Morgunblaðið - 26.10.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.10.1962, Blaðsíða 3
Föstudagur 26. október 1962 M O R C r V B L 4 Ð 1Ð 3 ☆ MmmMb MIKIÐ er um að vera hjá Leikfélagi Reykjavíkur um þessar mundir. Stórfelldar breytingar eru gerðar á húsa- kynnum Iðnó og tvö leikrit verða frumsýnd á næstu 3 vikum. Þrír menn eru staddir á skrifstofu Leikfélagsins uppi á hanabjálka í Iðnó, þegar fréttamaður og ljósmyndari Mlbl. koma í heimsókn. Það eru þeir Guðmundur Pálsson, gjaldkeri og framkvæmda- stjóri félagsins, Helgi Skúla- son, formaður og Jökull Jak- absson, leikritaskáld. Við forvitnumst fyrst um breytingarnar og verður Guð- mundur fyrir svörum: „Fyrst og fremst er það sætafækkunin úr 304 niður í 230, þótt gólfplássið stækki, því að byggt hefur verið Brynjólfur lærir að hnýta utan um netakúlur hjá Ingjaldi. Lærði netahnýtingar í Hrafnistu - til að geta „staðið í stykkinu“ Nýtt leikrit og breytingaj í Iðnó Lengra komst Jökull ekki, því að nú greip Guðmundur fram í: „Ég hélt, að ég ætti að leika barnakennara. Ég verð víst að breyta alveg um leik- tækni.“ „Jæja ég veit ekkert um þetta. Gísli leikstjóri veit allt, en hann er bara ekki hér.“ Nú hætti Jökull alveg frá- sögninni, en Helgi hélt áfram og upplýsti, að Steinlþór Sig- urðsson gerði leiktjöldin og við hánn yrðum við að tala, því að hann væri spakur mað- ur. Það fékkst ekki sannpróf- að, þar sem Steinþór fannst hvergi. Jón Þórarinsson situr að tónsmíðum við leikritið. Nú var komið að Helga að skýra frá ástarhringnum, en hann hefur á hendi leikstjórn í honum. „í honum eru 10 leikendur“. segir Helgi, „10 atriði og aldrei nema 2 á sviðinu í einu. Er meira að segja svo langt gengið til þess að parið fái að vera í næði, að briðji maður er geymdur niðri í kjallara meðan hjúin skemmta sér. Leikurinn er saminn í Vdn- arborg um síðustu aldamót og gerist þar um sama leyti. Hann er létt spil um lysti- semdir ástarinnar, dálítið djarfur og sérkennilegur að uppbyggingu. Frumsýning Ástarihringsins ' \ f framan við svalirnar. Stól- arnir eru r.. ir Og þægilegir, óg pallur var smíðaður undir aftari helming bekkjanna í salnum. Auk þess verða 2 lyftur undir 4 öftustu röðun- um, svo að 3 upphækkanir verða í salnum. Þetta er geysi legur munur, því að áður kom ust stórir menn ekki fyrir í sætunum og litlir menn sáu ekkert. Það er ómögulegt að reka leikhús eingöngu fyrir fólk af millistærð. Húsið var líka málað og gólfteppi eru komin á allsstaðar nema á pallinum, sem eftir er að ganga frá og koma stólunum fyrir á honum. Hússtjórnin kostaði breytingarnar á svöl- unum uppi, en við sáum um salinn niðri með aðstoð borg- arstjórnarinnar. Húsameistari Reykjavíkur, Einar Sveinsson, sá um allar teikningar.“ „En það er fleira en húsa- kynnin, sem breyta þarf,“ skýtur Helgi inn, „við viljum endilega reyna að reka þetta líkar atvinnuleikhúsi. Það hef ur lengi staðið okkur fyrir þrifum að þurfa að haga okk- ur eins og áhugaleikarar eða í einhverskonar millibils- ástandi." „Hvað á nu au s>na ai æiK- ritum í vetur“, spyr frétta- mað-r. „Þegar hefur verið ákveðið um 3 fyrstu", það er Helgi, sem verður fyrir svörum. „í næstu viku verður frumsýnt nýtt leikrit eftir Jökul Jak- obsson, „Hart í bak“. Næst er „La Ronde“, eða (ástar)- 'hringurinn eftir Schnitzler. Þriðja stykkið er svo „Eðlis- fræðingurinn eftir Diirenmatt. Hið síðastnefnda verður sýnt í um það bil 40 leikhúsum I Evrópu í vetur“. Nú bar það til tíðinda, að rukkari frá Gjaldheimtunni kom in» og vildi fá peninga en hótaði lögtaki ella. „Er ekki hægt að taka ein- hvern okkar og innsigla?" spyr Helgi. „Jú, jú, ég er með fógetann hérna úti í bíl“. Þetta leizt Guðmundi ekkert á og dró féð úr pússi sínu og greiddi reikninginn hið snarasta. Nú tóku böndin að berast að Jökli og var hann beðinn að segja eitthvað um nýja leikritið sitt. „Ég er búinn að segja það allt nú þegar“ segir Jökull. „Já,en það hlýtur að þola endurtekningu". „Reyndu nú að segja eitt- hvað viturlegt", segir Helgi. „Þetta gerist í gamla Vestur bænum innan um heilmikið af bárujárni“. Unnið að paUinum. — Hjólið er efst á lyftunni, sem halda á uppi tveim öftustu bekkjuuum. „Er ekki eitthvað meira en bárujárn?" „Jú eitthvað slangur af leik urum“. „Hverjir eru það nú helzt?