Morgunblaðið - 02.11.1962, Blaðsíða 6
6
MORGVNBLAÐIÐ
Föstudagur 2. növember 1962
SÞ eiga ■ fjárhags-
erfiðleikum
rætt við Jónas Rafnar,
alþingismann
JÓNAS Rafnar, alþingis-
maður, er nýkominn heim,
en undanfarnar 6 vikur hef
ur hann dvalizt í New York
þar sem hann hefur setið
fundi Allsherjarþings Sam
einuðu þjóðanna, og átt
sæti í einni a£ undirnefnd
um samtakanna.
Fréttamaður Mbl. hitti
Jónas að máli stutta stund
í fyrradag, og innti fregna
frá S.þ. og andrúmslofti
því, sem ríkti vestra í vik-
unni, sem leið, er hvað
mest eftirvænting lá í loft
inu vegna deilunnar um
árásarvopn á Kúbu.
Jónas vék fyrst að S.þ. al-
mennt, nýjum meðlimaríkjum
o.fl. og sagði:
Ný ríki — nýjar raddir.
,,Er Sameinuðu þjóðirnar
voru stofnaðar 1945, voru með
limaríikin 50. Nú eru þau 109,
hefur fjölgað um 5 frá því
Allslherjanþingið kom saman
18. sept, í haust.
f>á, þegar S.þ. urðu til, voru
það fyrst og fremst Evrópu-
og Ameríkuríkin, sem mikið
kvað að á vettvangi samtak-
anna. Þau 17 ár, sem síðan eru
liðin, hefur það gerzt, að ein
nýlenduþjóðin á fætur ann-
arri hefur fengið sjálfstseði.
Því má segja, að aðstaðan sé
gerbreytt frá því, sem var í
uppihafi. Nú munu Afríku- og
Asíuríkin vera rúmlega 30
talsins. Afleiðingin er eðlileg,
sú, að í umræðum hjá S.þ. ber
mikið á nýju ríkjunum. Full-
trúar þessara ríkja taka mik-
inn þátt í umræðum. Þeir
reyna að fá sína menn kjörna
í ýsmar fastastofnanir innan
samtakanna.
Erifðleikar við kjör í
Öryggisráðið
Þetta kom m. a. fram, er
kjörnir skyldu 5 lausafulltrú
ar Öryggisráðsins, en það er
skipað fulltrúum 11 ríkja alls.
Fram til þessa hefur ríkt gott
samkomulag, er lausafulltrú-
arnir eru kosnir, en nú brá
svo við, að til dálitilla átaka
kom um það, hvort Noregur
skyldi fá sæti í ráðinu. Þetta
hefur gefið tilefni til skrafs
um það, hvort fjölga skuli 1
Jónas Rafnar.
Öryggisráðinu."
Hvað teljið þér stærstu við
fangsefni Saimeinuðu þjóð-
anna, og hvernig álítið þér, að
samtökin hafi brugðizt við
því hlutverki?
Samtökin hafa afstýrt
stórátökum.
„Stærsta verkefnið er tví-
mælalaust að fjalla um deilu-
mál, sem leitt gætu til styrj-
aldar. Það leikur enginn vafi á
því, að þar hafa S.þ. komið
miklu til leiðar. Þannig hefur
verið komið í veg fyrir styrj
Öld í Pakistan, og sömuleið-
is leiddi íhlutun S.þ. til þess,
að ekki kom til átaka vegna
Kiasmír. Þáttur samtakanna
í Kóreumálinu er svo kunnur,
að óþarfi er að reka það nán
ar“.
Hvernig brugðust samtökin
við Kúbumálinu?
„Strax og Kúbumálið kom
til sögunnar, var það tekið
fyrir í Öryggisráðinu, 23. okt.
Þar rakti Stevenson, aðalfull
trúi Bandaríkjanna, gang máls
ins í um 'klukkustundar ræðu.
Hann vék að tildrögum, og
framkomu Sovétríkjanna. Þar
tilkynnti hann ákvörðun Sam
taka Ameríkuríkjanna, sem
samþykkti með öllurn greidd-
um atikvæðum, 19. að styðja
stefnu Bandaríkjaforseta.
