Morgunblaðið - 05.10.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.10.1962, Blaðsíða 3
3 Föstudagur 5. október 1962. MORGUNBLAÐIÐ Á BÆNUM Eyjarkoti á Skaga strönd er nýbyggt íbúðarhús og útihús, sem geta ekki ver- ið nema nokkurra ára gömul. Þessar nýju byggingar á Eyjarkoti vöktu athygli frétta manns blaðsins, er hann átti leið um Skagaströnd fyrir skömmu. Hélt hann heim í hlað til að hitta heimilisfólk- ið og forvitnast um hagi þess. Á hlaðinu kom á móti okkur drengur, sem sagðist vera sonur hjónanna. Báðum við hann að kalla á föður sinn og kom hann að vörmu spori. Bóndinn í Eyjarkoti, Árni Daníelsson, bauð okkur að ganga til stofu. Kona hans, Heiðbjört Halldórsdóttir ták þar á móti okkur. Stofan í hinu nýja íbúðarhúsi hjón- anna^r stór og björt og út um einn glugga hennar sér yfir Húnaflóa og rétt við- flæðarmálið fyrir neðan bæ- inn er Eyjarey. Þar sögðu hjónin okkur að væri æðar- varp, ön það færi minnkandi, því að minnkur kæmist út í eyjuna. Gamlla íbúðarhúsið í Eyjar- koti er lftið einnar hæðar hús með torfþaki, en nýja húsið er tveggja hæða steinhús. Eins og gefur að skilja eru hjónin Árni Daníelsson, kona hans Heiðbjört Halldórsdóttir Ur gOmlum bæ í nýtt mjög ánægð með nýja hús- ið. Sagði Árni okkur, að þau hefðu flutt í það 1. ágúst s.l. og neðri hæðin væri nærri fullgerð en ekkert væri farið að innrétta efri hæðina enn- þá. — Hvenær var byrjað á húsinu? spyrjum við. — Það var í fyrrasumar. Enn er eftir að ganga frá ýmsu á neðri hæðinni, og efcki veit ég hvenær við innréttum Hið nýja íbúðarhús hjónanna í Eyjarkoti. (Ljósm.: Þ. Jónss.) þá efri, sagði Árni. Nú komu þrír ungir menn inn í stofuna til okkar. Það voru synir hjónanna Daníel, sem er 14 ára, það var hann, sem við hittum á hlaðinu og þá var hann að mála húsið að utan. Yngri synirnir heita Halldór og Bragi Sigurður og eru 12 og 11 ára. Heiðbjört sagði, að drengirnir hjálpuðu föður sínum við útiverkin og hún þyrfti ekki að vinna úti nema þegar hana langaði til. — Við spurðum nú Árna, hvenær hann hefði byggt úti húsin? — Þessi nýju byiggði ég fyrir þremur árum, það er fjárhús, sem rúmar 210 fjár, hlaða fyrir 600 hesta af heyi og votheysturn. Næst á dag- skrá í byggingarmálum hjá ofckur er fjós, en það sem við notum er gamalt og lélegt. — Hvað eruð þið búin að búa lengi í Eyjarkoti? — Við hófum búskap hér 1944 og þá leigðum við jörð- ina, en síðar keyptum við hana. — Hvað er bústofninn mik- ill? — Við eigum nú um 200 fjár og 7 kýr. Einnig höfum við hesta og hænsni til heim ilisþarfa. — Hvernig hefur heyskap- urinn gengið í sumar? — Sprettan var fremur lé- leg, en nýting heyja er góð og held ég að ég megi vel við una. Heiðbjört bauðst nú til að sýna okikur nýja húsið. Á neðri hæðinni er stofan, tvö önnur herbergi, rúmgott bað- herbergi, stórt og bjart eld- hús, búr og þvottahús. Úr gangi, sem ligigur eftir neðri hæðinni er stigi upp á efri hæðina, en hún er enn einn geimur. Heiðbjört sagði okk- ur, að þar ættu að vera fimm herbergi, baðherbergi og geymslur. — f vetur, sagði hún, ætlum við að loka stiga opinu og hafa það lokað þar til farið verður að innrétta hæðina. Árni Daníelsson er fæddur a Syðri-Ey, sem er næsti bær við Eyjarkot, en