Morgunblaðið - 02.11.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.11.1962, Blaðsíða 8
8 worginblaðið Föstudagur 2. nóvember 1962 Frá umræðum á Alþingi: Gjaldskrá verkfrœðinga, Bœndahöllin o. fl. Á FUNDI teðri delldar í gíer voru f jögur mál tekin á dagskrá. Frumvarp til staðfestingar Norð urlandasamnings, um inmheimtu imeðlaga var samþykkt við 3. am- iræðu og sent forseta efri deild- ar til frek^ri afgreiðslu. Frum- vörpum um hámarksþóknun fyr- ir verkfræðistörf, um skemmt- ar<askattsviðauka, um félags- heimili og um Búnaðarmálasjóð var vísað til 2. umræðu og nefnd ar. Hækkun gjaldski-árinnar nam allt að 320%. Ingólfur Jónsson Iandbúnaðar- ráðherra gerði grein fyrir frum- varpi til staðfestingar bráða- birgðalögum um hámarksþófcnun fyrir verkfræðistörf, en j>ar seg- ir m.a.: „Forseti íslands gerir kunnugt: Ríkisstj. hefur tjáð mér, að greiðslur fyrir flest störf verk- fræðinga í þágu ríkisins hafi und anfarið verið ákveðnar með hlið sjón af tímakaupi skv. gjaldskrá Verkfræðingafélags Islands frá 19. apríl 1955 með síðari verð- lagsuppbótum skv. lögum. Verk- fræðingafélag íslands hafi nú gefið út nýja gjaldskrá, sem gild ir frá 1. þ.m. þar, sem tíma- kaupi er ætlað að hækka allt að 320%, auk þess sem þókn- un fyrir ákvæð- isvinnu er ætlað að hækka veru- lega. Slik hækk un á kaupi verk fræðinga mundi óhjákvæmilega valda stórkostlegri röskun á 'launamálum bæði hjá ríki og öðrum aðilum, og auk þess óeðli legum kostnaðarauka við marg- vísleg rannsóknarstörf og fram- kvæmdir. Því telur ríkisstj. brýna nauðsyn bera til, að komið verði í veg fyrir að nefnd gjald- skrá komi til framkvæmda." Kvaðst ráðherrann ekki eiga von á því, að þingmenn vefengdu nauðsyn bráðabirgðalaganna, þar sem um svo mikla hækkun, 320%, væri að ræða. En þar sem sú staðreynd hefði oftar en einu sinni verið rengd í blöðum, nefndi ráðherrann dæmi máli sínu til stuðnings, m.a. að tíma- kaup samkvæmt hinni nýjiu skal vera 320 kr., ef um reyndan verk fræðing er að ræða, að viðbætt- um 40% eða 140 kr., þegar um er að ræðg efnaverkfræðinga fyrir venjulegar efnagreinihgar og efnaprófanir, og verður þá tímakaupið hjá þessum verkfræð ingi kr. 490, en 116.72 samkvæmt gildandi gjaldskrá. Hækkunin nemur þvi 319,8%. Ennfremur má taka til dæmis, að verkfræð- ingafirma sé falið að teikna brú. Þá verður timakaup samkv. nýju gjaldskránni kr. 309,00, en 142 eftir þeirri, er í gildi er, eða 118% hækkun. Kvað ráðherrann því enn unnið samkvæmt gömlu gjaldskránni. Því væri ekki að neita, að verkfræðingaskortur væri til baga hjá eiristaka stofn unum, en þó ekki meir en svo, að unnt hefur verið að halda áfram þeim verklegu fram- kvæmdum, sem fyrirhugaðar voru á þess- ári. 1/2% viðbótargjald af söluvörum landbúnaðarins. Gunnar Gíslason (S) gerði fyr ir hönd landlbúnaðarnefndar grein fyrir fruriivarpi, er felur í sér Vz % gjald af söluvörum bænda til Bændahallarinnar í 4 ár. Kvað Gunnar frumvarpið flutt að ósk Búnaðarfélags ís- lands og byggingarnefndar Bún- aðarbygigingarinnar og hefði nefndin talið sjálfsagt að verða við því, þótt einstakir nefndarmenn áskilji sér allan rétt í afstöðu sinni til málsins. Þá taldi hann sýnt, að allur kostnaður við byggingu og búnað BúnaðarhaH arinnar fær) ekki undir 100 millj. kr., en þar af næmi láns- fé 70%. Maf tti því öllum Ijóst vera, að ri »ki veitti af þessu 1/2% gjaldi, en vonandi gæfi hin glæsilega 1 ygging svo miklar tekjur af séi