Morgunblaðið - 18.09.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.09.1962, Blaðsíða 20
20 MORGVFBT, 4fí1Ð Þriðjudagur 18. sept. 1962 ,_HOWARD SPRING: 33 RAKEL ROSING l>að getur þú ekki gert. sagði Charlie. Þú þarft að vinna. — Láttu mig alveg sjá um það. Ertu farinn að passa mig eins og krakka, snuggaði Julian yfir rjúkandi kaffinu. Kannske er það rétt af þér. Auðvitað er það rétt. Þú hefur ekki gert ærlegt handtak í heila tvo daga. Og guð skapaði allan heiminn á sjö dögum. Jæja .... Jæja? Allt í lagi. Farðu og líttu eftir því. Og góða ferð, bróðir sæll. Mér veitir víst ekkert af góð- um óskum. Það er ekki nema hverju orði sannara, samþykkti Julian. 3. Charlie lagði af stað í þennan leiðangur sinn þennan bjarta vor morgun. Líklega hafði hann átt að vera uppábúinn, en það var hann samt ekkert venju fremur. Honum nægði að vera eins til fara, og hann var vanur. Báð- ir þeir félagarnir voru jafnan svo vel til fara, að vel' hefði mátt taka þá fyrir ríka iðjuleysingja og þetta blekkti alla aðra en vini þeirra, sem þekktu þrá þeirra eftir vel- gengni á veraldarvísu. Charlie gekk í ljósgráu nýpress uðu fötunum sínum eftir Bond Street og hugsaði um Minu. — Hann hafði yfirleitt hugsað all- vildi, að við gætum losað okkur við bæði guð og djöfulinn og sjálf haft handastjórn á öllu góðu og illu. Þá kynni okkur að verða eitthvað ágengt. Eg efast um það. Hvers vegna? Vegna þess, að ég get ekki séð, að hið góða og illa mundi koma neitt öðruvísi út í okkar höndum en í höndum guðs og djöfulsins. Þú heldur þá ekki, að okkur yrði neitt ágengt? Nei, ekkert teljandi. Þetta var einkennilegt og svartsýniskennt samtal, en með- an á því stóð hugsaði Charlie ekki n.ma um eitt og bað sama: Ef ég gæti bara setið við hliðina á þér og lagt armana um þig og kysst þetta grimmdarlega litla smetti þitt, þá kæmist ég eins nærri himnaríki, og guð gæti nokkurntíma komið mér. Þau þögnuðu og sögðu ekki orð fyrr en ,/au höfðu komið bátnum fyrir við bi--eojuna og gengu upp eftir stígnum frá ánni. Mina sagði: Hvað skyldi maður eiginlega getað fengið út úr líf- inu? Allt er svo fallegt, en við fáum ekki nema að horfa á bað. Það er eins og við getum aldrei orðið hluti af því. Charlie snarstanzaði og greip um olnboga hennar og brá við, er hann fann, hve grannur hann var. Ó, elskan mín! sagði hann. Ég elska þig, Mina. Þú ert eitt- hvað svo einmana. Fölt andlit hennar horfði fram an í hann. Já. Oharlie, sagði hún blá * áfram. Hræðilega. En svo losaði hún sig þegjandi úr taki hans og þau héldu áfram göngu sinni. XVII. 1. íbúð Minu var uppi yfir tó- baksbúð í Pantonsstræti. Þetta var ósköp alvanaleg búð, þar sem ósköp alvanaleg viðskipti fóru fram. Kaupmaðurinn hét Eck- ersley, fæddur í Wigan en upp- alinn á knæpu í Manchester, en hafði svo líka flækzt um með leikflokkum og var að upplagi prýðilegur skopleikari. En Bill Eckersley hafði ekki haft vit á að bíða þangað til stofnað var til skemmtiilokka handa hern- um, heldur hafði hann asnast inn í fótgönguliðið strax í stríðs- byrjun og á fyrsta de ? missti hann hálfan fót ,svo að hann gat ekki dansað framar, og andaði að sér nógu miklu eiturgasi með an hann beið eftir sjúkrabörun- um, til þess að geta aldrei sung- ið framar. Að vísu gat hann stundum sungið ofurlítið, en hinsvegar gat hann aldrei vitað, hvenær hann fengi hóstakast, sem tæki fyrir allan söng hjé 'honum. Annars var hann