Morgunblaðið - 02.11.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.11.1962, Blaðsíða 2
2 MORGINBLAÐIÐ Föstudagur 2. nóvember 1962 Ræningfar Eric Peugeot dæmd- ir til 20 ára hegningarvinnu Roland Peugeot og kona hans með drengi þeirra tvo, Jean-Philippe og Eric. í FYRRADAG var kveð- inn upp domur í máli mannanna tveggja, sem fyrir tveim árum rændu Eric Peugeot sonarsyni franska bílakóngsins Peu- geot, og fengu yfir fjórar milijónir króna (ísl.) í Pierre Larcher — harðsvírað hörkui/' lausnargjald fyrir hanri. Mennirnir heita Ray- mond Rolland og Pierre Larcher og voru þeir dæmdir til tuttugu ára hegningarvinnu. Mál þetta vakti geysilega athygli á sínum tíma. Ræn- ingjarnir kröfðust gífurlegrar fjárupphæðar fyrir drenginn og var mjög óttazt, að þeir myndu ekki skila honum lif- andi. Peu'geot-lfj öl slkyldan fékk talið frönsku lögregluna á að láta málið afskiptalaus, þar til lausnargjaldið hefði verið greitt, í þeirri von, að drengnum yrði skilað heilum á húfi, sem var gert. Þegar Eric litli — hann var þá sex ára — var kominn heim til föðurhúsanna hófst lögreglan handa og var hafin umfangs- milkil og skipulögð leit að ræningjunum. Svo kom, að Raymond Rolland og Pierre Laroher voru hand- teknir og einnig danska sýn- ingarsbúlkan Lise Rodin, sem viar heitbundin Rohand og ungur læknastúdent Jean Rothmann. Eftir langvarandi yfirheyrslur voru Bodin og Rothmann látin laus, en Rol- land og Laroher hafa verið í fangelsi alian tímann. • Ásaka hvor annan. Loika réttarhöldin stóðu yfir í þrjá daga og voru aðalefni ailra frönsku blaðanna. Þeir Lardher og Rolland beittu framan af rannsókn m-’ 'ns öllum hugsanlegur .n- brögðum, en þe°- . var í öll skjói, tók -<S skella skuldinni h\ .. annan og finna ei Iverja smugu tii undan'.juiu. Þá hefur við réttarhöldin verið afsannaður sá orðróm- ur, að frænka drengsins, Col- ette Peugeot, hafi verið í tygj um við Rolland, en þeir Larc her höfðu borið fyrir réttin- um, að hún hefði átt heidur vafasama fortíð ag væri raun verulega upphafsmaður barns ránsins, þar sem hana hefði skort fé til þess að greiða fjár kúgara Raymond Rolland — gnnga — gersneydd velsæmistilfinningu. Á miðvikudag kom Colette Peugeot fram sem vitni og þá játuðu þeir báðir að allt er þeir hefðu á hana borið væri uppspuni frá rótum. Sagði Rol land, að Laroher hefði neytt sig til þess að blanda henni í málið, með því að hóta að koma Lisu Bodin í vandræði. Það sagði Laroher aftur upp- spuna einn og játaði einnig, að þriðji maðurinn, sem þeir höfðu sagt skpuleggja ránið, en aldrei hefur fundizt, vseri hvergi til nema í þeirra eigin hugsko ti. Lisa Bodin var einniig með- íd þeirra, sem vitni báru á miðvikudag. Kom ekkert nýtt fram í framburði hennar. Hún kvaðst ekki hafa verið tor- tryggin á það, hve gjafmildur Rollani var eða hve miikla peninga hann hafði með hönd um. ITún hefði trúað því, er hann lcvaðst hafa góðar tðkj- ur ai viðskiptum í útvarps- iðnaðinum og eðlilegt hefði verið að hann gæfi henni gjaf ir, þar sem þau voru trúdof- uð. Á