Morgunblaðið - 18.09.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.09.1962, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 18. sept. 1962 MORGUNBLAÐIÐ 13 hinni væntanlegu u tgáfu VART mun það að efa, að marg- ur sé orðinn leiður á bví að lesa nú í fjöldamörg ár sífeldar að- finnslur mínar við íslenzka bóka gerð, og ennþá leiðari fyrir J>að eð ég hefi verið harna aleinn í hreinni andstöðu við nálega hvern þann mann, er um bækur ekrifaði — ef hann annars minnt ist á útgerð þeirra. l>eir hafa hver með öðrum sungið Lofsöng- inn þegar ég þuldi Harmaljóðin. Þegar bezt lét, sungu þeir einir,- en 'g þagði. Og bá ætla ég að tröllið hafi sagt eins og fyrr (ef það er enn á lífi): Nú er mér skemmt, en konu minni ekki. Þannig var það, að á nsestliðnu vori kom út bó'k eftir stórmerk- an mann, látinn fvrir allmörg- um árum. Minningu hans bar að sýna allan sóma og gefa bók hans svo út að til prýði væri. Og það vantaði ekki að okkur væri sagt að svo hefði verið gert, jafnvel frá Háskólanum kom rödd sem staðfesti dýrðarsönginn. Eg hafði steinþagað, enda tek ég nú sjald an til .oáls um sérstakar bækiur er út koma. En ef ég hefði minnst ó bessa, mundi ég óumflýjanlega sannfæringar minnar vegna, hafa orðið að vita fleira en eitt og fleira en tvennt í frágangi henn ar. Um þetta get ég hér rétt t.il þess að taka dæmi. Og dóm minn í þessu efni mundi ég hik- laust hafa þorað að leggja undir úrskurð hinna færustu bókagerð armanna i grannlöndunum. Já, það er von að lesendum Jeiðist þetta; mér leiðist það þó líklega allra mest sjálfum. Eg er ekki að gera þetta mér til skemmtunar. En ef það skyldi nú vera svo, að það væri allt satt og rétt sem ég hefi "m þessi efni sagt, væri bað þá ekki ennþá verra og leiðinlegra að allir létu þau liggja í láginni? Jú, sannar- lega væri það svo, hygg ég að hver æriegur maður mundi svara. Og fyrir það skrifa ég enn; og að þesn sinni ekki til að víta það sem illa hefir verið gert, heldur til þess að vara við þvi, að enn verði illa gert. Ekki veld ur sá er varar. Og góðu máli má vinna tjón með þögninni. Alþjóð hefir verið tilkynnt væntanleg ný útgáfa af Biblí- unni. Og þetta er ekki bara ný útgáfa, heldur og að nokkru leyti ný þýðing. Ekki þar með nóg, heldur á þetta líka að verða há- tíðisútgáfa, 1 minningu um að Bibliufélagið sé búið að vera til í hálfa aðra öld. Fyrir margra hluta sakir, fyrlr allra hluta sakir, verður að vinna að þvi af alúð, að þessari væntan legri útgáfu verði í sem allra- fæstu áfátt. Við framkvæmd út- gáfurmar þarf þvi margs að gæta. Þetta er bók bókanna. En úr því að það er Biblían sem nú er á dagskrá, er þá nokk urt tilefnl til þess, að þeyttur sé þokulúðurinn? mun einhver spyrja. Hún var fyrir fimm ár- um prentuð hérna í Reykjavik, og allir virðast á einu máli um það, að þá hafi, eftir atvikum, tekist svo vel um hana sem verða mátti. Það er von að þeir spyrji, sem æt.la að málið sé of- ur einfalt. En þarna kemur að óstæðunni, því að álið er langt £rá því að vera einfalt. Þarna gæti ýmislegt misheppnast. Nú looma til sögunnar þau vandamál, sem ekki var um að ræða þegar prentað var síðast. Þetta er stjórn Biblíufélagsins áreiðanlega ljóst. Það kemur lika greinilega fram í útdrætti þeim, er Morgunblað- ið flutti úr erindi biskups um þetta vor. mál á prestastefnunni í Sú útgáfa Bi'bliunnar, sem við höfum nú búið við í rétt fimm tíu ár, var í ranuinnu gerð hér heima, því að hér var bókin sett þó að prentuð væri hún á Eng- landi, af leturplötum sem enn eru til og til þessa hafa verið not aðar við endurprentun hennar. Útgáfa