Morgunblaðið - 26.10.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.10.1962, Blaðsíða 8
8 MORCINBLAÐ1Ð Föstudagur 26. október 1962 — Alþingi Frarrnh. af bls. 24. Starfsemi Ferðaskrifstofunnar víðtæk Þá skýrði ráðherrann frá því, að hartn hefði skipað þrem miönnum, Brynjólfi Ingólfssyni ráðuneytisstjóra, Þorleifi Þórð- arsyni framikvstj. og Sigurði Bjarnasyni alþm., til að fjalla um löggjöf varðandi ferðamál. Þessi nefnd hefði enn ekki lok- ið störfum og því ekki unnt að segja til um, að hvaða niður- stöðu nefndin kynni að komast að varðandi hugsanlegar breyt- ingar. Hins veg- ar teldi hann sjálfsagt, að Al- þingi biði með að tafca áikvörð un um frumvarp það, er fyrir lægi, unz niður stöður nefndar- innar lægju fyr- ir, en það ætti ekfki að taka langan tíma. Þá vék ráðherrann síðan að starfsemi Ferðaskrifstofunnar. Samkvaemt lögum er hlutverk hennar ferþaett. í fyrsta lagi að annast landkynningu. í öðru lagi að annast fyrirgreiðslu gagnvart erlendum ferðamönnum, en hún hefur einkarétt á móttöku þeirra í þriðja lagi að skipuleggja ferða lög íslendinga innan lands og ut an og enn fremur að annast hót- eleftirlit með gistihúsrekstri. Ennffemur hefur Ferðasikrif- stofan helgað sig öðrum verkefn um, er hún þarf ekki að sinna. Er þar fyrst að nefna minjagripa verzlun, sem hefur faert henni miklar tekjur, sala farmiða inn- an lands og utan, sem gefur veru legar tekjur; og loks gistihús- rekstur, einkum hin síðari ár. Hefur Ferðaskrifstofan þannig verið sjálfri sér nóg um tekju- öflun. 700 þús. til landkynningar á þessu ári Sérstaklega kvað ráðherrann landkynninguna hafa verið fjár- freka. Til hennar hefði Ferða- skrifstofan varið milljónum kr. á undanförnum árum. Er sú starf semi fyrst og fremst fólgin í þvi, að gefnir eru út baeklingar á mörgum tungumálum, og á þessu ári hafa verið gefnir út bækling ar um ísland á sex tungumálum í 300 þús eintökum. Hefur í þessu skyni verið varið um 700 þús. kr á þessu ári. Bætt aðstaða í heimavistar- skólunum til gistihúsahalds Fyrir þremur árum hefði ver- ið skipuð nefnd til að athuga möguleika á því, að hagnýta heimavistarskóla á sumrum sem gistihúsnæði. Komst hún að þeirri niðurstöðu, að unnt vœri að hagnýta þau húsakynni miklu betur, en gert hefði verið, til þess að bæta gistiaðstöðu. En þó yrði að gera endurbætur á hús- unum. í framhaldi af þessu hefðu bankarnir í Reykjavík veitt Ferðaskrifstofunni þriggja millj- ón króna lán, sem sumpart var varið til að endurbæta heima- vistarhús utan Reykjavíkur og sumpart endurlánað gistihúsum. En þessar framkvæmdir höfðu það í för með sér, að á sumrinu Höfum til sölu nokkra tengivagna, eins og þann sem myndin sýnir — með eða án glugga. Burðarmagn 1% — 2]/2 tonn. Hentugir til allskonar vöruflutninga, kjöt- og fisk- flutninga o. s. frv. Einnig má innrétta þá sem kaffistofur, teiknistofur, svefnskála og margt fleira. — Sýnishorn er til staðar. Bílaskoðun hf. Skúlagötu 32 — Sími: 13100. 1961 voru gistirúm u.þ.b. 100 fleiri en ella hefði orðið. Á sl. vetri var ljóst, að enn þyrfti að gera myndarlegt átak í þessum efnum. Því hefði orðið að samráði milli hans, Gunnars Thoroddsen fjármálaráðh. og Ing ólfs Jónssonar samgöngumála- ráðh. að verja 3. millj. kr. á þessu sumri til að bæta enn að- stöðuna til gistihúsahálds í ýms- um heimavistarskólum , utan Reykjavíkur, en ódýrasta og hag kvæmasta leiðin til að stórauka tölu gistirúma í landinu væri einmitt sú að hagnýta heima- vistarskólana utan Reykjavikur og gera þá að sómasamlegum gistihúsum. Drjúg tekjulind Þórarinn Þórarinsson (F), flutningsmaður frumvarpsins,. kvað ástæður þess, að það hefði verið fram borið þær, að fyrir 26 árum, er"Ferðaskrifstofu