Morgunblaðið - 02.11.1962, Blaðsíða 1
24 síður
;
;
ÍATA gegn
LOFTLEIÐUM
■
BLAÐIÐ átti í gær tal við
Thor Thors ambassador ís-
lands í Bandaríkjunum og
spurðist fyrir um samning;a-
viðræður sendinefndar íslands
sem hann er formaður fyrir,
og bandarísku ríkisstjómar-
inmtar vegna endurnýjunar á
loftferðasamningum Loftleiða
um Norður-Atlantshafsflug
l>eirra milli Skandinaviu og
Bandaríkjanna. Samtalið var
á þessa leið:
Mbl. — Okkur langaði til að
spyrja yður um samningana
við stjórn Bandaríkjana út af
Atlantshafsflugi Loftleiða,
sem er mikil frétt í blöðunum
hér heima í dag.
Thor Thors — Samningarn-
, ir eru rétt á byrjunarstigi, við
héldum einn viðræðufund í
gær og höldum annan í dag.
En það liggur ekkert ákveðið
Mbl. — Hcjdið þér að það
sé samband milli IATA-ráð-
stefnunnar og þessara við-
ræðna milli ykkar nú?
Thor Thors — Eg get ekki
sagt um hvað IATA ætlar sér.
Við vitum það hins vegar að
flugferðir Loftleiða með þess-
um læigri fargjöldum eru
mikjll þyrnir í augum allra
Iata-flugfélaga.
©
fyrir í má'linu ennþá. Viðræð-
urnar fara mjög vingjarnlega
fram.
Mbl. — Hafið þið orðið var-
ir við í samninganefndinni að
Bandaríkin geri skýlausa
kröfu til þess, að sérréttindi
Loftleiða Verði afnumin.
Thor Thors. — Það hefir
ekki komið fram ennþá.
Mbl. — Og engin til'boð af
þeirra hálfu í sambandi við
breytingu á samningnum frá
1345.
Thor Thors — Nei, þetta
er allt á byrjunarstigi ennþá.
Mbl. — Vitið þér hvort SAS
hefir byrjað viðræður við
stjórn Bandaríkjanna um flug
með skrúfuvélum með við-
komu á Grænlandi Og þá með
lægri fargjöldum, sambæri-
lagum við Loftleiðir.
Thor Thors — Nei, ég veit
ekkert um það nema það sem
birzt hefir í skandinavisku
blöðunum og blöðunum heima
á íslandi. Það mál hefir ekki
komið upp í okkar viðræðum
við stjórn Bandaríkjanna.
i
ÞESSI mynd sýnir U Thant
framkvæmdastjóra Samein-
uðu þjóðanna og Fidel Castro,
forsætisráðherra Kúbu ræð-
ast við um brottflutning rúss-
neskra eldflauga frá Kúbu
undir eftirlit Sþ. U Thant er
í miðjunni vinstra megin og
Castro beint á móti honum.
Vinstra megin við U Thant
situr ráðgjafi hans, Omar
Louts frá Arabíska sambands
lýðveldinu og Hernano
Tavares de Sa frá Brazilíu
(t.h.). Hinum megin við borð-
ið eru frá vinstri: Raul Roa,
utanríkisráðherra Kúbu, Cast
ro, forseti Kúbu, Osvaldo Dor
ticos og Carlos Lechuga, sendi
herra.
Mbl. — Hafið þér orðið var
ir við að sérstakur þrýstingur
væri frá Pan American flug-
félaginu á stjórn Bandaríkj-
anna út af þessu máli.
Thor Thors — Það eru öll
flugfélög, sem líta ferðir oig
framgang Loftleiða óhýru
auga. Og ég vil endurtaka það
að, það eru flugfélöigin, ekki
aðeins í Bandaríkjunum held-
ur og annarsi staðar sem
fljúga yfir Atlantshafið sem
líta þetta hörnauga.
Og nú spurði amibassador-
inn.
— Er þetta miki'l frétt í
blöðunum heima?
Mbl. — Já. Og í Morgun-
blaðinu byggjast upplýsingarn
ar m.a. á upplýsingum, sem
A.p. hefir fengið hjá málsvara
bandarísku stjórnarinnar.
