Morgunblaðið - 02.11.1962, Blaðsíða 22
22
MORCVNBLJÐ1Ð
Fostudagur 2. nóvember 1962
fslenzka liðið kom mér
skemmtilega á óvænt ’6
en nú ætla Svlar að vinna
„fSlÆNZKA liðið kom mér
skemmtilega á óvart í fyrra,
þegar ég sá það fyrst. Leikur
þess minnir mjög á bandarisk
lið, og ég minnist ekki að hafa
séð annað evrópskt lið sem leiki
á jafn bandarískan hátt.“
Á þessa leitf fórust uris Rene-
slacis orð, þegar ég hitti hann á
Bosön, æfingastöð sænska íþrótta
sambandsins í gær. „En okkar
sænska lið hefur aldrei verið
eins gott og nú. Ef við höfum,
nokkurn thna hafa möguleika á
að verða norrænir meistarar, þá
er það nú,“ bætti hann við.
„Sænska liðið er máklu betra'
en í fyrra,“ hélt hann áfram.
„Það er ekki hvað sízt vegna
þess, að nú höfum við fengið
heim okkar bezta lei'kmann, Hans
Albertson. Hann hefur verið við
nám í Bandaríkjunum, og náð
þar miklum frama í körfubolta.
Hann hefur meðal annars verið
valinn þar í fjórtán manna lið
sem á að fara í sýningar- og
keppnisferð til Rússlands, en
hann getur af persónulegum á-
stæðum ekki farið í þá för.“
Hans Albertson er tveir metr-
ar á hæð, herðabreiður og sterk-
lega vaxinn. Sænsku blöðin
skrifa mdkið um hann og telja
hann það „leynivopn", sem
muni duga til að hnekkja veldi
Finna í þessari grein. En Finn-
ar hafa í mörg ár verið norræn-
ir meistarar í körfúbolta.
Hans Albertson er mikill
íþróttamaður og fjölhæfur. Hann
hefur meðal annars stokkið 2.09
Eru Svíar atvinnumenn
LENCI hefur verið um það deilt,
hvort telja eigi sænska knatt-
spyrnumenn atvinnumenn. Sa-m-
kvæmt ákvörðun sænska knatt-
spyrnusambandsins hafa félögin
í Allsvenskan leyfi til að greiða
leikmönnum fyrir þátttöku í leikj
um. Fá leikmennirnir 100,00 kr.
sænskar fyrir unninn leik, 75,00
kr fyrir jafntefli og 50,00 kr. ef
liðið tapar.
Keppninni í Allsvenskan fyrir
árið 1962 er nýlega lokið og sigr-
aði Norrköbing. Félagið þurfti
að greiða leikmönnum sínum sam
tals sænskar kr. 20.900,00, eða kr.
1.900,00 til hvers leikmanns.
(Ca. ísl. kr. 16.000.—)
Þótt þetta séu ef til vill ekki
háar fjárhæðir, miðað við at-
vinnumenn annarra þjóða, þá
stangast þetta á við áhugamanna-
reglur þær, sem gilda td. á
Sigurveg
arinn í
úrslitin
POI.AR-CI’P keppnin, sem fs
lendingar taka nú þátt í í
Stokkhólmi er fyrsta keppnin
sinnar tegundajr á Norðurlönid
um, og raunverulegt Norður-
landameistaramót Til mótsins
er efnt í tilefni af tíu ára af-
mæli sænska körfuknattleiks-
sambandsins. Ákveðið er að
halda slíkt mót annað hvert á
í framtíðinni. og 1968 kemur
röðin að íslendingum að
standa íyrix mótinu.
Fyrir utan það að vera Norð
urlandameistaramót hefur Al-
þjóða Körfuknattleikssam-
bandið ákveðið, að sigurveg-
arinn, í pessari keppni komist
i úrslitariðil Evrópumeistara-
mótsins. Það er bví til mikils
að vinna — og það er hugur í
öllum landsliðunum að kom-
ist í úrsli* í Evrópukeppn-
inni,
Olympiuleikum. Svíar hafa til-
kynnt þátttöku í knattspyrnu-
keppni næstu Olympiuleikja, og
getur vel farið svo, að ísland,
Danmörk og Svíþjóð verði í
sama riðli.
Er gaman að bera saman áhuga
mannareglur þessara þriggja
þjóða. Hér á fslandi eru allar
greiðslur bannaðar, jafnvel fyrir
vinnutap. Danir leyfa að greitt
sé fyrir vinnutap, en ekki fyrir
þátttöku í leikjum. Svíar eru
aftur á móti frjálslyndari og
leyfa greiðslur eins og fyrr segir,
svo og greiðslur fyrir vinnutap.
U KIMATTSPYRMAN
Markhæstu leikmennirnir í
ensku deildarkeppninni og bik-
arkeppninni eru þessir:
1. deild:
Greaves (Tottenham) 16
Harley (Manchester City) 15
Crawford (Ipswioh) 13
Layne (Sheffield W.) 12
Jones (Tottenham) 11
Kevan (W.B.A.) 11
Baker (Arsenal) 10
Pace (Sheffield U.) 10
2. deild.
Clough (Sunderland) 18
Allcook (Norwioh) 12
Hooper (Cardiff) 12
Tamibling (Ohelsea) 12
Saunders (Portsmouth) 11
Calder (Bury) 10
Thomas (Newcastle) 10
Viollet (Stoke) 10
62. þúsund áhorfendur sáu
Tottenham sigra Glasgow Rang-
ers með 5 mörkum gagn 2 í
London s.l. miðvikdagskvöld.
