Morgunblaðið - 30.10.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.10.1962, Blaðsíða 8
0 MOKCl'TUtLAÐlB Þriðjudagur 30. október 1962 Lækkun nauðsynleg á ýmsum tolium á landbúnaðarvélum Á FUNDI efri 'leildar Alþingis í gaer gerði Ásgeir Bjarnason grein fyrir frumvarpi um afnám aðflutniingsgjalda og söluskatts af vélum og tækjum til land- búnaðar, sem hann ásamt fimm öðrum framsóknarmönnum í efri deild er flutningsmaður að. Frumvarpinu var vísað til 2. um- ræðu og fjárhagsnefndar. SAMDRÁTTUR 1 SVEITUM LANDSINS Ásgeir Bjarnason (F) kvað bæði hafa verið þrengt meir að bændum sem einstaklingum og eins á félagslega sviðinu en öðr- um. Enda væri svo komið, að háskalegs samdráttar gætti í framkvæmdum landibúnaðarins, svo væri stjórn arstefnan búin að leika bænd- ur hart. Frumvarp þetta væri flutt dl að hægt verði að byggja landbúnaðinn upp tæknilega. En það felur í stuttu máli í sér að afnema tolla og skatta, sem nú eru á vélum og tækjum, sem nauðsynleg eru við almennan búre’kstur. Eða hvers vegna ætti ríkið að láta hinu hart leiknu bændastétt greiða tolla og skatta ofan á landbúnaðarvélainnkaupsverð- ið, sem gengisfellingarnar hafa hækkað svo gífurlega, sem raun ber vitni? EF MENN VILJA VINNA GÓÐU RL4LI GAGN Magnús Jónsson (S) vak-ti í upphafi máls síns athygli á, að með frumvarpi þessu legðu Framsóknarmenn áherzlu á og teldu sjálfsagt Og sanngjarnt. að landbúnaðurinn fái sínar vörur innfluttar, án þess að nokk- ur aðflutnings- gjöld leggist á hann. Með því væri ekki verið að fara fram á nein sérréttindi fyrir Bænda- stéttina, heldur að hún nyti jafnréttis við útgerðina. Kvaðst alþingismaðurinn ekki vilja fara út í þessa sálma, en hins vegar vekja athygli á því, að sér væri ekki kunnugt um, að fram hefði komið á undanförn- um árum tillaga frá þessum þingmönnum, þegar þeir voru í valdaaðstöðu í landinu, til að koma á þessu jafnrétti. Og sann- leikurinn væri sá, að ef menn , vildu vinna góðu máli gagn, þá væri í rauninni talsvert miklu þægilegra að gera það, meðan menn eru við völd en ekki í stjórnarandstöðu, nema því að- eins að þeir séu þeirrar skoðunar, að valdhafarnir í það skiptið séu líklegri til að líta á réttlætis- málið en þeirra eigin menn. Þá kvað alþingismaðurinn það vitanlegt, að margt þyrfiti að bæta á sviði landbúnaðarins; en að halda því fram, að nú þyrfti að gera einhverjar sérstakar neyðarráðstafanir, sem ekki hefði þurft að gera áður, það hefði ekki við rök að styðjast. M. a. mætti benda á, að tekizt hefði að fá þá niðurstöðu á verð laghingu landbúnaðarafurða, að -ekki hefði aðeins verið greidd í hækkuðu verðlagi sú hækkun, er orðið hefði á kaupi annarra stétta heldur hefði þar verið gert betur. Yitanlega væri eski- legt að unnt yrði að bæta hag bænda enn betur, en alþingis- maðurinn kvaðst aðeins hafa nefnt þetta sem dæmi þess, að hagur bænda stæði ekki ver en endranær. NAUDSYN AÐ LÆKKA ÝMIS AÐFLUTNINGSGJÖLD Hins vegar kvað alþingismsrð- urinn nauðsynlegt, að ýmis að- flutningsgjöld a.m.k. yrðu veru- lega lækkuð á ýmsum nauðsyn- legum vélum til landibúnaðarins. Við vissum mæta vel, að ógerlegt er að búa búi sínu á íslandi í dag, nema því aðeins að hafa vissan vélakost. „Og það er ng- um efa bundið, að þessar vélar eru orðnar mjög tilfinnanleg út- gjöld fyrir bændur og því ástæða til þess að íhuga með öllu móti, hvernig hægt sé að auðvelda þeim að eignast þessi nauðsyn- legu tæki.