Morgunblaðið - 18.09.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.09.1962, Blaðsíða 24
FRÉXTASIMAK MBL. — eftir lokun — Erlendar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 LANDIÐ OKKAR Sjá bls. 10. 206. tbl. — Þriðjudagur 18. september 1962 Víðir II. efstur — er nú hættur Ólaiui Mugnússon 3. Útikús brunnu á Kjalarnesi Bænum með naumindum bjargað BRAUTARHOLTI, 17. sept. — í gærkvöldi brann hlaoa, 24 gripa fjós og geymsluhús á Sjáv- arhólum á Kjalarnesi, og leit um hríð út fyrir að íbúðarhúsi, sem er áfast þessum byggingum, yrði ekki bjargað, enda var eldur kom inn í þakskeggið. Engin slys urðu á mönnum eða skepnum. í allan gærdag unnu menn að því að bera hey út úr hlöðunni. í>að voru heimamenn á Skraut- hólum, sem er næsti bær við Sjávarhóla, sem sáu að kviknað var þar í um kl. 8 um kvöldið. Fóru þeir niður að Sjávarhólum og gerðu aðvart. Haraldur Jósefs son, bóndi og Guðrún Karlsdóttir, kona hans, voru heima með börn um sínum. Var strax hrin.gt eftir hjálp og kom fjöldi manns af næstu bæjum, brunabíll frá Ála- fossi og tveir brunaibílar úr Reykjavík. Eldur í þakskegginu. Eldurinn magnaðist mjög fljótt Framhald á bls. 23. Að lokinmi undirskrift kjara- | samninga B.S.R.B. og ríkis- ins. Til vinstri við fjármála- ráðherra sést kjararáð B.S.R.B,, en til hægri samn- inganefnd ríkisins Á myndinni eru (talið frá vinstri): Haraldur Steinþórsson., starfs maður kjararáðs. Flosi Hrafn Sigurðsson, Teitur Þorleifsson, Páll Hafstað, Inga Jóhannes- dóttir Kristján Thorlacius, Gunnar Thoroddsen, fjármála ráðherra, Sigtryggur Kiemenz son, Gunnlaugur E. Briem, Jón Þorsteinsson, Jón E. Þor- láksson, starfsmaður samninga nefndar ríkisins. Aingrímui Fi. Bjoinnson Lllnn Pétur Gautur jólaleikritíð í vetur — Danski ballettinn cg söngleikur ' Isafirði, mánudag. ARNGRÍMUR Fr. Bjarnason kaupmaður, fyrrv. ritstjóri, lézt að heimili sínu hér í bænum fyrir hádegi í dag. Hafði hann legið rúmfastur undanfarið. — Var hann tæplega 76 ára gamall er hann lézt. Arngrímur Bjarnason var einn af merkustu borgurum ísa- fjarðarkaupstaðar. Hann lærði ungur prentiðn og stundaði hana árum saman. Hann var um skeið búsettur í Bolungarvík og var þar oddviti árin 1924-—28. Hér á ísafirði stundaði hann síðar útgerð og verzlun. Arngrímur Bjarnason tók mik inn þátt í félagslífi á Vestfjörð- um. Hann var forseti fjórðungs- sambands Fiskideildanna á Vest fjörðum í áratugi, form. Iðnráðs ísafjarðar, Sjálfstæðisfélags ís- firðinga og í stjórn margra ann- ara félaga. Bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn var hann einnig í mörg ár. Ritstjóri viku- blaðsins „Vesturland" var .hann árin 1933—1942. Arngrímur Bjarnason var tví- kvæntur. Fyrri kona hans var Guðrun Jónsdóttir frá Stóra- Laugardal. Síðard kona hans Ásta Eggertsdóttir iifir mann sinn. — Frcuariian. PÉTUR Gautur eftir Ibsen í þýð- ingu Einars Benediktssonar verð- ur jólaleikrit Þjóðleikhússins í vetur, og mun einn af kunnustu leikstjórum Norðmanna, Gerda Ring, koma og setja það á svið. Verður leikritið nú í fyrsta sinn flutt á fslandi allt, þ. e. a. s. frá upphafi til enda, þó í noltkuð styttu formi, en Leikfélag Reykja víkur flutti fyrri hluta þess fyrir 18 árum. Þeta kom m. a. fram í samtali sem fréttamaður Mbl. átti við Guðlaug Rósinkrans, þjóðleik- hússtjóra, sem er nýkominn frá Norðurlöndum, þar sem hann einnig tryggði leikhúsinu flutng rétt á nýjum söngleik, sem vin- sæll er að verða, og samdi um að ballet Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn hefði hér full- komna sýningu á klassiskum ballett næsta haust. Búningar frá Nationalteatret Æfingar á Pétri Gaut hefjast í byrjun nóvember, en þá kemur Gerda Ring til landsins. Hún er leikstjóri við Nationalteatret og hefur sett Pétur Gaut og fleiri leikrit á svið heima í Noregi og víða um lönd. Samdi þjóðleikhús- stjóri um að fá búninga í leikinn að láni hjá Nationalteatret. Einnig útvegaði hann nótur fyrir musik Griegs, sem notuð verður. Styttingin á leikritinu var að mestu gerð í samræmi við það sem venja hefur verið í norskum uppfærslum. 