Morgunblaðið - 23.10.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.10.1962, Blaðsíða 20
20 MORGVISBT. 4 fílÐ Þriðjudagur 2S. október 1962 ----HOWARD 63 _ | RAKEL ROSING Rakel fékk fyrir hjartað. Svona var jþað þá. Hún .íafði furðað sig á því, að hann hafði alls ekki minnzi á Julian Heath við hádegisverðinn. Og hún hafðj verið að geta sér til, hve mikið hann vissi — hvernig hann hefði getið sér þess til. Þetta hafði hún óttazt, og hefði hann minnzt á það, hefði hún ekki vitað, hverju svara skyldi. Og á meðan var hann þegjandi og hljóðalaust að vinna að þessari ráðagerð sinni — sumardvöl langt frá London, sumardvöl undir eftir- liti hans á einhverjum stað, þar sem henni gæfist alls ekkert færi á að hitta Julian! i>að er yndislegt hús, sem ég veit, að þú verður hrifin af. Það er lítið en vistlegt, og garðarnir eru yndisfagrir. Ég hef þar góð- an garðyrkjumann. Hann reyndi að horfa í augu hennar, en'hún leit niður fyrir sig og niður í diskinn, einheitt í því að hafa hemil á geðshrær- ingu sinni, sem hann hafði vald- ið. Það gæti líka verið gott tæki- færi fyrir þig til þess að læra að sitja á hesti. Ég á hesthús þar, sem að vísu stendur autt, eins og er en ég gæti útvegað þér hest og góðan kennara. Heldurðu ekki, að þú hefðir gaman af því? Þá leit hún loks upp. Maurice — Ég get ekki farið frá London núna .... Þetta var ekki meira en hann hafði búizt við. Hann sagði ekk- ert, en hún tók samstundis að skálda upp hinar og þessar af- sakanir. Það dugar lítið þó að þú og Heath-systkinin segi að ég sé ágæt leikkona Og hljóti að kom- ast langt á því sviði. Ég veit ó- sköp vel, að ég er góð leikkona, en engu að síður þarf ég mikla æfingu og það þýðir ekkert að koma fram fyrir áhorfendur án þess að hafa æft sig bæði vel og lengi. ■ Ég skil. Þetta sagði ég Cecil Hansford og Julian Heath líka, og þeir voru á einu máli um, að ég þyrfti mikið að vinna og ekki sízt að sjá sem mest fyrir mér á allskonar leiksj ningum — fram að september. Og þeir ráðleggja mér líka að fá mér einkakenn- ara. Þetta verður hreinasti þræl- dómur í allt sumar. Þú skilur sjálfur, hve mikið er í húfi, er ekki svo? # Ég skil, sagði Maurice. Jæja, ég ætla nú að fara á morgun. Mike og Bright eru þegar farnir. En heldurðu ekki, að þér.... leiðist.... að verða ein eftir hérna? Nei, það er engin hætta á því. Eg hef nóg að hugsa. Frú Bright verður kyrr og sér um allt'hérna. Svo hefurðu bíl- inn þinn. Kannske geturðu stund um skroppið og heimsótt mig? Já, Maurice, það skal ég gera, sagði hún með ákafa. Og verða um kyrrt, ef þú ert mjög þreytt? Já. já. Eg held, elskan mín, að þér mundi þykja vænna um mig, ef þú sæir mig oftar en þú gerir. Já, en góði, mér þykir vænt um þig: O, Maurioe, ef ekki þyrfti annað en þykja vænt um, þá væri þetta allt svo miklu ein- faldara. Víst fann hún aðdráttarafl frá honum, þar sem hann sat þarna svona fölur en rólegur og stillt- ur, svona óendanlega þolinmóður Og laus við heimtufrekju. Þetta var afstaða, sem hún gat aldrei skilið og því síður tekið upp sjádf. Hún fann, hvað þetta gerði ihana að minni manni, en samt var hún einráðin í því að hag- nýta sér til hins ítrasta. Hún stóð upp til að fara, dálítið hrædd við þessa stillingu, sem gaf henn ar eigin stiilingu sizt eftir, en hún vissi bara, að stilling Maur- ices stóð dýpra og var ósvikin, en hénnar stilling var ekki annað en hula. Það var hennar áhrifa- mesta bragð að bera utan á sér þessa stillingu sem ekkert gat