Morgunblaðið - 02.11.1962, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.11.1962, Blaðsíða 23
Föstudagur 2. nóvember 1962 MORCVNBLAÐIÐ 23 Lágu fargjöldin eru jbeim fyyrnir í augum E N D A þótt vitað sé, að L starfsemi Loftleiða sé mörgum erlendum flugfé- lögum þyrnir í augum, eru það einkum tvö flugfélög, sem nú beita sér fyrir því að frekari vöxtur Loft- leiða verði stöðvaður: Skandinaviska flugsam- steypan SAS ogbandaríska flugfélagið Pan American. Á undanförnum árum hef- ur gætt sívaxandi andstöðu erlendis gegn starfsemi Loft- leiða og hafa talsmenn margra erlendra flugfélaga lýst undr- im sinni yfir því að Banda- ríkjastjórn skuli fella sig við mun lægra fargjald hjá Loft- leiðum á leiðinni ísland- Bandaríkin en það fargjald, sem bandarísk flugfélög og önnur eru skuldbundin til að hafa á sömu leið vegna aðild- ar sinnar að IATA, alþjóða- . sambandi flugfélaga. Vaxandi flutningar Og íslendingum hefur sótzt róðurinn æ verr í viðræðum um loftferðasamninga við út- lönd, einmitt vegna þess, að flugfélög viðkomandi ríkja hafa ekki talið Loftleiðir keppa á sanngjörnum grund- velli. Þannig hefur það t. d. gengið við endurnýjun loft- ferðasamninga við Norður- löndin. SAS hefur gert ítrek- aðar tilraunir til að fá stjórn- ir Norðurlandanna tií að setja íslendingum stólinn fyrir dyrnar — og brezk stjórnar- völd hafa, vegna hagsmuna brezka flugfélagsins BOAC, verið treg í viðræðum um endurnýjun loftferðasamn- inga við ísland. Loftleiðir fengu ekki jafn víðtæk lend- ingarréttindi og þeir óskuðu. Á síðasta ári fluttu Loft- leiðir um 52 þúsund farþega og langmestur hlutinn voru farþegar á leið milli Evrópu og Ameríku. Þetta var stór vöxtur miðað við árið þar áð- ur, en á þessu ári hefur far- þegafjöldinn sennilega vaxið meira en nokkru sinni áður — og má gera ráð fyrir að hann nái 70 þúsundum. Vilja lækka fargjöldin Innan IATA eru háværar raddir um að lækka beri far- gjöldin til muna. Það eru stóru félögin, sem bera fram þessar kröfur, en þau minni eru andsnúin af ótta við að mikil lækkun riði þeim að fullu. Flutningageta stóru flugfélaganna óx gífurlega með tilkomu þotanna, en þess ir farkostir hafa ekki notazt sem skyldi, því farþegastraum urinn hefur ekki vaxið jafn mikið og almennt var búizt við. Pan American hefur eina viðkomu á íslandi vikulega á leiðinni yfir hafið, innan ramma loftferðasamninganna milli fslands og Bandaríkj- anna, en slíkir samningar eru jafnan gagnkvæmir og byggð ir á jafnréttisrgundvelli. En þrátt fyrir að Bandaríkja- menn hafi hér varnarlið og að samskipti milli íslands og Bandaríkjanna séu þar að ‘auki mikil, flutti Pan Americ an ekki nema liðlega 300 far- þega milli íslands og Bandá- ríkjanna á sl. ári, samkvæmt frétt Mbl. í gær. Reyndin er því sú, að fjölmargir Banda- ríkjamenn, sem ferðast milli íslands og Bandaríkjanna, fara ekki með hinu banda- ríska flugfélagi, heldur Loft- leiðum, vegna þess að þar er fargjaldið lægra. Einmitt þessi staðreynd hefur sjálfsagt valdið miklu um það, að Pan American hefur nú gerzt bandamaður SAS um að reyna að hefta frekari vöxt Loftleiða; fund- ið sameiginlegan málstað með SAS til þess