Morgunblaðið - 05.10.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.10.1962, Blaðsíða 8
8 MonnvNnr inm Föst.ndagur 5 október 1962. Alfheiður Briem amtmannsfrú yINIRNIR berast burt með tímans straumi, en minningarn- ar vaka. Oft er við mig sagt: „Minnstu fyrri tíða“. Ég geng Um götur Reykjavíkur, horfi á húsin, og hugsa um karla og konur, sem þar áttu heima. Leið mln liggur um Tjarnargötu, og eðlilegt verður mér að hugsa um þá, sem þar réðu húsum á síðustu áratugum. Húsráðendur þessir hafa nú kvatt þenna heim, Og nú fer frú Álfheiður héðan og kveður heimili sitt, er hún í 55 ár hefir búið í sama húsinu. Kynni mín og frú Álfheiðar ná yfir langt árabil. Faðir minn gegndi ýmsum störfum fyrir foreldra frú Álfheiðar, síra Helga Hálfdanarson og frú Þórhildi Tómasdóttur, bæði hér í bæ og úti í Viðey. Oft fékk ég, er ég var drengur, að fara með föður mínum út í Viðey, og oft var ég sendur upp í Bankastræti og fékk þar góðar viðtökur. Þar tók Álfheiður oft vel á móti mér. Man ég foreldra hennar og systkini, og eru allar þær minn- ingar umvafðar skærri birtu. Ég hefi aldrei gleymt því, að fyrir 70 árum var ég í kirkju, er síra Helgi prédikaði í síðasta sinn. Gott er að minnast hinna dugmiklu systkina. Þeim gleymi ég ekki, en minnist þeirra allra með þakklátri gleði. Oft átti ég tal við frú Sigríði í Odda, og ekki skal ég gleyma því, að Tómas læknir aðstoðaði Jónas- sen, er ég var skorinn upp vegna barnaveiki. Jón biskup var tryggur vinur, sem hafði um sjón með námi mínu og undir- ritaði einkunnabók mína viku- lega. Vel man ég síra ólaf og frú Þórdísi, og óhætt er að segja, að ég hafi þekkt frú Álf- heiði í 75 ár. Ég man hina ungu stúlku og ég hefi oft átt tal við hina aldurhnignu ekkju, sem bjó í innilegu kærleikssamfélagi með börnum sínum. Oft hefir frú Álfheiður beint til mín hvatningarorðum. Man ég, hvfe það gladdi mig, er ég, daginn eftir að ég lauk prófi í Kaupmannahöfn, fékk bréf frá frú Álfheiði, en hún dvaldi þá í Danmörku, leitandi sér lækn- inga. Var bréf hennar ríkt af hlýhug og árnaðaróskum, og þannig var hún ávallt gagnvart mér. Ég fagna því að hafa átt vináttu herínar. Langur var ævidagur hennar. Álfheiður Helga fæddist í Reykjavík 11. nóv. 1868. Var faðir hennar þá nýkom- inn að starfi sínu við Presta- skólann. Á hinu ágæta heimili menntaðist hún til munns og handa, og byggði þegar í æsku á traustum grundvelli. Henni gleymdist aldrei, að hún átti til góðra að telja, og taldi sér það mikla sæmd að vera dótturdótt- ir Tómasar Sæmundssonar. Heima dvaldi hún hjá þjóð- kunnum foreldrum sínum, og um nokkurt skeið var hún á æskuárum sínum á dönsku prestssetri, þar sem menningin var í hávegum höfð. Sú kom stund, er hún gekk inn á sitt eigið heimili, er hún varð seinni kona Páls Briem amtmanns. Var brúðkaup þeirra haldið 21. júní 1895, og gengið að störfum á heimilinu á Akur- eyri, þar sem maður hennar skipaði öndvegissess, og kona hans var í kvennahópnum prýði sönn. Með röggsemi og festu, með dugnaði og kærleika, vakti hún yfir ástvinum sínum. Um margt var að hugsa, fyrir mörgu