Morgunblaðið - 26.10.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.10.1962, Blaðsíða 2
2 MORClNBLAÐIÐ Föstudagur 26. október 1962 - Thor Thors ... Framhald aí bls. 1. Ambassadorinn sagði, að Kúbumálið hefði haft mjög víðtæk áhrif, þannig, að nær öll önnur mál, sem verið hafa til umræðu á vettvangi SÞ að úndan- fömu, hafi horfið í skugg- ann. Fer viðtalið við Thor Thors hér á eftir: — Hvað viljið þér segja um andrúmsloítið hjá Sam- einuðu þjóðunum nú? „Það er náttúrulega mikil spenna í loftinu og menn vita ekki, hvað við muni taka. Nú stendur fundur í öryggisráð- •inu, þar var haldinn fundur í gser, og annar fundur hefur Xhor Xhors verið boðaður síðdegis í dag. U Thant, forstjóri samtak- ar myn<jir af þessum vopn- anna, hefur skrifað báðum urn> sem þejr eru þúnir að aðilum, forseta Bandankj- konici fyrir á Kúbuu. anna og Krúsjeff, og teðið _ Hefur nokkuð komið þa um að fresta aðgerðum fram núj sem bendir m að af um íma. fundi verði með Kennedy og Bandaríkjaforseti hefur Krúsjeff? svarað, og sagt er, að svar > Ekki neitt ákveðið _ hans sé skilorðsbundið — a nema það, að aðrar þjóðir þann veg, að haft verði eftir- hafa óskað eftir því> að slik_ lit með því, að svona lang- yj. fun(jur verði haldinn. Það fleyg vopn verði ekki send hefur hins vegar ekki verið til Kúbu. Þetta aetti að verða ákveðið enn þá<*. ljósara síðar í dag. — Hvernig er afstaða hlut- Hins vegar var sagt í frétt- lausu þjóðanna, hvom mál- um áðan, að eitt rússneskt staðinn virðast þær styðja? .olíuflutningaskip hafi verið „Það virðast allir undrandi stöðvað og leyft hafi verið, að yfir því, að þessum vopnum skoðun færi fram, en engin hafi leynilega verið komið vopn fundizt. Þó mun ýms- fyrir á Kúbu, og allir eru um skipum hafa verið snúið uggandi út af því, því að þessi úr leið, og er ályktað, að það vopn eru ekki til varnar eyj- sé af því, að þau hafi haft unni, heldur hafa þau annán hergögn innanborðs". tilgang“. — Er mikill uggur í mönn- — Teljið þér, að málið um vegna Kúbumálsins? verði tekið fyrir af Allsherj- „Já. Það hefur haft mjög arþinginu, og ef svo yrði, hver alvarleg áhrif. Mönnum finnst álítið þér þá, að afstaða ís- að Öll önnur mál verði næsta lands verði? þýðingarlítil, og það hefur „Þetta er mál, sem heyrir kastað skugga yfir alla starf- fyrst og fremst undir öryggis- semina, svo og ótta. Mál, sem ráðið; ég efast um, að það verið hafa á dagskrá, bæði komi fyrir Allsherjarþingið. stór og smá, hafa alveg horf- Verði það hins vegar rætt ið í skuggann“. þar, þá munum við náttúr- — Sendimönnum erlendra lega reyna samtalsleiðina og ríkja hafa verið veittar sér- samkomulagsleiðina, ef nokk- stakar upplýsingar um mál- ur möguleiki er til þess. ið? Hér gera meijn sér ein- „Við vorum kallaðir á hverjar vonir um, að hægt fund, flestir sendiherrarnir, verði að koma á einhverjum hjá Adlai Stevenson, og þar sáttum. Næstu dagar hljóta voru okkur sýndar mjög skýr- að skera úr um það“. Fyrsta rússneska skipið var olíuskip — og hélt óhindrað áfram til Kúbu Allt hervald Rússa til reiðu — segir Malinovsky marskálkur hugmyndafræði fyrir liðsfor- New York, 25. október. — AP-NTB-Reuter — • f dag stöðvaði bandarískt herskip fyrsta rússneska skip ið á leið til Kúbu, eftir að bann Bandaríkjastjórnar á alla vopnaflutninga til lands- ins kom til framkvæmda. Reyndist skipið