Morgunblaðið - 09.10.1962, Page 2

Morgunblaðið - 09.10.1962, Page 2
2 MORGUTSBLAÐIÐ Þriðjudagur 9. október 1962 Bandarísk vopn notuð til að myrða náms- menn á Kúbu I — segir Dorticos, Kubuforseti, í ræðu á Allsherjarþinginu — Til uppþota kom og varð oft að víkja burt áheyrendum New York, 8. okt. (AP-NTB) TIL óeirða kom í dag á alls- herjaþingi SÞ, er Osvaldo Dorticos Torrado, forseti Kúbu, hélt þar ræðu. Voru það kúbanskir flóttamenn, er sátu á áhorfendapöllum, sem hófu hróp að forsetan- um. Kom þetta fyrir nokkr- um sinnum, en jafnharðan gripu starfsmenn inn í og fjarlægðu óróaseggina. Hins vegar bar svo við, er Dorticos hafði lokið ræðu sinni, að nokkrir áhorfenda brugðu upp flaggi, er á var ritað: Kennedy — hættu að hreyfa við Kúbu. Ræða Dorticos einkenndist af ásökunum í garð Banda- ríkjanna, sem hann kvað í sífellu ógna Kúbu með fyrir- ætlunum um árás á landið. Minnti Dorticos á umipæli rússneska utanríkisráðherr- ans, Andrei Gromyko, þess efnis, að sérhver tilraun til að ráðast á Kúbu myndi jafn- gilda stríðsyfirlýsingu. „Við trúum á þessa yfir- lýsingu og samstöðu Sovét- ríkjanna með okkur“, sagði forsetinn. „Ef Bandaríkin trúa ekki á það, þá skilja þau ekki hvað felst í stefnufestu“. Dorticos talaði í 7 stundar- fjórðunga, og af og til varð hann að gera hlé á ræðu sinni vegna mikils lófaklapps fulltrúa kommúnistaríkjanna og nokkurra Afríkuríkja. Forsetinn ásakaði bandarísku stjórnina fyrir að hafa sýnt SÞ fyrirlitningu með því að efna til fundar með utanríkisráðherr- um S-Ameríkuríkja í Washing- ton í vikunni, sem leið. Sagði hann stjórnina, bandaríska þing- menn og bandarísk blöð leggj- ast á eitt í þvbað æsa almenning og aðrar þjóðir til fjandskapar við Kúbu. Taldi hann Banda- ríkjamenn lítið hafa lært af inn- rásinni á Kúbu. Hann nefndi sem dæmi um æsingastarfsemi ákveðinna afla í Bandaríkjunum, að það væri talinn stríðsundirbúningur að verzla með síld og þorsk. Sömu- leiðis væri litið á það sem ógn- un við öryggi Bandaríkjanna, þótt reist væri fiskihöfn. Slíkt væri túlkað sem árásarathöfn Rússa. Þá beiddist Dorticos þess af fundarmönnum, að þeir for- dæmdu verzlunarbann það, sem Bandaríkin hefðu lagt á Kúbu. Næst vék hann að hinum Stórstígu framförum, sem orðið hefðu í efnahagsmálum Kúbu. Nefndi hann sérstaklega, hve vel hefði gengið að auka sykur- framleiðsluna. Þá sagði hann baráttuna gegn menntunarleysi ganga vel — unnið væri að því að kenna öllum landsmönnum að lesa og skrifa. Hins vegar væru nú á Kúbu andbyltingar- menn, sem myrtu kennara og nemendur með bandarískum yopnum. Mikið lófaklapp fulltrúa kommúnistalandanna fylgdi í kjölfar þessara siðustu orða. í lok ræðu sinnar sagði Dorti- cos Kúbumenn óska eftir friði og þeir væru reiðubúnir að hefja samninga um betri og friðsamlegri sambúð, hvenær sem væri. Að lokinni ræðu Dorticos tók Adlai Stevenson, aðalfulltrúi Bandaríkjanna, til máls í stutta stund, en forsetinn hafði krafizt þess af honum, að hann kæmi fram með einhverjar sannanir fyrir því, að Bandaríkjamenn hefðu ekki í hyggju að hertaka