þessi var frá öndverðu að því leyti misheppnuð að í fyrsta lagi var letrið mjög fegurðarsnautt, svo að ekki sé haft um það orðið ljótt, og segja þó sumir okkar prentlistarmanna ’ú, að Ijótt sé það. En í þá daga voru prent letur yfirleitt ófegurri en nú, og fyrir þá sök verður að fella mild ari dóm yfir prentsmiðju þeirri, er verkið vann og bá var bezta prentsmiðja landsins. í öðru lagi voru línur of langar (12 cm), svo að fyrir þá sök er lestur bók arinnar torveldur — ákaflega tor veldur þeim er dapra eða á ein hvern hátt bilaða sjón hafa. I þriðja lagi voru síðurnar of lang ar (oí háar), svo að hlutfallið milli lengdar og breiddar á síðu er ólögulegt. Úr þessu mátti nokk uð bæta þegar prentað var með því að prenta á þá pappírsstærð er hafði rétta samsvörun milli lengdar og breiddar og fá þann ig út breiðari spássíur til hlið- anna. Þessa var ekki gætt í hin- um ensku prentunum, og auk þess voru bær gerðar á lélegan og blæljótan pappír. Öll bar bók in þannig heldur ófagran svip, innra og ytra. Svo var hún bund in í það sem á Englandi er feall- að Bi'ble cloth, Biblíudúk, en þó að hann líti vel út, er hann endingarlítill, svo að eftir nokkra notkun varð að binda á ný. En bókin var seld svo lágu verði að furðu sætti, eða á einar sex krónur. Allt fram ð síðari heims styrjöld breyttist það verð ekki, nema . I'þv, sem verða hlaut með verðfalli íslenzkrar krónu. Biskuparnir þrír, Dr. Sigurgeir Sigurðsson, Dr. Ásmundur Guð- (þá var fólksfjöldi í landinu 68,200) sveið hinum stoltari mönnum niðurlægingin og biskup var víttur fyrir ráðstöfun sína. En hann gaf þau svör sem sann girnin verður að telja að rétt- læti hann. Það var Dr. Ásmundur sem þá sat á biskupsstóli er Biblían var aftur prentuð hér heima (1057), og vitaskuld var hann því forseti Bibiíufélagsins, Honum var það hið mesta kappsmál að nú yrði bætt um útgáfuna eftir því sem unnt var. Svo mun líka hafa ver ið um alla stjórnina, or félagið 'hafði nú einnig þá hagsýni að taka í hana reyndan, vel metinn og vel færan prentara og for- leggjara, Ólaf Bergmann Erlings son. Allar þær umibætur, sem mögulegar voru, eftir því sem pottinn var búið, voru gerðar á útgáfunni. Brotinu var breytt svo að það væri í réttum hlut- föllum, prentað var á valinn pappír, hinn bezta er fengist gat og loks var bundið í hið traust- asta og fegursta efni er völ var á (rexín). Mun öll stjórnin hafa staðiú' einhuga að þessum um- bótum. Prentun tókst svo vel, að enda þótt nú væri leturplöt urnar orðnar svo slitnar að ná- legra þætti tvísýna á að nota þær, er bó prentið óumdeilanlega skýrara en á næstu prentun á Dr. Sigurbjörn Einarsson mundsson, og Dr. Sigurbjörn Einarsson, unnu allir að því, að útgáfa Biblíunnar (sem undir stjóm Dr. Péturs Péturssonar 'hvarf til Englands 1866) flyttist aftur inn í landið, enda hlaut heilbrigður þjóðmetnaður að krefjast þess. Á beim örbirgðar- tímum er hún fluttist úr landi Dr. Asmundur Gúðmundsson undan. Um þetta getur hver maður fullvissað sig er hann ber saman þessar tvær prentanir með berum augum, og undir stækkunargleri kemur munurinn enn betur í Ijós. Um bandið má meðal annrst geta þess, að bókin opnast flöt hvar sem henni er flett upp, en út af því ber of mjög um íslenzkar bækur. Vitan lega er það auðvelt að gæta þessa þegar prentað er á þunnan papp ír. En nú er talið að ekki sé unnt að prenta oftar af þessum hálfr ar aldar gömlu plötum, enda yrði nú hvort sem er að setja upp á ný, því að nú er búið að stór- breyta þýðingu Nýja testamants ins (máske líka að einhverju breyta þýðingu Gamla testament isins), enda