Morgunblaðið - 20.11.1962, Blaðsíða 1
24 síður
Stdrsókn Kínverja í Indlandi
Sækja fram á tvennum vígstöðvum
Fyrsta frelsisstríð Indlands, segir Nehru
I, i
KARL NILSSON,
aðalframkvæmðastjóri SAS.
Myndin var símsend Morg-
unblaðinu í gærkvöldi.
Nýju Delhi, 19. nóv. (AP-NTB)
I MORGUN ruddist 20 þúsund manna kínverskur her gegn-
um Se-fjallskarðið í norðausturlandamærahéruðum Ind-
iands, og er herinn nú aðeins um 40 km frá Assam-sléttun-
um. Kínverjar umkringdu lið Indverja í fjallskarðinu, sem
er í rúmlega 4000 metra hæð Hélt kínverski herinn sókninni
áfram og tókst að ná bænum Bomdila á sitt vald. Er þetta
stærsti hærinn, sem Kínverjar hafa náð á sitt vald til þessa,
en þar bjuggu um 2000 manns.
Á vesturvígstöðvunum halda Kínverjar uppi stórskota-
liríð á Chusul-flugvöllinn, einu samgöngumiðstöð Indverja
í Ladakh-héraði, og er fall hans yfirvofandi.
Sendifulltrúi Indverja i Peking ræddi í dag við Chou
En-lai forsætisráðherra og Chen Yi utanríkisráðherra um
ástandið á landamærunum, en ekkert hefur verið látið uppi
um viðræðurnar.
Þegar Nehru, forsætisráðherra Indlands, tilkynnti fall
Bomdila, sagði hann: — Þetta er fyrsta frelsisstríð Indlands.
í Washington er tilkynnt að Bandaríkjastjórn líti styrj-
öldina milli Kínverja og Indverja mjög alvarlegum augum
og sé að athuga beiðni Indlandsstjórnar um frekari hernað-
araðstoð.
Loftleiðir velkomið í SAS
— sagði Nilsson, aðalforstjóri SAS, 1
einkaviðtali við Morgunblaðið í gær
MORGUNBLAÐIÐ átti í gær
símtal við Karl Nilsson, aðal-
forstjóra SAS, í höfuðstöðv-
um flugfélagsins í Stokk-
hólmi. Um 5 mínútum eftir
að símtalið var pantað í
Reykjavík var Nilsson kom-
inn í símann. Samtalið fer
hér á eftir:
— Karl Nilsson talar.
— Þeftta er ^íc.t unblaðið í
Reykjavík. Hvað getið þér sagt
okkur um áætlanir SAS um að
taka í notkun skrúfuvélar á leið
inni yfir Atlantshaf?
— Ég get lítið sagt ykkur um
málið seim stendur, því kringum
stæðurnar liggja ekki Ijóst fyrir
enn sem komið er.
— Hversu laargar skrúfúvél-
ar hafið þér í hyggju að nota á
Atlantshafsleiðinni?
— Eins og ég sagði ykkur áð-
an, get eg ekkert sagt ykkur um
þetta sem stendur, sagði Nilsson
og hló við. Við höfum, ja hvað
á ég að segja, haft málið í ítar-
legri rannsókn, en við höfum
ekki enn sem komið er tekið
lokaákvörðun um áætlanir okk-
ar.
— Hefur SAS í hyggju að
bjóða Loftleiðum aðild að sam-
tökunum?
— Við höfum þegar sagt Loft
leiðum, að við myndum með á-
nægju taka uipp viðræður við fé-
lagið um allar slíkar tillögur.
Svo það er undir þeim komið,
hvort viðræður verði teknar upp.
Þeir eru velkomnir. við höfum
eagt þeim það.
— Eru nokkrar viðræður um
málið um þessar miundir?
— Ja, — nei. Ekki að því sem
ég veit bezt. Það er undir Loft
leiðum komið. Ef þeir vilja ræða
við oQckur mundu-t við með á-
nægju hitita þá.