ósigr- andi hetja, sem meðal annars gerði alla steinhissa í sjúkrahús- inu, með fimi sinni að nota gervifótinn, sem honum var út- vegaður, og begar hann slapp út, tók hann rneira að segja til við fyrri iðn og tókst að nota hósta- köstin fyrir skemmtiatriði, eins og George Formby. En bað var of erfitt og sársaukafullt, svo að faann varð að hætta við bað aft- ur. Hann giftist svo hjúkrunar- konu frá London, sem fullyrti, að hún mundi aldrei verða lang- líf ef hún ætti að eiga heima Lancashire, svo að Billy, sem hafði alla tíð verið sparsamur, keypti verzlunina í Panton- stræti. Þetta var þrílyft hús. Á dag- inn vann Billy á neðstu hæðinni, en eftir vinnutíma flutti hann sig upp á efstu hæðina, þar sem þau hjónin bjuggu. En á mið- hæðinni var íbúð Minu, sem lá- varðurinn hafði látið laga til og rnála og gaf henni á tuttugasta og fyrsta afmæisdegi hennar. Þá var Mina nemandi í leikskólan- um, og faðir hennar var hneyksl aður á umhverfinu, sem hún kaus að eiga heima í. Hann vildi láta hana eiga heima í stóru sam býlishúsi, þar sem allt væri sem allra fullkomnast og heilsusam- legast, með lyftum og „þjón- ustu“. En Mina sagðist hafa and- styggð á öllu slí'ku. Hún sagðist ekki vera nein andskotans bý- fluga og vildi þá heldur ekki eina heima í hólfi í býflugnabúi. Heldur ekki vildi hún leyfa föð- mikið um hana með köflum. — Hann mundi vel, hvenær hann hafði séð hana fyrst. Þá var hann fjórtán ára og hafði komið til Markhams, til þess að vera í páskaleyfinu hjá Julian vini sín- um. Þeir voru í sama skólanum og þar hafði hnífurinn aldrei gengið milli þeirra frá því að þeir kynntust fyrst. Þeir höfðu farið einir til stöðvarinnar, sem var næst þorpinu. Hún*var fimm mílur þaðan. Þar hafði vagn kom ið að sækja þá og þegar þeir óku eftir löngu brautinni upp að hús- inu, undir trjánum, sem voru ein mitt að sýna fyrstu blómin á ár- inu, sá Charlie stúlku á gras- flötinni til hægri handar. Hún reið smáhesti í loftköstum og þeytti honum yfir hindrun, sem var reyndar ekki annað en lim- girðing. Hún var eins og ofur- lítil refsinorn, með eldrauðan hárlubbann. Þetta er Mina systir mín sagði Julian Og rak um leið upp öskur mikið einmitt á vitlausri stund, svo að Mina leit við og hún og hesturinn komust ekki yfir hindr unina og það síðasta sem Char- lie sá, er þeir þutu fram hjá, var Mina að rétta sig upp og dusta af sér moldina, og haltra síðan á eftir reiðskjótanum til þess að ná í hann. Nú verður hún foksvond við mig, sagði Julian. Og það kom líka fram, þvi að hún jós sér yfir bróður sinn af mikilli mælsku, en varp síðan varla orði á þá félaga. Hvenær sem Charlie kom í námunda við grasblettinn, fannst honum hún vera þar, til þess að sýna honum svart á hvitu, hve auðveldlega hún gæti komizt yfir hindrunina. Charlie og Julian héldu áfram saman í menntaskóla og í Cam- bridge, og allan þennan tíma hittu þeir Minu, alltaf jafnkáta Og villingslega. Já, ótal skrítin atvik rifjaði Charlie upp fyrir sér um viðskipti þeirra, er hann brokkaði niður eftir Bond Street en bezt af öllu mundi hann þó þegar hann reri með Minu eftir ánni til gamla aldingarðsins í Granchester, þar sem þau drukku te saman við eit litla borðið í græna grasinu og töluðu um alla heima og geima. Heldur þú, að við fáum ófrið aftur, Charlie? Það má guð vita. Heldurðu, að guð sé til? Nei. Það geri ég heldur ekki. Eg Marilyn Monroe eftir Maurice Zolutov Q