Morgunblaðið - 18.09.1962, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.09.1962, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 18. sept. 1962 morgvnbláðið 15 Nýi löndunarkraninn, sem tekinn var í notkun á Vopna- firði í sumar. — Ljósm. Mbl. Markús) Vopnafjörður — Framhald af bls. 10 un vatnsveitunnar er bygging nýs jöfnunargeymis, er taka mun 300 lestir af vatni, en núverandi geymir rúmar 90 lestir. Hafnarframkvæmdir. Vitamálastjórnin hefur sam þykkt gerð nýrra hafnarmann irkja á Vopriafirði, ef hægt verður að útvega nægilegt fé til slí'kra framkvaemda. Hafn skipabryggjan er nú orðin 30 ára gömul, hefur hún verið lengd smárn saman er nú 36 metrar. Vantar mikið á að hún geti fullnægt öllum þörf um ú bryggjuplássi að sumar lagi og eru dæmi þess, að tvö strand'ferðaskip hafi orðið að bíða úti á firðinum vegna rúm leysis í höfninni. Varnargarð uf verður gerður á skerja- garði úr svokölluðum Mið- hólma í land. Kostnaður við nýju hafnarframkvsemdirnar verður 6—9 milljónir. Þá hafa síldarsaltendur í huga að gera stærri bryggjur við stöðvar sínar, meðal ann ars er í ráði, að söltunarstöð- in Austurborg byggi sextán metra bryggju út á fimm metra dýpi. Hefur léleg .að staða við höfnina sett útgerð inni stólinn fyrir dyrnar — að eins er gerður út einn þilfars k \tur á vetrarvertíð ásamt fá einum trillum. Nýbyggingar Nú er verið að Ijúka bygg- ingu þriggja íbúðarhúsa á Vopnafirði og verður byrjað á öðrum tveimur í haust. Mjög erfiðlega hefur gengið að fá menn til byggingavinnu vegna allrar þeirrar atvinnu, sem síldveiðin leiðir af sér. í>á er verið að reisa nýtt vöru geymsluhús fyrir kaupfélag- ið, en á efri hæð bess verður mjól'kurstöð. Mjólkursamlag hefur enn ekki verið stofnað í hreppnum og verður senni- lega ekki fyrr en í vor, er vél arnar koma í hina nýju mjólk urstöð. Samlagssvæðið mun ná yfir Vopnafjörð og Bakka fjörð og ef til vill sveitirnar á ströndinni norðan Vopna- fjarðar. Eru bændur í sveit- inni óðum að koma sér upp kúastofni og hafa nokkrir þeirra stundað mjólkursölu í sumar. í kauptúninu sjálfu er nautgriparækt að leggjast nið ur vegna aukinnar atvinnu. Þá má og geta þess að innan skamms verður opnuð brauð gerS — hin fyrsta á Vopna- firði. Byggður verður nýr skóli Á síðasta ári lét Bjöm Jó- hannsson af störfum sem skóla stjóri barna- og unglingaskól- ans, sem hann hefur gegnt í 38 ár. Við hittum Björn að um skólamálin og störf hans máli á heimili hans og feng- um hjá honum upplýsingar sem kennara og skólastjóra í byggðarlaginu. Björn settist að é Vopnafirði árið 1921 og var farkennari til ársins 1924 er hann tók við starfi skóla- stjóra af Jóni Sigurðssyni nú verandi skólastjóm Laugar- nesskólans. Skólahús með tveimur kennslustofum og í- búð fyrir skólastjóra var byggt í kauptúninu árið 1907 og var það fyrirmyndarhús á sínum tíma, en er nú orðið alltof lítið. Fyrstu árin, sem Björn kenndi, voru í skólanum 25— 30 börn en voru í vetur 86 í barna- og unglingadeild. Vegna rúmleysis í gamla skólahúsinu fer unglinga- kennslan fram í félagsheimil inu en senn verður hafin bygg i:ig nýs skóla með fjórum kennslustofum og íbúð fyrir skólastjóra. Ragnar Guðjóns son er skójastjóri og með hon um starfa tveir fastir kennar ar svo og nolkkrir stunda- kennarar. Þurfa þeir að leggja . á sig mikla aukavinnu til að full kennsla geti haldizt, sem og reyndin hefur