Morgunblaðið - 26.10.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.10.1962, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 26. október 1962 ^HOWARD SPRING’. 66 RAKEL ROSING Þú ert eitthvað grunsamlega óákveðinn í öllu. Nú, en hins vegar veit ég náttúrlega álíka lítið og þú. Það er víst bezt að bíða átekta. Ertu eitthvað ákveðn ari í sambandi við morgunkaffi. Ef svo er, þá langar mig í sopa. Og mætti ég svo — meðan þú ert að búa til kaffið — ganga um íbúðina og þefa betur af henni? Þefaðu eins og þú vilt, sagði Julian og hvarf fram í eldhúsið. Þegar hann kom aftur með kaffið á bakka, fóru þaiu út á litla þakið úti fyrir glugganum og horfðu út yfir skemmtigarð- inn. Jæja, sagði Mina, ég hef verið að þefa og alls staðar finn ég iiminn af skarlatsklæddu kon- unni. Viltu sykur? Hvað er eiginlega með þessa konu? Mina, hvað sem þú annars kannt að vera, þá ertu enginn bjáni, og ættir þess vegna ekki að vera að koma með bjána- spurningar. Það er ekki nema satt, að hún er glæsileg — þannig séð. Þér dettur víst ekki í hug, að auðkýfingur eins og Banner- mann hefði annars tekið hana upp úr göturæsinu, svo að segja? Mina, sem var berhöfðuð, rétti snögglega úr sér, og andlitið skalf, og hefði einhver horft á hana neðan af götunni, hefði þeim hinum sama sýnzt rauða hárið vera fáni, sem blakti út af svölunum. Þarftu að draga nafn hr. Bannermanns inn í þetta? sagði hún með miklum ofsa. Mér hefur skilizt af skáldsögum, sem ég hef lesið, að það þyki aldrei drengilegt að nefna nafn eigin- mannsins, sem er kokkálaður. Þakka þér fyrir. Eg skal muna það. Mina settist niður aftur og boll inn glamraði við tennurnar í henni, þegar hún saup á honum, enda voru allar taugar hennar í uppnámi. Eg veit ekki, hverrar afstöðu þú ætlast til af mér í þessu máli. Julian sagði hún. Líklega ætti ég að vera umburð- arlynd eða þá yfirlætisfull og biðja ykkur bara blessunar. En það get ég bara ekki. Það vill svo til, að ég hef mikið álit á Mau- rice Bannermann og þess vegna get ég ekki skoðað þetta sam- band ykkar í sama ljósi og al- gengast er í kvikmyndum og skáldsögum. Mér finnst þessi Rakel ekki vera annað en gráðug dræsa.......... Hún hafði staðið upp, skjálf- andi af reiði og Julian hafði líka staðið upp. Þetta er nóg, Mina, sagði hann. Við skulum láta þetta gott heita Þetta kemur þér alls ekkert við. Eg skal sjá um, að það komi mé<r fljótlega vjð, svaraði hún ögrandi. Eg vara þig við þvi, Og þú Skalt ekki láta þá aðvörun eins og vind um eyrun þjóta. Hún stikaði inn í íbúðina og í áttina til dyranna en Julian stóð eftir á miðju gólfinu. Með hönd- ina á hurðarlæsingunni, sagði hún: Ef þú vilt ræða um leikrit- ið, þá veiztu hvar mig er að finna, en hingað kem ég ekki framar. Eg kann ekki við þefinn hérna, og svo hef ég ó'beit á þessu drasli, sem hér er á veggj- unum. Ef þig hefur langað til að hafa myndir á þeim, hvers vegna spurðirðu þá ekki einhvern ráða, sem vit hefur á? Hurðin skall í lás á eftir henni. Julian lét fallast á legubekkinn og horfði niður í gólfábreiðuna milli hnjáa sér. Guð forði mér frá þessu kvenfólki, sagði hann. Sama hvort það er illskufullt eða dyggðugt — ég veit ekki, hvort verra er. 3. Rakel fékk sér hádegisverð í krá við veginn. Klukkan var þrjú þegar marraði í mölinni undir bílnum hennar fyrir framan hús Maurice. Á grasbletti í garðinum stóð stóll