Morgunblaðið - 02.11.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.11.1962, Blaðsíða 12
12 MORCVNBLAÐIÐ Föstudagur 2. nóvember 1962 ^ jföwgpsttMafrifr Crtgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjóm: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakið. LÆRDÓMUR ÍSLEND- INGA AF SÍÐUSTU ATRURÐUM Tlyíargvíslegan lærdóm má draga af atburðum þeim, sem undanfarið hafa gerzt á Kúbu og við landamæri Kína og Indlands. Er enginn vafi á því, að undanfamar vikur hafa orðið hinum frjálsu löndum heims hvatn- ing til að standa saman í bar- áttunni við ofbeldi kommún- ismans og láta engan bilbug á sér finna. Einnig má ætla, að mörg þau lönd, einkum í Asíu og Afríku, sem rekið hafa hlutleysisstefnu í utan- ríkismálum, líti nú öðruvísi á margt en áður, og muni end- urskoða afstöðu sína til stór- veldanna. Hlutleysisstefnan hefur til dæmis ekki fært Ind- verjum annað en innrás kommúnista í opna skjöldu Krishna Menons og fylgi- fiska hans, og Ameríkuríkin sjá nú svart á hvítu tilgang- inn með samvinnu Castros og Krúsjeffs. Atburðir síðustu daga hafa þannig ýtt við mörgum, sem áður héldu að þeir væru óhultir fyrir útþenslustefnu einræðísins. Þeir sjá nú betur, hvert Krús- jeff og Mao tse tung stefna og hver hætta öllum þjóð- um, sem hafa ekki orðið kommúnisma að bráð, er sí- feldlega búin af þessum læri- sveinum 'Stalins. Sjón margra þeirra, sem áður voru star- blindir á ástandið í heimin- um, hefur nú skerpzt að mun. Þeir sjá kalda stríðið í ljósi óyggjandi staðreynda, þeirra að markmið kommúnismans er ekkert annað en ógnun við 'frjálsar þjóðir. Kommúnism- inn stefnir enn að heimsyfir- ráðum, hvort sem talað er um stalinisma eða „friðsam- lega sambúð“ og tilgangurinn látinn helga meðalið, jafnvel logið blákalt upp í opið geðið á þjóðarleiðtogum, eins og Gromyko gerði á fundinum fræga með Kennedy. En hver er þá sá lærdóm- ur, sem einna helzt mætti draga af atburðum síðustu daga? Hann er sá, að samein- aðir stöndum við, sundraðir föllum við. Ef kommúnistar finna bilbug á lýðræðisríkj- unum, láta þeir þegar í stað til skarar skríða. Hins vegar hafa atburðirnir nú sýnt, að styrkleiki og dirfska eru sterkustu vopnin í baráttunni við kommúnismann. Máttur Atlantshafsbandalagsins er því brjóstvörn friðar í heim- inum í dag. Sumir Islendingar, sem halda að þeir séu andstæðing ar kommúnismans, hafa á imdanfömum árum verið svo barnalegir að trúa því, að það sé í þágu friðarins, í þágu Is- lands og framtíðar landsins, að við skerumst úr leik, neit- um að taka þátt í sameigin- legum vömum lýðræðisríkj- anna og göngum jafnvel úr Atlantshafsbandalaginu. — Með_ því væri hægt að kaupa Sovétríkin til afskiptaleysis af högum íslands í stríði og friði. Nú sér hver heilvita maður, hvílík villukenning hér er um að ræða. Það er styrkurinn, dirfskan, hugrekk ið, sem stöðvar framsókn kommúnismans. Vegna festu Kennedys Bandaríkjaforseta og einarðlegrar samstöðu lýð ræðisríkjanna hafa þau nú unnið góðan sigur í barátt- unni við útþenslustefnu kommúnista. Þetta ættu þeir íslendingar og þá ekki sízt sumir forystumenn Fram- sóknarflokksins að hugleiða, sem undanfarin ár hafa dans- að eftir púkablístru Þjóðvilj- ans. — LÆKNADBILAN ¥jað fer ekki milli mála, að sú ákvörðun um 30 sjúkrahúslækna að hætta störfum, er eitt helzta um- ræðuefni manna á milli, enda veldur þessi ákvörðun mikl- um erfiðleikum á spítölum, þó allir vonist til að óþægind- in komi sem minnst niður á sjúkhngum. Eins og Bjarni Benediktsson, dóms- og heil- brigðismálaráðherra, reifaði á Alþingi í fyrradag, er mál þetta hið flóknasta og engum til góðs að hefja umþaðilldeil ur á opinbenim vettvangi. Allir geta tekið undir þaii orð heilbrigðismálaráðherra, þegar hairn sagði um störf læknanna: „Við höfum allir samúð með þeirra erfiða og vanda- sama starfi og engan okkar fýsir að halla á þá eða gera þeim rangt til að einu eða öðru leyti.