— Hafa stjórnir Norðurland-
anna þriggja nokkuð með málið I
að gexa? 1
— Ég get ekkert sagt um það.
— Hefur SAS beðið um nokkr
ar diplómatískar aðgerðir í mál-
inu?
— Nei, ég get ekki sagt ykk-
ur neitt um það.
— Vitið þér nokkuð um, hve-
nær SAS byrjar ferðir með
sikrúfuvélum?
— Nei.
— Stjórnarformaður Loftleiða
Kristján Guðlaugsson, sagði í
viðtali við Morgunblaðið á sunnu
dag, að um væri að ræða mis-
heppnaða tilraun SAS til að tor
velda starfsemi Loftleiða, en
Loftleiðir myndu halda sínu
striki. Er nokkuð. sem þér vild-
uð segja um þessa yfirlýsingu?
— Aðgerðir okkar beinast ekki
gegn Loftleiðum, alls ekki. Allt
er við biðjum um er að fá leyfi
til að heyja samkeppnina á sama
grundvelli, með sams konar vél
um og sömu fargjöldum. Það er
allt sem við biðjurn um.
— Hafið þér nokkrar áætlanir
um að léta SAS-vélárnar lenda
á íslandi á leiðinni til New
York?
— Nú. — Eins og ég sagði í
upphafi eru áætlanir okkar ekki
fiullgerðar ennþá. Við vinnum
samt að þeim.
Framh. á bls. 23.
Nehru flutti í dag útvarps-
ávarp til þjóðar sinnar þar sem
hann tilkynnti fall Bomdila,
nokkrum klukkustundum eftir
að fréttin um fall Se-fjallskarðs-
ins var birt. Skoraði hann á Ind-
verja að strengja þess heit að
taka sér ekki hvild fyrr en Kín-
verjar hafi verið hraktir burt af
öllu indversku landi. Indverjar
fallast aldrei á friðarskilmála
Kinverja, sagði Nehru. Við mun-
um ekki þola árásir frá neinu
ríki. Þetta er fyrsta frelsisstríð
Indlands. Nehru sagði að Ind-
verjar hafi verið neyddir út í
styrjöld og að árás Kínverja
væri ógnun, ekki aðeins við
hluta Indlands, heldur Asíu og
allan heiminn. Þakkaði Nehru
Bretum og Bandaríkjamönnum
skjóta aðstoð, en sagði að hann
hefði farið fram á frekari að-
stoð frá þessum ríkjum. — Hér
er um líf og dauða að tefla fyrir
milljónir íbúa þessa lands.
ÍBÚARNIR FLÝJA
Sókn Kínverja heldur áfram í
áttina að Assam-sléttunum, sem
eru aðeins 40 km fyrir sunnan
víglínuna. Á Assam-sléttunum er
blómleg hyggð og gróðursælir
akrar meðfram ánni Brama-
putra. Vegna framsóknar Kín-
verja hefur brezka sendiráðið í
Nýju Delhi gert ráðstafanir til
að flytja frá Assam um 1500
Breta, sem þar eru búsettir.
Vinna Bretarnir þarna aðallega
að te-ræktun, og er talið að fjár-
festing Breta á þessu súæðl
nemi 500 milljónum punda.
Um 80 km fyrir sunnan Bom-i
dila er borgin Tezpur, og hefur
skelfing gripið um sig meðal í-
búanna, sem eru í óða önn að
yfirgefa borgina.
