Morgunblaðið - 25.09.1962, Side 17
Þriðjudagur 25. sept. 1962
M O R C V N B L 4 Ð f Ð
17
Björn Rögnvaldsson
byggingarmeistari — Minning
Fæddur 21. des. 1896 — Dáinn
17. sept. 1962.
í dag er jarðsettur Björ.i
Rögnvaldsson byggingarmeistari
en hann andaðist í Landspítalan-
um 17. þ.m. eftir allþunga legu.
Björn Rögnvaldsson fæddist 21.
dies .1896 að Gröf á Höfðaströnd
í Skagafirði. Foreldrar hans voru
Rögnvaldur Jónsson og kona hans
Jónína Kristín Björnsdóttir, er
bjuggu að Gröf.
Ungur að árum fór Björn úr
foreldrahúsum og lagði leið sína
til Reykjavíkur, þar sem hann
lauk námi í húsasmiði. Ebki
nægði Birni þessi kunnátta í iðn
sinni og hélt hann því til Kaup-
mannahafnar, þar sem hann
divaldi 2-3 ár við framhaldsnám
í byggingafræði.
Að því búnu sneri hann heim
aftur og hóf nú vinnu við húsa-
smíðar, og stóð hann þá fyrir
smíði fjölda húsa 0g ger5; jafn-
tframt uppdrætti að mörgum
þeirra.
Árið 1936 réðist hann til starfa
hjá embætti húsameistara ríkis-
intf, og starfaði á vegur.. þess til
dauðadags. Starf hans var fólgið
í því að hafa eftirlit með bygg-
ingum rí'kisins og sjá um við-
hald og annast um breytingar á
þeim, í samráði vib húsameist-
ara ríkisins.
Björr tók þarna við mjög eril-
sömu og vandasömu starfi, en
hann leysti bað af hendi með
dugnaði og samvizkusemi. Þá
hafði og Björn umsjón með bygg
ingu fjölda prestsetra, læknis-
bústaða og annarra opinberra
bygginga úti á landsbyggðinni.
Hann var því á sífeldu ferðalagi
é sumrin við þessi störf og var
þá oft langur vinnudagur og
ekki altaf tekin sumarfríin.
Samstarf Björns við yfirboð-
ara sína var ávallt traust og gott
og fyrir vel unnin störf var
hann sæmdur riddarakrossi
Fálkaorðunnar.
Björn Rögnvaidsson var tví-
kvæntuar. Fyrri konu sína, Ingi-
t'jörgu Siigr'ði Steingrímsdótt-
ur, missti nann eftir fremur
stutta sambúð. og eignuðust þau
4 börn, sem öll eru á lífi.
Síðari kona nans, Sigríður
IHallgrímsdóttir lifir mann sinn
ásamt dóttur þejrra.
Ssmstarfsmepn Björns hjá em
bætti húsameistara ríkisins,
senda honum hinztu kveðju með
þökk fyrir gott og traust sam-
starf liðinna ára, enfremur votta
þeir eftirlifandi konu og börn-
um innilegustu samúð.
B. ísleifssoá.
HINN 17. þ.m. andaðist í Lands-
spítalanum Björn Rögnvaldsson
byggingameistari og fer útför
hans fram frá Fossvogskirkju ,í
dag.
Hann var gkagfirðingur að ætt
Fæddur að Gröf á Höfðaströnd
hinn 21. des. 1896. Til Reykja-
vtíkur fluittjst hann árið 1917
eða 21 árs að aldri og réðist þá
til náms í húsasmíði hjá hinum
jnerka og þjóðkunna manni Stein
grími Guðmundssyni húsasmíða
meistara, sem flestir eldri Reyk-
víkingar muna eftir.
Hann lauk prófi í húsasmíði
og jafnframt burtfaraprófi ir
Iðnskólanum í Reykjavík árið
1920, og á námsárum sínum tók
hann einnig drjúgan þátt í í-
þróttamálum. Hann var formað-
ur Glímufélagsins Ármanns um
nokkurt skeið.
Arið 1921 hélt hann til Kaup-
mannahafhar til framhaldsxiáms
í iðngreien sinni við Tekniske Sel
skabs Skole. Alls var hann í 3V2
ár við nám og vinnu í Höfn, en
sneri þá aftur heim til íslands.