og í honum sat Maur- ice með gleraugun á nefinu. Hann hafði verið að lesa, en bók in hafði fallið á grúfu á hné hans og hakan var niðri í bringu. — Hann var sofandi. Bright kom til dyra, og Rakel stakk löngum, silkiklæddum fæti út úr bílnum. Góðan daginn, — Bright, sagði hún ‘og var hin altilegasta. Viljið þér fara inn með töskuna mína. Eg verð hér í nótt. Síðan gekk hún hljóðlega yfir grasflötina og stanzað' fyrir aft- an stólinn, sem Maurice sat á. Hún lagði hendurnar léttilega yfir augu hans, laut niður og hvíslaði í eyru hans: Gettu hver þetta er. Maurice snarvaknaði og dró til sín rauðyddu hendurnar. Rakel, sagði hann og staulað- ist á fætur. Rakel. Hann sneri nú að henni og vafði hana örmum og án þess að sýna nokkra tregðu kyssti hún hann beint á munninn. Hann dró hana að sér og lagði kinn sína að hennar kinn. Eg varð að koma og sjá, hvernig þér liði, elskan mín, sagði hún. Maurice horfði á hana innilega glaður og eins og hann vissi ekki, hvaðan á hann stóð veðrið. Hann minntist kvöldsins áður en hann fór að heiman og hinnar hreinskilnislegu játningar hénn- ar, að hún elskaði hann ekki. En hún var nógu glögg til að skynja hvað hann var að hugsa. Manstu, elskan mín sagði hún, hvað þú sagðir við mig — að mér mundi þykja vænna um þig ef þú sæir mig oftar og við vær- um meira saman. Nú sérðu, hvað þér skjátlaðist. Það sem þú þurftir raunverulega var að fara alveg að heiman til þess að fá mig til að sakna þín. Hún ýtti honum aftur niður í stólinn. Seztu niður, Maurice. Þú mátt ekki þreyta þig ofmikið. Já, en nú er ég að verða hraust ur aftur, sagði hann. Og ég er að kynnast kvenþjóðinni betur en áður. Svo að þú saknaðir mín? Það var afskaplega einmana- legt í húsinu, sagði hún. Og nú verðurðu hér kyrr? sagði hann. Henni varð hverft við. Já, í nótt, sagði hún. En ég hef þræl- að einhver ósköp undanfarið, en — Gráttu ekki elskan mín. Ég kaupi nýtt kökukefli handa þér á morgun. ég varð nú samt að koma bara til að sjá hvernig þér liði. Jæja, jæja, sagði Maurice. Hvort sem þú vilt standa við lengur eða skemur, þá er jafn ánægjulegt að sjá þig aftur. Komdu nú inn og við skulum athuga, hvort fólkið er að gera allt til reiðu að taka móti þér. Mig langar að hafa fataskipti, sagði Rakel. Ég kom með þunnan kjól með mér í töskunni minni. Hann fylgdi henni inn í svefn- herbergi, sem vissi út að gras- flötinni. Sjáðu til, sagði hann. Við höfðum þetta tilbúið, ef þú skyldir koma. Hún brosti glettnislega til hans. Þú ert meiri piparkarlinn! Ætlarðu að fara með mig eins og ég væri einhver aðalsfrú í heim- sókn? Hún tók upp töskuna -ína. Og þau eru ekki búin að taka upp úr henni enn. Við skulum gera það inni í herberginu þínu. Dökkföla andlitið á Maurice fékk snögglega roða í sig. Hann horfði á hana andartak alveg arðlaus. Svo sagði hann: Mitt herbergi er hérna — bara gegn um þessar dyr. Bíddu andartak meðan ég skipti, sagði hún. Marilyn Monroe eftir Maurice Zolotov C3 að rúmið, sem Marilyn fékk í blöðunum í sambandi við þetta, hefði kostað hundrúð þúsunda dala undir auglýsingar. Og þetta iþótti afskaplega sniðugt. Enda er það svo, að í þessum heimi uppgerðarinnar gruna allir alla um græsku. XVIII. Karlmenn vilja þær ljóshærðar. . í bili gerði Marilyn sér að góðu hlutverk það, sem guð eða Daryl 'Zanuck — hjá kvikmyndafélag- inu eitt og sama hugtakið — vildu úthluta