raskað. XXVII. Rakel var heima þennan dag, til þess að gera skyldu sína og kveðja Maurice innilega. Hún sá gengið frá honum í bílnum, en þá hljóp hún inn í lestrarstofuna hans, til að ná í bok, sem hann hafði gleymt, og svo áminnti hún hann um að treysta ekki um of á krafta sína, sem voru nú smám saman að koma aftur. Svo þeg- ar bíllinn var norfinn sjónum, gekk hún hratt fram hjá mynd- inni af gömlu, lífsreyndu Júða- kerlingunni, sem Rembrandt hafði málað endur fyrir löngu, upp stigann inn í stofuna sína og hringdi til Julians Heath. Það var Mina, sem svaraði í símann, og sagði með nokkurri óþolinmæði að Julian væri ekki heima. Eg efast ekki um, að thann hefði verið við, ef hann 'hefði vitað, að þú ætlaðir að hringja. Það gerir ekkert til, sagði Rak- el. Þetta var ekkert áríðandi. Gleður mig að heyra það, svar aði Mina bllðlega. Þá þarf ég ekki að segja honum, að þú hafir •hringt. Já .... en .... sagði Rakel, en fann þá að Mina hafði lagt símann á. Bölvaður vargurinn, hugsaði Skolsky skrifar: ,.Þetta stafar a-llt af ' óhappi, sem hún varð fyrir þegar hún var tíu ára. Hún hafði verið að sluxa í skólan-- um og mundi þá allt í einu eftir verkum, sem hún átti að gera heima, svo að hún tók á sprett og sneri á sér öklann. Svo þegar henni var leyft að fara að ganga aftur, reyndi hún að gera það þannig, að sem minnst reyndi á öklann. Líklega hefur þetta aldrei komizt almennilega í lag, svo að göngulagið hefur orðið að vana“. Þegar ég færði þetta ein- •hverntíma í tal við hana, hristi hún höfuðið yfir vitleysunni, sem fólk gæti fundið upp á. „Ég veit ekki, hvernig því getur dott- ið svona nokkuð í hug“. sagði hún. ,Ég hef aldrei orðið fyrir neinu slysi á sundi og það hefur aldrei verið neitt athugavert við liðina í mér. hvorki hnén né öklana. Ég hef aldrei beinbrotn- að Ég geng eins og ég hef alltaf gengið. Ég hef engið svona síðan ég var ellefu eða tólf ára“. Mín hugmynd er, að þetta síðasta — sem kemur í bága við svo margt annað, sem hún hefur sagt — sé eitthvað nærri sanni. Það var sem sé á aldrinum frá ellefu til þrettán ára, sem hún byrjaði að vekja eftirtekt karlkynsins á sér. Joseph Cotten varð fyrstur hinna gömlu, þauvönu leikara til þess að uppgötva að þessi ljós- hærða stúlka var gædd miklum og raunverulegum leibhæfileik- um. „Allt sem hún gerir, geislar frá sér kynþokka", sagði hann. „þó ekki sé nejna ef hún kveikir í vindlingi. Margt fólk — sem þekkir ekki Marilyn — heldur því fram, að þetta sé allt aug- lýsingabrellur. Það er eins og hver önnur della. Það hafa ver- ið reyndar sömu auglýsingabrell- urnar við hundruð annarra hún, en samstundis var Mina horfin úr huga hennar aftur. — Nei, hún þurfti ekki að standa neitt vegi fyrir henni. Og fyrr en hún færi til þess, ætlaði Rak- el ekki að taka hana hátíðlega. Hún var ekki vön að gera sér rellu út úr vandræðunum fyrr en þau voru skollin á. Hún sagði við sjálfa sig með glaðri samvizku, að hringing hennar til Julians væri lofsverð. Þessar lygar, sem hún hafði hugs að upp í viðtalinu við Maurice, um allan þrældóminn sem biði hennar um sumarið, gátu verið heppilegar átyllur, sem hún skyldi halda til streitu. Hún var sannfærð um haefileika sína, og gerði sér fyllilega ljósa alla þá •möguleika, sem leikur hennar í leikriti Julians gæti gefið henni, á því að koma þessum hæfileik- um á framfæri, en engu að síð- ur var hún nú orðin svo altekin metorðagirnd, að hvað sem hún gæti fundið til að koma sér áfram í krafti