Hann lagði það til málanna,
að ráðstafanir yrðu gerðar á
vegum S.þ. til þess að fjar-
lægð yrðu öll árásarvopn frá
Kú/bu.
Umræðurnar þar vöktu
mifcla athygli, og segja má,
að öll önnur mál hafi vikið
fyrir þeim í fréttum í sjón-
varpi og útvarpi“.
Svo við vífcjum um stund
frá starfsemi Sameinuðu þjóð
anna, hvað viljið þér, sem
sjónarvottur að viðbrögðum
vestan hafs, segja um við-
brögð manna í síðustu viku?
Óttinn lá í loftinu
„Mörgum varð fyrst Ijóst,
að stórtíðingi voru í vændum.
er „New York Times“ sfcýrði
frá því á mánudag í fyrri
viku, að forsetinn hefði set-
ið á áríðandi fundum með ráð
gjöfum sínum ,og að hann
myndi flytja ræðu þann dag
um mál, sem skiptu miklu
fyrir öyggi bandarísku þjóð-
arinnar.
Þá þegar virtust allir viss-
ir um, að eitthvert það ástand
hefði skapazt vegna Kúbu, að
krefðist skjótra aðgerða.
Kl. 7 um kvöldið flytur
Kennedy, forseti, ræðu sína,
Frá Alsherjarþinginu.
og skýrir fyrir mönnum,
hvernig komið sé. Búið sé að
koma fyrir þeim vopnum á
Kúbu, sem einungis sé hægt
að flokka undir árásarvopn,
og ógni þau öryggi Bandaríkj
anna og annarra ríkja Vestur
heims.
Bíðan rakti hann þau atriði
7 talsins, sem flestum munu
kunnug, þ.e. á hvern hátt
Bandaríkin hyggðust bregða
við þessu hættuástandi. Þá
fylgdi sú yfirlýsing forsetans,
að þessi vopn yrði að fjarlægja
og að sérhver árás af hálfu
Kútou yrði skoðuð sem árás
af hálfu Sovétríkjanna.
Þá held ég, að flestir hafi
gert sér grein fyrir því, að
hættuástand ríkti. Við sáum
viðbrögð almennings, töluð-
um við fólk“.
Áhyggjur — en ekkert
stjómleysi.
Gætti efcki ótta eða skelf-
ingar hjé neinum. Það hefur
enginn „panik“ ríkt?
„Nei. Eg talaði við búðar-
fóik, lyftuverði og fleiri. All-
ir voru áhyggjufullir, en samt
rólegir. Það kom jafnvel enn
athyglisverðar fyrir sjónir,
þar sem dagblöðin vestra tóku
yfirleitt djúpt í árinni.
Kannske eru menn vanari
slíkum skrifum þar, en hér
heima“.
Hvernig var andrúmsloftið
hjá fulltrúum á þingi S.þ
Sýndu þeir sömu stillingu og
rósemi?
„Það hittist nú þannig á, að
á miðvikudaginn, þegar eftir-
væntingin var jafnvel hvað
mest, var afmælisdagur sam-
takanna. Þann dag léfc Sin-
fóníulhljómsveit frá Lening-
rad fyrir starfsmenn S.Þ. og
fulltrúa.
Salurinn var þéttsetinn og
hljómsveitin fékk mjög góð-
ar unditektektir. Samt var
augljóst, að ekki var allt með
felldu og að menn voru á-
hyggj ufu'llir. Á ytra borðinu
voru samt allir rólegir. Eng-
inn gekk dulinn, hver óvissa
lá í loftinu, og ástandið hélzt
óbreytt fram á sunnudag”.
Viðbrögð á sunnu^ag.
Hvað höfðu menn að segja
um tilboð Krúséffs að draga
til baka þau vopn á Kúbu
„sem B'andaríkjamenn töldu
sér hættuleg", svo notuð séu
hans eigin orð?