“ Upplýst hefði verið í fyrra, að tollskráin væri í heildarendur- skoðun, sem væri komin svo langt, að þess mætti vænta, að hún verði lögð fyrir þetta þing. Gera mætti ráð fyrir, að þá muni að sjálfsögðu öll þessi mál hljóta gaumgæfilega athugun og verður þá farið svo langt, sem auðið þykir, í þá átt að lækka aðflutn- ingsgjöld af þessum nauðsyn- legu tækjum. Hvað það atriði snerti, sem vissulega væri mjög hörmulgt, ef rétt væri, að háskalegur sam- dráttur ætti sér stað í firam- kvæmdum í landbúnaði, eða jafnvel, eins og stundun hefði verið sagt; að vofði yfir land- auðn í sveitum, kvað aliþingis- maðurinn mjög orðum aukið, sem betur færi. Enn lægju ekki fyrir upplýsingar um fram- kvæmdir á þessu ári, en eftir því, sem lauslega hefði borizt bæði frá kaupfélagsstjórum og byggingarfulltrúum í sveitum, sýndist ekki ástæða til að halda, að um samdrátt sé að ræða, sé litið á landið í heild. Hins vegar væri það rétt, að bændur hefðu á undanförnum árum og áratugum lagt á sig gíf- urlegar álögur til að bæta og byggja sveitirnar, enda hefðu þar orðið undraverðar framfarir. ,,Og> * vissulega er það skylda löggjafa- valds og ríkisvalds á hverjum tíma að hlaupa þama svO undir bagga, sem verða má, því að ég efast um það, að hjá nokkurri þjóðfélagsstétt fari tekjur henn- ar jafn almennt í uppbyggingu eins Og hjá bændastéttinni.“ Ásgeir Bjarnason (F) ítrekaði enn að samdráttur hefði orðið í sveitunum. En jafnframt bar hann fram þá fyrirspurn, hvort þess yrði að vænta að lán yrðu veitt út á landbúnaðarvélar. LÁN TIL LANDBÚNAÐARVÉLA Magnús Jónsson (S) kvað ef- laust rétt með farið, að fram- kvæmdir hefðu minnkað á sum- um sviðum, en'hins vegar hefðu þær aukizt á öðrum. Þetta væri svo frg ári til árs, að það er breytilegt, hvernig framkvæmd- ir bænda eru. Auk þess þarf það ekki að benda til samdráttar, þótt bændur fjárfesti ekki stöð- ugt meir frá ári til árs. Því þar komi annað til, sem vert er fyllstu íhugunar, að ýmislegt bendir til að fjárfestin.g bænda, margra hverra, hafi verið of mikil, þ. e. of mikil vegna þess, að búrekturinn hefur ekki auk- izt að sama skapi og fjárfesting- in. í>ví sé áreiðanlega mikil nauð syn á, að komið verði á laggirn- ar fyrir bændastéttina einhvers konar upplýsingastarfsemi til þess að gera þá færari að leggja grundvöll að sem hagstæðustum búrekstri. Og kvaðst þingmaður- inori hafa leyft sér að filytja ings ályktunartillögu um þessa hlið málsins, þ. e. að upp verði kom- ið einhvers konar hagfræðilegri leiðbeiningarstarfsemi fyrir bænd ur. Varðandi hugsanleg lán úr Stofnlánadeild landbúnaðarins til bænda vegna dráttarvéla upp- lýsti þingmaðurinn, að um það hefði ekki verið tekin formleg ákvörðun enn. Hins vegar hefði verið gert ráð fyrir Og mönnum beinlínis sagt, að lán yrðu veitt út á dráttarvélar. Því væri ekki að leyna að á þessu væru ýmsar tæknilegar hliðar, sem þingmað- urinn kvaðst ekki mundu fara út í, en ýmsir lagalegir vankantar yllu því, að erfitt verður að koma þessu máli svO fyrir, sem þarf. „En hvað sem því líður er óhætt að staðhæfa það hér, að það verða lánuð lán til kaupa á dráttarvélum, sem gera má ráð fyrir, að komi til fullra fram- kvæmda á næsta ári. Yki verulega aðhald lyfiasölu Á FUNDI neðri deildar Alþingis í gær var tekið til fyrstu um- ræðu frumvarp til lyfsölulaga og frumvarp um ferðaskrifstofu. Endurskoðun lyfsölulög- gjafarim_..