandið 50 ára á þessu ári. Benedikt G. Waage hefur unnið mikið og farsælt starf innan íþróttahreyfingarinn- ar. Hann hefur verið hinn ó- þreytandi boðandi hins sanna íþróttaanda, utan og innan þessara víðtæku æskulýðs- og íþróttasamtaka. Á sínum tíma var hann einn af stofn- endum skátahreyfingarinnar. Óhætt er að fullyrða að Benedikt G. Waage hafi unn- ið gott starf í þágu íslenzku þjóðarinnar með forystu sinni á sviði íþrótta- og æskulýðsmála. Þess vegna ber að færa honum miklar þakkir þegar hann nú, að eigin ósk, lætur af störfum sem forseti ÍSÍ. Gísli Halldórsson arkitekt hefur nú verið kjörinn for- Viðskipta- samningur við Tékkóslóvakíu HINN 4. september, 1962, var undirritað í Prag samkomulag um viðskipti milli íslands og Tékkóslóvakíu á tímabilinu 1. september, 1861 til 31. ágúst, 1962. Samkvæmt vörulistum sem nú hefir verið samið um, er gert ráð fyrir, að fsland selji, eins og áður: fryst flök, frysta sMd, fiski mjöl, lýsi, fiskniðursuðu auk fleiri vara. Frá Tékkóslóvakíu er seti samtakanna. Hann er í- þróttamönnum og öðrum að góðu kunnur, hefur tekið mikinn þátt í félagsmálum íþróttamanna og unnið af röskleik og dugnaði að fram- kvæmd áhugamála íþrótta- og æskufólks. Má því vænta góðs af honum og forystu hans innan íþróttasamtak- anna. m. a. gert ráð fyrir kaupum 5t vefngðarvöru, skófatnaði, bús- áhöldum, rúðugleri, járni og stál vörum, margskonar iðnaðarvél- um og verkfærum, bílum, hjól- börðum, auk fleiri vara. Samkomulag þetta er gert á grundvelli viðskiptasamnings milli landanna er gerður var í nóvember, 1960. Af f slands hálfu önnuðust þessa samninga dr. Oddur Guðjónsson, ráðuneytisstjóri, Pétur Pétursson, forstjóri, Björn Tryggvason, skrif stofustjóri og Árni Finnbjörns- son, framkvæmdastjóri. (Frá utanríkisráðuneytinu). Engar álftir a ljormnm ÞÝZKU álftirnar, sem lengi hafa glatt augu Reykvíkinga, fóru af Tjörninni í sumar svo sem kunn- ugt er. Þær eru enn ókomnar á Tjörnina aft'ir og velta menn þvi fyrir sér hvort þær hafi heillazt svo og íslenzku fjallavötunum, að þær muni ekki láta sjá sig aftur. fslenzku álftirnar, sem voru á Tjörninni, héldu einnig á brott í sumar og eru ókomnar, þannig að Tjörnin er nú álftalaus.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.