Morgunblaðið - 26.10.1962, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.10.1962, Blaðsíða 15
Föstudagur 26. október 1962 MORGVNBLAÐIÐ 15 MMMta _____ niNC!AR9/Nt« ! Þ A Ð gerist nú æ tíðara hér á landi að innflutn- ingsfyrirtæki haldi sýning- ar á vörum þeim, sem þau flytja til landsins og gefi mönnum þannig kost á að kynnast þeim, skoða og jafnvel reyna áður en kaup eru ákveðin. Sumar þessara sýninga eru fyrst og fremst til auglýsinga og hafa lítið gildi annað og sýningargesturinn fer nokkurn veginn jafnnær út aftur. Aðrar eru til fróðleiks og gagns fyrir kaupandann, eink um ef hann fær að sjá nota- gildi þeirrar vöru er hann van hagar um. Hér er að sjálf- sögðu fyrst og fremst um vél ar að ræða. Á vélaöld þeirri, sém við lifum í dag gildir það að sjálfsögðu ekki einu hvaða vélar við veljum, þar sem verð þeirra er orðið einn af snörustu þáttum í ýmsum greinum atvinnulífsins og nota gildi þeirra skiptir öllu máli um afkomuna. Ráðleggingar um vélakaup. Stöðugt færist landbúskap- ur okkar íslendinga meir og meir í það horf að vélarnar taki við starfi handar og hand verkfæra. Ekki verður þó sagt að íslenzkir bændur eigi greið an aðgang að vali véla og ráð leggingum þar að lútandi. Við eigum að vísu ráðunauta og nóg af auglýsingapésum og nokkra duglega vélasölumenn. Ráðunautarnir eru hins vegar svo bundnir í báða skó að heita má að þeir megi ekki láta í ljós álit sitt nerpa verða um leið vændir um atvinnu- róg ' á hendur þeim sem ekki hljóta náð fyrir augum þeirra með vélar sínar. Næst því, sem raunverulegt gildi hefir í þessu efni, mun þó vera Verk færanefnd ríkisins, en sá er galli á hennar störfum að nið urstöður berast alla jafna það seint, að mangir myndu gjarna vilja vera búnir að fá þau tæki, sem nefndin enda.ilega mælir með. Störf nefndarinn ar hafa þó orðið mörgum að liði og raunar væri æskilejt ó.„ allir vélainnflytjendur gerðu sér það að skyldu að láta nefndina segja álit sitt á hverju einasta verkfæri er þeir flytja inn fyrir íslenzk an landbúnað áður en sala hefst á því. Lélegar vélar fluttar inn. Sýningar landbúnaðarvéla hér á landi hafa verið fremur ’ JF-tætarinn að verki. Hið nýja tætarann. fáar og fábrotnar. Þess er þó að gæta að markaðurinn hér er ekki svo stór að hægt sé að efna til mikilla sýninga fyrir þær vörur einar. Hins vegar hefir allt of mikið verið af því gert að flytja til landsins alls kyns vélar, sem kostað hafa mikið fé en verið til lítillar þurftar. Þannig hefir verð- mætum verið á glæ kastað, sem ekki verða aftur tekin. Einnig mun aðstaða bænda víða vera svo hér á landi að þeir hafa ekki átt margra kosta völ, hvorki hvað snert ir vélaval né aðstöðu til kaupa á þeim. Hafa í þv» efni lítt forsjálir seljendur beitt ein- okunaraðstöðu og sölugleði fremur en hugsað um hag kaupenda. Vélasýning. í sumar efndi innflutnings fyrirtækið Glóbus til sýningar á landbúnaðarvélum að Gunn arsholti á Rangárvöllum. — Þangað komu allmargir gestir og skoðuðu gripi þá er þar voru til sýnis. Mesta athygli Sýningargestir skoða Rotoheuerinn. Lengst t.h. er Arni Gestsson forstjóri Glóbus, en þriðji frá vinstri (hár maður, berhöfðaður) er Þorgeir Elíasson, búvélaverkfræðingur. Búvéíasýning í Gunnarsholti vakti fremur lítill sláttutætari af JF-gerð. Þessi tætari er auð tengdur og léttur í öllum með- förum. Hann hefir fengið nokkra reynslu hér á landi. Má geta þess að í fyrrasumar notuðu tveir aðilar í Gnjúp- verjahreppi hann einvörðungu við heyskap sinn. Báru þeir ekiki sláttuvél í slægjuilönd sín hvorki við þurrheysverkun né votheysverkun. Þessi tætari er um helmingi ódýrari en aðr ir tætarar, sem hingað hafa verið