Morgunblaðið - 02.11.1962, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.11.1962, Blaðsíða 14
14 MORCVNBLAÐIÐ Föstudagur 2. nóvember 1962 Viðtalið við Jónas Rafnar — varu fréttir tim >það í útvarp- inu, að Ban-daríkin væru að stefna flugvélamóðurskipum til Florida. Jafnframit var sagt frtá því, að allt væri þar búið undir átök, ef- til þeirra sikyldi kioma. í»aani'g varð það jafinvel enn ljósara, að alvarleg Ihætta var á ferðinni". Hvað sögðu menn, eftir að tilkynningin birtist? „Bandaríkjamenn vona nú, og það vona allar þjóðir (heims, að hættuástandið sé liðið hjá, a.m.k. í bili. Þýðing SJÞ. á slíkum tímum. Hins vegar, svo ég víki aft- ur að Sameinuðu Þjóðunum, þá hafa þessir atburðir leitt það í Ijós, bve mikla þýðingu samtökin geta 'haft, þegar hættan á styrjöld vofir yfir. Svo til öll ri'ki heims eiga þar fulltrúa og þar er því grundvöilur til þess að taika málin upp þegar í stað. Ör- yggisráðið getur komið sam- an svo til fyrirvaralaust og gent sínar ráðstafanir. Það er einnig fjöldi arm- arra mála, sem S.Þ. hafa af- skipti af, og allt of langt mál yrða að telja upp, enda hef- ur því verið gerð grein áður — af kunnugri mönnum, þvi að ég 'hef aðeins verið vestra um 6 vikna skeið“. Hvað viljið þér segja um önnur verkefni S.Þ. eftir þá kynmningUj sem þér hafið haft af starfseminni, þann tíma, sem þér hafið dvalizt vestra? Efnahags- og tækniaðstoð „Eitt helzta verkefni S.Þ. og undirstofnana þess er að hjálpa þeim löndum, sem skammt eru á veg komin, efna hagslega og tæknilega, til sjálfsbjargar. Þetta er geysi- rnikið verkefni og vandasamt, og verður áreiðanlega ekki leyst nema á mörgum árum og lausnin að sjálfsögðu und- ir því komin, að þau ríki, sem hafa getuna, skilji, að þau þurfi að 'hjálpa þeim fáitæku og að þau, sem hjálpina fá, beri gæfu til að njóta 'hennar á réttan hátt“. í hvað rtefnd sátuð þér, þann tíma, sem þér voruð í New York? Sat í fjármálanefnd ,,Ég starfaði aðallega sem fulltrúi okkar í 5. nefndinni, sem fjaliar um fjármál S.Þ. í nefndinni komu strax fram álhyggjur ýmissa nefndar- manna vegna vaxandi úit- gjalda Sameinuðu þjóðanna og fjárhag samtakanna í heild. I des. 1961 voru hin reglu- legu fjárlög S.Þ. fyrir næsta ár áætluð rúmar 82 milljónir dala. Þar sem hins vegar var sýnt, að útgjöldin myndu fara fram úr þessari áætlun, sam- þykfloti nefndin að mæla með heimild til útgjaldaaukning- ax um 2,6 milljónir dala. Samkvæmt áætlun aðal- framkvæmdastjóra S.Þ., er gert ráð fyrir 87,2 milljónir dala útgjöldum á reglulegum fjárlögum á næsta ári, og má gera ráð fyrir, að þau verði nálægt þessari upphæð". Hvað er að segja um út- gjöld, sem ekki koma inn á regluleg fjárlög — það er þyngsta fjárhagsbyrði samtak anna, eða er ekki svo? Kongó einn þyngsti bagginn — 10 millj. á. mánuði. „Útgjöldin vegna herliðs S.Þ. í Kongó, og koetnaður vegna gæzlu við botn Miðjarð aríhafsins, er gífurlegur. Það er ekki fjarri lagi að segtjia, að kostnaðurmn við Kongó sé um 10 millj. dala á mánuði hverjum. í því sam bandi er rétt að taka fram, að flest aðildarríkin greiða simm hluta a]f kostnaðinum sikilvíslega, en noklkur riflci hafa neitað að taka þátt í kostnaðinum vegna Kongó og Egyptalands. Þetta ástand hefur leitt til mikilla fjárhagserfiðleika S.Þ.“ Hver von er til, að það mál horfi til batnaðar? Sum ríki greiða ekki — úr- skurður dómstólsins í Haag ekki bindandi. „Á sínum tíma var sam- þykfkt að leita álits Alþjóða- dómstólsins um það, hvort öll um aðildarríkjum bæri ekki að greiða allan kostnað í sama hlutfalli og reglulegar greiðslur fara fram til að svara reglulegum fjárlögum. Meirilhluti dómstólsins hef- ur látið í ljós, að ölluim aðild- arríkjum beri Skylda til að greiða þennan kostnað. Hins vegar er þessi niðurstaða dóm stólsins ekki bindandi fyrir Sameinuðu Þjóðirnar sem slík ar. Heidarútgjöld 500 rréllj. dala. Útgjöldin eru mikil, eins og áður segir, og í umræðtum 'hefur komið fram, að heild- arútgjöldin .