hinn bóginn staðhæði Rol land fyrir réttinum, að það hefði nánast verið vegna Lisu Bodin, sem hann framkivæmdi þetta rán. Hún hefði farið til Kaupmannahafnar í bifreið, er hann átti, en hringt þaðan og sagt, að lagt hefði verið hald á bifreiðina og þyrfti hún að fá 90 þús. kr. til þess að leysa hana út. Rolland kvaðst hafa verið fallinn frá hugmyndinni um ránið, er þetta bar við, en „þá hugsaði ég um Lísu, um bílinn, um drenginn og sagði við sjálfan mig, að þetta gerði nú lítið til, því að við rnynd- um skila drengnum daginn eftir“, eins og hann bomst sjálfur að orði í réttinum. Að svo búnu fóru þeir Laroher og rændu Eric Peureot. • Höfðu áður hótað barns- ráni. Drengurinn kom aldrei fyrir rétt eins og fyrirhugað hafði verið í upphafi. Lögðust lækn ar og sálfræðingar gegn því, að hiært væri þannig upp í honurn. Þetta hefði verið hon um mikið áfall og væri mikil vægt, að hann gleymdi hinu liðna. Barnfóstra hans, Jean- ine Germonio, bar það fyrir réttinum, að Eric hefði sagt, er heim kom, að hann hefði ekki þorað að gráta, af ótta við, að mennirnir yrðu vondir við hann. Bar.afóstran og frú Peugeot voru, ásamt Lisu Bodin, einu konuraar, sem báru vitni, og féllu ]>ær báðar saman í grát, en Lisa var róleg mjög og lét ekki á sig fá nærgöngular spuru ngar. Er hún fór úr vitnas ;úkunni sagði dómar- inn mjög áminnandi, að hún hefði verið „afar, afar kæru- laus.“ Það kom fram við rét.tar- höldin, að þeir félagar Rol- land og Larcher höfðu áður hótað franskri fjölskyldu barnsráni, en þá var svo hátt- að, að fjölskyldufaðirinn skuld aði þeim peninga. Fyrir réttinum lagði Rol- land mikið á sig til þess að sýna fram á, að hann væri undir niðri ágætis maður og er það miál fréttamanna, að sú framikoma hafi lítiliar samúð- ar aflað honum meðal hinna fjöLmörgu áheyrenda. Sálfræð ingar segja, að Rolland virðist vera gunga en gersneyddur allri velsæmistilfinningu, en Laroher segja þeir á hinn bóg inn harðsvíraðan og mesta hörkutól. MSússi íær Nóhels- verðlaun á eÖIis- Tveir Brefar fá efnafrœðisverðlaunin Stokkhólmi 1. nóv. (NTB—AP). Í DAG voru sovézka vísinda- manninum Lev Davidovitsj Landau veitt Nóbelsverðlaun í eðlisfræði. Prófessor Landau liggur nú í sjúkrahýsi vegna meiðsla er hann hlaut í bifreiða- slysi í janúar sJ. Sænska vísindaakademían veitti einnig í dag Nóbelsverð- laun í efnafræði og hlutu þau tvier Bretar, John Gowderys og Max Gerdianrd Perutz. Landau, sem er félagi í sovézku vísindaakademíunni í Moskvu fékk verðlanin fyrir brautryðj- endastarf á sviði rannsókna á þétt leika efnis, sérstaklega helíums í vökvaformi. Bretunum voru veitt verðlaunin fyrir rannsóknir á byggingu stórra eggjahvítusam einda, sem þeir hafa framkvæmt með rafsegulgeislum. Hafa þeir unnið að rannsóknunum undan- farin ár. Landau prófessor er fjórði fúss neski vísindamaðurinn, sem hlýtur Nóbelsverðlaun í eðlis- fræði 1958 var eðlisfræðiverðlaun um skipt milli þriggja landa hans. Fyrir utan þessi verð- laun í eðlisfræði hafa fjórir Rúss- ar fengið Nóbelsverðlaun: einn i efnafræði, tveir í læknisfræði og einn bókmenntaverðlaun. Þungt haldinn í sjúkrahúsi Prófessor Landau liggur nú í sjúkrahúsi akademíunnar í Moskvu. 