gáfu sinnar vildi hún framkvæma, hvað sem öllu öðru liði. Og það var einmitt þetta, sem hún hafði ætlað að ræða við Julian. Það mundi hvorttveggja í senn verða listadraumum hennar til gagns og réttlæta afstöðu hennar til Maurice. Jæja, hún gat beðið. Það var ekki óhugsandi, að Julian gæti orðið tilkippileg- ur, án hennar tilverknaðar. stúlkna, og kom fyrir ekki. Þessi stúlka hefur það í sér“. Eftir Niagara tóku leikdómar- arnir að taka eftir Marilyn. Þeir fóru yfirleitt lofsamlegum orðum um hana. enda þótt sumir fyndu cð framsögninni hjá henni. En al- menningur var ekkert að súta framsögnina. Niagara kostaði 250.000 dali, en vann inn sex milljónir. Útimyndatökurnar í Niagara voru á enda 25. júní, og nú skyldi haldið heim til að ljúka við hitt. En um sama leyti var „Monkey Business" tilbúið til útgáfu. Gölu- og auglýsingadeildin stakk upp á því, að félagiíS léti Marilyn taka þátt í Miss America-keppninni í Atlantic City. Framámennirnir höfðu hugsað sér að Marilyn yrði einskonar fyrirliði í skrúðgöngu fegurðardisanna, er þær gengu fram fyrir dómarana. Og því þá ekki að hafa fyrstu frumsýningu á myndinni í Atlantic City? En Marilyn sagði þvert nei við þessari hugmynd. Hún var orðin dauðþreytt á blaðamönnum og ljósmyndurum, æpandi múg og rithandaveiður- um. Staður sólarmegin, sem finnst svo eftirsóknarvérður þeim, sem er i skugganum, verð- ur oft óþarflega heitur, þegar þangað er komið og sól lýðhyll- innar getur oft brennt. Nú þráði hún einveru, en næði og ein- veru hafði hún fyrirgert fyrir fullt og allt. Nú vildi hún vera sjálfráð gerða sinna og hana lang aði til að vera með Joe í New York. Þangað vildi hún fara, ef hún gæti orðið iaus í eina viku. En þá gerði félagið samning við hana, þess efnis, að hún tæki þátt í ólátunum í Atlantic City en fengi í staðinn eina viku í New York. En þetta frí í Manhattan varð leiðinlegt. Þau Joe fengu aldrei Maurice hafði lagt af stað und- ir kvöldið, og nú varð hún að skemmta sér upp á eigin spýtur. Hún las lítið og það lítið var, voru það eingöngu reyfarar af lélegasta tagi. Tónlist hafði hún enga þekkingu á. Hún gat dans- að eins og engill og farið á skautum með óviðjafnanlegum yndisþokka en hún vissi ekki, hvar hún ætti að leita að iþeim skemmtunum. Hún ákvað að gera það, sem Mina Heath hafði aldrei viljað taka þátt í með henni. Hún skyldi skartbúa sig og fara í eitthvert verulega fínt veitinga- hún og siðan í beztu sætin í leik- húsi. En í hvaða leikhús ætti hún að fara? Hún mundi, að Cecil Hansford ætlaði að leika „Veikan ís“ í Krónuleikhúsinu. Þangað skyldi hún fara. Þá sæi að vera ein. Alltaf voru blaða- mennirnir og aðdáendurnir á hælunum á þeim. Vinir Joe töl- uðu um veðreiðar og hún lét sér leiðast. Hana langaði til að sjá ný leikrit á sviði. Hana langaði til að sjá söfnin og koma á jazz- hljómleika, en Joe kærði sig hvorki um leikhús tónlist né myndlist. Hann lifði allur í íþrótt unum, og vinir hans voru aðrir slíkir eins og George Solotaire; menn sem hugsuðu ekki um ann- að en íþróttir, spilamennsku, veð- mál, fjármál og skrítlur. Hún fann, að hún var algjör- lega utan við heim Joes. Hann virtist þegar vera farinn að taka hana eins og hvern annan sjálf- sagðan hlut. Hann var stoltur af henni, en það var ekki það, sem hún sóttist eftir. Hún vildi ekki vera neinn eftirsóknarverður dýr gripur, sem maðurinn hefði eign- azt til að sýna hann kunningjum sínum, svo að þeir öfunduðu hann. ■. Og svo var eftirspurnin eftir henni að blöðum og annarri aug- lýsingarstarfsemi. Síminn í gisti- húsinu stanzaði aldrei. Blöðin vildu fá eitthvað að skrifa um. Gæti hún hitt Winohell í Stork- klúbbnum? eða Leonard Lyons hjá Sardi? Earl Wilson langaðiað skrifa grein um hana. Wilson, sem hafði getið sér frægð hjá brjóstadýrkendum með greinum sínum, spurði Marilyn: „Eru þau ekta eða fölsk?