að reyna að þvinga fram samþykki innan IATA um lækkun fargjalda á Norður-Atlantshafsleiðum með skrúfuvélunum, sem þessi stóru flugfélög liggja nú með, annað hvort í lítilli notkun eða engri. Með hálftómar vélar Það er kunnara en frá þurfi að segja, að Norðmenn eru ó- ánægðir með þá þjónustu, sem SAS veitir þar í landi. SAS heldur t. d. ekki uppi nein- um beinum flugferðum milli Noregs og New York, SAS- farþegar, sem fara frá Noregi vestur um haf verða að fara frá Kaupmannahöfn, eða þannig var það a.m.k. til skamms tíma. Þetta ásamt ýmsu öðru varð til þess, að Loftleiðir, sem halda uppi beinum ferðum milli Noregs og Bandaríkjanna, náðu betri fótfestu í Noregi en SAS- mönnum þótti æskilegt. Með öflugri auglýsingastarfsemi hafa Loftleiðir svo náð góðri fótfestu í Danmörku, þeir hafa einnig viðkomu í Sví- þjóð — og fyrir nokkru færðu þeir enn út kvíarnar, er þeir hófu ferðir til Finnlands. Þess hefur oft verið getið í dönskum blöðum, að ekki sé fátítt, að Loftleiðavélar haldi fullhlaðnar frá Kaupmanna- höfn samtímis því að þotur SAS leggi upp, einnig á leið til New Y'ork, með hálftóma vél. Og þar í landi greinir menn víst ekki á um að á- stæðan sé lágu fargjöldin, a.m.k. er svo að sjá á dönsku blöðunum. Gullnáman — Luxemhurg En ástæðan til hinna stór- auknu flutninga félagsins á þessu ári liggur ekki fyrst og fremst í auknum flutningum frá Norðurlöndum, eins og ætla mætti ef dæma á eftir ákafa SAS. Loftleiðum hefur nefnilega verið skorinn æði þröngur stakkur á Norður- löndum og þangað flugu vél- ar félagsins aðeins fimm ferð ir vikulega af 11 til Evrópu — og af þessum fimm voru þrjár farnar til Hamborgar, aðeins með viðkomu á Norð- urlöndum. Gullnáma Loftléiða hefur hins vegar orðið Luxemburg og flutningarnir þangað og þaðan hafa verið þvílíkir, að ótal aukaferðir til viðbótar föstum áætlunarferðum full- nægðu ekki eftirspurninni. — Fargjöldin milli New York og Luxemburg voru það hag- stæð hjá Loftleiðum, að Bandaríkjamenn, sem ætluðu lengra suður í Evrópu, völdu gjarnan þessa leið. Samvinna Loftleiða við stjórnarvöld í Luxemburg hefur líka verið með ágætum. Þeir í Luxem- burg eiga að vísu flugfélag, en það annast aðeins sam- göngur við næstu nágranna- lönd. Þess vegna eru Loftleið- ir velkomnir þangað með jafn mikið af ferðamönnum og þeir geta flutt, því ekki er um að ræða neina samkeppni við þarlent flugfélag. Undanfari allsherja, lækkunar? Ef úr verður, að SAS taki gömlu skrúfuvélarnar aftur í notkun á Norður-Atlantshafs- leiðum og lækki fargjöld til jafns við Loftleiðir, steðjar vissulega mikill vandi að hinu íslenzka flugfélagi. Jafnaf- drifaríkgr verða samningavið ræðurnar í Washington — og bandarísk flugfélög munu vafalaust gera sitt til þess að hefta frekari vöxt Loftleiða, á meðan þau geta ekki sjálf boðið sömu fargjöld og ís- lenzka flugfélagið. En fari svo, að SAS láti verða af því að hefja sam- keppni við Loftleiðir á lágu fargjöldunum: Getur þá ekki farið svo, að stóru og dýru SAS þoturnar þeytist tómar eða hálftómar yfir Atlants- hafið? — Hin skandinavíska flugsamsteypa, með allt sitt sölukerfi, nær vitanlega til langtum fleira fólks