Morgunblaðið - 02.11.1962, Blaðsíða 13
jföstucLagur 2. nóvember 1962
MGRGTJNBLAÐIÐ
13
< an hefur lítið aukizt frá því
árið 1958 og sökum skipulags-
' leysis hefur hveitið legið ó-
hreyft á ökrunum í Síberíu og
Kazakhotan og kartöflur rotn
að í görðunum í Hvíta Rúss-
landi.
Eftir því sem Krúsjeff hef
' ur veitt meiru fé í geimvísinda
áætlanir og hernaðaráætlanir,
hefur efnahagsaukningin farið
minnkandi. Þá tíu mánuði,
sem af eru þessu ári, hefur
' stálframleiðslan verið undir á
aetlun, og sovézk blöð hafa
' kvartað sáran um lélega fram
leiðslugetu iðnaðarins. Afleið-
ingin af þessu. er sú, að hin
rússneska alþýða hefur lítið
, fundið fyrir „hinum bættu lífs
kjörum", sem Krúsjeff hefur
heitið henni ár eftir ár.
Fyrir nokkrum mánuðum
fyrirskipaði Sovétstjórnin
verðhækkun á kjöti, um 35%,
og mjólk, um 25%. Frestað
var framkvæmd skattalækk-
ana, sem höfðu verið boðaðar
löngu áður. Og af hálfu opin-
berra aðila var viðurkennt, að
um 10% nýrra bygginga í
Moskvu hefðu rýrnað mjög
vegna ónógs viðhalds.
Vestrænir stjórnmálafrétta-
ritarar segjast ekki sjá mörg
merki þess, að Krúsjeff
standi persónulega höllum
fæti heima fyrir, en þeir segj
ast sjá greinileg merki hnign
unar í siðferðilegum styrk-
leika og þjóðaraga.
Skammt er um liðið frá því
Stöðugt fækkar barnsfæðingum
Eitt er það mál enn, er
hlýtur að valda Nikita Krú
sjeff áhyggjum, en það er
minnkandi fólksfjölgun l
Sovétríkjunum — sem hef-
ur verið mjög áberandi frá
því árið 1960. Það ár var
fólksfjölgunin 3,6 milljónír
naesta ár (1961) var fjölgun
in 3,6 milljónir og í ár er
talið, að hún verði aðeins
3,4 milljónir. Þetta kann að
hafa þær afleiðingar að
færi svo, að til tíðinda
drægi milli stórveldanna
og Krúsjeff þarfnaðist
mannafla, í iðnað, her-
gagnaframleiðslu eða sjálf
an herinn, mæta honum óyf
irstíganlegir erfiðleikar.
Sovétstjórnin hefur orðið
að neyða verkamenn frá
borgunum til starfa í land
búnaðinum og hún hefur
neyðzt til þess að taka ungl
inga úr skyldunámi til
starfa í iðnaðinum. Vinnu-
aflinu er veitt úr fram-
leiðslu neyzluvarnings inn
á ný svið þungaiðnaðar og
fækkað hefur um þrjár
milljónir manna í sovézka
hernum.
Skortinn á vinuáfli í Sov
étríkjunum má rekja allt
til heimsstyrjaldarinnar síð
ari, en þá er talið að 40—
50 milljónir Sovétmanna
hafi farizt. Þess utan hefur
fæðingum fækkað stöðugt.
Árið 1940 voru barnsfæð-
ingar 31,3% á hverja 1000
íbúa, árið 1958 voru þær
2'5,3 á hverja 1000 íbúa og
sl. ár var sú tala kohiin nið
ur í 23,9 á hverja 1000
íbúa. Talið er, að barns-
fæðingar í ár verði 22,8 á
hverja 1000 íbúa. Til ým-
issa ráðstafana hefur verið
gripið til þess að bæta úr
þessu. Barnmargar fjöl-
skyldur fá fjárhagsaðstoð
og 'konur ,sem eignast yfir
10 börn fá sérstök heiðurs
verðlaun — hina gullnu
stjörnu „hetju-móðurinn-
ar“. En barnsfæðingum
fækkar engu að síður. íbú-
ar Sovétríkjanna eru nú
um það bil 220 milljónir og
þurfa þeir mikið á sig að
leggja til þess að mæta
þeim kröfum, er þjóðfélag
ið gerir til vinnuafls. Ætti
hervæðing í Sovétríkjunum
enn að aukazt, yrði álag
þetta enn meira.
