Morgunblaðið - 20.11.1962, Qupperneq 15
Þriðjudagur 20. nóvember 1962
MORGUNBLAÐIÐ
15
FYRIR skömmu lögðu tveir
ungir menn af stað tll Afríku
í fjögrurra sæta Piper Com-
ance-flugvéL
Þessir ungu menn eru
mjög góðir vinár þó að afi
annars þeirra sé Sir Vinston
Churchill, en frændi hins sé
Alfred Krupp, sem framleiddi
vopn Þjóðverja í síðari heims-
styrjöldinmi.
Churchill ungi, sem er 22
ára, er alnafni afa sins, en
frændi Krupps, sem er 23 ára
heitir Arnold von Bohlen.
Ungu mennimir kynntust
er þeir stunduðu nám í Ox-
ford. Þá var Arnold forseti
skíðafélags skólans, en Wln-
ston ritari félagsins.
Flugvélin, sem þeir ferð-
ast með til Afríku er í eigu
Winstons. Ætla félagarnir að
fljúga henni til Höfðaborgar
í Suður-Afríku um Lausanne,
Róm, Mið-Austurlönd og
Austurströnd Afríku. Þeir
hafa ekki ákveðið hve long-
um tíma þeir ætla að eyða í
ferðina, en Arnold ætlar að
taka myndir og þegar heim
kemur, ætlar Winston áð 1
skrifa um ferðalagið og von-
ast þeir til, að geta borgað
ferðakostnaðinn með því að
selja greinar og myndir úr
ferðinni.
Fræðslustofnun launþega
Á FUNDI efri deildar í gær
var tekið til 1. umræðu frum-
varp Eggerts Þorsteinssonar og
Friðjóns Skarphéðinssonar um
Fræðslustofnun launþega og því
vísað til 2. umræðu og nefndar.
Ólafur Björnsson skýrði frá
því, að fjárhagsnefnd mælti ein-
róma með samþykkt frumvarps
um að sjúkrahúslæknar fái laun
samkvæmt kjaradómi frá 1. ág.
s.l. Var frumvarpið samþykkt við
2. 'umræðu og vísað til 3. um-
ræðu.
Félagsmálaskóli
Eggert G. Þorsteinsson (A)
fylgdi úr hlaði frumvarpi um
Fræðskistofnun launþega. En
hlutvenk þeirrar stofnunar yrði
að veita trúnaðarmönnum og
öðru félagsfólki launþegasamtak-
anna raunhæfa fræðslu um hlut-
verk slílkra samtaka í nútírna
þjóðfélagi, sögu þeirra, skipulag
og starfshætti. Einnig skal stofn-
unin veita almenna fræðslu um
efnahagslíf, atvinnu- og félags-
miái þjóðarinnar og aðrar grein-
ar, er stjórn stofnunarinnar tel-
ur samrýmast tilgangi hennar.
Stofnunin gegnir hlutverki sínu
annars vegar með Félagsmála-
skóilanum og hins vegar með al-
mennu fræðslustarfi.
ÍTÖLSKU
BOLZAIMO
RAKBLÖÐIN
ryðja sér nú til rúms um alla Evrópu vegna þess að
þau eru jafngóð og dýru blöðin en kosta mikið minna.
Þægilegur rakstur — góð ending — lágt verð.
Þrjár gerðir — hver annarri betri.
SOTTILE (blá)
SUPER (blá)
SUPER (gyllt)
stk. 10 kr. 16.00 1 smásölu
stk. 10 - 25.00
stk. 10 - 30.00
Fæst í flestum verzlunum.
Bygging Hallveig-
arstaða að hefjast
BYGGING kvennaheimilisins
Hallveigarstaða er að hefjast um
þessar mundir á lóð þess við Tún
götu og öldugötu.
Kvöð þeirri, sem hvíldi á lóð-
inni, hefur verið aflétt eftir und
angenginn dóm og skaðabótamat.
Verklegar framkvæmdir h.f.
mun steypa húsið og ganga frá
utanhúss. Áætlað er, að verkinu
verði lokið snemma á næsta
sumri.
í húsinu verða góðir salir fyr
ir félagsfundi og skrifstofuher-
bergi, fyrir þau félög og félaga-
samtök, sem þess þurfa með. Full
komið eldhús verður með stærsta
salnum. Gert er ráð fyrir aðstöðu
fyrir margs konar unglingastarf-
semi.
Hallveigarstaðir eru sjálfseignar
stofnun. Stjórnina skipa 3 konur
frá Kvenfélagasambandi Islands,
3 konur frá Kvenréttindasam-
bandi íslands, 1 kona skipuð af
ríkisstjórninni, 1 kona frá borgar
stjórn Reykjavíkur og 1 kona frá
Alþýðusambandi íslands.
Ný frímerki í dag
TVÖ NÝ frímerki verða gefin út
í dag. Á þeim er teikning af sæ-
símalínunni nýju. Verðgildið er
5 kr. og 7 kr. Frímerkin er prent
uð hjá Courvoisier S/A, La
Chaux de Fonds í Sviss.
JL Þessi
er nýjung
á heims-
epoca
Heildsala: Þórður Sveinsson & Co. h.f.
UmboSsmenn: Þórður Sveinsson & Co. hf.