Morgunblaðið - 05.10.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.10.1962, Blaðsíða 20
20 M o p r rr i%j n r * n i j) Föstu'dagur 5. október 1962. ' ,^HOWARD SFRING 18 RAKEL ROSING hafði engu meiri áhuga á ólátun um sem eru fylgifiskar stjórn- málana en hinum, sem hún mundi frá skemmtiströndinni í Blackpool. Og hún gaf fjandann í allar umbaetur. Deila hennar við þjóðfélagið var algjörlega persónuleg. Frá barnæsku hafði hún mátt horfa upp á það, að fjöldi fólks lifði í óhófi og þurfti ekkert fyrir lífinu að hafa. Hún vildi njóta þessara gæða sjálf, það var allt og sumt. Ef hún sjálf væri sólarmegin var henni nokkurnveginn sama, hverjir voru í skugganum, og hún var jafnan reiðubúin — án alls samvizkubits — til að nota sér ríka fólkið. Þetta hafði líka vakað fyrir henni, þegar hún giftist Maurice Bannermann. Hinsvegar hafði það aldrei hvarflað að henni, að hún gæti sjálf átt einhverja hæfileika, sem gætu fært henni auð. En nú voru þau Mina og Julian sífellt að tönnlast á því, að hún væri fædd leikkona, sem hefði öll skilyrði til að korpast í fremstu röð. Og það gat þýtt auðæfi — auðæfi sem hennar eigin gáfur hefðu áunnið henni, en ekki verið sníkt út úr afstöðu hennar til Maurice Bannermanns. Hún elskaði hann ekki og hafði aldrei hræsnað það fvrir sjálfri sér, og nú kynni svo að fara, að hún þyrfti ekki einu sinni á honum að halda. En nú hafði hún farlama mann á hörid- unum, einmitt á þeim tíma þegar hún hafði möguleika á því — með svolítilli heppni — að verða rík kona af eigin ramleik. Og auk þess tók Julian æ meiri tíma Og rúm í huga hennar. Fyrir einum mánuði hefðu höggorms-klókindi hennar ráðlagt henni að fara varlega í skiptum sínum við Juli- an. Ef Maurice hefði þá kastað henni fyrir borð, var þá svO víst, að Julian tæki hana að sér? En nú var allt öðru máli að gegna. Það var ekki nema líklegt, að fær leikkona, með hennar feg- urð, gæti gengið í augun á Julian fyrir alvöru. Eintakið hennar af leikritinu var komið í hennar hendur og nokkrum dögum eftir að Maurice var kominn heim fór hún með það inn í lestrarstöfuna, þar sem hann var að lesa dagblað. Hann hélt blaðinu hátt upp fyrir andlit sér. Þegar hún kom inn, sagði hann í gamni, að það hefði verið betra ef Mike hefði límt blaðið á loftið í stofunni. Ég efast ekki um, að hann mundi gera það með mestu á- nægju, sagði Rakel. Hann hefur hvort sem er tekið þig alveg frá mér og í sínar hendur. Ég hef ekki neitt að gera. Þetta sagði hún í velæfðum gremjutón. — Þarna var hún, trygg og hugs- unarsöm eiginkonan, áfjáð í að verða að einhverju gagni og svo voru öll smávikin, sem hún hefði viljað gera, hrifsuð frá henni. Það er eitt, elskan mín, sagði Maurice blíðlega. En þú gætir séð af ofurlítið meiri tíma fyrir mig — ef þú gætir komið stund- um og setið ofurlítið hjá mér. Og þegar Mike fer með mig út, ef þú gætir gengið með okkur. Ég hef andstyggð á að ganga, svaraði Rakel stuttaralega. Þú veizt víst alls ekki, hvað mér mundi þykja vænt um það. Þessi beina áskorun á tilfinn- ingar hennar, snertu hana ekki. Sannast að segja — úr því að hr. Hartigan hugsar svona vel um þig, ætlaði ég að stinga upp á því, að þú gætir kannske verið alveg verið án mín í svo sem hálfan mánuð. Maurice varð svo hverft við, að hann næstum settist upp í körfunni. Hvað áttu við? Þú ætl ar þó ekki að fara að heiman? Rakel útskýrði málið, hægt og með þolinmæði. Þú sérð þess vegna, sagði hún og klappaði á handritið