Hópganga í Kina. Engar myndir af Krúséff — aðeins Mao.
**»»
bandaríska utanríkisráðuneyt-
ið birti skýrslur, sem borizt
höfðu um mótmælafundi og ó
eirðir í nokkrum borgum Sov
étríkjanna, þegar verðhækkan
ir á matvælum voru auglýstar.
í iðnaðarborginni Novocher-
kassk í Suður Rússlandi kom
til blóðugra átaka og voru
nokkrir menn skotnir af rúss
neskum hermönnum, er kall-
aðir höfðu verið á vettvang.
Eímfremur fara vaxandi ým
iss konar fjármálaalbrot,
gjaldeyrissvik, svartamarkaðs
brask, fjársvik og önnu- af-
brot. Hafa sennilega meira er
150 manns verið teknir af lífi
— í júlímánuði einum voru
níu menn dæmdir til dauða
fyrir fjársvik, að afloknum
réttarhöldum.
Fregnir frá Rúmeníu herma,
að brauðskammtur þar hafi
verið minnkaður stórlega og í
Tékkóslóvakíu hafa tilraunir
til þess að fjölga vinnufólki í
landbúnaðinum stórlega mis-
tekizt. í Ungverjalandi hefur
legið við slagsmálum í verzl
unum, þegar einhverjar sjald-
séðar vörur hafa birzt þar, því
þar vantar oft nauðsynjavör-
ur, sem fólki á Vesturlöndum
þykir fráleitt að vera án, svo
sem salt, niðursuðuvörur, syk-
ur, tannkrem og skóáburður.
í Kína ríkir óttinn við hung
ursneyð, því að mikill upp-
skerubrestur hefur orðið þar
síðustu þrjú árin og eru þar
tíðir sjúkdómar sem stafa
hreinlega af vannæringu. Er
óttazt að alvarleg hungurs-
neyð muni áður en langt um
líður herja sum héruð lands-
ins.
\
„Sá á kvölina,
sem á völina"
Enn berast fregnir af hinu
stirða sambandi Rússlands og
Kína og er skammt frá því
að fréttist að Pekimgstjórnin
hefði farið þess á leit við Sov
étstjórnina, að hún lokaði
þeim tvfeim . rússnesku sendi
ráðsskrifstofum, sem enn eru
reknar í Kína. Þess í stað hafa
Rússar kallað heim sérfræð-
inga, sem voru í Kína, marga
frá hálfunnu verki og er al-
gengt, að þeir taki heim með
sér vinnuteikningar og komi
þannig í veg fyrir, að kín-
verskir sérfræðingar geti
hlaupið samstundis í skarð
þeirra.
Ennfremur hefur Peking-
stjórnin lýst því yfir, að
stefna Rússa gagnvart Vestur
veldunum sé alltof sveigjan-
leg og hefur í því tilliti stuðn
ing Albaníu.
Árás Kínverja á Indland
hefur enn orðið til þess að
undirstrika misklíðina milli
Rússa og Kínverja. Kínverjar
fara með her á hendur Ind-
verjum — Þjóð, sem fengið
hefur vopn frá Sovétstjórn-
inni og talið sér vináttu henn
ar Vísa. Þetta 'hefur sett Rússa
í erfiða aðstöðu. Þeir verða að
velja milli frekari stuðnings
við kommúnistaríkið Kína eðá
stuðnings við Indverja. Velji
þeir fyrri kostinn hafa þeir
þar með misst vináttu Ind-
verja, sem oft hefur stutt þá
í kalc’a stríðinu.