“ Hún svaraði: „Það, sem ég á, það á ég sjálf“. Það var eins og hvirfilbylur væri kringum hana og hún í honum miðjum. Það leit helzt út fyrir, að öll heimsins blöð og tímarit vildu hafa af henni tal. Boðin hrúguðust upp og hún kom ofseint í þau ölil. Stundvísi hafði aldrei verið nein höfuð- dyggð hennar, en nú, í öllu þessu annríki, gekk óstundvísin í lið hún leiksviðið, sem hún átti sjálf bráðlega að hafa undir fótum. Þá mundi hún heyra lófaklappið í sama loftinu, sem átti bráðlega að bergmála fagnaðarlætin yfir hennar eigirt frammistöðu. Þetta var góð hugmynd. Bara að Maur- ice hefði ekki tekið bæði Oxtoby og^fína bílinn með sér. Hún hringdi í bílaleigu og pantaði Daimlerbíl klukkan sjö, er hún þóttist viss um, að Maur- ice mundi ekki vilja láta hana nota venjulegan leigubil við svona tækifæri. Hún var hvít- klædd frá hvirfli til ilja, er hún gekk út í bílinn á hlýju sumar- kvöldinu, og uppi yfir öðru eyr- anu var hvítt kamelíublóm. Og yfir öllum þessum hvíta lit, leiftr uðu augun, eins og svartur ís. með feimni hennar að hitta fólk, og varð beinlínis eftirminnileg, Nú gat hún sem sé reynt á þolin- mæði annarra, eins og henni sjálfri þóknaðist. Það kom varla fyrir, að hún kæmi á réttum tíma. Gat komið frá einni upp í fjórum klukkustundum ofseint. Einu sinni var hún á leiðinni til að mæta sem heiðursgestur á ein hverri hátíðasamkomu og stanz- aði þá á miðri leið til þess að laga á sér málninguna. Þá kom hún út úr snyrtiherberginu klukkustund og fjörutíu mínút- um betur frá því að hún fór þar inn. 1 botnlangaskurðinn kom hún tveim klukkustundum of seint. Ótal sinnum hefur hún misst áf lestum og skipum eða flugvélum. Eftir 1052 fór hún líka að koma ofseint til vinn- unnar. Billy Wilder, sem stjórn- aði tveim beztu myndunum henn ar, sagði mér einu sinni, hvað svona seinlæti gæti kostað fé- lagið: „Hún kemur aldrei í tæka tíð. Það er alveg hræðilegt fyrir leikstjórann, ljósmyndarann og meðleikendurna. Þarna situr mað ur og bíður, því að ekki er hægt að byrja án hennar. Þúsundir dala fara í súginn. Það má alltadC reikna með, að Monroe-myn<i kosti nokkur hundruð þúsund aukalega, vegna seinlætis henn- ar. Og svo spillir það öllum starfshópnum. Þetta er líkast skotgrafarhernaði. Maður situr þarna og situr og bíður eftir, að eitthvað gerist. Náttúrlega á ég gamla frænku austur í Vín, sem kemur alltaf á mínútunni, en það er bara ekki hægt að nota hana í kvikmynd! Þó held ég ekki, að Marilyn sé óstundvís af ásettu ráði. Hún hefur bara frá- ' brugðið tímaskyn, það er allt og sumt. Mér er að detta í hug, hvort ekki sé einihver úrsmiður í Sviss, sem búi til úr, sérstak- lega ætluð Marilyn Monroe. Einu sinni þegar hún var klukkustund og þrem mínútum betur ofsein á blaðamannafund, spurði ein blaðakonan hana: „Hversvegna komuð þér of seint?“ „Ég var tafin“, svaraði Marilyn tvírætt. Stundum getur hún komið með fjölda afsakana. Hún hafði týnt einhverri mi’kilvægri flik. Eða anmbandsúrinu sínu. Gleymt að setja vekjaraklukkuna. Hurð- Marilyn Monroe eftir Maurice Zolotov E9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.