olíuflutn- ingaskip og segir eftir áreið- anlegum heimildum, að skip- inu hafi verið leyft að sigla áfram, án þess farmur þess væri ýtarlega rannsakaður — eftir að skipstjórinn hafði gefið um hann umbeðnar upplýsingar. Er haft eftir sömu heim- ildum, að Bandaríkjastjórn hafi með þessu viljað sýna Krúsjeff og Sovétstjóminni, að bandarísku herskipin hafi ekki verið send út á Kara- bíska hafið vegna bardaga- löngunar. Segir ennfremur, að banda- ríska stjórnin hafi í undirbún- ingi aðgerðir, sem miði að því að auðvelda þeim skipum, er ekki flytja vopn, að fara gegn- Er talið, að þar sé um að ræða staðfestingu á þeim ummælum Kennedys forseta, að engar hömlur verði lagðar á flutning nauðsynja til Kúbu. Talsmaður bandaríska varna- málaráðuneytisins segir, að tólf skipum, að minnsta kosti, hafi verið snúið frá Kúbu, eftir að bandarísku herskipin komu vettvang — að öllum líkindum sökum þess, að þau fluttu vopn og hefðu verið stöðvuð. Það var einn þingmaður repú- blikana í fulltrúadeildinni, sem skýrði fyrstur frá því, að skip hefði verið stöðvað, en varna- málaráðuneytið staðfesti fregn- ina þegar í stað og sagði, að at- burðurinn hefði orðið um kl. 2 e.h. (ísl. tími). Ekki vildi tals- maður ráðuneytisins skýra frá því, hversu gagnger leit hefði verið gerð í skipinu, sagði aðeins að gengið hefði verið úr skugga um, að skipið flytti ekki varning, sem bannaður væri samkvæmt ákvörðunum Bandaríkjastjórnar. um eftirlit Bandaríkjamanna. — Moskvu, 25. okt. — AP í DAG birtist í málgagni sov- ézka hermálaráðuneytisins, Rauðu stjörnunni, ræða, sem Rodion Malinovski marskálk- ur, landvarnaráðherra Sovét- ríkjanna, flutti á námskeiði í „Þorsteinn Ingólfsson44 AÐALFUNDUR Sjálfstæðisfé- lagsins Þorsteins Ingóifssonar í í Kjósasýslu verður haldinn að Klébergi miðvikudaginn 31. októ ber og hefst kl. 21.00 Auk venjulegra aðalfundar- starfa verða rædd skipulagsmál og kosið í kjördæmisráð. ingja. Segir þar, að hersveitir Sovétríkjanna séu viðbúnar hverju sem er, — á svip- stundu sé unnt að beita öllu hinu sovézka hervaldi gegn óvinunum. Malinovski segir, að Rússar hafi enn aukið hernaðarmátt sinn og hafi nú mikla yfirburði yfir hermátt Vesturveldanna. Rússar eigi nú eldflaugar, sem náð geti til allra staða á jörðinni, og því með öllu úreltar hernaðarlegar hugmyndir, er byggi á landfræði legum vandamálum. Malinovski upplýsti, að Rúss ar væru stöðugt að bæta kjarn orkuvopn sín, þeir ættu litlar eldflaugar og stórar, smáar atóm sprengjur og stórar og þeim hefði tekizt á hinn hagkvæmasta hátt að fullkomna hinar öflugu gagn flaugar sínar. í A-Þýzkalandi Berlín, 25. ókt. — AP UM þessar mundir geisar gin og klaufaveiki í Austur-Þýzka Iandi og er ástandið sagt mjög alvarlegt. Nærri liggur að veikin sé breidd út um hálft landið, en svæðin unr.hverfis Magdeburg, Dresden og Erfurt hafa orðið verst úti. Þar hefur öllum kvik myndahúsum, leikhúsum og op- inberum skemmtistofnunum ver ið Iokað og alvarlegur kjötskort ur er yfirvofandi. Sáttafund- ur í síld- veiðideil- unni SÁTTASEMJARI ríkisins hef ur boðað samninganef ndir deiluaðila í deilunni um kjör sjómanna á síldveiðum fyrir Suðurlandi í vetur á fund sinn kl. 9 í kvöld föstudagSkvöld. Mjög góð ísfisksala Dalvfk, 25. okt. 1 TOGSKIPIÐ Bjöngvir. seldi f morgun í Engl-andi 1127 kit (7114 tonn) af ísuðum þorski og ýsu fyrir 8,034 