í stefnu Krúsjeffs gagnvart
Vesturveldunum vegna Berlín
armálsins þá hefur hann í
þeim vegi fundið hið sama
stórgrýti. Allar tilraunir til
þess að hrekja setulið Vestur
veldanna burt frá Berlín hafa
verið árangurslausar og enn er
borgin sem bein í hálsi Krú-
sjeffs.
Hann hefur heldur engan
árangur haft af tilraunum sín
um til þess að veikja samstarf
Bandai-íkjanna og bandalags-
ríkja þeirra í Vestur-Evrópu.
Þess í stað stendur hann nú
andspænis Efnahagsbandalagi
Evrópu, sem lítur út fyrir, að
ætli cð taka algera forystu í
efnahagslífi álfunnar. Efna-
hagsbandalagið hefur einrug
orðið til þess að sá, innan
hinna kommúnísku ríkja, fræi
efans um gildi kenninga Marx
um óhjákvæmilega upplausn
oig (hrun hins kapítalíska efna-
hagskerfis.
Krúsjeff hefur beint harðri
gagnrýni að enfahagsbanáa-
laginu, en hann hefur ekki,
enn sem komið er, getað bent
á neinn nægilega áhrifamik-
inn mótleik.
Tilraunir hans til þess að
koma á efnahagsbandalagi
kommúnísku ríkjanna hafa
strandað á andstöðu Póllands
og Tékkóslóvakíu.
Og enn er unnt að benda á
fleiri vonbrigði Krúsjeffs. í
Afríku t.d. hefur stjórn Guin-
eu snúið baki við Kreml og
hallazt heldur í vestur átt og
tilraunir Krúsjeffs til að ná fót
festu í Kongó mistókust með
öllu. 1 Asíu hefur Rússum
reynzt erfitt og kostnaðar-
samt að halda áhrifum sínum
— og allt þetta hefur valdið
því, að efnahagsaðstoð Rússa
við þróunarríkin er um þriðj-
ungi minni í ár, en verið hefur
undanfarin ár.
Með allt þetta í huga verð
ur því ekki neitað, að Krú-
sjeff, forsætisráðherra Sovét
ríkjanna, hefur í mörg horn að
líta.
Hersvning á Rauda torginu. Á ;,ð syna styrkleika Sovétríkj-
anna og breiða yfir veikleikanna.
— Síldarsjóðarinn
Framhald af bls. 10.
Konar taugaveikibróðir, í pressu
kökunni, fyrir utan ýmsa aðra
kosti, sem fylgja nægilega langri
suðu, eins og afkastaaukning og
betri afurðir.
En að því hafa verið nokkur
brögð, að fundizt hafa veirur í
menhaden og síldarmjöli. Telja
sérfræðingar veirur þessar vera
í innýflum síldarinnar og að þær
verði ekki drepnar í þurrkurum,
heldúr einungis í suðukerjum,
er gefi nægilega langan suðu-
tíma, í sambandi við ákveðinn
suðuhita. Mun suðutíminn ekki
mega vera styttri en 5 mínútur
við 80“ hita.
Af þessum ástæðum er kunn-
ttgt, að t.d. Þjóðverjar hafa kom-
ið sér upp sérstökum turnum til
að sterilizera síldar- og fiski-
mjöl.
Taldi dr. Meade, að mallari
minn ætti að komast inn í
hverja einustu síldarverksmiðju
í Bandaríkjunum, því að hann
myndd gefa hina beztu fáanlega
tryggingu gegn veirunni, aufe
þess að auka afköst sjóðara og
pressu.
Menn geta ímyndað sér, að ég
gat ekki kosið á betri undirtekt-
ir, og er nú að bíða frekari
framvindu.
EFNI SEM FORÐAR
OFHITNUN 1 MJÖLI OG
ÞRÁA I SILD
Annað mál, sem ég spurði dr.
Meade um, var hvort honum
væri kunnugt að notað væri efni
er nefnist afsýrir eða Deoxydant,
til þess að koma í veg fyrir þráa
í síld.
Efni þetta er í Bandaríkjunum
notað til að koma í veg fyrir of-
hitnun í mjöli og líka blandað í
feiti til manneldis og er viður-
kennt af tveim helztu heilsu-
verndarstofnunum Bandaríkj-
anna, sem gersamlega óskaðlegt
til manneldis.