í hendi sér, — að þetta mundi hafa í för með sér, að ég þyrfti að vera í Markhams svo sem hálfs mánaðar tíma áð- ur en leiksýningin kemur upp. Vitanlega, sagði Maurice. — Markhams er ekki svo langt í burtu nú orðið. Oxtoby gæti ek- ið þér báðar leiðir daglega, og þú gætir ekið sjálf, ef vill. Ég átti nú við skemmtunina, sem þarna verður í húsinu nauð- aði Rakel. Maurice tók af sér gleraugun og neri augun. Hann lét blaðið detta á gólfið. Ég skil. Þú átt við skemmtunina, sem verður í sambandi við þetta. Hann þagði andartak og hélt síðan áfram: Þetta hefur þá verið í deiglunni um nokkurn tíma. Mér hefði nú þótt gaman að lesa leikritið og vita eitthvað um það. Hvers vegna segirðu mér ekki frá öðru eins og þessu, Rakel? Ég kann betur við að vita, hvað þú hefst að Þú ert að minnsta kosti kon- an mín. Rakel þagði. Er ég það? var næstum komið fram á varir hennar að segja, en hún sagði það ekki. Hún vissi vel, að jafn- skjótt sem hún segði þessi orð upphátt, var öllu lokið. Og hún vildi ekki láta öllu vera lokið — ekki enn. Hún svaraði því blíð- lega: Jæja, það er nú hérna, elskan mín. Ég var einmitt að koma til að sýna þér það. Ég hef ekki haft það hingað til nema í pörtum. Þakka þér fyrir, sagði Maur- ice. Vertu nú hjá mér Og við skulum lesa það saman. Rakel var nú svo eftirlát. að hún varð kyrr. Það gat líka ver- ið forvitnilegt að vita, hvað Maurice segði um leikritið. Hún hafði aldrei efazt um vit hans og smekk. Henni leizt vel á, hversu niðursokkinn hann var i bað þegar frá upnhafi og þegar lestrinum var lokið, tók hann af sér gleraugun og sveiflaði þeim einkennilega. eins og hann var vanur og þá fann hún, að hún var spennt að heyra álit hans. Enginn utan bessarar litlu klíku kring um Julian hafði enn séð hað, og það wat verið <*aman að heyra hvað "viðkomandi maður segði um það. Maurice barði á handritið með gleraueunum sínum og sagði með áherzlu. Jú þetta er gott. Fjandans gott. Hún vissi hegar, að þetta var mesta hrós, sem hann lét frá sér fara. Svona talaði hann líka um fallegustu myndirnar, sem hann átti. Hann leit nú alvarlega á Rakel. Hér færðu erfitt hlutverk, sagði hann. Þessi kona — Iris Mearns — er ekkert lamb að leika sér — Eg þakka yður kærlega fyrir læknir. Þér hafið læknað mig af minnimáttarkenndinni. ' við, og ef þú getur gert henni skil, ertu mikil leikkona. Julian Heath og Mina og Charlie Roebuck halda öll, að ég muni geta ráðið við hana. Þá yrði ég hreykinn af þér, Rakel, ef þú gætir það. Hann var nú ekki að hugsa um hlöðuna í Markhams, heldur hafði hann hugsað öllu hærra, engu síður en þau hin. Hann sá þegar möguleika á mikilli vel gengni þessa leikrits. Hann sá begar í anda Rakel á leiksviði í West End. Þú skalt hafa þetta eins og þú vilt, elskan mín, sagði hann. Ef þú þarft að vera í Markhams i hálfan mánuð, þá skaltu bara gera það. Ég er hissa á þessu leikriti. Og ég bið hr. Heath fyrirgefningar. Ég hef ekki les- ið eftir hann annað en þessa bók, sem þú léðir mér — „Súlur Heraklesar". Mér datt ekki i hug, að hann ætti þetta til. Þú þekkir verk Noel Cowards nátt- úrlega? Aðeins heyrt hann nefndan, sagði Rakel. Þetta er leikrit eins og hann býr til, skilurðu. Að undantekn- um kannske þessum ruddalega og hversdagslega kvenmanni. Ég held, að hann hefði tæplega, getað búið þá kerlingu til. Hr. Heath er viss að hafa mikið upp úr þessu. Hann rétti henni aftur leikritið. Þú verður að einbeita þér að þessu, elskan mín. Ég