að ekki þyrfti öðru sinni að fraxílengja ákvæðið um 1/2% viðbótargjaldið. Félagsheimili. Halldór Ásgrímsson (F) fylgdi úr hlaði frumvarpi um félags- heimili er allir þingmenn Aust- urlandskjördæmis í neðri deild eru flutnings- menn að. Lögðu þeir á síðasta þingi samhljóða frumvarp fyrir deildina, sem menntamála- nefnd lagði þá einróma til, að yrði samlþykkt, en sökum þess, málið var þá seint fram komið, vannst ekki tími tiil frekari af- greiðslu. En frumvarpið fjallar um, að hið opinbera hlutist til um, að héraðsheimili fái nokkru hærri byggingarstyrk en félags- heimili einstakra sveitarfélaga. Árni Vilhjálmsson, læknir Um kvikmyndina 79 af stöðiniri SAMFARIR karls og konu er líf- fræðileg athöfn, sem í eðli sínu er hvorki óvirðuleg d(5a ósiðleg á nokkurn hátt. Af mikilli hag- sýni hefir náttúran gjört a’thöfn- ina að mesta sætleika lífsins, og þar með tryggt örugglega við- hald kynslóðanna. Þrátt fyrir það að svo sé hefir mannskepnan litið svo á frá upphafi vega, að athöfn þessi væri svo viðkvæmt og heilagt einkamál karls og konu að ekki mætti gera hana að sýningaratriði, heldur ætti hún að gerast í eirirúmi. Sama gildir og um kynfærin, að þau Muibdi valda 13°/o hækkun útsvara Á DAGSKRÁ efri deildar var aðeins eitt miál í gær, bráða- birgðabreyting og framlenging nokkurra laga, 2. umræða. Var 'frumvarpið samþykkt óbreytt og Vísað til 3. umræðt' 260 millj. kr. lekjugjafi. ÓLAFUR BJÖRNSSON (S) hafði Orð fyrir meirihluta fjárhags- nefndar, en hún hafði ekki orðið samiþykk um afgreiðslu frum- varpsins. Vildi minnihlutinn leggja niður ákvæði um 8% við- 'bótarsöluskatt og flutt breyting- artillögur þar um. Kvað OB að vísu æskilegt að framkvæma svo verulega lækkun á toll- um. En málið væri ekki svo einfalt. Hér væri um að ræða 260 millj. kr. tekju- gjafa. Þar af fengjubæjar- og sveitarfélögin að vísu nokkuð, en ríkissjóður þó ekki undir 200 millj. kr. Af því leiddi, að ef fella ætti viðbótarsöluskattinn niður, yrði að gera eitt af þrennu að öðru óbreyttu: 1. að hækka aðra skatta. 2. Að skera niður útgjöld ríkisins. 3. Að hafa greiðsluhalla á fjárlögum, sem þessum 200 millj. næmi, sem eng inn mundi þó líkl. ræða um í alvöru, eins og hagur ríkissjóðs væri. En meðan ekki lægi fyrir greinargerð og tillögur um, hvernig snúast skyldi við þeim vanda, er skapaðist, ef tillögur minnihlutans yrðu samiþykktar, mundi ekki vera ábyrg málefna- afstaða að styðja það. Það sem máli skipti væri það, hvort hagur ríkissjóðs stæði þannig, að hann mætti við að missa þennan tekju stofn, en meirihlutinn teldi svoi ekki vera. En einnig ber að hafa í huga, að fyrirhugað er að ný tollskrá mundi ákvæði þessi frumvarps :þá að sjálfsögðu breytast í sam- ræmi við hana eða falla niður, er hún gengur í gildi. En þar sem ekki er séð, að það verði fyrir áramót, er nauðsynlegt að frumvarp þetta verði samþykkt. Viðbótarsöluskattur falli niður. Karl Kristjansson (F) kvað Karl Kristjánsson (F) gerðiisvo rnikinn grundvallarmun á grein fyrir breytingartillögu |st©fnu Framsóknarflokksins og að fella viðbótarsölu- lagna minnihlutans myndi m.