Heiðbjört er frá Hólma í Skagahreppi. Hjónin gengu nú með okk- ur út á hlað og við kvöddum þau fyrir framan húsið. Daníel sonur þeirra var kominn upp á vinnupall og málaði af kappi. Við kölluðum til hans og spurð um hvort honum þætti það skemmtilegt. — Já, það finnst mér, sagði hann og brosti. S. J. A-listi lýðrœðissinna í Sjómannakosningum Á LAUGARDAG og sunnudag fer fram kosninig fulltrúa Sjó- mannasambands íslands á Al- þýðusambandsþing. Allir þeir sem eru félagar innan Sjómannia- sambands fslands eiga kosningar- rétt. Aðildarfélög sjómannasam- bandsinis eru: Sjómannafélag Reykjavíkur, Sjómannafélag Hafnarfjarðar, Matsveinafélag tslands og Sjómannadeildir verkalýðsfélaganna í Keflavík, Grindavík og á Akraniesi. Liistd lýðræðissinna er A-listi, borinn fram af stjórn sam- bandsins o. fl. Aðalfulltrúar eru: Borgþór Sigfússon, Skúlaskeiði 14, Hf. Einar Guðmundss., Tunguv 90, R. Einar Jónsson, Köldukinn 21 Hf. Garðar Jónsson, Skipholti 6, R. Guðlaugur Þórðarson, Keflavík. Guðmundur H. Guðmundss., Ás- vegi 65, R. Haraldur Ólafss., Sjafnarg. 10 R. Hilrnar Jónsson, Nesveg 37, R. Hjalti Gunnlaugsson, Kvisthaga 21, R. Jón Helgason, Hörpugötu 7, R. Jón Júlíusson, Meðalholt, 9, R. Jón Sigurðsson, Kvisthaga 1, R. Karl E. Karlsson, Skipholt 6, R. Kristján Guðmundsson, Leifs- götu 10, R. Magnús Guðmundsson, Felli, Garðahreppi. Ólafur Sigurðss., Laugateig 26 R. Óli Barðdal, Rauðalæk 59, R. Pétur Sigurðsson, Tómasarhaga 19, R. Ragnar Magnússon, Grindavík. Sigfús Bjarnason, Sjafnarg. 10 R. Sigríkur Sigríksson, Akranesi. Sigurður Pétursson, Hverf. 34 Hf. Sigurður Sigurðss., Njörvas. 22 R Þorbjörn D. Þorbjörnsson, Njáls- götu 96, R. Varafulltrúar: Árni Guðmundsson, Álfheimum 34, R. Ásgeir Torfason, Garðastr. 45 R. Bjarni Hermundarson, Norður- braut 21, Hf. Bjarni Stefánsson, Fjölnisv. 4 R. Björn Andrésson, Leynimýri R. Björn Guðmundsson, Klappar- stíg 9, R. Geir Þórarinsson, Keflavík. Guðbergur Guðjónsson, Lauga- veg 114, R. Halldór Christensen, Álfheimum 21, R. Hannes Guðmundsson, Strand- götu 69, Hf. Hörður Þorsteinsson Höfðaiborg 80, R. Jóhann S. Jóhannsson, Akranesi. Jón Ármannsson, Bakkastíg 6 R. Jón Nikulásson, öldugötu 24, R. Ólafur Árnason Hringíbr. 105, R. Pétuir Ólafsson, Ásgarði 73, R. Sigurður Ingimundarison, Hring- braut 80, R. Sigurður Kristjánsson, Álfheim- um 28. R. Sigurður Sigurðsson, Bergþóru- götu 33, R. Sigurður Wium, Höfða, Blesu- gróf, R. Skjöldur Þorgrímsson, Laugar- nesvegi 84, R. Sveinn Sveinsson, Grett. 57b,R. Vilmar I. Guðmundsson, Tjarnar- götu 25, Kv. Þorgiils Bjarnas., Laugav. 11, R. Einnig kom fram B-listi, bor- fram af Jóni Tímóteussyni, Sig- urði Br. Þorsteinssyni o. fl. Sjómenn greiði félagsgjöld fyrir kosningu. Hér í Reykjavík verður kosið í skrifstofu Sjómannafélags Reykjavíkur í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu, í Hafnarfirði á skrif stofu Sjómannafélags Hafnar- fjarðair á Vesturgötu 10, á Akra- nesi í skrifstofu Verkalýðs- félagsins, í Keflavík í Ungmenna félagshúsinu uppi og í Grinda- vík í Kvenfélagshúsinu. Sjómenn eru áminntir um að greiða félagsgjöld sín áður en kosning hefst, ef þeir hafa ekki þegar gert það, svo þek hafi full réttindi, því að ekki er