hef ánægju af því og þér getur það orðið mikils virði. Marilyn Monroe eftir Maurice Zolotov E9 í síðara atriðinu af „All About Eve“, fer ungfrú Caswell í leik- hús til að æfa hlutverk. Sanders bíður eftir henni fyrir utan. Æf- ingin fer öll út um þúfur og við sjáum Marilyn reika í örvænt- ingu — og vera nýbúna að kasta upp, af eintómum taugaóstyrk. Hún er í þröngri peysu og dreg- ur á eftir sér herðaslá úr refa- skinni eftir gólfinu. Hún segir, að æfingin hafi verið hreinasta kvöl. Hún heldur ekki, að hún geti þolað áreynsluna. í leikhús- inu. Sanders stingur upp á að reyna við sjónvarp. Hún spyr, hvOrt þar séu líka æfingar, og Sanders svarar: „Sjónvarpið er ekkert annað en æfingar". Metorðin hjá Marilyn um þess ar mundir má nokkuð ráða af því, að nafnið hennar var með þeim neðstu á persónuskránni, inn á milli Thelma Ritter og Barbara Bates. Hlutverk ungfrú Caswell var næstum ennþá ómerkilegra en Angelu forðum. Marilyn æfði hlutverkið af miklu kappi, nú eins og þá. Hún hefði vitanlega vel getað komið með stælingu á Angelu og líklega hefði Manki- ewics- gert sér það að góðu, en það gerði hún samt ekki. Leikur hennar er allmjög frábrugðinn fyrra hlutverkinu. Ungfrú Cas- well er ekki eins tilfinninganæm og Angela. Hún er innantómur og eigingjarn bjáni. Girnileg er hún engu síður en Angela, en aðaleinkenni hennar er þráin eftir að komast áfram. Sanders er aðeins meðal til þess að ná þessum tilangi, en hinsvegar eng in persónuleg ánægja og nautn, eins og Calhern. Hinn fíngerði og nákvæmi leikur, sem Marilyn hafði svo mikið fyrir að ná i þessum tveim- ur smáhlutverkum, var sigur, sem enginn tók eftir, en sýndi, að henni var alvara með leik- listina. Hann var spá um fram- tíðina. Einn dag, þegar leiknum var lokið á sviðinu, gekk Marilyn inn í matstofuna að fá sér að borða. Þá gekk fram á hana ungur leikari að nafni Camerön Mitchell. Árinu áður hafði hann getið sér nokkra frægð í hlut- verki Happy, yngra Loman- bróðursins í „Sölumaður deyr“, á Broadway. Nú hafði 20th Centurý Fox náð í hann og var að reyna að gera úr honum stjörnu. Hann þekkti Marilyn eitthvað ofurlítið. Ég spurði hann einu sinni, hvernig hún hefði orkað á hann um þessar mundir, og hann svaraði: „Ég hafði séð hana þarna pg nokkr- um sinnum talað við hana. Til að byrja með, og þangað til maður þekkir hana betur, heldur maður, að hún sé bara ein af átján ljóshærðum, með engan heila en full af ágirnd, í leit eftir einhverjum vitleysing til að gefa henni loðkápur og demanta. En þegar maður kynnist henni, sér maður fljótt, að hún er ekkert sálarlaust fiðrildi. Þegar ég kynntist henni, var hún á kafi í sálarfræði. Alltaf að lesa Freud, Menninger og þessháttar. Ég kom náttúrlega fram við hana eins Og Broadway-leikari kemur fram við óþekkta smástjörnu, en hún sló mig út af laginu. Ég fékk það sem ég átti skilið. Þau gengu svo saman og allt í einu staðnæmdist Marilyn. Handan við ganginn, upp við múrvegginn í hljóðupptökuhús- inu, stóðu tveir menn í miklum samræðum. Annar var stuttur en grannur, og á sífelldri hreyf- ingu. Hinn, sem gnæfði yfir hann, virtist vera talsvert yfir þriggja álna hæð. Hann var föl- leitur og viðkvæmt andlitið með háum kinnbeinum og djúpstæð- um augum, var eins og uppljóm- að af samúð með mannlegum þjáningum. Hann var líkastur Abraham Lincoln. Marilyn skynj aði, að hér sá hún átrúnaðargoð- ið sitt Ijóslifandi. Hver hefur nokkurntíma elskað, sem ekki gerði það við fyrstu sýn“, skrif- aði Marilyn seinna. Hún varð ástfangin við fyrstu sýn. „Hver er þetta?