hugmynd um, hvað þær eru í raun og veru. Þær eru skuggar, endurkast frá speglinum, og til- vera þeirra er ekki annað en við- brögð áhorfendanna við þeim. Þær geta varla lifað án þess að hafa áhorfendur. Og ef þær missa aðdráttarafl sitt, annað hvort fyrir einhverja breytingu eða fyrir elli sakir, eru þær sama sem dauðar. Hvort sem Marilyn hefur vitað það eða ekki, þá steig hún alvar- legt skref um leið og hún lét breyta háralit sínum. Fól er aldrei samt eftir slíkt skref og síðan er það einungis spurningin um. hversu meir eða miður það fylgir eftir breytingunni, sem á er orðin. Henni var það vel ljóst, að framtíð hennar sem fyrirsætu var ekki í tízkufatasviðinu, né í auglýsingamyndum, heldur í ginn andi stellingum eða „ostaköku", eins og gárungarnir kölluðu það. Hæfileikinn til að snúa upp á líkamann og setja hann í ginn- andi stellingar og einbeitingin til að halda þessum stellingum langan tíma án þess að þreytast, er þar höfuðatriði. Hún las því kennslubækur í líkamsfræði. Æfði sig klukkustund á hverjum degi — breytingar og teygingar, hjólaði og gekk hratt. Hún horfði á andlit sitt í spegli og æfði sig að sýna hinar og þessar mismun- and tilfinningar. Hún þreyttist aldrei á að hugsa um kynþokka og sýna hann. Earl Thiesen Ijósmyndari sagði einusinni við mig: „Ég man eftir að ég tók einusinni nokkrar myndir af Marilyn. Ég tók eina heima hjá henni einn daginn og sá þá heljarmikla bók um líkams fræði. sem stóð opin og útkrotuð. Eg spurði, hvað þetta ætti að þýða, og hún svaraði, að hún væri að kynna sér beinabygg- ingu líkamans. „Það eru beinin, sern ráða hreyfingum líkamans. Vissirðu það ekki?“ Hvað sem hún gerir, er fyrirfram útreiknað og byggt á meiri þekkingu á byggingu líkamans, en fólk hef- ur — að læknum undanteknum". „Hún er eiginlega einskonar kynþokkavél, sem hún getur stöðvað eða sett í gang. Ég hef séð hana setja vélina í gang. Þá miða ég á hana, horfi síðan gegn um gæginn, tilbúinn að smella af, og þá get ég beinlínis séð kynþokkann breiða sig út frá henni eins og þegar blóm opnar krónuna. Ef ég er eitthvað að flýta mér og smelli offljótt af, segir hún kannske: „Þú smelltir offljótt, Earl. Þetta verður aldrei gott. Við skulum endurtaka það“. Það tekur sinn tíma að sleppa kynþokkanum lausum. Og láttu engan telja þér trú um, að hann sé allur í mjöðmunum eða brjóst- unum á henni“. Ég spurði, hvar hann væri þá. ,,Það skal ég segja þér“ svar- aði hann. „Hann er í huganum hennar — það er þar sem hann er“. Einhverntíma ársins 1949 fékk Philip Halsman beiðni frá rit- stjórum LIFE að útvega þeim á nokkrar blaðsíður myndir af „smástjörnum". Þá datt Halsman nokkuð gott í hug. Hann bauð átta smástjörnum í myndastofuna sína, þar á meðal Marilyn. Hann sagði þeim, að hann ætlaði að mynda þær saman. Svo vildi hann, að þegar hann segði til, skyldu þær sýna tilfinningarnar, sem þær hefðu í fjórum „aðal- stellingum“. Halsman lýsti þeim þannig, að í einni væru þær að neyta ósýnilegs en ljúffengs drykkjar, í annarri væru þær að hlusta á góða skrýtlu, í þriðju væru þær hræddar við ósýni- lega ófreskju, og í þeirri fjórðu væru þær að láta einhvern dá- samlegan elskara kyssa sig. Hals- man minnist þess. að í þremur hinum fyrstu mistókst Marilyn, en þegar hún þóttist vera að láta kyssa sig, gerði hún það svo eðlilega, að ekki einungis hún sjálf, varð uppgefin, heldur varð ég það líka. Jerry Wald, sem stjórnaði myndinni „Clash by Night“, þar sem Marilyn var önnur stjarnan, segir: kynþokki hennar er alveg eins og eitthvað, sem hún hafi lokað niður í flösku. Svo þegar hún þarf á honum að halda í einhverju atriði, er rétt eins og hún taki tappann úr, meðan hún þarf á honum að halda, en svo þegar atriðinu er lokið, stingur hún honum í aftur og leggur frá sér flöskuna þangað til hún þarf á henni að halda næst.