hægt að greiða gjöid; n efúr kornvig hefst. STáKSTEIMAB Arangur tolla og skatta- lækkana Gunnar Thoroddsen fjármála- ráðherra hefur skýrt frá því, hvernig skatta og tollalækkanir viðreisnarstjórnarinnar hafa verk að. Eins og kunnugt er hafa toll- ar og önnur aðflutningsgjöld á fjölmörgum vörum verið þyngri hér á landi en þekkst hefur með- al nágrannaþjóða. Afleiðing þess hefur svo orðið smygl í stórum stil. Hinir beinu skattar hafa einn ig verið mjög háir hér á landi. Við það hetur sá hugsunarháttur skapast að nauðsynlegt væri, og jafnvel sjálfsagt að svíkja undan skatti eftir því sem mögulegt væri. Enginn maður hefur átt ríkari þátt í að móta þessa skattráns- stefnu en Eysteinn Jónsson, for- maður Framsóknarflokksins. Hann hefur aldrei eygt neitt bjargráð í efnahagsmálum annað en það, að hækkt tolla og skatta. Hefur honum orðið alltof mikið ágengt við að framkvæma þessa óheillastefnu. Viðreisnarstjórnin hefur hins vegar haft allt annan hátt á. Hún hefur haft forgöngu um lækkun skatta og tolla. Árið 1961 voru skattar stórlækkaðir á öllum al- menningi og 1962 voru miklar breytingar til bóta gerðar á skatt lagningu fyrirtækja. Á sl. hausti voru tollar einnig Iækkaðir verulega á mörgum vörutegundum. Svar fólksins ■*« t Fjármálaráðherra hefur vakið athygli á því, hvernig fólkið hafi svarað þessurn ráðstöfunum við- reisnarstjórnarinnar. Framtöl hafa sl. tvö ár breyzt mjög til batnaðar. Þau hafa orðið réttari og gefið áreiðanlegri upplýsingar en áður um tekjur og efnahag einstaklinganna. Hin almenna skattalækkun og aukin sanngirni af hálfu hins opinbera í skatt- heimtunni hsfa haft í för með sér þverrandi hneigð til skattsvika. Nýtur ríkissjóður einnig góðs af þessu því að réttari framtöl hafa þegar skilað meiri skatttekjum en fjörlög gerðu ráð fyrir þrátt fyrir lækkun skattstiganna. Eru þessar upp’ýsingar hinar mikil- vægustu. Sama sagan hefur gerzt er því er snertir tollalækkanirnar. Lækk un tollanna hefur haft í för með sér miklu minna smygl og að sjálfsögðu veiulega verðlækkun á þeim vörum, sem tollar voru lækkaðir á. í fljótu br-igði mátti gera ráð fyrir lækkuðum tollatekjum vegna þessara ráðstafana. En nið urstaðan hefur samt orðið sú að tekjur ríkissjóðs af tollunum hafa hreinlega hækkað. Er það afleið ing þess að dregið hefur stórlega úr smyglinu og sá vamingur því komið til skattlagningar, sem rík ið hafði áðui’ litlar tekjur af. Undanhald kommúnista Kommúnistar eru á greinilegu undanhaldi innan verkalýðssam- takanna. Það sýna þær kosning- ar, sem fram hafa farið undan- farið til Alþýðusambandsþings. Lýðræðissinunr eru mjög víða í sókn og nafa unnið fulltrúa í einstökum verkalýðsfélögum. Það verður með hverjum mánuðin- um ljósara að völd kommúnista innan verkaiýðshreyfingarinnar byggjast fyrst og fremst á stuðn ingi Framsóknarmanna. Ef Fram sóknarmenn í verkalýðssamtök- unum stæðu við hlið lýðræðis- sinna eins og þeir gerðu fyrir nokkrum árum þá væri völdum kommúnista um leið lokið í Al- þýðusambandi íslands. En Fram- sóknarmenn hafa myndað þjóð- fylkingu með kommúnistum. Þess vegna verða þeir að styðja þá af fremsta megni innan verkalýðs- samtakanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.