en Loft- leiðir um umboðsmenn þeirra. Og þegair ferðamaðurinn gengur inn í næstu SAS- skrifstofu til að kaupa sér farmiða yfir hafið, hvorn far- seðilinn kaupir hann, þann dýra, eða þann ódýrari? Eða verður það undanfari þess, að öll fargjöld á Norður-Atlants- hafi lækki verulega, líka þotufargjöldin? Þá gæti margur ferðalangur sent Loft leiðum þakkarbréf. Verður New York blaðalaus ? PEKINGSTJÓRNIN STYÐ UR KRÖFUR CASTROS VERKFAIX blaðamanna og prentara dagblaðanna í New York er nú yfirvofandi. Þegar hafa starfsmenn eins New York- blaðs „New York Daily News“, Betm er stærsta dagblað Bandaríkjanna, lagt niður vinnu. Fulltrúar útgefenda, blaða- manna og prentara hinna sex dagblaða í borginni sitja nú að samningum, en takist þeir ekki verður New York blaðalaus eft- ir nokkra daga. Slitnað 'hafði upp úr samninga viðræðum, en í dag hófust þær aftur fyrir milligöngu borgar- stjóra New Yorlk, Rdberts F. Wagner. Starfsmenn blaðanna krefjast allir 10 prósent launahækkun- ar og einnig þess, að byrjunar- laun verði hækkuð úr 168 doll- urum í 200 dollara (8.600 ísl. kr.) á viku. Útgefendur hafa boðið laiunalhæklkiun, sem svaratr frá 5 til 7,25 dollurum á viku á Sigurður Bjarna- son til New York SIGURiÐUR BJARNASON, rit- stjóri Morgunblaðsins, fór í gær- kvöldi með Loftleiðaflugvél til New York. Mun hann sitja þar síðari hluta þings Sameinuðu þjóðanna sem einn af fulltrúum íslands. J næstu tveim árum. 1958 igerðu star.Vmenn daig- | blaðanna í New York verkfall, sem stóð í 19 daga. Talið er að verkfallið hafi kostað útgefend- ur 50 millj. dollara (2.160 millj- arða ísL króna.). ER tollverðir voru að leita í ms. Reykjafoss í Hafnarfirði fundu þeir 23 pakka af varningi, sem grunur leikur á að sé smygl aður, svo og milli 180—190 flösk ur af áfengi, sem falið var í vél arrúmi skipsins. Tollverðir leit- uðu áfram í skipinu í allan gær dag og í gærkvöldi en er Mbl. vissi síðast til hafði ekki fundizt meira smygl. Áfengið sem fannst var Gene- ver og Vodka og var sumt á hálfflöskum. Var áfengið falið fyrir framian aðalvél skipsins, í litlu húsi, sem tengingar og leiðslur að vélinni eru í. Á húsi þessu eru göt en lokað hafði ver- ið fyrir þau oig lögð fölsk rör út úr húsiriu, og leit út sem þau hefðu þar einhverja þýðingu. En við athugun kom í Ijós að þau enduðu niður í kjalsogi og voru til einskis gagns. Hús þetta er undir gólfi vélarrúmsins og urðu tolverðir að skríða langa vegu undir þvi yfir olíu og óhreinindi til þess að komast að flösfcunum. Um vörurnar er það að segja að hér var um að ræða 23 pakka, sem fundust í lítiili lest, sem venjulega er notuð sem geymsla fyrir skipið sjálft. Ekki var að fullu kannað í gær hvort eitbhvað Peking 1. nó’V. (NTB). FEKINGSTJÓRNIN lýsti í Jag stuðnmgi sínum við kröfu Cas- tros, forsætisráðherra Kúbu, um (að Bandaríkin leggi niður her- af- pökkunum væri á farmiskrá. Hér er um að ræða leikföng og nælonsokka. — Hjörð kúrekanna Framhald af bls. 3. að spyrja að því að gómsætir verða þeir á matborðinu. — Þeim fannst hart aðgöngu að ekki skyldi mega rækta meira af þessum gripum hér á landi og vildu skamma yfirdýra- lækni fyrir afstöðu