Mér hafði dottið í hug fyrir
einum 2 árum að við íslendingar
gætum notað þetta efni í bæði
mjöl og kannski í lýsi. Eins datt
mér í hug, að nota mætti það í
saltsíld til að forða þráa og auka
geymsluhæfni. — útvegaði eg
af því tvö sýnishorn og sendi
upplýsingar í allar áttir, og
skrifaði jafnvel um það grein í
Morgunblaðið, sem ekki fékkst
birt, af því að ég var umboðs-
maður! En dr. Thomas Meade
sagði mér, að þetta efni væri nú
notað af t. d. VITA FOOD INC.
í saltsíld! Væri sannarlega þörf
á að reyna efni þetta hér heima.
Hafa oft orðið stórskemdir á
mjöli og lýsið viljað súrna. En
nú er vitað að efnið er líka not-
að í saltsíld í Bandaríkjunum,
þar sem matvælaeftirlit er mjög
strangt.
HRAÐFRYSTI-TOGARI
Af öðrum mönnum, sem ég
hitti í London, segir Gísli, má
nefna Commander M.B.F. Rank-
en frá J. & E. Hall Ltd. í Dart-
ford.
Ég hef verið umboðsmaður
þessa stóra frystivélafirma í nær
20 ár. Þeir hafa nú nýlega selt
Guðmundi Jörundssyni útgerðar-
manni heilfrystikerfi í togarann
Narfa. Ætti skipið að vera tilbú-
ið til frystingar og veiða á næsta
vori. Getur þá skipið verið úti
svo lengi sem vill, unz allar lest-
ar eru fullar af hraðfrystum
fiski. Ég leiddi saman hesta
þeirra Guðmundar og Rankins
fyrir nær tveim árum. En báðir
eru mennirnir afburðamenn í
framsýni og framkvæmd. Verð-
ur nú fróðlegt að sjá, hvort þessi
aðferð getur bjargað eða stutt
togaraútgerð okkar íslendinga.
Að lokum segir Gísli:
Ég vil alveg sérstaklega votta
Fiskimálasj óði, Landsbankanum,
Framkvæmdabankanum og
síðast en ekki sízt stjórn
og framkvæmdastjórum Síld-
arverksmiðja ríkisins, ásamt
starfsmönnum verksmiðjanna,
sem vissulega urðu að leggja á
sig mikið aukalegt erfiði, þákkir
fyrir alla þá aðstoð og hjálp,
sem ég hef orðið aðnjótandi.
Það er sannarlega óðs manns
æði að vera uppfinningamaður á
fslandi, og ætti enginn áð gera,
nema vera til þess kvaddur á ó-
viðráðanlegan hátt! En von mín
er sú, að unnt verði að halda til-
raunum og fullkomnun tækisins
áfram hér á landi hið fyrsta, svo
endanlegur og ótvíræður árang-
ur náist, á bæði nýrri og gamalli
síld. —•
Fjölgar
um 20-25
millj. á ári
París, 29. o(kt. — NTB —
RENE MAHEU forstöðumaður
vísinda- og menningarstofnunar
Sameinuðu þjóðanna — UNESCO
— skýrði frá því á alþjóðlegri
ráðstefnu uppeldisfræðinga, sem
hófst í París í dag, að tala full-
orðinna manna, sem ólæsir eru
og óskrifandi, aukist um 20—25
milljónir á ári hverju.
Skýrði forstöðuimaðurinn svo
fiá, að UNESCO hefði lagt drög
að áætlun, sem miðar að þvi,
að um það bil 300 manns í Asíu
Afríku og Suður-Ameríiku verði
kennt að lesa og skrifa á næstu
tíu árum. Mun kostnaður við
áætlunina nema 1.9 milljörðum
Bandarík j adala. Hann hvatti
hinar einstöku þjóðir heims tál
þes« að verja minna fé til land-
varna og auka framlag til mennt
unar þjóðanna.