Thor Thors — Og hvað
sagði hann?
Mbl. — Hann sagði að
Framihald á bls 23.
Ódýrar flugferöir SAS
i desember
Kaupmannahöfn 1. nóv.
Einkaskeyti til Mbl.
SAS ásamt Pan American flug-
félaginu hafa gert fyrirvara á
samþykkt gjaldskrár IATA fyr-
ir farþegaflugið yfir Norður-
Atlantshaf. Þar með hafa þau
lagt upp í fargjaldastríð við Loft
leiðir, sem hafa um 900 (dansk-
ar) krónur ódýrara fargjald, en
IATA-f*rgjal'dið er á leiðinni
milli Ameríku og Skandinavíu.
SAS ætlar eins og Loftleiðir að
setja skrúfufluigvélar á Atlants-
hafsflugleiðina, og munu þeir
nota DC 7c gerð. Jafnframt verð
ur haldið áfram hinurn venju-
legu Atlantshafsáætlun með DC
8 þotum og gilda þá IATA-far-
gjöldin. IATA er alþjóðasaim-
band flugféliaga, en Loftleiðir
eru ekki meðlimur þar.
Eitt atriði gefur SAS enn verri
aðstöðu í samíkeppninni. USA
veitir Loftleiðum ódýrari fluig-
vallagjöld sem uppbót vegna að
stöðu þeirra á Keflavíiburvelli.
Þró'tt fyrir flugvelli USA á Græn
landi, getur SAS ekki fengið
neinar ívilnanir, þvert á móti
hafa flugyfirvöld Bandarikjanna
reynt að draga úr flugleyfum
SAS í Bandaríkjunum.
SAS mun hefja hinar ódýru
flugferðir í desemiber.
— Rytgaard.
Morgunblaðið hefir snúið sér
til Sigurðar Magnússcinar full-
trúa Loftleiða og spurzt fyrir um
hvort Loftleiðir hafi einhvérjar
ívilnanir um flogvallagjöld í
Bandaríkjunu'm, en hann segir
það alrangt.
Kúba í herkví á ný
Washington, 1. nóv. (NTB).
f MORGUN settu Bandaríkja-
menn aftur aðflutningsbann á
árásarvopn til Kúbu og hófu
könnunarflug yfir eyjuna til að
fylgjast með því hvort unnið
væri að niðurrifi eldflaugastöðva
Sovétríkjanna á eyjunni.
Könnuarflugvélarnar komu all
ar til baka til Bandaríkjanna í
kvöld heilu og höldnu. Höfðu
þær meðferðis myndir, sem talið
er að birtar verði á morgun.
Moskvublaðið Isvestija gagn-
Fyrrv. vamarmálaráðherra
Indlands Krishna Menon
(t.v.) sézt hér ræða við ind-
verska hermenn í Leh, en
þar eru aðalbækistöðvar Ind-
verska hersins í Ladakhéraði.
Sem kunnugí er hefur Nehru,
forSætisráðherra Indlands,
svipt Menon embætti varnar-
málaráðherra og tekið við því
sjálfur.
rýndi í dag þá ákvörðun Banda-
ríkjamanna að setja aftur aðflutn
ingsbann á Kúbu.
Eins og skýrt hefur verið frá
náði U Thant, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna ekki sam-
komulagi við Castro, forsætisráð
herra Kúbu um eftirlit SÞ með
brottflutningi eldflauga frá
Kúbu. Kennedy ákvað því, eftir
fund með öryggisráði Bandaríkj-
anna, að setja aftur aðflutnings-
bann á árásarvopn til Kúbu og
hefja könnunarflug. En aðflutn-
inssbanninu var aflétt á meðan
U Thant dvaldist á Kúbu.
Talsmaður varnarmálaráðu-
neytis Bandaríkjanna vildi ekki
gefa upplýsingar um hvort nokk-
ur skip á leið til Kúbu hefðu
verið stöðvuð í dag. Herskip
Bandaríkjanna eru nú nær hvert
öðru, á svæðinu umhverfis Kúbu
en áður. Er því talið, að gæzlu-
svæðið sé minna, þó ekkert hafi
verið tilkynnt um það.