verið Sagði Björn að lokum að hraða yrði byggingu nýja skólahússins, íbúum á Vopna firði færi fjölgandi, beir eru nú sem stendur hátt á fjórða hundrað og innan tveggja ára verður tala skólaskyldra b-rn a komin yfir eitt hundrað. möa Loftleiðir senda hop tíl náms ■ flugvirkjun vestra STARFSEMI Loftleiða hefur í rauninni ekki breytzt mikið þó félagið taeki að sér reksturinn á Keflavíkurfiugvelli, sagði Krist- ján Guðiaugsson, stjórnarformað- ur Loftleiða, í viðtali við Mbl. í gær. Flugvélarnar hafa reglulega viðkomu í Reykjavík nema þeg- ar þær eru fullhlaðnar á vestur- leið — og skilyrði ekki nægilega góð í Reykjavík. , Sagði Kristján, að enn væri ekki endanlega gengið frá samn ingum. um framtíðaraðstöðu Loftleiða á Keflavíkurflugvelli. Félagið hefði mikinn hug á að fá þar húsnæði fyrir verkstæði og varahlutalager. — Við höfum gert 5 ára áætl- un i þessum efnum, ætlum að taka að okkur allt viðhald flug- vélanna smátt og smátt á 5 ár- um. En nú eru þegar liðin' tvö ár síðan þessi áætlun var gerð ivo að við megum halda á spöð inum sagði hann. — Á næstunni sendum við 15—17 unga menn utan til náms í flugvélavirkjun. Fara þeir til Tulsa í Oklahoma, Bandaríkjun- um, og verða þar tvö ár a.m.k. Væntum við þess, að þar með verði lagður grundvöllur að verk stæðinu — hvað mannafla snert ir. Að vísu höfum við á að skipa talsverðum hópi flugvélavirkja en það þarf mikinn mannafla til þess að starfrækja verkstæði, sem þjóna á öllum þörfum fé- lagsins. Kennsla Les með skólafólki tungumál, reikning, stærðfræðl og fl. Og bý undir lands- og stúdentspróf. Les m.a. þýzku og rúmfræði með þeim, sem búa sig undir 3. bekk Menntaskóla. - Dr. Ottó Arnaldur Magnússon (áður Weg), Greitisgötu 44 A. Sími 15082. Skipasala Til sölu 17 lesta vélbátur með J. Munktel-diesel vél, 85 ria., í haffæru standi. Jón Ó. Hjörleifsson, viðskiptaf ræðing ur. Fasteignasala. — Umboðssala Tryggvagötu 8, 3. hæð. Viðtalstími frá kl. 11—12 f.h. og kl. 5—6 e.h. Símar 20610. Heimasími 32869 Sendisveinar óskast hálfan eða allan daginn í vetur. Meiga hafa. skellinöðru. Upplýsingar ekki í síma. Björn Jóhannsson, fyrrv. skólastjóri. ATHCGIÐ að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglysa i Morgunblaðinu, en öðrum blöðum. Skipasala Til sölu 60 lesta vélbátur með Búda- diesel vél 240—347ha., Elac dýptarmæli með Asctic út- færslu, Kelvin-Hughes dýpt armæli, Moslin kraftblökk crg öðrum útbúnaði til síld- veiða, netaveiða eða línu- veiða. Skólavörðustíg 21. viðskiptafræðingur. Fasteignasala. — Umboðssala Tryggvagötu 8, 3. hæð. Viðtalstími frá kl. 11—12 f.h. og kl. 5—6 e.h. Símar 20610. Heimasími 32869 Skipasala Til sölu 38 lesta vélbátur með Kelvin- diesel vél, 132 ha., Kelvin- Hughes dýptarmæli, línu- spili og trollspili ásamt á- höldum til neta og línu- veiða. Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar. Jón Ó. Hjörleifsson, viðskiptafræðingur. Fasteignasala. — Umboðssala Tryggvagötu 8, 3. hæð. Viðtalstími frá kl. 11—12 f.h. og kl. 5—6 e.h. Símar 20610. Heimasími 32869 Skipasala Til sölu 10 lesta vélbátur með 44 ha. Kelvin-diesel vél, Elac dýpt armæli og útbúnaði til neta- Og línuveiða, Jón Ó. Hjörleifsson, viðskiptafræðingur. Fasteignasala. — Umboðssala Tryggvagötu 8, 3. hæð. Viðtalstími frá kl. 11—12 f.h. og 'kl. 5—6 e.h. Símar 20610. Heimasími 32869

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.