Morgunblaðið - 20.11.1962, Page 3
wiðjudagur 20. nóvember 1962
M O RG t IV BL AÐIÐ
<Jr pökkunarsalnum.
Fyrsta síldin
til Reykjavíkur
Hugrún, sem er búin að salta
á mörgum vertíðum, saltar í
fyrstu tunnuna á þessari ver-
tið.
FYRSTA SÍLDIN barst til
Reykjavíkur í fyrrakvöld. Hún
var yfirleitt heldur góð, 17 til
18% að fitumagni, en
veidd djúpt úti og bátarnir
því lengi í land með hana.
Alls munu fimm bátar hafa
komið þennan fyrsta dag með
samtals um 2950 tunnur. í>etta
skiptist síðan niður á fjórar
vinnslustöðvar, Anna frá Siglu
firði lagði upp 350 tunnur í
Sðenska Frystihúsið og 300
tunnur til Bæjarútgerðarinn-
ar, sem allt fór til frystingar.
Seley lagði upp 1000 tunnur
og Helgi Flóventsson 429 tunn
ur hjá Júpiter og Marz og Sæ
fari frá Stykkishólmi 70 tunn
ur hjá Guðmundi Jörundssyni
á Kirkjusandi. Loks lagði
Skarðsvík upp 801 tunnu, 540
til frystingar og afganginn í
salt, hjá ísbirninum.
Allir töldu, að þetta væri
einhver bezta síldin, átulaus
og með þeirri stærstu sem
hefur komið á land hér við
Suðurland. Fitumagn hennar
var milli 17 og 18%. Síldin
veiddist djúpt úti, m.a. veiddi
Anna síldina um 40 mílur
N-NV af Jökli.
Þegar Skarðsvík kom inn
brugðu fréttamenn Morgun-
blaðsins við og tóku á móti
bátnum og fylgdu síðan aflan
um inn í ísbjörn, þar sem
hann var unninn. 120 til 130
mann voru þarna við vinnu
og glatt var á hjalla. Starfs-
fólkið var krakkar frá 8 ára
til áttræðs, eins og ein sölt-
unarstúlkan komst að orði.
— Látið frá ykkur þetta
drasl og komið að hjálpa mér
að panna, sagði þessi unga
stúlka við Morgunblaðsmenn-
.— Snorri, komdu og brýndu
fyrir mig, var kallað úr öll-
um áttum.
Verið er að skipa upp úr Skarðsvík frá Ilellissandi, sem kom
með 801 tunnu.
Cr söltunarsalnum.
3
STAKSTEIHAR
Mikilvægar
kafbátaleiðLr.
Eins og MbL hefur greint fri
gera Rússar sér fulla grein fyrir
hemaðarþýðingu íslands. í rúss
nezku tímariti sagði í sumar um
þetta mál:
„Þetta sýnir hina hernaðar-
legu þýðingu íslands, sem liggur
við mikilvægar samgönguleiðir
á sjó, sérstaklega kafbátaleiðir.“
Bjami Benediktsson, dómsmála
ráðherra vakti athygli á því á
þingi, að Ísland væri þanig stað
sett, að aðstaða hér mundi verða
ómetanleg fyrir þann, sem ætl-
aði sér að nota kafbáta að nýju
til eyðileggingar siglingum yfir
Atlantshaf, — en Rússar eiga
nú gífurlegan kafbátaflota —
og eins gæti aðstaða á íslandi
ráðið úrslitum um það, hvort
hægt væri að stöðva siglingar
þessara drápstækja út á út-
hafið hér fyrir sunnan landið.
Kommúnistar risu upp á aftur-
fæturnar með miklum gaura-
gangi út af þessum ummælum
ráðherrans, þótt það liggi skjal-
fest fyrir, að Rússar sjáSfir við-
urkenna þessa staðreynd og skýr
ingin á því, að kommúnistar hér
berjast af alefli gegn því að við
leggjum Atlantshafsbandalaginu
til aðstöðu hér á landi er auð-
vitað líka sú, að þeir vilja um-
fram allt rjúfa þennan mikilvæga
hlekk í varnarkeðjunni. Þá
mundi hemaðaraðstaða Rússa
styrkjast á kostnað frjálsra þjóða.
Hih óábyrga afstaða.
Við umræðurnar á Alþingi að
undanförau hefur Efnahags-
bandalagsmálið skýrzt, og er gott
til þess að vita, þótt hitt beri
að harma, að lýðræðisflokkur,
sem fram að þessu hefur tekið
þátt í umræðum við' stjómar-
flokkana um möguleika á því
að hafa lýðræðislega samstöðu í
þessu mikla máli, skyldi nú
kljúfa sig út úr í von um að
geta þannig aflað sér fylgis.
Hin óábyrga afstaða Framsókn-
arflokksins er samt þess eðlis,
að allir menn sjá, að þar getur
ekki verið um sannfæringu að
ræða. Framsóknarmenn segja í
fyrsta lagi, að við eigum að bíða
með viðræður við bandalagið til
þess að sjá, hvemig samningum
við önnur ríki reiðir af. En í
sama orðinu segja þeir, að við
eigum að fara ákveðnar leiðir
til að ná tengslum við Efnahags
bandalagið, en loka öðrum. Menn
hljóta að spyrja, hvers vegna við
eigum að bíða og fylgjast með
framvindu mála, ef ekki til þess
að átta okkur betur á, hvaða
leið henti okkur. Þess vegna er
fjarstætt að slá föstu, hvað við
eigum að gera, en rökstyðja
frestun samt með því, að við
þurfum að kynnast málunum
betur.
Þora ekki að tala.
Jafnframt segja Framsóknar
menn, að við eigum alls ekki
að ræða við erlenda aðila til
að kynna málsstað okikar, og
þeir bæta því við, að það hafi
verið rangt að taka þátt í þeim
viðræðum, sem þegar hafa átt
sér stað. Naumast eru Fram-
sóknarmenn svo barnalegir, að
þeir haldi, að stjórnendur Efna
hagsbandalagsins hafi ekkert
annað að gera en að kynna sér
af sjálfsdáðum málsstað íslands.
Mbl. er sannfært um að sér-
staða okkar nýtur skilnings með-
al helztu ráðamanna Efnáhags-
bandalagsins, einmitt vegna
þess að þeim hefur verið kynnt
hún. Þannig höfum við undir-
búið jarðveginn og getum vænzt
betri skilnings þegar á reynir,
auk þess sem sjónarmið okkar
liggja fyrir, þegar sérstaklega
verður rætt um viðskipti með
sjávarafurðir, en auðvitað hefði
það alls ekki verið svo, ef farið
hefði verið að ráðum Framsókn
armanna, sem boða stefnu þagn-
arinnar.
ir