á vegum 5.Þ. eru nálægt 500 millj. dala á ári. Það er því ljóst, að þeir, sem vilja veg og virðingu sam takanna sem mestan, hafa miklar á'hyggjur aí fjárimál- unum“. Hvað vilduð þér að lokum segja um kynni yðar af Sam- einuðu Þjóðunum? Lokaorð „Ég vil segja, að það 'hefur verið í senn ánægjulegt og lærdómsrilkt að kynnast starf seminni. Það fer ekki hjá því, að sjóndeildarhringur þeirra, sem koma frá li'tlum aðstæð- um, víkflcar mjög mikið. Það er gagn að því að kynnast viðhorXum annarra þjóða, sem okkur eru fjarlægar í afstöðu og 'hugsanagangi. Ein mitt á þingum S.Þ., þar sem samankomnir eru menn hvaða næva úr heiminum, eru ótal tækifæri til að fræðast og afla upplýsinga. Það hefur komið fram sums staðar, að langar umræður á vegum samtakanna ha.fi litla raunverulega þýðingu. Sann- leikurinn er.hins vegar sá, að það er ekki hægt að brjóta miálin til mergjar, nema að þau séu rædd og allir fái kost á þvi að skýra sitt viðhorf. Við vonum, að Sameinuðu Þjóðirnar eigi eftir að styrkj- ast og álhrif þeirra til að leysa vandamálin aulkizt. Verkefnin eru mörg og misjöfn að vexti, en friðarmálin bera hæst sem eðlilegt er. Á því þingi, sem nú stend- ur, verða afvopnunarmálin sérsteklega rædd og tekst þá vonandi að finna leiðir til að bægja styrjaldaróttanum fró mannkyninu.“ — ái. Jdla- Sölu- SVP=ig á bama- og unglingabókum frá ísafold. * Yfir 100 fitlar, þ. á m. 6 nýjar bækur. * Seldar verða góðar barna- og unglingabækur allt frá kr. 10,-. * í dag og næstu daga koma út tvær nýjar Jack London bækur, ný Kötlu bók („Katla þrettán ára“ eftir Ragn- heiði Jónsdóttur), ný Tilkynning varðandi Slysavorrstofu Reykjavíbur Vegna læknaskorts verður óhjákvæmilegt að tak- marka um sinn starfsemi slysavarðstofunnar frá því sem verið hefir. Tekið verður eingöngu á móti sjúklingum, sem þarfnast tafarlausrar aðgerðar vegna slysa. Með aðra læknisþjónustu ber borgarbúum að snúa sér til starfandi lækna í bænum. Reykjavík, 31. okt. 1962. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. íbúð óskast tll leigu 3—5 herbergi. Góð leiga í boði. Fyrirframgreiðsla, ef óskað er. Upplýsingar á skrifstofu EINARS SIGURÐSSONAR, HDL. Ingólfsstræti 4 — Sími 16767. Heimasími milli kl. 7 og.8 35993. Eiginmaður minn og faðir okkar MAGNÚS INGIBJÖRN GÍSLASON, Efstasundi 51 andaðist að Landakotsspítala 25. okt. — Útförin hefur farið fram. Astrós GuðmUndsdóttir og böm. Þakka hinum mörgu einstaklingum og félögum fyrir auðsýnda samúð við fráfall mannsins míns ÁRNA ÁRNASONAR, ”ímritara, Vestmannaeyjum. Katrín Árnadóttir. Dísubók („Skermntilegir skóladagar“ eftir Kára Tryggvason), drengjabók eftir hinn fræga norska höfund, Gabriel Scott, („Hollenzki Jónas“) o. fl. Bókin „íslenzk frímerki 1963“ er komin út. - Bókaverzlun Isafoldar VIV er nýtt undraeíni Brennir bífreið yðar oliu? VIV — STÖÐVAR OLÍUBRENNSLU. VIV — EYKUR ÞJÖPPUN VÉLAR. VIV — EYKUR ÞRÝSTING OLÍUNNAR. VIV — STÖÐVAR BANK í VENTLUM. VIV — GERIR RÆSINGU AUÐVELDARI í KULDUM. Egill Vilhjálmsson hf. Laugavegi 118, sími 2-22-40._ Hjartanlega þakka ég börnum mínum og öllum kunn- ingjum sem heiðruðu mig á áttræðis afmæli mínu 11. október sl. — Heill og blessun fylgi ykkur ævilangt. Sveinbjörg Sveinsdóttir, Vesturvegi 8. Vestmannaeyjum. , Ynnilegar þakkir til allra hinna mörgu nær og fjær, sem með vinsamlegum kveðjum, blómum, dýrmætum gjöfum og heimsóknum heiðruðu mig á sextiu ára afmæli mínu 27. okt. sl. Emil Jónsson. Bezt að augívsa í Morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.