Morgunblaðið - 26.10.1962, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.10.1962, Blaðsíða 22
MORCVNBLAÐ1Ð Fostudagur 26. október 1962 100 þúsund donskoi kr. Þessar sænsku stútkur sýnðu fimleika hér í sumar — töfruðu alla og er myndin vel fallin til að hvetja alla til fimleika- ; iðkunar. IMoiið síðasta tækifærið til að eignast miða í hinu stórglæsilega Skyndihappdrætti Sjdlfstæðisflokksins Tugir drengja í Fram, Val og KR unnu hæfnismerki í getruunum í síðastliðinni viku fengu 2 Danir 100 þús. kr. verðlaun hvor um sig í dönsku getraun unum. Úrslit leikjanna um fyrri helgi urðu svo óvænt, að aðeins komu fram 800 seðlar til vinninga. Þar af voru tveir „alveg réttir“ og hlutu X00 þús. kr. hvor. Um síðustu helgi urðu úr slit aftur mjög óvænt. Á danska seðlinum urðu 3 heima sigrar, 5 jafntefli og 4 úti- sigrar. Er það mjög „fráleitt" hlutfall. Fór svo reyndar að meðaltal af ágizkunum hjá sér fræðingum dagblaðanna var 3 réttir. Á SUNNUDAGINN gengu ungir piltar úr Val, Fram og KR, alls milli 50 og 60 fram fyrir stúkuna á vellinum, staðnæmdust þar í skipulagðri röð og veittu viðtöku heiðursmerkjum KSÍ fyrir knatt þrautir. Guðmundur Sveinbjörns son og Jón Magnússon stjórnar- menn KSÍ afhentu merkin og það mátti sjá gleðisvip á mörgu ungu andlitinu. Fyrsta heiðursmerkið fengið — og framundan er löng æfingabraut að fleiri merkjum. • Vinsældir. Meðal merkishafanna voru margir með gullmerki, þ. e. hafa lokið erfiðustu þrautunum, marg ir voru með silfur en flestir með bronsmerki. Hæfnisþrautir KSÍ hafa átt al mennum vinsældum að fagna. Dömusloppar nýkomnir. — Glæsilegt úrval. Dömusíðbuxur Stretch, terylene og ull. Tilvaldar skólabuxur. Blúnduslœður mjög fallegar. Hvítar og svartar. Mjög fjölbreytt úrval af undir- fötum og lífstykkjavörum. LAIMCASTER snyrtivörurnar \omnar í f jölbreyttu úrvalí. Laugaveg 19 — Sími 17445. Víst er um það að þrautirnar eru keppikefli ungum knattspyrnu- mönnum, þær §ru mark sem þeir setja sér að ná, fanga hug þeirra allan. Sú gagnrýni Áefur helzt komið fram á þrautirnar að þær séu ó r.unhæfar að því leyti að knatt spyrnurnar sem krafizt er séu alla úr kyrrs.'jðu, ólíkt því sem gerizt í leik. Slíkt má til sanns vegar færa. En þó þrautirnar í nú verandi mynd séu ekki fullkomn ar, þá hafa þær aukið á hæfni margra, aukið æfingar og gert mörgum unglingnum gott. Byrjaði í 3. deild endaði hjá landsliði KREPPAN í enskri knattspyrnu hefur nú verið leyst. Ráðinn hef ur verið þjálfari landsliðsins, en leitað hefur verið að manni í þá stöðu að undanförnu. Fyrir val- inu varð fertugur fyrrverandi landsliðsmaður, Alf Ramsey að nafni. Ramsey á 32 landsleiki að baki og tekur við hinu nýja starfi sínu í byrjun næsta tímabils er Walt- er Winterbottom kveður. Alf Ramsey er ekki alveg ó- þekktur innan enskrar knatt- spyrnu og frægð hans byggist á ákveðni, framtakssemi og góðum árangri sem hann hefur náð. Ram sey var framkvæmdastjóri Ips- wich er liðið vann sig upp úr þriðju deild 1955 og áfram unz þeir unnu deildakeppnina ensku á sl. vori. Skyggja ú þær rússnesku FRÉTTIR FRÁ Tokíó herma að Shin Keum Dan frá N-Kóreu hafi í gær sett heimsmet í 400 m. hlaupi kvenna. Hljóp hún á 51,9 sek. á móti sem haldið var í höfuðborg Norður-Kóreu. Gildandi heimsmet er 53,4 sek. og á það hin fræga Maria Itkina frá Sovétríkjunum. Öflugt fimleikastarf Ármanns FIMLEIKADEILD Ármanns er nú að hefja starfsemi sína. Mikill áhugi var rikjandi í deildinni sl. vetur. Farið var í nokkrar sýn- ingarferðir í nágrenni Reykjavík ur, ser.. tókust nij j vel. Einnig voru haldnar tvær sýningar að Hálogalandi til ágóða fyrir Fær- eyjaför, sem sýningaflokkar deildarinnar fóru i sumar. Tímar flokkanna í vetur verða: Karlafl. verða á þriðjud. kl. 8— 10,30 og föstud. kl. 9—10,30. - Kvennafl. á mánud. kl. 7—8 og miðvikud. kl 8—10. — Æfingar flokkanna verða í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar við Lindar- götu. Vigfús Guðbrandsson, sem hefur verið kennari karlaflo<kks ins undanfarin ár, lætur nú af störfum, en Gísli Magnússon í- þróttakennari og Ingi Sigurðsson munu þjálfa flokkana fyrst um sinn, en von ér á erlendum^kenn ara bráðlega. FrúarfioJikur verður í Breiða gerðisskóla á mánudögum og fimmtudögum kl. 8,15—9,05. - Kennari flokksins verður eins og í fyrravetur Halldóra Árnadóttir íþróttakennari. Sl. vetur æfðu um 70 konur frúarleikfimi hjá Ár- manni í Breiðagerðisskóla. — Skráning nýrra félaga er í æfinga tímunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.