víst ekki um það deilt, að þeirri þýðingu, sem nú er notuð, sé um ýmislegt harla ábótavant. Hér af rís svo vandinn. Illu heilli má líklega gera ráð fyrir að íslenzka Bi'blíufélagið haldi þeim sið, er við höfum nú í hartnær öld orðið að gera okk ur að góðu, að útiloka apókrýfu bækumar úr El'.llu þjóðarinnar. Illu heilli, vegna bess að þar með er í rauninni fyrir það girt að menn almennt lesi apókrýfu bækurnar, sem sumar eru hinar merkilegustu og voru mikið lesn ar íeðan bær voru í Biblíunni okkar. Og í öllum íslenzkum Biblíum voru þær fram til 1866. En jafnvel þó að bær séu ekki með, er Biblían samt stærri bók, orðfleiri, en nokur önnur bók, sú er nokkrum manni komi til hugar að gefa út í einu bindi — nema þá orðabók til að fletta upp í, ekki að lesa. Nýja útgáfan verður rúmfrekari en sú er við höfum nú, því að nú eiga aftur i að koma inn fyrirsagnir kapí- Dr. Sigrugeir Sigurðsson tula, sem er mikilsverð endur- bót — nær ómetanleg endurbót, mundu -sumir segja. Tilvitnanir þær á víxl (cross-referenoes), sem við höfum nú neðanmáls, verða þar líklega áfram, enda þótt hitt sé miklu betra, sem Englendingar tíðka, að hafa þær á jöðrum eða á milli dálka. Það mun þykja of rúmfrekt. En burt mega þessar tilvísanir ekki hverfa, og helzt þyrfti líka að t.il greina fleiri vafasama leshætti en nú eru í Biblíu okkar. Með burtfellingu yrðu þeir, sem rannsakandi vilja lesa Biblíuna, neyddir til þess, að nota útgáfur á erlendum tungum. Biblían, án apókrýfu bókanna er sett saman um (39+27=) 66 sjálfstæðum ritum, sem sum eru að vsu örstutt, en önnur aftur nógu löng til bess að mynda hvcrt um sig allvæna bók. Þessi fjölskifting efnisins gerir sitt til þess að lengja þessa miklu bók, og ef hvert vers er látið hefjast með ujvri línu, lengir bað enn mjög iJ. Þetta er ekki gert í . ..irri útgáfu E" ' 'unnar, er við nú höfum um hönd, og er þó tölu setning versa í henni hvorki t.il lýta né óþæginda; verður og aldrei hvorttveggja gert í senn, að sleppa og halda. En hvaða ráð sem við eru höfð, verður óum- flýjanlega að boma öllu þessu efni, öllum þessum ritum, fyrir milli tveggja spjal^a, þ.e. í einu bindi; þar til liggja svo auðsæj ar ástæður að ekki barf um þær að ræða. Við þetta bætist það, að hjá okkur, sem ekki höfum efni á að gera margar og mis- stórar útgáfur af Biblíunni, má þetta eina bindi ekki fara fram úr þeirri stærð, er handhæg megi kallast til allrar meðferð- ar og allrar notkunar. Við getum ekki fylgt dæmi stórra þjóða og auðugra og gefið út bák.. þau er á ensku nefnist Pulpit Eibles. Biblíur á stærð við útgáfur þeirra biskupanna Guðbrands, Þorláks og Steins, verður _kki í fyrirsjá anlegri framtíð unnt að gefa út á Islandi enda væri engum gagn legum tilgangi þjónað með út- gáfu slíkra bóka. Enda þótt Biblían öll f einu biní3' sé óumflýjanleg nauðsyn, er ekki þar með sagt að hún eigi aðeins að vera t.il í einu bindi. Það er fremur á hinn veginn, og mun brátt að þvi vikið. Það hlýtur að vera markmið Biblíufélagsins að með þessari væntanlegu útg. Biblíunnar fái þjóoin í hendur svo nákvæma þýðingu frumtextanna, hinna beztu frumtexta, sem kostur er á og að málið á þýðingunni verði hrein og fögur nútíðaríslenzka, án allrar tilgerðar og tyrfni. En annars eru það þrjár meginkröf ur, sem eftir mr tti verður af full nægja um útgerð bókarinnar; að hún verði svo svipfögur og svip mikil að samboðið sé hlutverki hennar og tækifærinu: að fyrir gott leturval og góða prentun verði hún auðveld aflestrar (af- lestur hér í sinni rétt.u merkingu, en ekki hinni „katakrestisku" sem nú tíðkast), og