“ Árið 1946 var hún farin að koma reglulega í flestum karl- manna-tímaritum. Hún lýsti þeim einhverntíma þannig, að karl- mannatímarit eru timarit með kápumyndum af stúlkrvm. sem eru ekki flatbrjósta. í einum mánuðinum var hún á kápunni á fimm slíkum tímaritum. VI. Fyrirsætan gerist smástjama. Howard Hughes, eigandi RKO og mikill aðdáandi brjósta, sem ekki voru flöt, lá veikur í sjúkra- húsi. Hann hafði nýlega orðið fyrir slysi í einkaflugvél sinni. Nú var hann allur í gipsi, end- anna milli, en augun höfðu þó alveg sloppið, og voru í bezta lagi. Hughes var að drepa tím- ann með því að skoða ljósmyndir af þrýstnum stelpum í tímaritum. Við þessa saklausu dægradvöl sína, tók hann eftir því, að hann var sí og æ að rekast á sömu ljóshærðu hnátuna. Ekki var hún nefnd með nafni. Hann hringdi í skrifstofuna sína og bað full- trúa sinn að finna þessa stúlku og taka reynslukvikmynd af henni Loksins komst einn að- stoðarmanna hans í samiband við ungfrú Snively, og sagði með hátíðlegri rödd eins og notuð er við milliríkjasamninga, að Ho- ward Hughes hefði ákveðið að taka reynslukvikmynd af Normu Jean Dougherty. Ungfrú Snively tókst öll á loft. Hér var merkisviðburður í að- sigi. Allar fyrirsætur vonast eftir að verða kvikmyndastjörnur. Og nú var Norma Jean að sjá þenh- an draum rætast. Ungfrú Snively lét ekki á fögnuði sínum bera. Hún var ekki fædd í gær. Henni var Ijóst, að nemandinn var vaxinn upp úr meistaranum. Norma Jean þyrfti að fá sér um- boðsmann. Hún þurfti það, sem kallað er á Sunset Boulevard, „fulltrúa". Howard Hughes var of voldugur maður fyrir hana að kljást við. Svo kallaði hún á Helen Ainsworth til þess að gæta hagsmuna Normu Jean, og hún var ekki lengi að réttlæta 10% þóknunina sína með því að ná sambandi við 20th Century Fox, sem einmitt þá var í leit að „nýjum andlitum". Hún hringdi upp Ben Lyon, sem hafði verið vinsæl hetja á léreftinu á ára- tugnum eftir 1920, en var nú snuðrari hjá félaginu að leita að leikaraefnum, og honum sagði hún frá þessum skilaboðum frá Hughes. Lyon var þegar fullur áhuga, og ungfrú Ainsworth sagð ist skyldi koma með Normu Jean til hans eins og skot. Norma Jean fékk ekkert svig- rúm til að skinna sig upp eða láta laga á sér hárið. Þær fóru nú í verið til Fox. Jæja, loksina var hún komin inn fyrir hurðina. Stórt kvikmyndaver er líkast ramgirtum köstulum á miðöld- unum, sem eru víggirtir til að halda höfðingjunum inni og skrílnum úti. Útvörðurinn þarna er skrifstofubyggingin, en á henni eru bakdyr út að athafna- svæðinu, með öllum þess stígum og byggingum. Þar eru smáhýsi Og vistarverur höfunda og stjörnuhúsin og hljóðupptökuhús in og svo hið dularfulla bak- svæði með New York-götum og smá'bæjagötum og stöðuvatni, þar sem hægt er að leika sjóor- ustur, fjallalandslag og gresjur og veitingakrár með hestastólpa fyrir framan. Marilyn og vinköna hennar fóru inn í skrifstofuhúsið að framan. Þar var skrifstofa Lyons.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.