“ Auðvitað vilja íslendingar, að menntamenn þeirra og sér fræðingar og þá ekki sízt læknar, geti upp skorið ríku- lega eftir langt og erfitt nám hér heima og erlendis. En aðstæður hér heima eru aðr- ar en víðast hvar annars staðar. Við stöndum ekki í ■ 1 Krúsjeff hefur í mðrg horn að líta Kúba. Uppskerubrestur heima fyrir. Iðnaðarframleiðsla undir áætlun. Berlín. Stríð Kína og Indlands. Efnahags- bandalag Evrópu. IUinnkandi fólksfjölgun • Deila Bandaríkjanna og Sovétríkjanna um Kúbu er að- eins eitt af mörgum vandamál um, sem Nikita Krúsjeff, for- sætisráðherra Sovétríkjanna á við að etja um þessar mund- ir. v • Heima í Rússlandi berast honum stöðugt slæmar fregnir af uppskerunni, sem er víða langt undir áætlun. Sömu sögu er að segja af iðnaðarfram- leiðslunni og skortur á neyzlu vamingi er farinn að valda óró víða í Sovétríkjunum — eru þess dæmi, að komið hafi til blóðugra óeirða. • í öllum kommúnisku ríkj- unum ríkir bjargarleysi og skortur á lífsnauðsynjum. Hungursneyð vofir yfir í Rauða-Kína og eymdin í A- Evrópu eykur flóttann til Vest urs. • Berlín er eftir sem áður bein í hálsi Krúsjeffs og eng- in auðveld lausn er sjáanleg í því máli. • Pekingstjórnin tók upp á því að hefja stríð á hendur Indverjum — sterkasta aðilan um í hópi óháðu ríkjanna, sem Krúsjeff hefur árum saman stigið í vænginn við. Allt þetta gefur tilefni til þess að menn velti vöngum yf ir því, hversu styrkur Krú- sjeff sé í sessi. dNUWIRRIf Kjötverzlun í Rúmeníu. Fæðuskorturinn veldur óró, stund- um blóðugum átökum. Krúsjeff í — vandamálin blasa hvarvetna við. L'ifskjörin bafna seint Undanfarin 5r hefur Sov- étstjórnin varið um það bil 19% þjóðarteknanna til þess að byggja upp áhrifamikið geimvísinda- og kjarnorku- veldi og til efnahagsaðstoðar við erlend ríki. Engu að síður hafa aukizt efasemdir um að herstyrkur Rússa sé eins mik- ill og Krúsjeff lætur. Ýmsir hernaðarsérfræðingar telja, að ákafi Rússa í að reisa eld- flaugastöðvar á Kúbu hafi sýnt, að þeir séu ekki nægilega vissir um að geta skipzt á eld flaugaárásum við Bandaríkin frá eldflaugastöðvum í Sovét ríkjunum sjálfum. En burtséð frá þessari valdahlið Sovétríkj anna er þar við margvíslega erfiðleika að etja. Enn hefur uppskerubrestur valdið von- brigðum, þrátt fyrir aukningu á akurlendi, hveiti-framleiðsl sporum auðugra þjóða Ev- rópu eða Ameríku. Það er á'taðreynd, sem engar yfirlýs- ingar, greinargerðir eða samn ingar geta breytt. Við getum því miður enn ekki mælt launakjör sérfræðinga okkar við þau laun, sem tíðkast í milljónalöndum. Það getur því verið dýrt að vera Is- lendingur, eins og mennta- málaráðherra komst að orði í útvarpsumræðum fyrir skemmstu, einnig að því leyti til að við þurfum að leggja á okkur meiri vinnu fyrir lægra kaup en tíðkast í auð- ugustu nágrannalöndum okk ar. Þannig hljóta eftirfarandi orð Bjarna Benediktssonar að vera hverjum þeim sjúkra- húslækni, sem nú hefur hætt störfum, ærið íhugunarefni. Ráðherrann sagði: „Læknamir (verða) að muna, að þeir eru aldir upp af íslendingum, meðal íslend inga og íslenzka þjóðin og ís- lenzka ríkið hefur kostað miklu fé og margir mikilli fyr irhöfn, til þess að þeir gætu aflað sér þeirrar ágætu menntunar, sem þeir nú hafa. Og þess vegna verða þeir einnig í kröfum sínum að muna og vita, í hvaða þjóð- félagi þeir eru staddir. Við vitum, að launakjör og sér- staklega launamismunur er allt annar á íslandi heldur en, ég vil segja í öllum öðr- um löndum, sem við þekkj- um.“ FYRIR FÉLAGS- DÖMI ¥ ræðu sinni færði ráðherr- * ann ennfremur sterk rök að þeirri nauðsyn að leggja málið fyrir Félagsdóm og fá úrskurð hans, áður en lengra er haldið. Verður það mál ekki frekar rifjað upp hér, en sú ósk að lokum borin fram, að læknadeilan verði sem fyrst leidd til lykta á farsællegan hátt. Ætti þess að yera kostur, ef allir leggjast á eitt, og annarleg öfl reyna ekki að spilla fyrir samkomu lagi. Þess er vert að minnast, að lífskjör almennings á ís- landi hafa stórbatnað undir forystu Viðreisnarstjórnarinn ar. Tími bjartsýni hefur geng ið í garð á íslandi. Við verð- um að hrista af okkur drunga vinstri stefnunnar. Bezta tryggingin fyrir því, að unnt verði að veita menntamönn- um og sérfræðingum á Is- landi sambærileg kjör við það sem tíðkast í nágrannalönd- unum, er sú, að viðreisnar- stefnan og sú öra uppbygg- ing, sem fylgir í kjölfar henn ar, sigri viðjastefnu aftur- haldsins á IslandL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.