-\ Bjarni Benediktsson heilbrigð- ismálaráðherra gerði grein fyr- ir frumvarpi til lyfsölulaga. Uaga'ákvæði um lyfsölu væru sum orðin gömul og úrelt, hin elztu frá 4. des. 1664. Mjög lengi l.efði verið að því unnið að fá sett ný. lyfsölulög, er samsvar- aði kröfum tímanna, en þó ekki náðst samkomulag um aðalefni nýrrar löggjafar. Frumvarp þetta er til orðið fyrir atíbeina Fvriðjóns Skarp- héðinssonar, en hann fól Sig- urði Sigurðssyni núv. landlækni, að fra.x.kvæma endurskoðun á lyfsölulöggjöfinni í heild, þar á meðal sérstaklega reglum um verðlagningu lyfja, meðan hann var heilbrigðisráðherra. Síðan hafa ýmsir aðiljar haft frum- varpið til athugunar og loks var það yfirfarið af Árjnanni Snæ- varr háskólarektor. Kvað ráðherrann tímabært að sett yrði ný heildarlöggjöf um lyfsölu, er tryggi eðlilegt eftir- lit bæði með lyfseðlum og út- gáfu þeirra og ýmsum atriðum öðrum, til að reyna að fyrir- byggja möguleika á misnotkun lyfja. Löggjöfinni er skipt í XII. kafla. í I. kafla eru ýmis almenn ákvæði, svo sem nok'kur skýr- greining á hugtakinu lyf; þar eru fyrirmæli um lyíjaskrá. Til þessa hefur hin danska lyfja- skrá, Pharmacopoea Danica, ver- ið löggilt hér á landi, en nú u«m 13 ára skeið hefur verið unnið að því að semja norræna lyfjaskrá, Parmacopoea Nordica, og kom eitt bindi hennar út í ár. Þótt gert sé ráð fyrir, að hún taki gildi hér eins og á hinum Norðurlöndunum, verður ekki Vegagerð um Vestfirði verði hraðað Tillaga Vestfjarðaþingmanna á Alþingi FJÓRIR þingmenn, þeir Sigurður Bjarnason, Gísli Jónsson, Birgir Finnsson og Kjartan J. Jóhannsson, lögðu í gær fram á Alþingi tillögu tii þingsályktunar um vegabætur á Vestfjörðum. Er tillag- an svohljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að fela vegamála- stjóra að láta gera áætlun um vegagerð á Vestfjörðum, er stefni að því takmarki, að lokið verði á sem stytztum tíma öllum aðalveg- um um þennan landshluta og tryggt öruggt akvegasamband milli byggðarlaga hans meginhluta árs hvers.“ Óhætt er að fulyrða, að Vest- Lokast í fyrstu snjóum Þrátt fyrir miklar umbætur í vegamálum Vestfjarða undanfar in ár brestur þó mikið á, að því takmarki hafi verið náð, sem að hlýtur að vera stefnt. Heil byggð arlög eru enn þá veglaus og án akvegasambands. Aðalvegir um þennan landshluta eru svo lé- legir. og ófullkomnir að óviðun- andi verður að teljast. í fyrstu snjóum lókast yfirleitt akvega- sambandið við meginhluta Vest- fjarða, og einstök byggðarlög eru einnig einangruð nær allan vet- urinn. Hefur þetta í för með sér margvíslegt óhagræði og erfið- leika fyrir atvinnu- og félagslíf fólksins. firðir séu í þessum efnum verr settir en flest, ef ekki öll önnur byggðarlög landsins. Brýna nauð syn ber þess vegna til þess að framkvæma skjótar umbætur í vegamálum Vestfirðinga. Þörf aukins fjármagns Flutningsmenn þessarar þings ályktunartillögu leggja því til, að vegamálastjóra verði falið að láta gera framkvæmdaáætlun um vegagerð á Vestfjörðum, er stefni að því takmarki að Ijúka á sem skemmstum tíma öllum aðalvegum um þennan lands- hluta og tryggja jafnframt ak- vegasamband milli byggðarlaga * hans meginhluta árs hvers. Að slíkri framkvæmdaáætlun gæti orðið verulegt gagn. Með henni fengist yfirlit um ástandið, eins og það er, og hina brýnu þörf aukinna vegaframkvæmda og fjáröflun vegna þeirra. Ætti það að