2,3 millj. í hrelnan ágóða Þé tryggði þjóðleikhússtjóri leikhúsinu sýningarrétt á nýjum söngleik, er nefnist „How to Succeed in Business Without Really Trying“, en hann er nú sýndur á Broadway og virðist ætla að verða vinsæll eins og „My fair lady“. En Lars Schmidt hefur einkarétt á þessum leik í Evrópu og byrjar sýningar á hon Framh. á bls. 22. og enn við veiðni SÍLDARSKIPIN eru nú flest | hætt veiðum, og voru fá skip eftir í sl. viku. Sunnanskip eru að halda heirn, en hin Norð- lenzku bíða sumir átekta. Fengu sum þeirra góðan afla. Viku- aflinn var 50.043 mál og tunnur og heildaraflinn í vikulok 2.370.066 mál og tunnur. Skv. upplýsin.gum frá Fiskifélaginu var efsta skip í vikulokin Víðir II. með 32.399 mál og tunnur, Höfrungur II með 31.542, Ólafur Magnússon með 30.917, Helgi Helgason með 29.530, Seley með 27.550 og Guðmundur Þórðarson með 27.199. Víðir II og Höfrungur II eru meðal þeirra skipa sem hætt eru síldveiðum, en ekki hefur enn heyrst að Ólafur Magnússon sé | hættur og mé vera að hann fari upp fyrir hina tvo áður en lýkur. Drukknir á stoinum bíl í FYRRAKVÖLD var Fiat bif- reið stolið á Laufásveginum. Seinna um nóttina tók lögreglan tvo sjómenn . honum. Voru báð- ir drukknir og ökuleyfislausir, en liöfðu báðir ekið bílnum. Hann var óskemmdur, er lög- reglan tók hann af sjómönnun- um. Fásótt sýning i Lækjargötu ,Hernámsandsfœbingar' við framílag Framisóknarflokks- ins til baráttu þeirra og þann Framh. á bls. 22. í hers höndum „LANDSFUNDI" þeim, sem lepp i þar niður þær deilur, sem geis- fyrirtæki kommúnista, hin svo | að hafa í samtökunum um langt kölluðu samtök .,hernámsandstæð inga“, efndi til hér í Reykjavík um sl. helgi lauk á sunnudags- kvöldi í algjöru sundurlyndi og iUúð. Má með sanni segja, að ÖU mál „hernámsandstæðinga“ séu í hers höndum. Ekki urðu heldur Kópavogs- ganga þeirra eða útifundur sá, er þeir efndu til í Lækjargötu að henni lokinni, til að létta skap kommúnista, því að báðar sýn- ingarnar misheppnuðust gersam lega vegna þess, hve fásóttar þær voru. Virðis nú jafnvel dáinn út áhugi þeirra, sem litið hafa á samtök þessi sem göngufélag og hafa fylgt þeim vegna útivistar- innar, er þau bjóða upp á. - Tilgangur „landisfundarins“ hafði verið sá að reyna að setja skeið, og reyna að rétta dálítið við vígstöðuna gagnvart fyligj- endum þátttöku landsins í varn- arsamstarfi lýðræðisiþjóðanna. Hvort tveggja mistókst algjör- lega. Deilurnar mögnuðust svo mjög, að um táma lá við felofn- ingi samtakanna vegna hatrammr ar valdabaráttu forystumanna þeirra. Og „málefnið“ hvarf ger samJega 1 skugga þessara inn- byrðis átaka, enda virtust þau vera hið eina- sem hugur fund- armanna snérist um. Er nú ríkj- andi mikil óánægja innan sam- takanna og langt frá þvl, að friður hafi verið saminn, þó að tekizt hafi um síðir að forða algjörri upplausn með bráða bingðasamkomulagi. Aðdragandi þeirra átaka, er brutust út á fundinum um helg- ina, er sá, að framsóknarmenn hafa lengi þótzt afskiptir um veg tyllur innan samtakanna miðað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.