Morgunblaðið - 25.09.1962, Síða 8

Morgunblaðið - 25.09.1962, Síða 8
8 MOTtcrrniTtL AÐIÐ Þriðjudagur 25. sept. 1962 Friðrik V. Ólafsson Skólastjóri — Minning HINN 19. b m. andaðist Friðrik V. Ólafsson, skólastjóri. Með hon- um er fallinn í valinn einn af merkustu mönnum sjómanna- stéttarinnar. Hann var fæddur 19. " febrúar 1895 á Vopnafirði, sonur Ólafs F. Davíðssonar, verzlunar- stjóra þar og síðar á ísafirði, og feonu hans Stefaníu Þorvarðar- dóttur. Friðrit fluttist ungur með foreldrum sinum, fyrst til Reykja víkur, þar sem faðir hans vann í 2 ár sem bókari við Landsbank- ann, og síðan til ísafjarðar. Um 15 ára aldur hóf Friðrik sjómennsku og stundaði hana á ýmsum skjpum, en síðan lá leið- in í Stýrimannaskólanum, eins og þá var háttur ungra og framtaks- samra manna, sem ætluðu að gera sjómennskuna að ævistarfi. Hann lauk hinu meira stýri- mannaprófi, eins og farmanna- prófið hét þá, árið 1914, með mjög hárri einkunn. Stundaði hann eftir það sjómennsku áfram og varð fljótlega yfirmaður. Hann var 1. stýrimaður á gamla Þór, fyrsta íslenzka varðskipinu, er hann kom tii landsins árið 1920. Árið 1925 lauk Friðrik prófi frá Reserve Kadetskolen í Kaup-, mannahöfn. Eftir það var hann skipherra á varðskipum ríkisins, fyrst á garnla Þór til 1929, en þá fór hann aftur utan til náms, nú við Sökort Arkivet í Kaupmanna höfn, op’ þaðan lauk hann prófi 1931. Eftir það varð hann aftur skipherra á varðskipum ríkisins, síðast á Ægi Jafnframt var hon- um falin forstaða sjómælinganna 1932 og var áfram ráðgefandi um þau mál, eftir að hann tók við skólastjórn. Friðrik Ólafsson var því einn menntaðasti rnaður í sjómanna- stétt, og þegar Páll Halldórsson, skólastjóri Stýrimannaskólans, lét af skólastjorn árið 1937, fyrir ald urs sakir, var Friðriki falin skóla stjórnin, og því starfi gegndi hann til dauðadags, óslitið í 25 ár. Það var mikið lárt fyrir stýri- mannaskólann að fá að njóta starfskrafta Friðriks Ólafssonar. Menntun hans og frábærir hæfi- leikar til að stjórna nutu sín einkar vel á þeim vettvangi! Á fyrstu skólastjóraárum hans var skólinn til húsa í gamla stýri- mannaskólahúsinu að Öldugötu 23, en haustið 1945 fluttist hann í hinn nýbyggða og myndárlega sjómannaskóia á Vatnsgeymis- hæð. Friðrik var frá upphafi for- maður byggingarnefndar hins nýja skólanúss, og á honum mæddi því mest um allar fram- kvæmdir. Hann fyigdist vel með öllum nýjungum á sviði siglingamála,- og að frumkvæði hans hafa orðið ýmsar breybngar á kennslutil- högun og námsefni til samræm- ingar við hina nýju siglinga- tækni. Hanri samdi kennslubók í siglingafræði 1947 og viðauka við hana síðar. . Um skóiastjórn Friðriks þarf ekki að fjölyrða. Þar tala verkin sjálf. Allt hans starf einkenndist i af einstakri nákvæmni og reglu- semi. Þar var ekki kastað hönd ; um til 'neins. Kennari var hann | frábær, og get ég dæmt um það j af eigin reynslu, sem gamall | nemandi hans. Hjá því varð ekki komizt að læra í tímum hjá hon- um, enda leiðst engum að sýna þar tómlæti gagnvart náminu. En þótt Friðrik væri strangur í kennslustundum og skólastjórn sinni, bar hann hag nemenda sinna mjög fyrir brjósti og mér er kunnugt um, að margir þeirra sóttu til hans holl ráð og styrk, þegar erfiðieikar steðjuðu að. Hann fylgdist einnig með starfi þeirra eftir að skólavist lauk og gladdist inníiega, þegar vel gekk hjá þeim. Hann hvatti nemend- urna til regiusemi og trúmennsku í starfi og Jagði ávallt ríka á- herzlu á, hversu mikil ábyrgð fylgdi starfi þeirra, er þeim yrði trúað fyrir skipstjórn, og hve al- varlegar