“ „Brynjólfur Jóhannesson leikur gamlan, blindan skip- stjóra, sem hnýtir net. Hann fór inn á Hrafnistu og fékk tilsögn hjá gömlum sjómanni, sem vel er að sér í faginu. Helga Valtýsdóttir leikur mið aldra dóttur hans. Lífsglaða og lífsþyrsta spákonu. Svo leikur Birgir Brynjólfsson 3. ættliðinn, son spákonunnar um tvítugt. Guðrún Ásmunds- dóttir kemur inn í þetta með Esjunni að austan, úr sjávar- plássi, ekki sveit. Gisli Hall- dórsson, sem er leikstjórinn, fer með nlutverk brotajárns- sala. Hann gengur með kons- úlsembætti í maganum og er á uppleið. Hann er sá eini, sem á peninga í leikritinu. Skósmiðinn leikur Steindór Hjörleifsson, og hefur vakn- ingarsamkomur í kjallaranum á móti Brynjólfi. Guðmundur Pálsson er unglingaskólakenn- ari. ... “. Leiktjöldin í smíðum. — Jökull kikir út úr bárujárnskumb- aldanum. verður sennilega u.þ.b. 10 dögum eftir að sýningar hefj- ast á leikriti Jökuls.“ ★ Að lokum má geta þess, að allar breytingar í Iðnó eru gerðar áhorfendum til nag- ræðis en engar endurbætur hafa verið gerðar á búnings- klefum eða annarri aðstöðu leikaranna. Leikfélagið lítur ekki á breytinguna sem neinn áfanga, er náð hafi verið, held ur sem millibilsástand, til að brúa bilið þar til hægt verður að ráðast í byggingarfram- kvæmdir. Sótt hefuir verið um lóð á Klambratúni en ekki verið fjallað um þá umsókn enn, enda skipulagið ekki til- búið á því svæði. Nefnd arki- tekta vinnur að undirbúr.ingi leikhúsbyggingar. SÍAKSIIIWIt Dýr kossalæti Þegar þeir Fidel Castro og Nikita Krúsjeff hittust á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna haustið 1960, urðu miklir fagn- aðarfundir. Krúsjeff faðmaði Castro að sér og kyssti hann lengi og innilega fyrir framan allt alls- herjarþingið. Hundruð blaðaljós- myndara fylgdust með þessum kossalátum einræðisherranna og mikill fjöldi mynda var tekinn af ástaratlotum þeirra! Þessi kossalæti þeirra einræð- isherranna hafa orðið báðum dýr. Kúbanska þjóðin hefur bakað sér andúð allra þjóða Vesturheims fyrir að hafa lánað hinum alþjóð lega kommúnisma land sitt und- ir árásarstöðvar Rússa. En Fidel Castro á að minnsta kosti einn tryggan vin og banda- mann á tslandi. Það er Magnús Kjartansson, ritstjóri Moskvu- málgagnsins, sem nýlega er kom- inn frá Kúbu. Hann spáði þvi s.l. þriðjudag, að Rússar myndu hefja kjarnorkustyrjöld til þess að koma Castro til hjálpar og geta haldið áfram að flytja vopn til Kúbu. En Krúsjeff er hyggn- ari en Magnús. Hann hugsar sinn gang og gerir sér ljóst að hann hefur gengið of langt í of- beldi sínu og yfirgangi. Það skil- ur hinsvegar ritstjóri Moskvu- málgagnsins á íslandi ekki enn- þá. Hringsnúningur Framsóknar Alþýðublaðið birtir í gær for- ystugrein um hringsnúning Fram sóknarflokksins gagnvart geng- isgróða. Kemst blaðið þar m. a. að orði á þessa leið: „Stefnubreyting Framsóknar- flokksins gagnvart gengisgróða er einhver furðulegasti póli- tískur hringsnúningur, sem hér hefur sézt í mörg ár. Er vonandi að alþýða manna taki eftir þessu máli, því Framsóknarmenn hafa í stjórnarandstöðu markað sér nýja stefnu, sem aðeins forstokk- að afturhald getur verið þekkt fyrir. Þegar gengi krónunnar er lækkað hljóta birgðir á útflutn- ingsvöru að hækka í krónutölu, sem því nemur, þar eð slíkar birgðir hafa verið framleiddar við verðlag, sem mótaðist af gamla genginu. Hefur hingað til ekki þótt minnsta ástæða til þess að útflytjendur ættu að hirða sem hreinan fyrirhafnarlausan gróða þá verðhækkun í krónum, sem verður á birgðum þeirra. Þess vegna hefur slikur gróði ávallt verið tekinn af ríkinu og lagður til einhverja nauðsynja- mála í þágu Þjóðarheildarinnar“. Bera sig illa Framsóknarmenn bera sig nú mjög illa vegna hinnar glöggu yfirlitsræðu Gunnars Thorodd- sens, fjármálaráðherra, um fjár- hag ríkisins. Þeim svíður að sukk inu og óreiðunni frá fjármála- ráðherratíð Eysteins Jónssonar hefur verið útrýmt. Fjirhagur ríkisins stendur með blóma undir forystu Viðreisnarstjórnarinnar. Lausaskuldir hafa verið borgað- ar upp, verulegur greiðsluaf- gangur er hjá ríkissjóði ár hvert, sl . í för með sér réttari og áreiðanlegri framtöl, og —lækkanir leiða til þverr- andi smygls. Allt ber þetta vott skynsam- legri og framsýnni fjármála- stjórn. Fólkið fagnar að skattráns svipa Eysteins Jónssonar er ekki lengur á lofti yfir höfðum þess og flestir íslendingar eiga þá ósk heitasta að hann komist aldrei aftur í sess fjármálaráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.