Morgunblaðið - 26.10.1962, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.10.1962, Blaðsíða 17
Föstudagur 26. október 1962 MORGT'IS BL AÐIÐ 17 Kristnir menn um heim allan sameinist í bæn um frið - ssgir Jóhannes páfi 23. Vatikanið í Róm, 24. okt. — AP í MORGUN flutti Jóhannes páfi 23. stutt ávarp í útvarp páfastóls, og skoraði á allar þjóðir heims að gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til þess að varðveita friðinn í heiminum. Skírskotaði hann til ríkisstjórna allra þjóða heims að daufheyrast ekki við hrópi mannkynsins um frið og líf. Ávarp páfa var stutt, stóð að- eins tvær og hálfa mínútu og var flutt á .frönsku. — Hann nefndi ekki á nafn deiluna um Kúbu, en lagði á það áherzlu, að viðræður um deilumál væru mikils virði — og sagði það vit- urlegustu afstöðu ráðamanna að vera allfcaf reiðbúna að stinga upp á viðræðum og samþykkja tillögur annarra um viðræður. Með því móti gætu þeir kallað blessun yfir himin og jörð. Lauk páfi máli sínu með þeim til- mælum til krisfcinna manna um heim allan, að þeir sameinuðust þjóðaleiðtogum heimsins í bæn um frið, grundvallaðan á rétt- læti. • Skyndileg ákvörðun Tilkynningin um ávarp páfa kom mjög á óvart og var aðeins — Steinbeck Framhald af bls. 13. sandfoki og uppblástri. Þetta er löng frásaga af fátækt og hörm- ungum þessa fólks og þeirri mótspyrnu, sem það mætti, er vestur til Kaliforníu kom, þar sem börn þessara landnáms- manna búa nú við góð kjör og eru mörg hver í háum áíbyrgð- arstöðum. Hér er ekki rúm til þess að fjalla öllu frekar um verk Stein- becks og skal aðeins drepið á fáein. Leikritið The Moon is Dðwn kom út árið 1942, en það fjallar um hernám Þjóðverja í Noregi í heimsstyrjöldinni síðari. Síra Sigurður Einarsson i Holti þýddi það á íslenzku. Þá má inefna Cannery Row (Ægisgötu), sem er frásaga af gömlu vinun- um hans Steinbecks, spænsku slæpingjunum í Salinas; East of Eden (1952), er var lesin upp sem útvarpssaga hér, og Pippin IV (1957), sem Almenpa bóka- félagið gaf út fyrir nokkrum ár- um. Síðasta meiriháttar skáldsaga Steinbecks kom út árið sem leið, og nefnist á ensku The Winter of Our Discontent. Gerist sagan í Nýja Englandi og slær höfund- urinn þar á allnýstárlega strengi í hörpu sinni, sem þarna ómar á margan hátt skírt og tært, eftir nokkurra ára bið. og voru sumir oðdáendur Steinbecks farnir að örvænta að frá honum kæmi önnur merkileg bók, enda hafði hann slegið nokkuð slöku við og gerzt Bakkusi vini vorum leiði- tamur. Þetta skáldverk Stein- becks hefur hlotið góða dóma, enda þótt einstaka gagnrýnandi hafi farið allhörðum orðum um bókina og þótt hún misjafnlega vel skrifuð, en þeir voru þá jafnan að gera samanburð á þessari bók og Þrúgum _ reiðinh- ar, sem e.t.v. má enn' teljast merkasta verk hans. Höfuðviðfangsefni Steinbecks er maðurinn, maðurinn sem ein- staklingur, frelsi hans til að hugsa og mæla, eins og honum Ibýr í brjósti, til þess að fara hvert land sem hann vill og ieita gæfunnar hvar sem er. Af þessum sökum má John Ernst Steinbeck teljast einhver mann- legasti rithöfundur vorra tíma.. Jóhannes pá.fi 23. fáum þeirra fjölmörgu kirkju- höfðingja, er sitja yfirstandandi kirkjuþing í Róm, kunnugt um, að það yrði flutt. Fréttamenn á þinginu segja, að uppi hafi verið fótur og fit í útvarpsstöð Vatikansins, því að páfi hafi tekið ákvörðun sína aðeins tveim til þrem klukku- stundum áður en hann flutfci á- varpið. Minna þeir á, að ekki eru nema tvær vikur frá því páfi hvatti til friðar — hvatti þjóðaleiðtoga