að sjá. Hér sameinaðist dyggðin skyldunni, og ljúft var eigin- konunni og móðurinni að breyta samkvæmt hinni heilögu áminn- ingu: Allt sé í kærleik gjört. Þar var börnunum fagnað og yfir þeim vakað. Hér geymist fögur saga um þann kærleika, sem feilur ekki úr gildi. Þess- vegna segja börnin hennar, tengdabörn og niðjar: „Mynd í hugum lifir, minningin hrein og sólarbjört". Börnin hennar, Þór- hildur, kona Theódórs Líndal prófessors, Eggert, fulltrúi hjá Eimskipafélagi íslands, kvæntur Sigríði Skúladóttur, Friede, ekkja Ásgeirs Guðmundssonar málflutningsmanns, Helgi sendi- herra, kvæntur Doris Parker, Þórdís, Jóna fósturdóttir, gift Óla Vestmann prentara, og Kristinn Briem frá fyrra hjóna- bandi Páls Briem, um mörg ár kaupmaður á Sauðárkróki, öll geyma þau dýran fjársjóð í hjarta, hinar hugljúfu minning- ar um fórn, kærleika, þeim öll- um til sannra heilla. Hér í heimi skiptast á sólbros og skuggar. Gott er að minnast hinna björtu daga, er sólin skein frá heiðum himni. En því er ekki hægt að gleyma, er skýin þyrgja sólina. Þegar amtmannsembættin voru lögð niður í október 1904, var Páll Briem skipaður banka- stjóri við íslandsbanka. Fluttu þá hjónin til Reykjavíkur. En bilið er mjótt milli blíðu og éls. Þegar hjónin voru hingað kom- in, veiktist Páll Briem skyndi- lega og andaðist 17. des. 1904. Þá horfði sorgbitin ekkja á börnin sín, hið elzta 8 ára, og hið yngsta á fyrsta ári. Sorgin sár I hjarta, en í sama hjarta hugrekkið. Elskandi móðir lét ekki hug sinn falla. Hún strengdi þess heit að lifa fyrir börnin. í gæfu var hún rík af fagnandi gleði, í raunum þolinmóð. Þess vegna geymist þessi minning um elskandi móður: Hún gaf rósir, innra er blæddu sár. Frú Álfheiður lifði fyrir börn- in sín. Fögur var birtan yfir samfélagi elskandi vina. Þetta hefi ég oft séð og minnist margra hátiðlegra stunda, er frú Álfheiður gladdist með börnum sínum bæði á eigin heirnili og á heimilum þeirra. Er ég minnist vinkonu minn- ar, geymi ég í huga mínum mynd hinnar mikilhæfn konu, sem leit á það sem sérréttindi kærleikans að fá að lifa öðrum til farsældar. Fram til hárrar elli dvaldi frú Þórhildur hjá dótt ur sinni, og eins dvaldi frú Álf- heiður hjá börnum sínum, og átti heimili með dætrum sínum, Friede og Þórdísi. Södd lífdaga kvadái hún þennan heim á afmælisdegi móður sinar, 28. sept. Frú Þór- hildur varð 87 ára og frú Álf- heiður 93 ára. Ég blessa minningu hinnar góðu og göfugu konu, og mynd hennar sé ég í þessum orðum: Sem höfuðgull er húss þess frú, í hjarta sönn og sterk í trú. Blessuð sé minning frú Álf- heiðar og heill hlotnist öllum ástvinum hennar. Bj. J. Vil kaupa 80 - 120 tonna mótorbát, má vera gamall. * Arni Böðvarsson Grenimel 35. — Sími 11881. Sendisveinn óskast allan daginn. Vátryggingafélagið hf. Klapparstíg 26. TERRY f r a kkin n Verð frá kr. 1698,- Austurstræti 17. — Sími 13620. Terry - frakkínn -kc er fisléttur. hrindir vel frá sér vatni. ★ krumpast ekki. er mest seldi frakkinn í ár. Terry - frakkinn er 65% terylene og 35% bómull.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.