Kúbu. Stevenson kvaðst harma, að ræðustóll allsherjarþingsins hefði verið notaður til svo á- kafra árása . á Bandaríkin. — Kvaðst hann síðar mundu svara ásökunum Dorticos, þó ekki nú, er umræður hefðu komizt á svo lágt stig. í GÆR kom til Reykjavfkur 220 lesta olíuskip, sem Olíu- félagið hf. hefur keypt frá Grikklandi til þe&s að annast m. a. olíuflutninga. til hafna við Faxaflóa. Sýnir stærri myndin skipið en sú minni skipstjórann, Gunnar Magnús- son, sem sigldi skipinu heim, og Vilhjálm Jónsson. for- stjóra Olíufélagsins hf. (Ljósm. Mbl. Ól. K.M.) Þing BSRB samþykkti launastiga kjararáðs óbreyttan Þingstö'rfum lauk i nótt 22. ÞINGI Bandalags starfsmanna ríkis og bæja var fram haldið í Hagaskóla í Reykjavík á suniMi- daginn og í gær. Var ráðgert að þinginu lyki með stjómarkjöri seint í gærkvöldi eða nótt en fréttir um kjörið höfðu ekki bor- izt er Mbl. fór í prentun í niótt. Á sunnudaginn var m. a. lagt fram álit allsherjarnefndar um tryggingar og var það samþykkt. Þá kom fram tillaga frá menn- ingarmálanefnd þar sem skorað var á ríkisstjórn og Alþingi að taka ekiki afstöðu til aðildar að Efnahagsbandalagi Evrópu nema að undangenginni þjóðaratkvæða greiðslu. Var tillögu þessari vis- að til Bandalagsstjórnar. Á sunnudagskvöldið var mest- megnis rætt um launamál BSRB Skilaði launamálanefnd áliti og taldi launastiga kjararáðs BSRB hæfan. Urðu miklar umræður um launamálin og lauk svo að Flugmenn forfallast Leiðrétting NOKKRAR villur hafa slæðst inn í grein Ólafs Ólafssonar kristniboða, í sunnudagsblaðinu: Þar stendur í fyrirsögn „kristni dóms og kommúnista“ í stað kristindóms og kommúnisma. Þar stendur „mjalta" í stað mjatla. Og ennfremur að starf evangelískra kristniboða hafi stað ið í hálfa öld, í stað. hálfa aðra öld. INNANLANDSFLUG lá niðri hjá Fiugfélagi íslands á sunnu- daginn vegna þess að flugmenn voru ýmist forfallaðir, fjarver- andi úr bænun. eða búnir að fljúga umsamún flugtíma yfir mánuðinn. 1 gær var innanlands flug hinsvegar með eðlilegum hætti. Það er á almanna vitorði að forföllin á sunnv.daginn voru ekki af tilviljun. Þess er skemmst að minnast að flugmenn fyrir huguðu að stöðva Grænlandsflug FÍ vegna uppsagnar eins flug- stjóranna. Frá þeim aðgerðum var hinsvegar 'horfið en ekkert samkomulag mun enn hafa tek- izt með félagi flugmanna og forráðamönnum FÍ í máli þessu Flugfélagið telur sér fyllilega heimilt að segja manninum upp, en flugmenn krefjast þess að á- stæður verði tilgreindar. Félagsheimili Ólafsvíkur endurbætt FÉLAGSHEIMILI Ólafsvíkur hef ur verið tekið í notkun, eftir að fram hafa farið umbætur á hús inu og settar í það nýlegar kvik- myndavélar. Húsið var einnig allt málað og endurbætt. í tilefni af þessu bauð stjóm félagsheimilisins hreppsnefnd og stjórnum félaga hér til kaffi- samsætis og kvikmyndasýningar á sunnudag. Ottó Árnason, fram- kvæmdastjóri félagsheimilisins, stjórnaði hófinu. Jóhann Axelsson prófessor í Gautaborg DR. JÓHANN Axelsson lífeðlis- fræðingur húfur nýlega verið settur prófessor í lífeðlisfræði við háskólann í