„Ég minnist þess, að rétt
áður en tilkynningin kom um
afstöðu Rússa, sem satt að
segja kom nokkuð á óvart,
Framhald á bls 14.
s
s
BRÉF BIRT
Við hötum lengið ljótt bréf
frá konu, sem kallar sig bæði
kennara og móður. Við birtum
bréfið og látum lesendur um að
dæma þann anda, hlýju og
ástúðar, sem fram kemur hjá
kennaranum:
„í VELVAKANDA, miðviku-
daginn 31. október sl., koma
fram miklir kveinstafir vegna,
eins og komizt er að orði,
„hreins níðingsverks“ á „óvita“
barni. Ja, þau eru orðin mörg
níðingsverkin, ef það er eitt að
aka óþekktarorm vegarspotta
og lesa honum pistil, sem for-
eldrar hans virðast ekki færir
um að kenna honum.
Þegar maðurinn minn las
þetta fyrir mig, varð mér að
orði: BRAVÓ, BÍLSTJÓRI!
Þetta er víst eina málið, sem
þessir drengir skilja, og það
verður að tala við þá á því máli.
Það að aka svona ormum á lög-
reglustöðina hefur oftast öfug
áhrif við það, sem til er ætlast.
Flestir þessara drengja þykjast
aðeins karlar í krapinu, komist
þeir í kast við lögregluna, og
miklast af því í vinahópnum.
Ég efast ekki um, að þessi
kvartandi móðir sé mjög góð
kona. Trúlega er hún af sama
sauðahúsi og konan á Hring-
brautinni, sagði við son sinn,
þegar hann hafði kastað stór-
um steini í bílrúðu mannsins
míns: „Þetta máttu ekki gera,
góði, rúðan hefði getað brotnað
og pabbi þurft að borga hana“.
Sem sé, gerðu það, sem þér dett
ur í hug, svo lengi sem það kem
ur ekki við okkur.
Grjótkast og snjókast er að-
eins eitt af mörgu, sem þessi
böm leyfa sér, þótt það sé hér
sérstaklega tekið til umræðu.
Sjálf hef ég séð bæði 7 ára og 9
ára (líklega óvita á blaðamáli)
drengi henda í ungbörn í barna
vögnum, svo er stokkið burtu
og hlegið hátt við næsta hús-
horn, og ég hef heyrt um fleiri
slík tilfelli.
Sjö ára drengur er enginn ó-
viti, enda ekki venja að senda
óvita í skóla. Drengurinn kemst
sjálfur með strætiSvagni langa
leið í skóla og virðist rata heim
til sín gangandi frá Öskjuhlíð-
inni, enda hábjartur dagur.
Hefði jafnvel getað tekið stræt
isvagn a.m.k. hluta af leiðinni,
því að ekki var hann búinn að
eyða farareyrinum. Það verður
auðvitað dramatískara að
„ganga á þriðja tíma“.
Þessi óskapa vorkunsemi,
sem þarna kemur fram, er
hættuleg, og ekki fæ ég séð, að
þessi börn, sem allt mega, séu
nokkuð ánægðari en hin, sem
kunna mannasiði og nota þá.
Það er þetta dekur við frekj-
una, sem er að verða óþolandi,
og það batnar ekki fyrr eri al-
menningur tekur sjálfur í taum
ana og þá helzt á sama hátt og
þessi bílstjóri.
Þarna geta og blöðin gert
mikið gott, sé vilji fyrir hendi.
Það er fátæktin og menntun
arleysið, sem myndar skríl er-
lendra stórborga. Við íslend-
ingar höfum löngum þótt frá
brugðnir, og sannast það ekki
hvað sízt hér. Það er hin and-
lega leti og misskilin góð-
mennska, sem er að mynda
SKRÍL á íslandi í dag. Góð börn
í góðum leik er falleg sjón, en
hún er að verða æ sjaldgæfari,
svo er þessum „góðu“ foreldr-
um fyrir að þakka. Það er lík-
lega betra að taka það fram.
að ég er bæði barnakennari og
móðir, og á heimili mitt koma
mörg börn. Kurteis og gegnin
börn eru alltaf velkomin til
okkar. Börn þurfa aðhald, og
það á að byrja hjá foreldrun-
um. HÚSMÓÐIR.-