Morgunblaðið - 23.10.1962, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.10.1962, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIh í>riðiudagur 23. október 1962 Fyrsta markið. Ellert leggur smiðshðggið á pressu upp úr hornspyrnu, skallar óverjandi í mark. Myndir: Sveinn Þormóðsson. KR vann yfirburðasigur í bikarkeppninni VaniB Islandsmeistara Fram 3-0 KR-ingar vorðu ,,bikarinn“' með prýði. Með þremur lag- legum mörkum tryggðu þeir sér yfirburðasigur. Og með leik sínum öllum skyggðu þeir verulega á íslandsmeist- ara Fram, sem áttu furðu slappan leik. KR-ingar áttu ótal tækifæri auk þessara marka sinna, skot í þverslá og stöng og mörg færi er mis- notuð voru. Vart er hægt að segja, að Fram hafi hins veg- ar nokkru sinni ógnað marki KR. — Framan af var leikurinn hrað- ur og brá fyrir fallegum köflum, og þá alla áttu KR-ingar. Gerðu þeir harðar lotur að Frammark- inu, léku undan vindi og þyngd- ist sókn þeirra við það. En skot- in flugu allt umhverfis markið eða höfnuðu í fangi hins unga Hallkels í marki Fram. Mörkin 16 mín. liðu áður en fyrsta markið kom. Upp úr hornspyrnu frá hægri ætlaði Sveinn Jóns- son að skjóta og virtist skotið stefna framhjá. En á síðustu stundu skallaði Ellert til knatt- arins, breytti stefnu hans og marki varð ekki forðað. Fallegt mark. Sókn KR hélt áfram og bæði Sveinn Jónsson og Gunnar Felix- son. áttu skot úr góðum færum. Skot Sveins fór í þverslá en skot Gunnars var varið. Á 30. mín. kom annað markið. Upphaf þess var misskilningur varnarleikmanna Fram, Ellert komst á milli varnar og mark- varðar og notaði færið vel — sendi örugglega með jörð og í netið. 10 mín. síðar kom þriðja og síðasta markið. Hár knöttur var sendur fram miðjuna. Gunnar Felixson brunaði að honum og náði að skalla yfir Hallkel, sem hljóp út. í síðari hálfleik bar leikurinn allt annan og verri svip. KR- ingar lögðu megináherzlu á að halda unnu forskoti og fram- verðirnir lögðust mjög til varn- ar ef með þurfti. Fram fékk tvö tækifæri í síðari hálfleik — en bæði voru illa misnotuð. Bald- vin miðherji var einn fyrir inn- an vörn í annað skipti en spyrnti framhjá og upp úr hornspyrnu komst Hrannar í gott færi en einnig hann brást — óg skaut framhjá. ★ Liðin Sigur KR var vel verðskuld- aður — og þá ekki síður bikar- inn, sem Guðmundur Svein- björnsson, varaformaður KSÍ, afhenti að mótslokum. í úrslita- keppni bikarkeppninnar hafa Framh. á bls. 23 Unga fólkið brást ekki UNGA fólkið í handknattleikn num sýndi sannarlega skemmti- lega leiki á sunnudaginn, fyrsta leikkvöldi unglingaflokka í Rvík urmótinu. Þrír æsispennandi leik ir fóru fram. Óvænt vann KR lið Vals í 3 fl. karla með 8 gegn 6 eftir mjög góðan og skemmti- legan leik. f 2. flokki vann KR lið Fram með 6-5 einnig eft- ir mjög tvísýnann og spennandi leik og jafntvísýna baráttu háðu Víkingar og ÍR-iqgar í 2. flokki og lyktaði viðureigninni með sigri Víkings 11-10. Leiikur þriðja flokks var alls ekikd síztur og er gaman að sjá hverjum framtförum ungu menn- irnir hafa tekið á síðustu árum. Þeir tileinka sér sannarlega það bezta í handlknattleiknium, kunna vel til verka. KR oig Valur háðu harða baráittu í vor. Nú var KR ívið betra lið og vann verðskuld að. í 2. £1. leik KR og Fram urðu mikil átöik og óvænt úrslit. Fram var með langbezta 2. floikkinn í vor, en nú v-antar hið sam- stilta átak. Það er ekki nóg að eiga gnótt stjarna, þær þurfa að leika. En þessi 6-5 sigur KR var óvæntur og setur strik í spádóm- ana. Mjöig hraður og skemmtileg- ur var einniig leikur Vfkingis og ÍR og tvísýnn til síðuistu mdn- útu 11-10 urðu úrslitin Víking í vil. ÞAÐ biðu allir með óþreyju eftir að sjá meistaralið Fram sem senn er á förum til keppni um Evrópubikar í handknattleik. Og leikurinn varð sannarlega