henni. Hinn 11. maí 1953 komst hún upp í 1500 dala kaup á viku, samkvæmt samningi. Og af þeim samningi voru fimm ár eftir. Það var ergileg tilhugsun, að ýmsir leikarar, sem félagið græddi ekki líkt því eins mikið á, voru á 5000—10000 dala vikukaupi.. íún nauðaði nú á Morris-skrifstof- unni, sem hafði umboð fyrir hana, að losa sig undan þessum samningi. En hún fékk það svar, að það væri ekki hægt. Þeir skyldu reyna að fá kaupið hækk- að við hana, en ef aðalskrifstof- an neitaði, væri ekkert við því að gera! Hún sagði, að það væru ekki peningarnir éinir, sem vekti fyrir sér, heldur vildi hún vera tekin alvarlega eins og al- mennileg manneskja, en í Holly- wood og öðrum kapítalistaborg- um þýddi það sama sem hækkað kaup. í þessum vandræðum sínum gerði Marilyn það, sem stöllur hennar gera venjulega: Hún kenndi umboðsmanninum um. Hún yfirgaf Morris-umboðið. Af þessu leiddi heila skriðu af há- degisverðarboðum og allskonar tilboðum frá öðrum umboðum, sem sendu henni blóm á hverj- um degi. Það var Charles K. Feldman, sem varð hlutskarpast- ur en hann reyndist samt ófær um að beygja Zanuck, sem hélt því fram, að samningur væri samningur, og að Marilyn yrði að gera svo vel að standa við hann. Síðan talmyndirnar komu, 1928, voru söngleikir með miklu skrauti aðalútflutningsvaran frá Hollywood, eða sú, sem gaf mest í,aðra hönd. Um 1950 var fram- leiðslukostnaður þeirra frá tveim ur upp í fimm milljónir dala. „Gentlemen Prefer Blondes" varS sú mynd, sem Marilyn fékk *að reyna sig á. Howard Hawkes var leikstjóri, en hann þótti snill- ingur í því að stjórna stórum hópum Og láta þá hreyfa sig á réttan hátt. Jack Cole var dans- meistarinn og Hal Shaefer var söngkennari Marilynar. Svo átti að bæta þarna inn í nokkrum söngvum. Charles Coburn, sem var frægur fyrir-bros sitt, átti að leika Sir Francis Beekman, vingjarnlegan kvennamann og nautnasegg. Það var tilkynt, að ungfrú Monroe ætti að syngja þarna — raunverulega og í alvöru — sömu söngvana, sem Carol Channing hafði sungið í Broadway-útgáf- unni af leiknum. Þegar Zanuck sá fyrstu sýnishornin, neitaði hann algjörlega að trúa því, að Marilyn væri að syngja sjálf, en hélt því fram, að einhver væri látinn gera það fyrir hana. Hún varð að syngja fyrir hann sjálf, til þess að hann tryði því. Svo þegar eitt lagið kom á plötum, fylgdi því vottorð Zanucks, opin- berlega staðfest, að röddina ætti Marilyn Monroe sjálf, en ekki einhver atvinnusöngvari. Eftir að hafa séð sýnishornin, sem fyrir lágu eftir fyrstu vik- una, gaf Zanuck út tilkynningu, svo hljóðandi: „Ef einhver hefur efazt um framtíð Marilynar Monroe í kvikmyndaheiminum, þá er þessi mynd svarið við þeim efasemdum. Rétt eins og góð leik konar getur aldrei gert gróða- fyrirtæki úr vondri mynd, mun þessi mynd sanna það, að þegar góður höfundur og góð stjarna leggja saman, getur ekkert sigr- að þau“. Marilyn fannst nú sjálfri, að einmitt Zanuck hefði verið eini maðurinn, sem hingað til hefði efazt um framtið henn- ar. Hún vildi ekki viðurkenna þá staðreynd, að, þegar frá voru tal- in Lytes, Chekov og fáeinir aðrir, teldi allur heimurinn hana ekki vera annað en sálarlaust ketstykki, enda vissi hún betur. Zanuck var alltaf hennar höfuð- óvinur. Hún bar enga virðingu fyrir dómgreind hans, enda þótt hann hefði fengið svo eða sVO mörg kvikmyndaverðlaun. Zan- uck var dæmigert allt