stuðla verulega að meiri og markvísari vegaframkvæmdum. Búa við skarðan hlut Góðir og g»eiðfærir vegir og vegasamband milli héraða og landshluta er frumskilyrði at- vinnu- og félagslífs. Við það verður því ekki unað, að ein- stakir landshlutar búi við skarð- an hlut í þessum efnum. Á Vest- fjörðum starfar svo að segja hver einasta vinnufær hönd að fram- leiðslu í einni eða annarri mynd. Það er þess vegna ekki aðeins hagsmunamál Vestfirðinga, held ur alþjóðar, að samgöngur séu þar góðar og öruggar og skil- yrði til atvinnurekstrar eigi verri en annars stúðar í þessu sambandi má minn- ast þess, að ýmsar sveitir á Vest- fjörðum eru nú að hefja mjólk- urframleiðslu. Er óhjákvæmi- legt, að vegum þeirra sé haldið opnum allt árið vegna afurða- flutninga. Ella er mjólkurfram- leiðsla þar dauðadæmd. hjé því komizt að meta ýmís atriði með tilliti til sérstöðu landsins og er því gert ráð fyrir sérstakri lyfjaskrárnefnd, skip- aðri sex mönnum. II. kafli fjallar um stofnun lyfjabúða og veitingu lyfsölu- leyfa. En ætlast er til að lyfja- fræðingar einir fái lyfsöluleyfi. IV. kafli fjallar um vinnudeil- ur og kjarasamninga milli lyfja- fræðinga og annara starfsmanna lyfjabúða annars vegar og lyf- saa hins vegar. En brýn nauð- syn krefur, að starfsemi lyfja- búðanna falli ekki niður sökum vinnudeilna. Kjarni þeirrar tií. högunar, sem hér er tekin upp að danskri fyrirmynd og þykir hafa gefizt vel, er sá, að fasta. nefnd þrigigja manna, er deilu. aðilar hafia komið sér saman um. fjalli um ágreiningsatriðin. Síð- an leggji hún fram miðlunar- tillögu, og er boðið að hafa um hana skriflega og leynilega at- kvæðagreiðslu, en þó séð við því, pð óeðlilegur minnihluti félagsmanna geti ráðið úrslitum mála. Loks er gert ráð fyrir því að takmarka mjög möguleika til að láta af 'hendi lyf gegn símaávís- un læknis, sem þótt hefur gefa tilefni til gruns um misnotkun, eins og sjá má af blaðaskrifum. Loks kyað ráðherrann það trú sína, að frumvarpið mundi veru lega auka aðhald lyfjasölu, ef samþykkt yrði, og lagði til að því yrði vísað til 2. urnræðu og heilbrigðis og félagsmálanefndar. sem var samþykkt. Ferðaskrifstofur Þórarinn Þórarinsson (F) gerðl grein fyrir frumvarpi um ferða- skrifstofur. En þar er gert ráð fyrir, að felldur verði niður einkaréttur Ferðaskrifstofu ríkis ins til að taka á móti erlendum ferðamönnum, en heimilt sé að reka ferðaskrifstofur að fengnu leyfi ráðherra. Ákveða skuli í reglugerð þau Skilyrði, er full- nægja þurfi, og varða leyfis- missi, ef út af verði brugðið. Frumvarpinu var vísað til 2. umræðu og samgöngumálanefnd ar. V2 % til Bænda- hallarinnar LANDBÚNAÐARNEFND neðri deildar hefur lagt fram á Al- þingi frumvarp, er felur í sér, að á árunum 1962—1965 skuli greiða %% viðbótargjald af sölu vörum landlbúnaðarins, er renni til Búnaðarfélags íslands og Stéttarsamibands bænda til að reisa hús félaganna við Haga- torg í Reýkjavík yfir starfsemi þeirra. Frumvarp þetta er flutt að ósk Búnaðarfélags íslands og bygig- ingarnefndar Búnaðarbyggingar innar. Einstakir nefndarmenn á- skilja sér allan rétt í afstöðu sinni til málsins og hafa um það óbundnar hend-ur. Ný fiskbúð á Akranesi Akranesi, 29. október. NÝ fisbúð var opnuð hérna sl. laugardag, að Skagabraut 31. Þá eru orðnar alls fjórar fisk- búðir starfræktar í bænum. •— Oddur. t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.