heims til þess að ganga til samninga og færa nauðsynlegar fórnir til varð- veizlu friðarins. Varaði hann þá vi? að leiða mannkynið út í styrjöld, því að sá dagur kæmi, er þeir yrðu að standa Guði skil fyrir gjörðum sínum. Minnast stjórnmálamenn þess nú, er Jóhannes páfi 23. biður mann- kyninu friðar, að svo höfðu fyr- irrennarar hans einnig gert rétt áður en heimsstyrjaldirnar hóf- ust — Píus páfi X rétt fyrir upp- haf heimssfyrjaldarinnar fyrri og Píus páfi XII. réttri viku áð- ur en heimsstyrjöldin síðari hófst. Barnaverndar- dagurinn á morgun Ágöðinn rennur í heimilissjóð taugaveiklaðra barna Á MORGUN, fyrsta vetrardag, er hinn árlagi kynningar og fjár öflunardagur barnaverndarfél- ag'anna. Þá verða merki seld á götum bæjarins og auk þess barnabókin Sólbvörf, er unnið hefur sér miklar vinsældir. Ágóðanum af deginum verð ur varið í sjóð heimilis fyrir taugaveikluð börn, sem Barna verndarfélagið í Reykjavík stofn aði fyrir tveim árum og nemur nú 166 þús. kr. Óþrjótandi verkefni framundan Stjórn Barnaverndarfélagsins í Reykjavík átti í gær funcL með blaðamönnum og kynnti fyrir þeim þau mál, er þar eru nú efst á baugi. En eins og kunnugt er hefur félagið styrkt félagssam- tök vangefinna, bæði með bein um fjárstyrkum til þeirra barna heimila, sem eru fyrir vangefin börn, á Sólheimum og Skúla- túni, og eins með styrkjum til þeirra kennara, sem hafa farið til framhaldsnáms erlendis fil að kynna sér þessi mál. Aðalverkefnið nú er, eins og fyrr segir, að safna fé í bygging arsjóð taugaveiklaðra barna, en hann var stofnaður fyrir tveim árum, með 100 þúsund kr. fram lagi. Síðastliðið ár söfnuðust 40 þús. kr. og sagði stjórnin að það hefði farið vaxandi, en allt væri að jálfsögðu undir því komið, að börnin kæmu og seldu fyrir fé- lagið. En merkin og bókin Sól- hvörf væru afhent í flestum skólum bæjarins, eins og nánar er auglýst inni í blaðinu. Taldi stjórn félagsins, að brýn ■þörf væri á slí'ku heimili. Marg ar geðtruflanir og taugaveiklun hjá fullorðnu fólki á rætur sínar að rekja til æðkuáranna. Þess vegna lék. ekki vafi á því, að í mörgum tilfellum mætti koma í veg fyrir þessa taugaveiklun ef nógu snemma væri gripið í taumana. En það er eins með þennan sjúkdóm og alla aðra, að því fyrr sem kann er tekinn til lækniismeðferðar því meiri von er um bata. Taugaveikluð börn er oft ekki hæg.t að rann- saka til fulls, nema þau séu um sinn undir leiðsögn sérmenntaðra manna, • og oft nauðsynlegt, að barnið sé á sérstöku heimili til að fá rétta meðferð. Samkomulag um afstöð- una til landhúnaðar Breta Briissel. 25. okt. AP — NTB — Reuter Á RÁÐHERRAFUNDI Efnahags bandalagsins í Briissel í dag náð ist eining aðVildarrík’Mr/.ia um. sameigirjiega afstöðu til land- búnaðar Bretlands. Er aðalatriði þess samkomulags, að aðlögun- artímabil fyrir brezkan land- búnað verði ekki lengra en til 1970, sem er hið sama og aðlög unartímabil annarra aðildarríkja bandalagsins. Sagt er, að Edwatd Heath, brezki ráðherrann, sem annast samningaviðræðurnar við banda lagið, hafi fengið að vita um þetta á fundi síðdegis í gær. Segir ennfremur í fréttum frá Brússel, að ekki hafi verið fyr- irhugaður fundur Heafchs og hinna ráðherranna fyrr en í dag og bendi þessi breyting þvi til þess, að lítt eða ekki hafi þoikast í samkomulagsátt. Til sölu Lóð undir einbýlishús í Kópa- vogi. Góðir greiðsluskilmálar. Skipti á bíl æskileg. Bila 8 búvélasalan við Miklatorg. Sími 2-31-36. - Guantanamo ... Framh. af bls. 12. rönd þess.landsvæðis, sem þeir ráða