rík- isins varyj/eittur einkaréttur til að reka ferðaskrifstofu fyrir er- lenda menn, hefðu aðstæður ver- ið aUt aðrar og því eðlilegt að sá einkaréttur félli niður. Allar þjóðir kepptust nú um að greiða fyrir ferðalögum útlendinga, enda vœru þau víðast vaxandi tekjulind. íslendingar mættu því ekki dragast aftur úr, en taka fullan þátt í þessari samkeppni, enda gæti hún orðið sérstök at- vinnugrein, er gæfi drjúgar tekj Ekki kvaðst hann gera lítið _úr starfsemi Ferðaskrifstofu ríkisins með þessu. Hún hefði unnið merki- legt starf, sem hún gæti hald- ið áfram, þótt frumvarpið yrði að lögum. Rétt væri þó að taka fram, að ýmsir aðilar, eins og flugfélögin, hefðu unnið merki- legt landkynningarstarf. Virtist það styðja þá skoðun, að fleiri aðilum ætti að gefa kostur á að reka ferðaskrifstofu fyrir erlenda menn, svo að ísland verði fyrir þeirra tilstilli tekið inn í leið- sögubækur enn fleiri stórra ferða skrifstofa erlendis en nú er, en það hefði miikla og merki- iega landkynningu í för með sér. Loks beindi hann þeirri spurn ingu til menntamálaráðherra, hvort nefnd sú, er hefði ferða- málin til endurskoðunar, mundi ekki örugglega . ljúka störfum svo snemma,. að tími ynnist til að aígreiða frumvarp hennar á þessu þingi. Gylfi Þ. Gíslason menntamála- ráðherra kvaðst vilja taka und- ir ósk um, að nefndinni auðn- aðist að ljúka störfum svo snernma. Hér væri um mjög vandasamt og margbrotið mál að ræða, er krefðist þess, að farið væri að hlutunum með gát. Frumvarp um héraðsheimili ÞINGMENN Austurlands, er sæti eiga í Neðri deild, Halldór Ásgrímsson, Jónas Pétursson, Eysteinn Jónsson óg Lúðvik Jós- efsson, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi er felur í sér, að „hið opinbera hlutist til um, að hér- aðsheimili fái nokkru hærri byggingarstyrk en félagsheim- ili einstakra sveitarfélaga og geri þannig stærri félagsheildum auðveldara um úrlausn verkefnis sem líklegt er að efli félagslega samvinnu, betra samikomuhald og sparnað a fjármunum.“ Eiidurskoðun veðlaga ÓLAFIJR Jóhannesson hefur lagt fram á Alþingi þingsálykt- unartillögu þess efnis, „að fela ríkisstjórninni að láta endurskoða ákvæði löggjafarinnar um veð, sbr. lög nr. 18 4. nóvember 1887, ásamt síðari breytingum þeirra laga, og undirbúa nýja heildar- löggjöf um það efni“ ur af sér. Qr %%%%%%%%%%% Borga- keppnin Reykjavíkur og Amsterdam fór fram í gærkvöldi í veitingahús- inu Klúbbnum að viðstöddum miklum fjölda áhorfenda og var Geir Hallgrímsson, borgarstjóri Reykjavíkur, meðal þeirra. Formaður Bridgefélags Reykja víkur, Stefán J. Guðjohnsen, bauð gesti velkomna, og H. Fil- arski, fyrirliði Hollendinganna, þakkaði boðið til íslands. Keppnin fór þannig fram, að sýningartjaldi var komið fyrir á 2. hæð, en keppendur spiluðu í lokuðum herbergjum, sem á- horfendur höfðu ekki aðgang að. Var sögnum og útspili lýst það- an til áhorfenda við sýningar- tjaldið. Fyrsta spilið var gott fyrir út- lenzku sveitina og fékk hún 10 punkta fyrir það. -Fer það spil hér á eftir. Á öðru borðinu sátu Ásmundur og Hjalti N-S, en Fil- arski og Lengyel A-V. — Þar gengu sagnir þannig: Norður Austur Suður Vestur pass 1 A 3 ¥ 3 gr pass pass pass A DG872 ¥ 9 ♦ DG97 65 * 4 A 10543 A Á K 6 ¥ Á 10 7 ¥ D 6 ♦ K 10 2 ♦ Á 8 4 3 A ÁKG A 9753 / A 9 ¥ KG85432 ♦ — A D 108 62 Norður lét út hjarta 9, sem gefin var í borði, suður drap með gosa og sagnhafi gaf. Nú lét suður út laufa 6, sem drepið var í borði með ás. Sagnhafi get- ur nú auðveldlega unnið spilið með því að svína laufi og láta hjartadrottningu út og svína ef hún er gefin. Þetta gerði hann þó ekki og varð spilið einn nið- ur. 50 til Reykjavíkur. Á hinu borðinu sátu Jóhann og Stefán A-V, en