sterlingspund, eða ca 970 þús. krónur. Fékkst þannig um kr. 13,50 fyrir kílóið og mun hér um að ræða einhverja beztu isfisksölu á haustinu ,ef ekki met sölu. Útgerðarfélag Dalvíkinga gerir Björgvin út. — Kári. Kennedy átti ekki um annaö að velja — segir Mcmillan og lýsir fullum stuðningi brezku stjórnarinnar London, 25. okt. — AP • Harold Mcmillan, for- sætisráðherra Breta, lýsti í dag yfir fullum stuðningi við stefnu Bandaríkjanna varð- andi eldflaugastöðvar Rússa á Kúbu. • í ræðu, er Mcmillan flutti í neðri deild brezka þingsins, r'ín n«r 1/1*111 fílV Í^ÍLí saSði hann> að Kennedy hefði vjin og KiauidveiKi ekki átt um annað að vel.a en taka þessa ákvörðun, væru þær aðgerðir, er hann hefði boðað, hinar einu réttu í þessu tilfelli, sem ætti sér engan líka í alþjóðlegum stjórnmálum. • Stjórnmálafréttaritarar í London staðhæfa, að ræða for- sætisráðherrans sýni, að brezka stjórnin hafi gengið skrefinu lengra en áður í stuðningi sín- um við Kennedy. í gær hafi hún látið nægja að fordæma svikula og hræsnisfulla framkomu sovét- stjórnarinnar, en ekki tekið (2 NA /S hnúfar SV 50 hnútar ¥ Sn/Homí • Úti **» Skúrir S Þrumur ms KuUaali! V HihakH H Hmt L Lmgi Veturinn hefur heilsað. í Ekki voru horfur á því síð- gærmorgun var frost á öllu degis í gær, að áframhald landinu, víða 6-8 stig í inn- yrði á norðanáttinni, því að sveitum og 11 í Möðrudal. Um djúp lægð .og stór var þá að norðanvert landið er orðið nálgast Suður-Grænland úr alhvítt og veigir víða teppt- landsynningi með væbu héí ir suðvestan lands í dag beina afstöðu til aðgerða Banda- ríkjastjórnar. • Annað, sem mikilsvert þyk- ir við ræðu Mcmillans er, að hann hefur þegar fyrirfram lýst yfir stuðningi við þá afstöðu, sem Kennedy tekur til tilmæla U Thants, framkvstj. SÞ, um að sovétstjórnin fresti vopnasend- ingum til Kúbu og Bandaríkja- stjórn framkvæmd flutninga- bannsins um tvær til þrjár vik- ur. — f ræðu sinni bendir Mcmillan a, að varðandi þessi tilmæli framkvæmdastjórans standi þjóð imar nú enn andspænis vanda- málum um alþjóðlegt eftirlit og alþjóðlega rannsókn, sem um svo langt skeið hefur verið helzti ásteitingarsteinninn í viðræðun- um um bann við kjarnorkuvopn. — Það, sem hefur gerzt síð- ustu vikurnar, hlýtur að stað- festa það sjónarmið okkar, að I svo alvarlegum málum geti menn ekki treyst á orðin og lof- orðin eintóm, sagði Mcmillan. Eigi að byggja að nýju upp traust þjóða í milli með orðum og loforðum, verða þau að vera sönn og standast athugun. Memillan kvaðst þeirrar skoð- unar, að Öryggisráðið væri bezti vettvangurinn til lausnar Kúbu- deilunnar. Sjáifur hyggði hann ekki á sérstakt frumkvæði f máli þessu, stjórn hans styddi fyllilega tillögu þá sem Banda- ríkjamenn hafa lagt fyrir ör- yggisráðið — en þar er þess krafizt, að eldflaugastöðvarnar verði fjarlægðar frá Kúbu undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna. _____ Mcmillan sagði að lokum, að hann væri sammála Bandaríkja- forseta um alvöru þessa máls, stefna Sovétstjórnarinnar varð- andi Kúbu væri ævintýra- mennska, sem ætluð hefði verið sem prófraun á einbeitni og hörku Bandaríkjanna. Ef til vill væri það liður í fyrirætlun Rússa, að sjá Atlantshafsbanda- lagið riða til falls, vegna Kúbu- málsins, en honum yrði þá ekki að þeirri ósk. Frh. á bls. 23 *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.