yfir. Þeir hafa reist háa varðturna allt meðfram vír- girðingunni. Er svo stutt mdlli þeirra og varðturna kúbanska hersins, að vel má greina og þekkja einstaka menn. 4009 Baudaríkjamenn? Ekki er vitað með neinni vissu, hve margir hermenn bandarískir eru í flotastöðinni við Guantanamo. Víst er þó, að þeir voru talsvert fleiri en 4000, áður en til síðustu at- burða dró. Síðan, eða allt frá sl sunnudegi, hefur mikill liðs afli verið sendur til sfcöðvar- innar. Flugvöllur í flotastöðinni er flugvöllur, og þar eru bæði flutninga- flugvélar og orusfcuþotur af gerðinni FU-8, er farið geta með tvöföldum hraða hljóðs- ins, og taldar eru hraðfleyg- ari en nær allar, ef ekki allar þær þotur, sem fyrir eru á Kúbu. Landherinn, sem í flotastöð inni er, er einnig vel vopn- um búinn, hefur ma. í fórum sínum 1'55 mm fallbyssur og skriðdreka. Allir herþjáilfaðir Sérhver bandarískur her- maður, þótt að skrifstofustörf um vinni á vegum hersins, hef ur verið skyldaður til að taka þáfct í reglulegum heræfing- um. ErU þær strangar og standa oft í allt að 24 stundir. Yfirforingi herstöðvarinnar er Edward J. 0‘DonnelI, aðmir áll Bandarískur frétfcamaður hitti hann nýlega að máli á Guantanamo. Skýrði aðmár- állinn svo frá, að flotastöðin gæti verið sjálfri sér nóg um allt, þótt allt samiband yrði slitið við þann hluta Kúbu, er liggur handan víggirðingar innar. Varnarliðsvinna Fram til þessa hafa urn 2500 búbanskir verkamenn unnið daglega í herstöðinni. Hafa þeir komið að morgni og farið að kvöldi. Þessir verkamenn hafa fram að þessu ætíð fengið að stunda vinnu sína, þótt í odda hafi skorizt milli Bandaríkjamanna og Kúbana, eins og þegar inn rásin var gerð á Kúbu. Skýringin, sem gefin hefur verið á því, er sú, að gjald- eyrir sá, sem verkamennirn- ir hafa aflað, hefur verið keyptur af þeim jafnharðan — á skráðu gengi, sem er langt fyrir neðan það verð, sem tíðkast á „svörtum márkað“. Eftir miðjan síðasta mánuð tóku kúibönsku yfirvöldin upp á því að afklæða verkamenn- ina, er þeir komu og fóru „til að leita að plöggum“, eins og sagði. Litill vafi er þó talinn leika á því, að or- sökin sé sú, að verið sé að gera bandaríska herliðinu erf itt fyrir. Vatn frá Castro Vatn það, sem flotastöðin notar, kemur frá ánni Yateras og er leitt úr ánni frá stað, sem liggur langt fyrir utan flotastöðina. Þótt lokað verði fyrir vatns leiðsluna, þá mun samt verða nóg vatn í herbúðum Banda- ríkjamanna, og þeir komast einnig af án kúbanskra verka manna. ÞýSing stöðvarinnar fyrr og nú Fyrr á árum, áður en Castro komist til valda, og fyrst eftir að hann tók við völdum, þá hafði flotahöfnin aðallega þýðingu fyrir Bandaríkjamenn af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi liggur stöðin vel við, með tilliti til eftirlits með siglingum um Panama- skurð. Svo er enn í dag. í öðru lagi, þá hefur flota- stöðin verið aðalæfingastöð bandaríska flotans. Leiðir það fyrst og fremst af hagstæðri veðráttu á hafinu umhverfis. Nú hefur Guantanamo fyrst og fremst fengið þýð- ingu sem herstöð. Þeim m.un meir, sem kommúnismdnn hef ur náð fótfestu á Kúbu, þeim mun meiri þýrnir hefur flota- sfcöðin orðið Castro í augum. riverjir setjast undir stýri í eigin bíl 1 fyrromálið? ^ÓtJRHVIÍtf BEZT AÐ AUGLÝSA I MORGUNBLAÐINFJ HANSA-hillur HANSA-skrifborð TÍANSA Laugavegi 176. Sími 3-52-52. T ómstundabúðin Aðalstræti 8. Sími 24026. SIGFÚS GUNNLAUGSSON CAND. OECON. Lögg. skjalaþ. og dómt. í ensk Bogahlíð 26 — Sími 32726.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.