það, sem hún hataði í Hollywodd. Félagið hafði greitt Howard Hughes of fjár fyrir lánið á Jane Russel til þess að leika þá dökk- hærðu í „Gentlemen Prefer Blondes". Nú skorti ekki spádóm ana um allar þær sprengingar, sem verða myndu milli þessara keppinauta. Fyrstu dagana við upptökurnar tautuðu þær kurt- eislegar kveðjur hvor til ann- arrar, en svo var það Marilyn, sem tók af skarið, með því að neyta sinnar venjulegu sálfræði- legu aðferðar. Hún var fátæk, ósjálfbjarga og ringluð. Hún þarfnaðist ráðlegginga' Starfs- mennirnir við sviðið urðu brátt hissa að sjá þær í vinsamlegum viðræðum. Þær töluðu um ást og hjóna- band. Jane hafði verið í ham- ingjusömu hjónabandi með Bob Westerfield í nokkur ár, en hann var frægur atvinnumaður í knatt spyrnu. Eitt kvöld kom Jane úr mat- stofunni með brófpoka, sem hafði inni að halda tvær pylsur og mjólkurhyrnu handa Marilyn, sem sökkti sér oft svo mjög í drauma sína, að hún gleymdi al- veg að borða. Marilyn sagðist mundu borða seinna. en nú vildi hún lesa fyrir hana nokkrar setn ingar úr Spámanninum eftir Kahlil Gibran. „Gefið hjörtu yð- ar, en ekki í hvors annars vörzlu, því að aðeins hönd lífsins getur haldið hjörtum yðar. Og standið saman, en ekki of nænri hvort öðru, Því að súlur hofsins standa aðskildar og eikin og kyprustréð vaxa ekki hvort í annars skugga“ „Þetta er falleg hugsun", sagði Jane. „En er þetta satt? Ég á við: þarf maður að halda sér aðskild- um frá öðrum?“ spurði Marilyn. Ungfrú Russel hefur sjálf un- un af því, sem dulrænt er. „Hvað áttu við með aðskilin? Aðskilin frá Guði?“ „Nei, ekki átti ég við það. En ég á við, að ef kona elskar mann — hvort hún þurfi að afsala sér sínum eigin persónuleika?“ Marilyn sagði ekki berum orð- um, að hún væri kýprustréð og Joe Di Maggio eikin, eða að þau væru aðskildar hofsúlur. Jane svaraði henni af sann- færingu, að ef kona elskaði mann og maður kann, gætu þau orðið hamingjusöm í hjónabandi, án þess að afsala sér hvort sínum persónuleika. Við annað tækifæri spurði Marilyn ungfrú Russel, hvernig hún fengi tíma til að annast hvort tveggja, listina og heimilislíf sitt. „Ég gæti ekki hugsað mér það mögulegt", sagði hún. „Þegar ég kem heim á kvöld- in“, svaraði Jane. „loka ég kvik- myndaverið algjörlega úti úr hug anum. Vitanlega þarf maðuir að hafa góða ráðskonu og eldabusku til að sjá um heimilið, og þá hef- ur maður líka nógan tíma til að snúa sér að heimilinu, af alhug, þegar heim er komið. Ég þekki margar konur í Hollywood, sem hafa látið sér takast þetta, Marilyn". Marilyn spurði hana, hvort hún héldi, að hægt væri að vera ham- ingjusöm með manni, sem hefði allt önnur áhugamál en konan. „Vitanlega, sagði ungfrú Russ- el'l. ,,Þú skilur, að þegar maður- inn og konan hafa hvort sín áhugamál, þá gefa þau hvort öðru alltaf eitthvað, og þá er óhugsandi að láta sér leiðast.“ Di Maggio kom til Los Angeles í september. Marilyn flutti úr Bel-Aiir-hótelinu og í einbýlishús, sem var á afskekktum stað i Brentwood. Hún sagði Russell, að hún eldaði spaghetti, hvenær' sem Joe kæmi til kvöldverðar. En hún eldaði nú ekki lengur gulrætur og baunir. Hún hafði komizt að því, að karlmenn vom ekkert hrifnir af gulrótum og baunum. En svo bætti hún því' við í trúnaði við Jane, að sjálf 'hefði hún örgustu ~beit á spag- 'b~Ui. " “

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.