ö.o. þýða það, að sveitarfólögin yrðu svipt 52 millj. kr. tekju- stofni, en öll út- svör á landinu námu um 400 milj. kr. Þýðir það, að öll sveit- arfélög á land inu neyddust til að háekka útsvör sín um ca. 13%, ef breytingartillögurnar næðu samþykki. verði lögð fyrir þetta þing og Frumvorp um erfðufjúrskutt ÓLAFUR Jóhannesson og Ásgeir Bjarnason hafa lagt fram á Al- þingi frumvarp um breytingu á lögum um erfðafjárskatt. í grein- argerð segir m. a.: „Skattaákvæði laganna um erfðafjárskatt eru óþarflega marg brotin og eru auk þess nú að sumu leyti orðin úrelt. Úr þeim ágöllum er frumvarpi þessu ætl- að að bæta. Auk þess er erfða- fjárskattur lækkaður af arfi, sem ráðstafað er til menningarmála, vísindalegra rannsókna, líknar- starfsemi eða á annan hátt til al- menningsnota. Samkvæmt frum- varpinu er ráðherra einnig heimilað að fella níður með öllu erfðafjárskatt af slíku gjafafé, en í núgildandi lögum er aðeins heimild til lækkunar skattsins þeim tilvikum". sinm um skattinn niður. Taldi hann, að ríkisstj órnin hefði í bók sinni „Viðreisn” skýrt frá áformum sínum uffl að breyta ekki þá gildandi sölu- skatti, en samt sem áður hefði hún þennan viðbótarsöluskatt á ár eftir ár, Fjárlagafrumvarpið 1963 væri enn á frumstigi at- hugunar í Alþingi, svo að næg- ur tími væri til að athuga breyt- ingar á því til samræmingar við afnám söluskattsins. Bjöm Jónsson (K) flutti einn- íg breytingartillögu, samhljóða tillögu Karls. Minntist hann á, að Ól. Bj. hefði spurt að hefð og venju, hvernig ætti að bæta ríkissjóði tekjumissinn. Ekkert kvaðst hann skyldu fullyrða um það, en miða yrði við ástandið eins og það væri. En þó taldi hann mikla möguleika á, að unnt yrði að draga svo úreút- gjöldum ríkis- ins, að ekki þyrfti að finna nýj- an tekjustofn. 13% hækkun útsvara. * Gunnar Thoroddsen fjármála- ráðherra kvaðst ekki mundu fara út í almennar umræður. Þó væri mál út af fyrir sig, hvernig Fram sóknarmenn, sem vildu telja sig ábyrga í fjármálum, hugsuðu sér að leysa fjárhagsmál þjóðarinn- ar. Þeir gerðu allt í senn, heimt- uðu stóraukið fé til framkvæmda en legðu jafr.framt til að fella hér niður 260 millj. kr. tekju- stofn og auk þess stórlækka tolla á landbúnaðarvélum og heimilisvélum. Þetta kvað ráð- herrann glæfraleikfimi, sem hann vildi ekki taka þátt í. En ástæðuna til þess að ráð- herrann stóð upp kvað hann vera þá að hann vildi benda á, að hér ætti rikissjóður einn ekki hlut að máli. 20% viðbótarsölu skattsins rynnu til sveitarfélag anna. Samþykkt breytingartil ríkisstjórnarinnar, að ástæðu laust væri að furða sig á tillögu- flutningi Framsóknar. Þá kvað hann alls ekki meininguna, að blutur sveitarfélaganna skertist, ef breytingartillögurnar yrðu samlþykktar. Björn Jónsson (K) kvaðst ekki hafa gögn um áhrif söluskattsins á afkomu sveitarfélaganna og færi ráðherrann þar eflaust rétt með. En hins vegar hefði hafa ekki verið talin sýningar- vara. Eva skýldi nekt sinni með fíkjúblaði, og hjá frumstæðustu þjóðflokkum er sjaldgæft að sjá fullorðið fólk nakið með öllu. Venjulega hefir það einhverjar smápjötlur hangandi í mittis- linda að aftan og framan, eða stutt pils úr basttrefjum, til þess að skýla nekt sinni. Til siðmennt aðra manna verður að gera þá kröfu, að þeir sé ekki aumari að þessu leyti en hinir allra frum stæðustu menn. Það orkaði því á mig eins og hnefahögg að þurfa að horfa á rúmbrölt þeirra Guð- ríðar Faxen og Ragnars í kvik- myndinni „79 á stöðinni" síðast- liðinn föstudag. Engum, sem á myndina horfir getur dulist það að þar er verið að sýna samfarir karls og konu þótt með nokkurri yfirbreiðslu sé, og vanmagna tilburði. Sýningin á rúmbrölti ásthjú- anna er óþörf, óviðeigandi, og spillir stórlega dramatískum áhrifum myndarinnar. Ég efast ekki um að það