fluttir. Vinnslubreidd JF-tætarans er 1,10 m. Hliðtengdur tætari. Þá er það til nýlundu á þessum tætara að hann er hliðtengdur og má því tengja annað verkfæri aftan í dráttar vélina samtímis t.d. heyvagn, sem hagkvæmt er þegar sleg- ið er í vothey. Einn maður getur annast tengingu tætar ans hjálparlaust. Tætari þessi, og að sjálfsögðu aðrir sláttutætarar, er til fleiri hluta nytsamlegur en sláttarins. — Einn af kostum hans við slátt inn er sá að hann mer grasið um leið og hann slær það, en talið er samkvæmt erlendum tilraunum að grasið sé um 20 til 30% fljótara í þurrk ef það er marið um leið og slegið er. Hann er því mjög hagkvæmur til nota við þurrheysverkun. Hann slær ekki síður vel en venj ulegar sláttuvélar og hægt er að stilla hann eins nærri grassverðinum og óskað er. Það má því vel nota sláttutæt arann til þess að hreinsa tún með honu... á vorin. Þetta hef ir um langt skeió verið nokk urt vandamál hjá bændum, þar sem ekki er talið svara kostnaði að hreinsa túnin með hrífu eins og gert var í gamla daga meðan vinnukraftur var nægur. Þá er tætarinn einnig góður til sláttar á rófukáli og fleira. . Sérfróður sölumaður. Þorgeir Elíasson búfræði- kandidat frá Hvanneyri er nú tæknilegur ráðunautur hjá Globus. Hann stóð fyrir fyrr greindri sýningu og gaf leið- beiningar eftir því, sem sýn- ingargestir óskuðu. Þorgeir tók sérgrein í búvisindum við Venjuleg breidd tækisins er fjórar snúningssamstæður en hver samstæða fyrir sig snýst í hring neðan á ási sem tekur yfir vinnslubreiddina. Talið er heppilegt að tengja þetta tæki, sem er drifknúið frá afl vél traktorsins, aftan í dráttar vélina um leið og slegið er en þá tætist múgurinn í sundur, sem gerir það að verk.um að heyið er fljótara - þurrik. Hægt Rotoheuerinn að verki. búnaðarháskólann í Ási í Nor egi og lagði fyrst og fremst á- herzlu á landbúnaðarvélar. Þá vakti hollenzka snún- ingsvélin Rotoheuer mikla at hygli á fyrrgreindri sýningu. Þessi vél var sýnd á þýzku landbúnaðarvélasýningunni í Múnchen í vor og þar kynnt ist Þorgeir henni, en Glóbus sendi hann utan til að kynna sér nýjungar á sviði land- búnaðarvéla. Þetta nýja tæki er orðið talsvert útbreitt er lendis. Það tætir heyið í sund ur um leið og það snýr því. er að hafa aðeins JLvær snún- ingssamstæður, einnig fjórar og sex, efur því sem óskað er. Vinnslubreiddir eru eftir þessu 1,50 m._3,40 m. og 5 m. Þessi vél verður reynd af Verkfæranefnd ríkisins áður en hún verður til sölu hér á landi. Gamlir kunningjav. Þá var þarna hollenzki hey þeytarinn frá Vicon-Lely og hann gegnir að nokkru sama hlutverki og snúningsvélin. Vinnslubreidd hans er 2,60 m. Einnig var sýnd ný gerð af moksturstækjum. . Hafa þau þann kost fram yfir fyrri gerð ir að drát. rbeizli traktorsins er óháð tækjunum og má þvi teng.'a öll venjuleg tæki aftan í dráttarvélina þótt moksturs tækið sé á. Ýmsir gamlir kunningjar voru á þessari sýningu svo sem Vicon-Lely múgavélin, en nýjung er að hún er nú með 6 hjólum. Þá voru ýms smátæki einnig á sýningunni, svo sem mjalta vélar með kúaklippum, dælur, sem tengdar eru við drifútbún að traktora, fuglahræða, þ.e. karbítbyssa sem gefur háa hvelli með stillanlegu milli- bili. Er hú. ætluð til að hræða fugla af ökrum. Sýning þessi var fróðleg fyr ir bændur. Hitt er og trygging að öll ný tæki, sem þarna voru sýnd verða að hafa hlotið við urkenningu Verkfæranefndar til þess að sala á þeim sé haf in. — vig. moksturstæki er á dráttarvélinni, sem notuð er til að knýja m Sendill Piltur eða stúlka óskast til súninga. SjóvátrijqqiMMaq lslands? 0. JOHNSON & KAABER THRIJSHAY handáburður SÆTÚNI 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.