afleiðingar kæruleysi og mistök í því starfi gætu haft. Friðrik var mjög vel lesinn maður og fróður um margt. Sér- staklega unní hann öllum þjóð- legum fróðleik. Hann skrifaði sérlega vandað íslenzkt mál. Það lætur að líkum, að manni eins og Friðriki Ólafssyni væru falin ýmis trúnaðarstöi f. Haun var forseti slysavarnafélagsins 1937—1940 og í stjórn þess félags í 25 ár. Ráðgefandi sérfræðingur í landhelgisniálum fyrir Hæsta- rétt frá 1937. í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hins gætti hann þó ávailt að taka ekki að sér önnur trúnaðarstörf en þau, sem hann gat annað, án þess, að skóla stjórnin biði nokkurn hnekki af. Slíkt hefði verið mjög fjarri skap lyndi hans. Ég veit, að ég mæli einnig fyrir munn samkennara minna, er ég nú, við leiðarlok, þakka fyr- ir samstarf á undanförnum árum, samstarf, sem vissulega hefur ver ið ánægjulegt og þroskandi fyrir okkur kennarana. Betri yfirmann hefði ég ekki getað kosið mér. Friðrik Ólafsson kvæntist árið 1927 eftirlifandi konu sinni Láru M. Sigurðardóttur læknis á Sauð árkróki, Pálssonar, og konu lians Þóru Gísladóttur, mikilhæfri og myndarlegn konu. Börn þeirra eru: Sigurður; Þórunn, gift Ind- riða G. Þorsteinssyni og Þóra, gift Jóni Sigurbjörnssyni. Eina dóttur misstu þau skömmu eftir fæðingu. Frú Lára hefur verið manni sínum ómetanleg stoð í hinu, að mörgu leyti þreytandi starfi hans, og með aðdáunarverðu þreki stímdaði hún hann í hinum erfiðu veikindum hans, sem hann átti við að stríða undanfarið. Ég vil votta henni, börnum hennar og barnabörnum innilega samúð í sorg þeirra. Jónas Sigurðsson. Verkamenn og loftpressumaður * óskast strax. Sandver sf. Sími 20122. T I L S Ö L U 3ja herb. íbúð * í fjölbýlishúsi við Sólheima. Fasteignasala Áka .Takobssonar og Kristjáns Eiríkssonar Sölumaður: Ólafur Ásgeirsson " Laugavegi 27 — Sími 14226. Orðsending frá Stjörnuljósmynduni Eins og að undanförnu önnumst við allar myndatökur á stofu og í heimahúsum, svo sem: Barna-, passa-, fjölskyldu-, samkvæmi- og brúðkaup að ógleymdum blóma og afmælismyndum á svart hvítt og í ekta litum. Mynd af blómum á svart hvítt er ei mynd á móts við litmynd. — Passar og prufur afgreitt mjög fljótt, stækkanir með 7 til 10 daga fyrirvara. Portrett frá okkur í cotaklitum hafa þegar hlotið aðdáun, enda eru þær fullkomlega samkeppnisfærar því bezta á heimsmarkaðinum. Eina stofan er getur boðið slíka þjónustu hér á landi. Myndir á svart hvítt eru lÖngu kunnar fyrir lægra verð, betri og snyrtilegri frágang en víðast annars staðar. Velkomin með viðfangsefnin. Við leysum þau fljótt, vel, ódýrt og í ekta litum. Virðingarfyllst STJÖRNULJÓSMVNDIR Flókagötu 45 — Sími 23414. Elías Hannesson. LÍTIÐ NOTUÐ Olíukynditæki Rexoil (blásari, ketill vatns- og olíutankur) fyrir fjölbýlis- hús. — Upplýsingar í síma 24673. Til sölu 70 tonna vélbátur. Báturinn er í góðu ástandi. ÁRNI GRÉTAR FINNSSON, HDL. Strandgötu 25, Haínarfirði sími 50771. Stúlkur óskast til afgreiðslustarfa í bið- og söluskýli í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. Þrískiptai vaktir. Yngri en 20 ára koma ekki til greina. Umsókn — meðmæli ásamt mynd sendist Mbl. sem fyrst merkt: „Biðsýli — 7913“. c^NGfy SVlMIIMG KYIMIMIIMG .Vér höfum opriað sýningu á Singer prjónavélum og saumavélum í Sýningarsalnum í Kirkjustræti 10. Á sýningunni starfa fjórar konur og sýna hvernig vélarnar vinna og veita gestum hvers konar leiðbeningar um meðferð þeirra. Sýningin verður opin frá klukkan 2—7 e.h. næstu daga. VELADEILD

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.