Leikurinn var fyrri leikur þess-
ara félaga í Evrópukeppni fyrir
bikarmeistara. Síðari leikurinn
fer fram í Glasgow 5. desember
n.k.
Dunfermline sigraði Everton
2—0 í borgakeppninni og hefur
þá Everton verið slegið út
Úrslit annarra leikja:
Southamton — Cardiff 3—5
Kilmarnook — Motherwell 7—1
m. í hástökki, en þýkir grófur
leikmaður í körfubolta.
Juris Reneslacis, hefur verið
landsliðsþjálfari Svía u-ndanfar-
ið ár. Hann sagði að í Svíþjóð
væru um 300 félög, sem stund-
uðu körfubolta og Körfuknatt-
leikssambandið væri 18. stærsta
samband Svía. Um 2500 manns
iðkuðu íþróttina oig kepptu í
henni. Hann sagði að körfuknatt
leikurinn ætti æ meiri vinsæld-
um að fagna og væri nú orðin
ein vinsælasta sikólaíþróttin í
Svíþjóð.
Það lék bros um varir hans,
þegar hann talaði um möguleika
Svía í þessu móti. Hann var
sýnilega mjög ánægður með sína
menn otg var sannfærður um að
þeir mundu korna skemmtilega
á óvart.
\
Haradknattleikur
í Danmörku
f SÍÐUSTU viku fóru allmargir
leikir fram í I. deild í dönsku
handknattleikskeppninni: Úrslit
urðu þessi:
Viby — A.G.F. 21—19
H.G. — Ajax 16—17
MK 31 — Teestrup 28—15
Árhus K.F.U.M. — H.G. 13— 9
Helsingör — MK 31 21—13
Testrup — Tarun 20 18
Staðan er nú þessl:
Stlgt
Helsingþr 5 103— 92 8
Árhus K.F.U.M. 5 94— 87 8
Viby 6 135—128 8
Skovbakken 6 120—115 8
H.G. 6 105—103 8
A.G.F. 5 114—107 8
MK 31 7 147—147 5
Teestrup 6 108—129 4
Ajax 6 113—122 3
Tarup 6 107—135 0
í II. deild er U.S.G. efst með
14 stig eftir 7. lei'ki. Eftirslægten
er nr. 4 með 8 stig eftir 6 leiki.
MIKIf) hefur verlð rætt hver
muni skipa stöðu miðvarðar í
enska landsliðinu þegar næst
verður valið. Margir telja, að
Peter Swan frá Sheffield W. sé
sjálfsagður í stöðuna og sést hann
hér á myndinni ásamt félaga sín-
um Springett verja enska markið
í landsleik fyrr á þessu árL
Svíar þykjast sigurvissir
ísland er ekki minnzt
a
Stokkhólmi, 1. nóv.
„Ég fæ hálsríg af að vera innan
um alla þessa körfuboltamenn",
sagði Sigurður Sigurðsson, út-
varpsmaður, þegar hann kom í
heimsókn í bækistöðvar körfu-
knattleiksmannanna í Bosön í
gaer.
Við hinar ákjósanlegustu að-
stæður hefur íslenzka liðið dval-
ið þar í tvo daga. Svíarnir komu
svo í gærdag, Finnarnir voru
væntanlegir seint í gærkvöldi og
Danir ætluðu að koma á föstu-
dagsmorgun.
íslenzku piltarnir þykja dálít-
ið hávaxnir heima, en það fór
fyrir mörgum þeirra eins og Sig-
urði, að þeir urðu að líta hátt
til þess að sjá framan í Svíana.
Samkvæmt leikskránni eru ís-
lendingarnir naest minnstir hvað
meðalhæð snertir.
Meðalhæð Finnanna er 1.90, sá
hæzti þeirra er 2.02, en sá lægsti
l. 81 m. f liði þeirra eru tveir
nýliðar, en sá elzti hefur leikið
93 landsleiki. Það er þrítugur
maður, Lindholm að nafni.
Meðalhæð Svíanna er líka 1.90
m. Hæstur er Kjeld Rammelind,
2.01 m, en næst hæstur er Hans
Albertsson, sem Svíarnir dýrka
eins og stórstjörnu eftir Banda-
ríkjadvöl hans. Þessir tveir menn
eru nýliðar í sænská liðinu, en
annars hafa sænsku leikmenn-
irnir mikla reynslu, meðal annars
eru þar bræður, Bo og Steffan
Widen, sem hafa leikið 64 lands-
leiki, og eru meðal beztu körfu-
knattleiksmanna á Norðurlönd-
um.
Danirnir eru lægstir í lofti,
meðalhæð þeirra er 1.85 m, og
höfum við aðeins vinning yfir þá.
Meðalhæð íslendinganna er 1.86.4
m.
fslenzku piltarnir hafa æft tvf-
vegis á Bosön. Þeim líkar mjög
vel við staðinn og eru hinir
ánægðustu með lífið. Það er mik
ill og góður „humör“ í liðinu, og
það er ekki laust við að maður
finni einhverja trú á að sigur
ynnist yfir Svíum. Það er
kannske ekki hvað sízt vegna
þess að Svíarnir hrósa sínum
mönnum mjög og eru stórorðir
um mikla sigurmöguleika.
Á Island hefur ekki verið
minnzt í blöðum hér, svo heitið
geti. Það reiknar enginn með að
það lið setji strik í reikninginn.
Kannske verður af þeim sök-
um gaman að mæta í Erikdals-
hallen í dag klukkan 19.15. Þá
mæta íslendingarnir þessum róm
uðu Svíum, en strax á eftir leika
Finnar og Danir.
A. St
V