Morgunblaðið - 20.11.1962, Blaðsíða 6
6
MORCUNBLAÐ1Ð
Þriðjudagur 20. nóvember 1961
Þ~óðleikhúsið:
Dýrin ■ Hálsaskógi
Barnaleikrit eftir Thorbjörn Egner
Leikstjóri: Klemens Jónsson
Bessi, Ævar og Gísli Alfreðsson í hiutverkum.
PJÓÐLEIKHÚSIÐ frumsýndi sl.
íimmtudagskvöld barnaleikritið
„Dýrin í Hálsaskógi" eftir
norska rithöfundinn og lista-
manninn Xhorbjörn Egner. Þenn
an fjölhæfa snilling þarf ekki
að kynna reykvískum leikhús-
gestum, því að hann vann hug
þeirra allra, ekki sízt barnanna,
með hinu bráðskemmtilega og
yel samda barnaleikriti sínu
„Kardimommubænum", sem
sýnt var í Þjóðleikhúsinu á ár-
inu sem leið og árið áður. Egner
hefur ásamt Christian Hartmann,
samið tónlistina við leikinn og
hin mörgu skemmtilegu kvæði
sem þar eru sungin um aðal
persónur leiksins. Og Egner hef-
íir líka teiknað búningana og
leiktjöldin og ber hvort tveggja
hugkvæmni hans og snilli fag-
urt vitni.
Það mátti heyra á sumum á-
horfendum, bæði ungum og
öldnum, að þeim þættí leikur
þessi ekki eins skemmtilegur og
„Kardimommubærinn“. Má vera
að nokkuð sé til í því, en það
sem á kann að skorta í því efni
bætir höfundurinn fyllilega upp
með þeirri tímabæru og hollu
hugvekju, sem er að baki gam-
anseminm og mótast í hinum
stuttu en gagnorðu lögum, sem
Bangsapabbi setur skógardýrun-
um með aðstoð Lilla og Mar-
teins skógarmúsa. En lögin eru
eitthvað á þessa leið: Öll dýr í
skóginum eiga að vera vinir,
ekkert dýr má eta annað dýr og
sá sem ekki nennir að afla sér
fæðu má ekki taka hana frá öðr-
um. Lög þessi eru ekki marg-
brotin, en eru þó vissulega þess
virði að fleiri en dýrin í skógin-
um hugleiddu þann siðalærdóm
sem í þeim er fólginn.
Hlutverkin í þessum leik eru
serið mörg og því ógerningur að
gera hér grein fyrir þeim öll-
um. Verð ég því að láta mér
nægja að geta aðeins þeirra sem
mest kveður að. Ber þá fyrst að
nefna Mikka ref, þann vonda
skelmi, sem öll dýrin í skógin-
um óttast, sem von er, því hann
hugsar ekki um annað en munn
og maga og er alltaf reiðubú-
inn að háma í sig litlu dýrin,
sem verða á vegi hans. Og auð-
vitað er hann slóttugur eins og
refir eru vanir að vera og enn
hættulegri fyrir það. En undir
lokin tekur Mikki sinnaskiptum
vegna laganna góðu, verður
mesti sómarefur og drýgir jafn-
vel dáð, sem hann hlýtur allra
lof fyrir. Bessi Bjarnason leikur
Mikka af mestu snilld og hefur
vissulega ekki brugðizt sínum
ungu aðdáendum nú frekar en
endranær, og reyndar ekki held-
ur okkur sem eldri erum.
Þá er það Lilli klifurmús, sem
Árni Tryggvason leikur. Lilli er
glaðleg og snyrtileg mús og á-
kaflega léttur í hreyfingum, en
sá er ljóður á ráði hans að hann
er í meira lagi latur til allrar
vinnu, en hins vegar skrambi
sníkinn. Einkum þykir honum
góðar kökur, en það þykif fleir-
um, eins og öll börn vita. Árni
er mjög skemmtilegur í þessu
hlutverki, enda mátti varla á
milli sjá hvor vakti meiri fögnuð
barnanna, hann eða Bessi.