hans til innflutnings holdasæðis. Við gerum ráð fyrir að yfirdýra- læknir hafi tækifæri til að skýra sína afstöðu þegar þar að kemur og látum því allar skammir bíða þangað til. Næstu þrjár vikur getum við víst ekki vænzt þess að fá -þetta gómsæta kjöt, því það þarf að hanga við visst kuldastig í alllangan tíma áð- ur hægt er að taka það til matargerðar. Við vonum hins Vegar að eftir þann tíma gefist okkur kostur að fá eitt- hvað af þvi gómsætt úr grill- inu hjá meistarakokknun Mánsa í Hótel Sögu. ktöð sína í Guantanamo á Kúbu. 'Segir hún, að aðgerðum Banda- ’ríkjanna gegn Kúbu sé einnig beint gegis Kína. Pekingstjómin segir að loforð ©andaríkjamanna um að gera tekki innrás í Kúbu séu gagns- 'laus á meðan að herstöðvarnar teéu á eyjunni. Þetta kom fram í orðsendingu, sem utanríkisráðherra Peking- stjórnarinnar Chen Yi, afhenti sendifulltrúa Kúbu í Peking í dag. I orðsendingunni er ekki minnst á ákvörðun Krúsjeffs forsætisráðlherra Sovétríkjanna um að sovéskar eldflaugar verði fluttar frá Kúbu Og ekki er hald- ur minnst á Sameinuðu þjóðix*n- ar og tilraunir U Thants til að miðla málum. í orðsendingunni er látið að því ligigja, að Krúsjeff hafi farið á bak við Kúbustjórn, er hann varð við kröfum Bandaríkja- imanna. Segir þar, að fredsi Kúbu megi ekki ganga kaupum og söl- um í samningaviðræðum. Kúh- •anska þjóðin eigi sjálf að ákveða örlög sín og aðrar þjóðir eigi •ekki að hlptast til um þau. Segir, öð Kúbanska þjóðin geti verið örugg um að Kínverjar styðji 'hana hversu alvarlegt, sem ástandið kunni að verða. Skýrt var frá því í Kína i dag, að boðað hefði verið tii fjöldafunda víðsvegar um landið Ög ætbu þeir að sýna stuðning ’kinversku þjóðarinnar við Kúbu. 1 ritstjórnargrein blaðsins Ta Kung Pao í Peking, segir, að fyrir loforð Kennedys forseta um (Bandaríkin haldi áfram undir- 'búningi innrásar í Kúlbu, þrátt að Kúbubúar þurfi ekki að ótt- ast innrás. Blaðið segir að krafa Castros um að herstöð Banda- ríkjamanna í Guantanamo verði lögð niður, sé sanngjörn og 'nauðsynileg til að tryggja sjálf- 'stæði Kúbu. Blaðið leggur á- herzlu á það að lokum, að ekk- ert land og engin samtök hafi rétt til að blanda sér í innan- ríkismál Kúbu. Hvorki Bandarík in né Sameinuðu þjóðirnar hafa islíkan rétt, segir blaðið. — Loftleiðir Framhald af bls. L Bandaríkin óski eftir að af- nema sérréttindi íslendinga yfir Norður- Atlantshafið á lágum fargjöldum. Thor Thors — Eig mundi heldur vilja orða það svo að talsmenn flugfélaganna vildu það. Því það eru, eins og ég sagði, flugfélögin, sem eru að amast við Loftleiðum. Ríkis- stjórn Bandarikjanna hefir litið með skilningi á þetta mál, en hún er ásótt af flug- félögunum, sagði ambassador- irm að lokurn. Nokkru eftir að blaðið tal- aði við Thor Thors barst því skeyti frá A.P. fréttastofunni og er þar vitnað í samtal við ambassadorinn sem formanns íslenzku viðræðunefndarinn- ar. Hann segist vonast til að samræðurnar leiði til annað 'hvort bráðabirgðalausnar eða varanlegs samnings. - Hann kveðst ekki vita hve leng) samninga'hðræðurnar murV standa. Smygl finnst í Reykjafossi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.