Gautaborg. Gegn ir hann því starfi fyrir sænskan prófessor, fyrst um sinn til næstu áramóta. Jóhann Axelsson lauk doktors- prófi við Oxfordháskóla i fyrra og sl. vor tók hann einnig doktors próf við háskólann í Lundi í Svílþjóð. Hann er aðeins 31 árs gamall, sonur Axels Jóhannsson- ar fiskimatsmanns og konu hans frú Ingiveigar Þorsteinsdóttur. Jóhann Axelsson er kvæntur Inger Jessen, dóttur Viggo Jessens vélfræðings og frú Huldu Jessen konu hans. Leggur frú Inger stund á sálfræðinám. launastigi kjararáðs var sam- þykktur óbreyttur um sjöleytið í gærkvöldi. Þá voru lagabreytingar rædd- ar, stóð sú umræða enn á 11. tímanum í gærkvöldi en síðan átti að ræða fjárhagsmál BSRB og að lokum átti að fara fram stjórnarkjör. Höfðu fregnir ekki borizt af því er blaðið fór í prent- un. Alsír f S.Þ. ALSÍR varð í dag 109. meðlima- ríki Sameinuðu þjóðanna. Var landið tekið í samtökin á fundi Allsherjarþingisins og var inn- taka þess samþykkt með lófa- klappi. Utaniríkisráðherra Frakka, — Couve de Murville, — ræddi frelsisbaráttu Aisír. Hann kvað það hafa verið sjö erfið ár, en nú væri sá tími liðinn og von- andi myndu minninigamar um hann hverfa, er Frakkland og Alsir tækju nú saman höndum um lausn margra, aðkailanidi verkefna. Lýsti ráðherrann því yfir, að Frakkland óskaði þess af heilum hug, að Aisír yrði sterkt land í framtíðinni. sem myndi þjóna sjálfstæði, bræðra- lagi og frelsi. Lagði de Murville áherzlu á, að með því að kjósa sjálfstæði hefði almenningur í Alsír lagt út á veg framþróunar Og vinsemd- ar. „Fæðing nýr ríkis er aldrei auð veld“, sagði de Murville,“ og sér- staklega hefur svo verið um Alsír.“ Þá vék ráðlherrann að þvi, að Alsír þyrfti ekki aðeins á hjálp Frakka að halda, heldur allra þjóða. Er inntaka landsins hafði farið fram, tóku fulltrúar Alsír, en fyrir þeim er Ben Bella, sæti sín. Forseti þingsins, Zafrullah Khan, lýsti ánægju sinni yfir að- ild Alsír, en síðan klappaði þing- heimur ákaft. Alþýðusambands- fulltrúar KOSNIR hafa verið þessir full- trúar á Alþýðusambandsþing: Verkalýðsfélagið Baldur á ísa firði: Sverrir Guðmundsson, Sigurð ur Jóhannsson, Guðmundur Eð varðsson og Pétur Pétursson. Sveiniafélag pípulagningar- manna: Ólafur M. Pálsson, Fél. isl. hljóðfæraleikara: Svavar Gests. Fél. sýningarmanna 1 kvik- myndahúsum Óskor Steirnþórsson. Fél. garðyrkjumanna: Steingrímur Benediktsson. Verkamannafélagið Fram, Seyðisfirði: Ársæll Ásgeirsson. Verkalýðsfélag Tálknafjarðar: Kristján Hannesson. / NA !S hnútar / SV50hnútor X Snjökomo * úii ~ 7 Skúrir EC Þrumur mss ffuUosh'! Hitooht H Hm$"\ LJjuL MIKIL hæð er yfir Vestur- Evrópu og stýrir hlýju lofti frá Miðjarðarhafslöndum norð vestur um Bretlandseyjar og Norðurlönd. Þar er því til- tölulega hlýtt þessa dagana. í gær og fyrradag var felli- bylurinn Daisy við suður- strönd Nýja-Skotlands Og olli þar ro'ki, er fór minnkandi. Á kortinu sést útjaðar lægð- arinnar, sem breytist strax og mun verða komin út yfir Atlantshafið í dag og stefna í áttina til íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.