Slavenbourg og Lengyel N-S. — Þar gengu sagnir þannig: Norður Austur Suður Vestur pass 1 ♦ 1 ¥ 2 ¥ pass 2 gr pass 3 gr pass pass pass Sögn Jóhanns, 2 grönd, er mjög góð og getur Stefán ró- Hitaveitugeymarn ir tæmdust nær alveg Á ÁTTUNDA tímanum i gær- kvöldi brá svo við að Hitaveitu geymarnir á Öskjuhlíð tæmdust nær alveg. Ástandið skánaði er líða tók á kvöldið enda fór veður hlýnandi. Jóhannes Zoega, hita veitustjóri tjáði Mbl. í gærkvöldi að oft væri það svo að mikil hita veitunotkun væri í fyrsta kulda- kastinu á haustin. Mikil notkun hefði verið í hvassviðrinu í fyrra kvöld, en geymarnir þá ekki komizt jafn nærri því að tæmast og í gærkvöldi. legur sagt 3 grönd. Suður lét út laufa 6, sem drepið var í borði með kóngi. Stefán tók nú slag á spaða og tigul og svínaði laufi og tók laufaás og var síðan inni á tigulás og lét þá út lauf og suður varð að drepa og spila síðan frá hjartakóngi og Stefán vann spilið og fékk íslenzka sveitin 400 fyrir spilið á þessu borði eða samtals 450 á báðum borðum eða 10 stig. Eftir þetta fór heldur að halla á íslenzku sveitina og í 4. spili unnu Hollendingarnir 2 spaða doblaða á öðru borðinu, en 4 hjörtu, sem þó ekki voru sögð á hinu. Gerði þetta 14 stig fyrir Hollendingana. Eftir 8 spil var staðan 33:10 fyrir Amsterdam. f hálfleik stóðu leikar 35:25 Hollendingum í viL Klemdist milli bíls og liúss UM FIMMLEYTIÐ í gærdag varð það slys við Afurðasölu SÍS að maður klemdist milli bíls og húss og slasaðist. Atvik voru þau að bíllinn, sem var utan af landi, bar að aka afturábak upp að sviðaskúr, sem þarna er, en mað urinn var að leiðbeina honum. Er maðurinn gaf merki um að stoppa gerði bílstjórinn svo, setti handhemil á og tók bílinn úr gír að hann hélt. Ekki hefur bíllinn alveg verið farin úr gírnum því að er bílstjórinn tók upp kúpl- inguna kipptist hann afturábak og varð maðurinn þá á milli skúrsins og bílsins. Var hann fluttur á slysavarðsstofuna og þaðan á Landakotsspítala. Maður inn heitir Jón Pétursson frá Grund í Skorradal. Meiðsli hana eru ekki talin alvarlegs eðlis. Bílslys í Hafnarfirði KL. 10:45 í gærmorgun varð það slys á Strandgötu í Hafnarfirði að 7 ára drengur, Jónas Þ. Jónas son, varð þar fyrir bíl. Var hann fluttur í slysavarðstofuna í Reykjavík. Ekki tókst Mbl. að afla sér upplýsinga um meiðsli hans. Launabætur af á- góða atvinnu- fyrirtækja JÓN Þorsteinsson hefur laigt svohljóðandi þingsályktunartil- lögu fram á Alþingi: Ailþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta athuga, hvort fært sé að setja löggjöf, er geri atvinnufyrirtækjum, sem rekin eru með hagnaði, skylt að verja hluta af ágóða sínum til launauppbóta handia venkamönn- um, verkakonum og öðru starfs fólki, sem vinnur í þjónustu þeirra. í greinangerð segir svo ma.: f kjaradeilum er vinnuveit- endum mjöig tamt að vitna til þess, að atvinnuvegirnir geti ekki borið hærra kaupgjald. Stundum á þetta við rök að styðjast, en stundum ekki. Segja má, að þegar til lengdar lætur ákvarðist kaup og kjör laun- þega í meginatriðum af því, sem miðlungsafvinnufyrirtæki í höf- uðatvinnuvegum þjóðarinnar geta borgað. Er það algild regla hjá okkur, að sama kaup er greitt fyrir sömu störf hjá hinum ýmsu atvinnufyrirtækjum án tillits til fjárhagsafkomu þeirra. Verka- maðurinn hefur með öðrum orð um sama kaup, hvort sem hann starfar hjá vinnuveitanda, sem græðir eða tapar. Þótt svo kunni að vera á ýmsum tímum, að raun hæfur grundvöllur fyrir almenn- ar kauphækkanir sé ekki fyrir hendi, geta samt einstök vel rek- in atvinnufyrirtæki, er skila hagnaði, verið vel fær um að skila starfsfólki sínu hluta af hagnaðinum í launabætur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.