hafi verið út- lendir menn sem settu þetta sýn- ingaratriði á svið, en ég harma að íslenzkir leikarar skuli láta hafa sig til slíkra skemmdar- verka. Sérstaklega harma ég það, að hin unga og glæsilega leikkona Kristbjörg Kjeld skyldi láta hafa sig til þessa leiks. Hún átti að segja þvert nei við kröfunni, og hefði vaxið af, þó að útlendir menn vilji sýna slíkt er engin ástæða fyrir íslenzkt listafólk að gleypa við þeirri flugu. Vel hefði mátt sýna þau ásthjúin í rúminu hlið við hlið í sæluvímu, látandi blítt hvort að öðru svo sem væri að athöfn lokinni. Atriði þetta virðist sett á svið til að leggja áherzlu á það að Guðríður Faxen sé Bretahóra? Ekki get ég fallizt á það. Guðríður Faxen hefir eng gleymst, að söluskatturinn hefur ekki svo litla þýðingu fyrir gjöld in einkenni atvinnuskækju. Hún sveitarfélaga. 'wW»» I jééH ÞINGMENN Austurlandskjör- dæmis í neðri deild hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Al- þingi um, að ríkisstjórninni verði falið að reisa og reka tunnuverk- smiðju á Austurlandi samkvæmt heimild í lögum nr. 49 29. maí 1957, um Tunnuverksmiðjur rík- isins. Verzlun opnur I MORGUN opnaði Austurver útibú að Háaleitisbraut 68 og er þetta fyrsta verzlunin í Háaleitis hverfinu. Þar verður verzlað með alls kyns matvörur, kjöt og fisk, mjólk og brauð, hreinlætis vörur og annað, sem þarf til heimilishalds. Það eru ’ aðeins tæpir tveir mánuðir síðan hafizt var handa urn byggingu verzlunarhúsnæðis þarna og má segja, að allt hafi gengið þarna með miklum hraða. Húsið er byggt til bráðabirgða á þeim stað sem viðskiptamiðstöð- in nýja á að rísa. Verður byrjað á henni í vetur og er vænzt til að hún verði tekin í notkun eftir hláft annað til tvö ár. Nýja verzlunin verður íbúum í Háaleitishverfi til mkiils hag- ræðis og leysir mikinn vanda þeirra. Framkvæmdastjóri Austurvers er Sigurður Magnússon, kaupm. er einmanna hugsjúk og ráðvilt kona, sem lífið hefir leikið hart. Hún þráir félagsskap, umönnun og ást, leitar hennar hjá karl- mönnum, og geldur fyrir með líkama sínum. Viðbrögð hennar er hún sér bíl Ragnars fyrir utan húsdyr sínar, þá er hann færði Bretanum viskýflöskuna, sýna glöggt að hér er ekki um atvinnuskækju að ræða heldur konu, sem ann Ragnari hugást- um, og má ekki til þess hugsa að missa hann. Hún sér of seint, að hún hefir leikið hættulegan leik er hún hefir haft tvo menn í takinu í einu. Hún hyggst bjarga málinu, en Guðmundur rekur á smiðshöggið með því að kalla hana hóru upp í opið geðið á Ragnari. Ef hann hefði ekki kast- að fram þeim hvatvíslegu orðum um einkamál annara mundi konan hafa sigrað, bjargað lífi elskhuga síns, og sinni eigin ham ingju. Saga Indriða G. Þorsteins- sonar „79 á stöðinni" er snilldar- verk, saga um ofsafengna afbrýði semi og meinleg örlög. Hún minn ir mjög á aðra ágæta sögu um sama efni, sögu Þóris Bergsson- ar „Slys í Giljareitum“. í sögu Þóris Bergssonar keppa tveir íslendingar. í sögu Indriða ís- lendingur og útlendingar. Bret- inn er þar aðeins ómerkileg aukapersóna, „og úr sögunni“ eins og stendur í Njálu. Línur þessar eru ritaðar til íhugunar fyrir kvikmyndaleik- ara okkar í framtíðinni. Ég vona að þeir megi bera gæfu til þess að forðast smekkleysur og ómelta eftiröpun útlenzkra. Þó að mér hafi ekki geðjast að umræddu atriði þakka ég samt leikurunum fyrir ágætan leik, og óska þeim góðs gengis í fram- tíðinni. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.