SÓKN VIÐ CHUSUL t
Undanfarna viku hafa Kín-
verjar dregið saman mikið lið
og fjölda skriðdreka á vesturvíg-
stöðvunum skammt frá Chusul-
flugvelli í Ladakh-héraði. Flug-
völlur þessi er mjög þýðingar-
mikill fyrir Indverja, því hann
er eina samgöngumiðstöðin i
héraðinu, og um hann fara alliri
liðs- og vopnaflutningar Ind-
verja. Kínverjar hafa sótt nokk-
uð fram til flugvallarins, en Ind-
verjar verjast af mikilli hörku,
Nota Kínverjar þungar fallbyss-
ur auk skriðdreka í sókninni, og
eru aðeins 9 km frá flugvellin-
um. —
Jón Stefánsson látinn
HINN mæti listmálari, Jón Stef-
ánsson, lézt í sjúkrahúsi í Reykja
vík snemma í gærmorgun. Jón
hefur lengi skipað veglegan sess
meðal beztu listamanna þjóðar-
innar og orðstír hans flogið langt
út fyrir íslenzka landsteina.
Hann hefur verið talinn með
kunnustu listmálurum Norður-
landa, en hann dvaldist langdvöl-
um erlendis, mest í Kaupmanna-
höfn og S-Evrópu.
Jón fæddist á Sauðárkróki 22.
febrúar árið 1881 og voru for-
eldrar hans Stefán Jónsson
vezlunarstjóri þar og Ólöf HalÞ>
grímsdóttir frá Akureyri.
Jón varð stúdent aldamótaár-
ið, hélt síðan til Kaupmanna-
hafnar til nóms og varð oandL
phil. 1901. Hann hóf nám í verk-
fræði en sneri brátt frá því að
teikningu og málaralist. Listnám
stundaði hann í sextán ár, mesí
í Danmörku og Noregi.
„Viljum firra vand-
44
ræðum í lengstu lög
— segir Sverrir Hermannsson formaður LIV
Sverrir Hermannsson gengur
í gærmorgun af fundi fram-
kvæmdastjóra ASf, þar sem
hann afhenti kjörbréf full-
trúa LÍV, en var neitað um
aðgöngumiðana að þingi ASf.
SEINT í gærkvöldi hafði
Morgunblaðið tal af Sverri
Hermannssyni, formanni LÍV.
Spurði blaðið hann hvernig á
því gæti staðið, að kjörbréf
LfV komu ekki fram hjá kjör-
bréfanefnd þingsins eins og
önnur kjörbréf.
— Það er mér hulin ráð-
gáta. Ég afhenti kjörbréfin
framkvæmdastj. ASf, Snorra
Jónssyni, klukkan rúmlega
níu í morgun. Hins vegar
hafði ég verið svo forsjáll að
taka afrit af þessum kjörbréf-
um, sem ég sendi til kjörbréfa
nefndar ASf klukkan hálfníu
í kvöld, þegar ég hafði fregn-
ir af því, að kjörbréfin höfðu
ekki borizt kjörbréfanefnd
ASÍ. Hvaða erfiðleikar hafi
valdið því, að framkvæmda-
stjórinn kom kjörbréfunum
ekki tii nefndarinnar er mér
auðvitað óljóst.
— Þið verzlunarmenn mætt
uð ekki við þingsetningu.
— Stjórn ASf hafði neitað
okkur um aðgöngumiða að
þinginu og þá tókum við þá
ákvörðun, þrátt fyrir skýlaus
an rétt okkar til þingsetu, að
bíða átekta í von um að þing-
ið sjálft hlutaðist tii um að
við fengjum að njóta réttar
okkar. Við viljum í lengstu
lög firra vandræðum, þótt
við höfum réttinn okkar
megin.
— Sambönd verzlunar-
manna á hinum Norðurlönd-
unum eru öll í viðkomandi
alþýðusamböndum?
— Alveg rétt. Mér voru
einmitt að berast í dag heilla-
óskir frá formanni danska
verzlunarmannasambandsins,
vegna réttarsigurs okkar í
þessu máli. Hann segir m.a.:
„Það var gleðiefni fyrir okk-
ur hér í Danmörku að þið
skylduð hafa unnið þetta
mál, og ég er viss um að
sama er að segja um verzlun-
armannasamtökin á hinum
Norðurlöndunum“.