“ sagði hún við Mitchell. ,,Sá stóri?“ „Víst þekki ég hann. Komdu, ég skal kynna þig“. Þau gengu svo til þeirra og Mitchell ságði, að hann langaði að kynna þeim unga leikkonu með mikla framtið, Marilyn Monroe. Stóri maðurinn var Arthur Miller. Hann hafði hlotið verð- laun fyrir annað leikritið sitt, sem kom á svið. Milier varð nú ekki eins hrif- inn af Marilyn og hún hafði orð- ið af honum, en hann varð for- vitinn. Hversu mikið kynntust þau árið 1950? Það er ekki vitað fyrir víst, en þau hittust alloft í nokkrar vikur. Margir, sem hafa aðstöðu til að vita það, halda því fram, að Miller hafi þegar orðið ástfanginn og Marilyn hafi reynt að fá hann til að skilja við konuna sína, og að hún hafi ekki gifzt John Hyde, af því að hún hafi haft von um að verða frú Miller, og að það hafi ekki verið fyrr en það var orðið vonlaust, að hún hafi farið að vera með Joe Di Maggio, og þannig af ásettu ráði valið andlausasta manninn, sem völ var á. Aðrir halda því fram, að meðan Miller og hún vOru hrifin hvort af öðru, hafi samband þeirra verið með allri varkárni. Marilyn trúði fast á einkvæni, og Miller var heldur enginn bósi. Hann átti konu, sem hann hafði gengið að eiga fyrir tólf árum og tvö börn, og fjölskyldulíf hans virt- ist vera snurðulaust. Sumir halda, að eftir að Miller kom heim til sín 1950, síðla árs, hafi þau Marilyn haldið áfram sambandi sínu með bréfaskrift- um og leynifundum. En svo halda aðrir ffani því gagnstæða, að um leið og Miller fór frá Hollywood, hafi samfoandi þeirra veri lokið í bili. Hann svaraði ekki bréfum hennar og hún hafl hætt að hringja til hans. Eins ög síðar sést, hafði kynn- ingin við Marilyn mikil áhrif á hann. Hún átti eftir að breyta lifnaðarháttum hans og drama- tískri tjáningaraðferð hans. Marilyn hélt áfram að tilbiðja hann sem leikritahöfund. Mynd af honum hékk í svetfnherberg- inu hennar. Þegar hún við ýms tækifæri var beðin að nefna uppáhalds-rithöfunda sína, var Miller þar jafnan efstux á blaði. Áður en lokið var upptök"nnl á „All About Eve“, lenti Marilyn í skemmtilegum skylmingaleik við Zsa Zsa Gabor, sem þá var gift George Sanders. Það var reyndar ekki í fyrsta sinn, sem þessum tveimur hafði lent sam- an Zsa Zsa féll Marilyn ekki í geð, fyrst þegar hún sá hana, en það var þegar Marilyn var fyrir- sæta. Anthony Beauchamp, Ijós- myndari, sem þá var giftur Sarah Churchill, bauð henni í síðdegisdrykkju. Marilyn vand- aði lítt til klæðaburðar síns og var í þröngu, svörtu pilsi, hvítri peysu með perlum og með ballet- skó. Jafnskjótt sem Marilyn kom á staðinn, fann hún, að hún var þarna utanveltu. Hinar konurnar voru allar uppfunsaðar. Þá kom Marilyn auga á hávaxna, afskap- lega velbúna ljóshærða stúlku, sem stóð skammt frá henni og horfði á hana rannsóknaraugum. Allt í einu fór hún að tala við fólkið, sem með henni var, og virtist vera reið. Minntist eitt- hvað á skríl, sem maður getur hitt í Hollywood. Og svo rauk hún á dyr. „Þetta var Zsa Zsa Gabor", hvíslaði Beauchamp að Marilyn. „Hvað gerðirðu henni, góða mín?“ „Alls ekki neitt", tautaði Mari- lyn. „Vertu ekki að þvl arna — eitt hvað hlýturðu að hafa sagt“. „Nei, Tony, alls ekki neitt". 1 „Jæja, hún hefur nú samt al- veg umhverftzt. Þú hefur hrakið hana úr samkvæminu. Hún hatar þig! Vill ekki vere undir sama þaki!“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.