aðal- leikur fyrsta mótskvölds Reykja- víkurmótsins. En það voru Ár- menningar sem óvart áttu alla athyglina. Þeir komu svo gersam- lega á óvart móti Fram — höfðu 7—5 í hálfleik og tókst eftir hlé að auka forskotið enn í 9—6. En þegar í Ijós kom, hvort liðið var betur æft, fór málið að breytast. Fram skoraði 6 mörk móti 1 Ár- mans í lokin og vann Fram þvi með 12—10. En sannarlega var leikurinn skemmtilegur, hraður og góður. Andrés Bergmanp setti mótið með ræðu þar sem hann drap á vöxt og viðgang handknattleiks- ins og húsnæðismól hans sem nú myndu brátt breytast til batnað- ar og hagræðis öllum inniíþrótt- um landsmanna. Síðan hófst keppnin. Fram og Ármann mættust fyrst í 3. aldursflokki pilta. Leikur- Otto Rieder kemur hingnð f GÆRKVÖLDI var væntanleg- ur hingað til lands austurríski skíðakappinn og kennarinn Otto Rieder. Hann ætlar sér að safna hér efni í doktorsritgerð, en jafnframt að stuðla að því að fleiri skíðamenn geti komizt á Ólympíuleikana í Innstoruck 1964, með því að sýna hér 1. flokks kvikmyndir og rennur allur ágóði í ferðasjóð ólympíu- fara. Rieder er kunnur skíðafröfn- uður í Austurríki, á m. a. sæti í Ólympíunefndinni, sem sér um Vetrarleikana 1964. Hann hefur ætíð reynzt íslendingum haukur í hornL í öðrxxm lei'kjuan urðu þes'si: 2 fl kvenna úrslit Víkingur — Fram 7-4 Ármann — KR 6-2 Valur — Þ^óttur 8-3 3 fl karla Víkingur — IR 9-4 2 fl karla Víkingur — Árrrnann 9-5 Jón stökk 2,06 m. A LAUGARDAGINN setti Jón Þ. ólafsson, ÍR, nýtt ís- lenzkt met í hástökki innan- húss. Stökk Jón 2.06 metra, en gamla metið, sem hann átti sjálfur, var 2.02 m, sett í fyrra. Jón var mjög léttur í keppn inni, sem var innanfélagsmót ÍR. Byrjunarhæð hans var 1.98 m en síðan stökk hann 2.03 m og 2.06 metra í 2. til- raun. Jón átti 3 ágætar til- raunir við 2.08, en tókst ekki í þetta skipti. Armenningar sýndu förum" Fram í tvo En betra útbald tryggði Fram sigur 99 Hálogalands-„dansinn“ er aftur byrjaður. Hér glíma Islandsmeistarar Fram við Ármemunga, sem reyndust þeim ofurefli meðan úthaldið entisc. Evrópu- heimana inn var jafn en mörkin ekkx mörg. Fram vann með 3 gegn 2. Víkiiiigur — Valur 11—9 Þá mættust Víkingur og Valur. Víkingar náðu 2 marka forskoti í leikibyrjun með ódýrum mörk- um og þessum tveim mörkum munaði oftast nær út leikinn og toonum lyktaði 11—9 Víking í vil. Liðin voru bæði mun daufari en vonir stóðu til, lítil festa í sóknarleik og götóttur varnar- leikur. Á milli brá fyrir góðum köfhxm eins og svip frá gömlum tíma.‘ í hálfleik stóð 7—6 og eftir hlé komust Víkingar í 10—6. Valsmenn náðu svo þremur næstu mörkum en Jóhann Gísla- son tryggði sigurinn með 11. markinu. Fram — Ármann 12—10 Og þá kom aðalleikurinn. Ármenningar, með unga liðs- menn komu mjög á óvart. Hraði þeirra, snerpa og útsjónarsemi reyndist Fram ofviða. Ofan á bættist mjög góð markvarzla Þarsteins í marki Ármanns, sem varði ótrúlegustu skot. Reykja- víkur og íslandsmeistararnir urðu um stund að láta í minni pokann höfðu tvö undir (6—7) í hálfleik. En þegar þreytan fór að síga á Ármann voru Framarár enn óþreyttir. Æfingamunur kom í ljós og Fram tryggði sér sigur. En sannarlega var þetta skemmti legur leikur. Þróttur — KR 11—10 Þróttur og KR mættust í síð- asta leiknum og sá leikur var einnig síztur. Vart brá fyrir fallegum köflum en æfingarleys- ið var auðséð. Þó KR-ingar væru með allar sínar „landsliðsstjörn- ur“ þá nægði það ekki. Nýliðar 1. deildar komust yir í fyrri hálf- leik 5—4 og síðan í 10—6. En i lokin söxuðu KR-ingar á það for- skot enda gerðu Þróttarar enga tilraun til að auka það en töfðu. 11—10 xxrðu svo úrslitin og mega eiginlega báðir vel við una og bezt Grétar í Þrótti sem skoraða 6 mörk og vár driffjöður Þróttar,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.