að stærð hennar verði við hóf og þannig meðfærileg til notkunar. Af þvi _m þegar hefir verift sagt, t. **að einsætt að hlutverk félagsins er ekki aaðvelt. Það er erfiðara að finna þessari bók hæfilega gerð en fleshum öðruim. En um neitt óleysanlegt vanda- mál er þarna ekki að ræða, enda hafa aðrar þjóðir orðið að glíma við það og leysa það. Við mörg fordæmi er því að styðjast. Biblíufélaginu hlýtur að ve~a það kappsmál — og hverjum sæmile_a menntuðum manni ætti að vera það kappsmál — að BÍbl ían verði sem almennast lesin í landinu. Það er ekki bara að hún sé grundvöllur trúar þeirrar þjóð ar, er kallar sig kristna, heldur er hún einnig menningar-grund- völlur vestrænna þjóða. Það gegn ir furðu hve lítið hér er gert til þess að glæða áhuga fyrir lestri Biblíunnar, enda mun miklum 'þorra þjóðarinnar alls efeki ljóst bókmenntalegt ágæti hennar og menningarlegt mikilvægi, Hina nýju útgáfu þarf að gera þanmg úr garði að hún freisti til lest- urs þegar hún er handleikin og henni flett. Það er alkunna að nú á dögum lesa menn langmest þegar þeir eru háttaðir í rúmi sínu. Þan ;- að til er það svo margt sem gk p ur fyrir. Stórar bækur og þu~g ar eru ekki til þess fallnar rð vera „bedside-books“, að vc i hafðar á náttborðinu. Bibli' n sem við notum núna, vegur 1575 grömm og er fyrir flesta of þung til þess að halda á henni í rúr i- in,u. Heldur er það óliklegt að nýja útgáfan geti orðið léttsri eða fyrirferðaminni. Þó er vert að hafa það í hug; þegar þetta er sagt, að nota má smærra letur og líka þéttara án bess að bókin verði fyrir það erfiðari aflest’-->r Það er nefnilega langt frá því, að þetta fari fyrst og fremst eftir leturstærðinni, það fer fyrst ng fremst eftir gerð letursins. Hir eru talsvert notuð þau letur, se n ekki vantar að sjeu nógu stór, en eru þó ill aflestrar. En hvað um það, jafnvel þó að hún kynni að 'íttast, um, við skulum segía 175 gr. þá er hún samt sem áð- ur varla bók til bess að hafa undir koddanum. Því er það, að jafnframt því sem bókin er prent uð til þess að bindast i eitt bindi, á líka að prenta hana til að binda í a.m.k. þrjú bindi. Kostnaðarauki af bessu er svo hverfandi litiil að bað tekur þvi b’ ;t á-am ekki að minnast á hann. Engum mun blandast hugur um það, að af Nýja testamentinu beri að prenta miklu stærra upp lag en af Gamla testamentinu. En Nýja testamentið er ekki nema rúmlega fimti hluti af al'ri Biblíunni. í þeirri útgáfu, sem nú er í notkun, er Gamla testa- menntið 1002 bls. en Nýja testa- mentið 298. En þá kemur til á- lita, í hve mörg bindi Gam’a testamentinu skuli skift. Sú þýð- ing Biblíunnar á ensku, sem ka- þólskir menn nota nú mest ogöll um ber saman um að mjög sie merkileg, er í þrem bindum, þ e. a.s. Gamla testamentinu er ski ft í aðeins tvö bindi, og má segja að það sje viðunanlegt. En jeg hefi lengi haft og allmikið not- að Cambridge-Oxford-útgé fu frá 1885 í fimm bindum. Þar er Gamla '.-'tamentiruu skipt þann- ig í fjögur bindi: Fyrsta Mcs. — Rutar .; 621 b’s. Samúel — Esterar .... 518 bls. Job — Ljóðaljóða....... 355 t's. Jesaja — Malakí .... 526 bls. Nýja tesamentið er 594 bls. Sést á þessu að miðbindið er þynst, en ekki svo að til neinna lýta sé í hillu sökum bess að bindin til beggja eru, eða sýnast vera jöfn. Fleiri útgáfur, sem með ýms- um hætti skifta Biblíunni nið- ur í nokkur bindi, mætti vita- skuld nefna, en slíkt væri þarf- leysa. Hjer hefir nú nokkuð verið sagt, beint eða óbeint, um öll þau þrjú meginatriði, er að fram an voru talin. Má vel segja að Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.