Martein skógarmús leikur
Baldvin Halldórsson. Marteinn
er ekki aðsópsmikill meðal dýr-
anna, en hæglátur og tillögugóð-
ur þegar vanda bér að höndum
og þessir eiginleikar Marteins
komu prýðilega fram í leik
Baldvins. Amma skógarmús, sem
Nína Sveinsdóttir leikur, er líka
góð og elskuleg. En amma gamla
er ekki öll þar sem hún er séð,
því að þegar Mikki refur ætlar
að klófesta hana, gerir hún sér
lítið fyrir og flýgur upp í rjáfur
í leikhúsinu og þótti mörgum
það vel af sér vikið. Bangsa-
pabbi og Bangsamamma eru
stór og kröftug hjón eins og
gamlir bangsar eru alltaf, radd-
mikil og ekki sérlega lipur í
hreyfingum en traust og föst fyr-
ir. Þessi ágætu hjón sóma sér
vel í túlkun þeirra Jóns Sigur-
björnssonar og Emilíu Jónas-
dóttur. Bangsi litli sonur þeirra
er ljómandi skemmtilegur og
snotur bangsi, pg því var ekki
nema von að foreldrar hans yrðu
sorgbitnir þegar maðurinn (Lár-
us Ingólfsson) og konan (Anna
Guðmundsdóttir) stálu honum og
ætluðu að selja hann í fjölleika-
hús. En þá var það sem Mikki
kom til sögunnar og bjargaði
Bangsa litla. Kjartan Friðsteins-
son leikur Bangsa litla og stend-
ur sig vel. Þá eru mjög skrýtnir
náungar og broslegir, þeir Héra-
stubbur bakari og lærlingur
• Harðneskjuleg móðir
Enn um drenginn, sem kast-
aði snjó í bílinn.
„Kæri Velvakandi. Ástæðan
fyrir því, að ég tek mér penna
í hönd, er sú, að ég er bæði
sár og gröm vegna blaðaskrifa
frúarinnar, sem nefnir sig
bæði móður og kennara. Börn-
in hennar eiga líklega ekki sjö
dagana sæla, en þau eru e.t.v.
svo vel alin upp, að þau gera
aldrei neitt nema það, sem þau
eiga að gera. Ekki vildi ég eiga
barnið mitt undir svona harð-
stjórn, og hýgg ég, að fleiri séu
sama sinnis. Ég er meira en
hissa á því, að nokkur móðir
skuli geta látið sér þetta um
munn fara. Mér er þetta mál
ekkert skylt og þekki ekkert
til þessa drengs, sem var ekið
upp á öskjuhlíð og skilinn þar
eftir. Ég er heldur enginn sál-
fræðingur, en trúað gæti ég, að
drengurinn muni búa alla ævi
sína að svona lagaðri meðferð.
Menn, sem þetta gera, eiga að
sæta ábyrgð fyrir sínar gjörð-
hans, Bakaradrengurinn, sem
þeir Ævar B. Kvaran og Gísli
AlfreSsson leika. Og svo er það
Húsamúsin, sem þorir ekki ann-
að en gefa Mikka ref heilt reykt
svínslæri þegar hann laumast
inn til hennar. Hana leikur Mar-
grét Guðmundsdóttir.
Mörg fleiri dýr eru þarna í
skóginum, svo sem Elgurinn,
Kráku-Pétur, Uglan, Patti brodd-
göltur, Hundurinn Habakúk,
margar mýs, hérar, íkornar,
bjarndýr, tveir aðrir elgir, enn
einn broddgöltur, kráka og ugla.
1 leiknum er mikið dansað og
listilega, en dansana hefur Eliza-
beth Hodgshon samið og æft, en
hún er kennari við ballettskóla
Þjóðleikhússins. Kvæðin í leikn-
um eru átta og við þau skemmti-
leg lög, sem aðalleikendurnir
syngja. Undirleik annast tónlist-
armenn úr Sinfóníuhljómsveit
íslands undir stjórn Carls Billich.
Hulda Valtýsdóttir hefur þýtt
leikinn, nema ljóðin. Þau hefur
Kristján frá Djúpalæk þýtt.
Hefur þeim tekist þýðingin mjög
vel. Gunnar Bjarnason hefur
málað leiktjöldin eftir teikning-
um Egners.
Klemenz Jónsson hefur með
leikstjórn sinni nú eins og er
hann setti „Kardimommubæinn“
á svið, sýnt það að honum lætur
sérstaklega vel að stjórna barna-
leikjum, skilur vel anda þeirra
og veit hvað til þess þarf að ná
til hinna ungu áhorfenda. Hefur
þó áreiðanlega verið erfitt að
koma öllu svo vel og eðlilega
fyrir á sviðinu sem raun ber
vitni, með öllum þeim fjölda
sem þar er saman kominn.
Þess skal getið að lokum að
þetta er í fyrsta sinn sem leikur
þessi er sýndur á leiksviði (ur-
ir. Það er hægt að taka börn
öðrum tökum. Ég sé ekki
ástæðu til að orðlengja þetta
frekar, en vonandi lætur frúin
af beizkju sinni gagnvart börn-
unum.