7. janúar s.l. lenti hann í bifreiðaslysi og slasaðist svo illa að líkurnar til þess, að hann mundi lifa voru mjög litlar. Níu rifbein hans brotnuðu og tauga- kerfið, hjartað, lungun og nýrun sködduðust. Mikilsmetnir vísinda menn frá mörgum löndum heims sendu honum sérstök lyf, eða komu til Moskvu til að aðstoða rússneska skurðlækna og tauga- lækna við að bjarga lífi hans. Landau er enn mjög máttfar- inn og talið er, að hann muni ekki þola, að taka á móti heilla- óskaskeytum, sem honum ber- ast, sjón hans er ekki góð og eng inn fær að heimsækja hann. Sænskum fréttaritara í Moskvu tókst að komast að sjúkrabeði Landau og var hann fyrstur til að skýra honum frá veitingu Nóbelsverðlaunanna. Þeir töiuðu saman á ensku og var Landau mjög glaður er henn heyrði tíð- indin, bað hann fréttaritarann að skila kveðju til sænsku akademí- unnar. Kona Landaus, sem sjálf er 'efnafræðin-gur skýrði fréttamönn um frá því, að hún myndi veita verðlaununum viðtöku fyrir hönd eiginmanns síns og 16 ára gamall sonur þeirra hjóna færi með henni til Stokkhólms. Hálofta- sprengja Honolulu 1. nóv. (NTB-AP). BANDARÍKIN sprengdtu í dag kjarnorkusprengju í háloftunum yfir Johnstoneyju á Kyrraihafi. Var sprengjumagn hennar inn- an við eina megalest. Þetta er fjórJa háloiftasprengjan,_ sem bandarískir vísindamenn hafa sprengt yfir Johnstoneyju. Bandaríkjamenn gera þessar tilraunir í sambandi við bygg- ingu gagnflauga og til þess að rannsaika áhrif sprenginganha á fjarskiptL IMikoyan ræðir við U Thant New York, 1. nóv. (NTB-AP) ANASTAS Mikoyan, fyrstiað stoðarforsætisráðherra Sovét ríkjanna, ræddi í kvöld við U Thant, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og af- henti honum nýja orðsend- ingu frá Krúsjeff, forsætis- ráðherra. Eftir fundinn sagði Mikoyan, að hann hefði ver- ið árangursríkur. Mikoyan, er nú á leið til Hav- ana á Kúbu, með viðkomu í New York. Á Kúbu mun hann ræða við Fidel Castro, forsætisráð- herra. Er talið, að Mikoyan reyni að fá forsætisráðherrann til þess að samþykkja, að eftirlitsnefndir 'Sameinuðu þjóðanna fái að fylgj ast með brottflutningi sovétskra árásareldflauga frá Kúbu. ★ Að viðræðunum við U Thant loknum snæddi Mikoyan kvöld- verð Stevenson, aðalfulltrúa Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum og fleiri ráðamönnum. Bandartsk Hugvél skotin niöur ylir Kúbu Washington, 1. nóv. — (AP) S KÝRX hefur verið frá því í Bandaríkjunum, að bandarísk könnunarflugvél hafi verið skot- in niður fyrir skömmu yfir Kúbu. Hafði áður verið tUkynnt að flugvélarinnar væri saknað. Engar frekari upplýsingar voru gefnar um atburðinn, en sagt, að U Thant hafi farið þess á leit við Castro, forsætisráð- herra, að han léti flytja lík flug- mannsins Rudolfs Andersons til Bandaríkjanna. Sagði U Thant, að Castro hefði fallizt á þetta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.