Eftir heimkomuna varð hann
fljótt eftirsóttur byggingar-
meistari hér í bæ og víðar.
Dugnaður og smek'kvísi Björns
Rögnvaldssonar skipaði honum
fljótt í fremstu röð byggingar-
meistara, og var h\nn bvi strax
yfirhlaðinn ýmsum trúnaðarstörf
um bæði innan sinnar stéttar og
utan. Formaður Trésmiðafélags
Reykjaví'kur var hann um skeið
og' prófdómari við sveinspróf
húsasmiða nær 30 ár. Hann
gegndi einnig mörgum trúnað-
arstörfum fyrir Iðnaðarmanna-
fólag Reyikjavíkur.
Árið 1936 réðst hann til starfa
sem byggingarmeistari hjá Húsa
meistara rikisins og starfaði þar
óslitið til dauðadags. Jafnframt
fyrrnefndu starfi var hann eft-
irlitsmaður með opinberum
byggingum fyrir Húsameistara-
embættið og naut í því starfi,
sem öðrum, bæði t austs og vin-
áttu. Starfsdagur ham. var lang-
ur og erilsamur en bráfct fyrir
það var hann fús til að rétta
fram hjálparhönd.
Fyrir störf sín var hann sæmd
ur heiðursmerki hinnar íslenzku
Fálkaorðu.
Björn heitinn var tvíkvæntur
Fyrri kona hans ar Ingibjörg
Sigríður Steingrímsdóttir, en
hún dó árið 1934, og áttu bau
saman börn. Síðari konu sinni,
Sigríði Hallgrímsdóttur giftist
'hann árið 1937 og lifir hún mann
sinn. í>au áttu saman 1 dóttur.
Á heimili Björns var gott £.ð
koma, enda heimili hans rómað
fyrir myndarskap og gestrisni.
Björn heitinn var Ijúfmenni og
prúður í allri framgöngu. Hann
var dulur í skapi og flíkaði ekki
tilfinningum sínum, en þeir sem
þekktu hann bezt vissu vel að
þar fór góður og heilsteyptur
maður sem vildi öllum vel.
Og nú er ég kveð þig Björn
minn hinztu kveðju, þá þakka
ég þér allar samverustundirnar,
sem við höfum átt saman og
ljúfar endurminningar.
Eftirlifandi eiginkonu Björfts,
börnum og öðrum ættingjum
sendi ér mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Ólafur Pálsson
Sendisveinn
\
óskast hálfan eða allan daginn frá 1. okt.
Smith & INiorland hf.
Suðurlandsbraut 4.
Skrifstofustúlka
Óskum eftir að ráða vana skrifstofustúlku.
Enskukunnátta æskileg. Skriflegar um-
sóknir með uppl. um menntun og fyrri
störf ásamt meðmælum ef fyrir hendi eru
sendist í pósthólf 1438 Rvk fyrir 1. okt.
næstkomandi.
Skrifstofumaður
Stórt fyrirtæki hér í bænum óskar eftir reglusömum
og duglegum skrifstofumanni. Uppl. um menntun
og fyrri störf óskast send Mbl. fyrir fimmtudags-
kvölá merkt: „Skrifstofumaður — 3399“.
Stúlka óskast
til afgreiðslustarfa í veitingasal.
HÓTEL TRYGGVASKÁLI
Selfossi.N
Sendisveinn
xViljum ráða röskan og duglegan sendisvein strax.
Umsækjendur komi til viðtals í apótekið.
INGÓLFS APÓTEK.
Skrifstofustúlka
Skrifstofustúlka óskast að stóru fyrirtæki í Reykja-
vík. Þarf helzt að vera vön vélritun og almennum
skrifstofustörfum. Uppl. um menntun, og fyrri störf
óskast sendar Mbl. fyrir fimmtudagskvöld merktar:
„Skrifstofustúlka — 3400“.
Balletskóli
Sigríðar Ármann
KENNSLA HEFST I BYRJUN
OKTÓBER.
INNRITUN OG UPPLÝSINGAR
í SÍMA 3-21-53 kl. 2 — 6 dag-
lega.
Sigríður Ármann.
AUGLVSIIMGAR
ÚTSTILLIIMGAR
SILKIPREMT
BÓKAKAPUR
TEIKMIMGAR
BÍÓAUGLVSIMGAR
TJARNARGÖTI) 3
SÍMI 18400