Virðingarfyllst.
Rannveig Kristj ánsdóttir“.
• Síðbúnir forystumenn
Forystumenn Rauða kross
fslands voru seinir að átta sig
á því, að fslendingar vildu
leggja lið hinum hungruðu
börnum í Alsír, og þessvegna
hóf eitt af dagblöðum borgar-
innar söfnun meðal almenn-
ings í þessu skyni. Nú hefur
Rauði kross íslands „tekið við
söfnuninni“, eins og eitt blað-
anna orðaði það. Vonandi tek-
ur almenningur vel undir
beiðni blaðanna um að styðja
þessa söfnun, en almenningur
ætlast til að Rauða kross-menn
vorir séu það vakandi, að ein-
staklingar þurfi ekki að gang-
ast fyrir slíku.
Rauða kross-félagi.
premiere). Hann hefur aðeins
verið sýndur í brúðuleikhúsi áð-
ur, í Noregi, en mun á næstunni
verða sýndur í Danmörku og
Þýzkalandi og ef til vill víðar.
Sagan um dýrin í Hálsaskógi
hefur verið lesin í barnatímum
Ríkisútvarpsins hér.
• Sjoppurnar í skólana
Elsku Velvakandi!
Af því ég er nú vinur þinn
og les alla þína pistla eins og
góði Skaftfellingurinn, þá
vona ég að þú takir eftirfar-
andi hógvær orð um velferð
skólaæskunnar okkar elsku-
legrar. Húsráðandi einn segir
nýlega frá því í dálkum þínum,
að blessuð skólaæskan verði
að verja frímínútum sínum í
það að sækja sínar lífsnauðs-
synjar í næstu mjólkurbúð og
varði síðan veginn með um-
búðum nauðsynjanna og brotn-
um flöskum. Rennur húsráð-
anda að vonum til rifja að
horfa upp á blessuð börnin,
sem þurfa að verja sínum
knöppu frímínútum til þess að
sækja lífsnauðsynjar, s.s. gos,
sígarettur, mjólkurís o. fl. Ég
er þar fullkomlega sammála
húsráðanda, að þetta ófremd-
arástand þurfi, og eigi, að
hverfa úr menningarborg okk-
Sýning þessi var í alla staði
hin ánægjulegasta og eins og
jafnan á barnaleiksýningum,
tóku ungu áhorfendurnir lifandi
þátt í öllu því sem fram fór á
sviðinu.
Það hlýtur hver skynbær
maður að sjá hve illt það er
fyrir blessuð börnin að þurfa
út í hvaða veður sem er til
þess að sækja þessar vörur,
sem þau mega alls ekbi án
vera, ef æskan vill halda sinni
reisn, sem Vormenn íslands.
Til þess að ráða bót á þessu
ófremdarástandi parf að inn-
rétta sjoppu innan allra barna-
skóla og gaggóa, sem hefðu á
boðstólum fyrrnefndar lífsnauð
synjar nemendanna og það
fleira, sem nemendur kynnu
að æskja eftir. Hljóta allir að
sjá hve þetta mundi létta nem-
endum námið og glæða áhuga
þeirra á því, auk þess sem það
skapar kennurunum tómstunda
starf að tína upp af göngum
og í skólastofum umbúðir
nauðsynjanna. Er þeirri tillögu
hér með beint til forráða-
manna skólamála, að héðan af
skuli ekki reist barnaskólahúa
eða gaggó að þar sé ekki um
leið innréttuð sjoppa í híbýlum
skólans. Eins er vert að taka
til athugunar hvernig slíkum
sjoppum verði bezt að koma
fyrir í hinum eldri skólum,
sem þegar hafa verið byggðir.
Ekki má hika við þó taka verði
í hverjum skóla eina kennslu-
stofu til þessara nota.
1 góðu trausti til allra, sem
hér eiga hlut að máli, læt ég
þessa stórmerku tillögu koma
fyrir þjóðarinnar sjónir, vænt-
andi þess að þeir sjái að með
þessu skapast hraust sál í
hraustum skrokk.
Með fyrirfram ástarþökk
fyrir birtinguna.
Þinn einlægur
cx.
„öllu gamni fylgir nokkur
alvara“, er sú eina athugasemd,
sem Velvakandi hefur við þetta
bréf að gera „á þessu stigi
málsins“, eins og forráðamenn
flugfélaganna SAS og Loftleiða
segja um þessar mundir.
Sigurður Grímsson.
Sendisveinn óskast
Vinnutími frá 1 — 6 eh.
HtorgiiiinÞIitfrifr
iéááiiiiááMiMi