Morgunblaðið - 20.11.1962, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 20.11.1962, Qupperneq 17
) Þriðjudagur 20. nóvember 1962 'ORGVlSfíl 4 Ð1Ð 17 Áttræð í gær: Margrét Júníusdóttir í GÆR, 19. nóvember, varð Margrét Júníusdóttir, rjómabússtjóri á Stokkseyri, áttræð. Hún er fædd að Syðra-Seli í Stokkseyrarhreppi og voru for- eldrar hennar Júníus Pálsson, síðar bóndi þar, og heitkona hans, Ingveldur Erlendsdóttir. — Föðurætt Margrétar, Selsættin, er ein grein Bergsættar, sem mikill fjöldi manna í lágsveitum Árnessýslu og víðar er af kom- inn. Er Margrét var fárra mán- aða gömul missti hún móður sína af slysförum og ólst hún svo upp hjá föðurömmu sinni og nöfnu, Margréti Gísladóttur á Syðra- Seli. Þar ólst einnig upp ná- frænka Margrétar, Þórdís Bjarna dóttir. Bundust þær frænkur ó- rofa tryggðarböndum og átti Margrét alla tíð heimili sitt hjá Þórdísi á Stokkseyri, þótt hún yrði oft að vera fjarverandi vegna atvinnu sinnar. Margrét aflaði sér á unga aldri viðtækari menntunar en þá mun hafa verið títt um ungar stúlkur. Veturinn 1907—8 var hún við nám í mjólkurskólanum á Hvítárvöllum, en þar fengu stúlkur er hugðust starfa sem rjómabússtjórar undirbúnings- menntun sína. Veturinn 1911—12 var hún við framhaldsnám í Danmörku. Einnig nam hún í Kvennaskólanum í Reykjavík veturinn 1909—40. Strax að loknu námi, vorið 1908, hóf Margrét starf sem rjómabússtjóri í Þykkvabæ í Rangárvallasýslu. Var þar eigi tjaldað til einnar nætur, því við þann atvinnurekstur hefur starf Margrétar verið bundið alla tíð síðan, fyrst í Þykkvabæ, fram til ársins 1922, síðar á tveim stöðum öðrum, næstu sex árin, en 1928 tók hún við forstöðu Rjómabús Baugsstaða og hefur gegnt því starfi síðan.; fyrstu tvö árin sem rjómabússtjóri ein- göngu en síðan lengi bæði sem rjómabússtjóri og forstöðukona pöntunarfélags, sem rekið er á vegum búsins og hefur starfið síðasta áratuginn eingöngu verið bundið við pöntunarfélagið, eftir að rjómavinnsla lagðist niður. Stofnun og starf rjómabúanna er einn merkasti þátturinn í þróun landbúnaðar hérlendis á fyrra helmingi þessarar aldar. Þau munu hafa orðið fjölda bænda til ómetanlegra hagsbóta og aukið stórum tekjur þeirra. Stofnun þeirra var mikið átak við aðstæður þeirra tíma og markið sett hátt, því miðað var við að framleiða smjör, sem væri bæði að verði og gæðum ■ambærilegt við það sem bezt gerðist á erlendum mörkuðum. Og er það út af fyrir sig ærið umhugsunarefni að slíkt skyldi mega takast fyrir hálfri öld við fátækt og frumstæða verktækni þeirra tíma, sem nú virðist ís- lenzkum landbúnaði ofraun þrátt fyrir mikla ræktun og vél- væðingu síðustu ára. Þótt rjóma- búin hafi nú þokað fyrir nýrri framleiðsluháttum, þá eru þau of merkur þáttur 1 atvinnusögu þjóðarinnar til að falla í gleymsku; væri full þörf á því að einhver pennafær maður rit- aði sögu rjómabúanna meðan enn eru ofan moldar einhverjir sem að þeim stóðu og við þau unnu. I byrjun þessarar aldar var það fátítt að konur stæðu fyrir atvinnurekstri og á ungu stúlk- urnar, sem tóku við forstöðu rjómabúanna nýkomnar frá próf- borðinu, var lög-ð mikil ábyrgð, þar sem þær tóku að sér starf, sem afkoma heilla byggðarlaga valt á að lýtalaust væru af hendi leyst. Margréti Júníusdóttur má hiklaust telja meðal brautryðj- endanna við þennan atvinnu- rekstur og hún heíur starfað við hann lengur en nokkur annar. Hitt er þó meira um vert, að öll störf hennar á þessu sviði hafa verið þannig af hendi leyst að hún hefur áunnið sér virðingu og þakklæti allra, sem hún hef- ur starfað fyrir. Eins og fyrr sagði hófst fljótlega verzlun í formi pöntunarfélags við rjóma- bú Baugsstaða eftir að Margrét kom þar til starfa. Hefur hún nú veitt því forstöðu í meira en 30 ár við hinar erfiðustu aðstæður í óhentugu húsnæði, langan veg frá heimili sínu. En Margrét hef- ur alla tíð sett hag viðskiptavin- anna ofar eigin þægindum og afkomu, enda hefur verzlun þessi verið vinsæl og mörgum til hagsbóta og lagt áherzlu á lágt vöruverð og traust viðskipti í hvívetna. Margrét hefur þrátt fyrir háan aldur sýnt fádæma dugnað við starf sitt og notið við það aðstoðar sinnar ágætu hjálparstúlku, Guðrúnar Andrés- dóttur frá Hellukoti á Stokks- eyri, sem starfað hefur með henni í nær 30 ár. Hefur oft ver- ið gestkvæmt og glatt á hjalla hjá þeim í Rjómabúi Baugsstaða, enda hefur ríkt þar íslenzk gest- risni, eins og hún gerist bezt. Margrét er glaðsinna og hispurs- laus í tali við hvern sem er. Hún kann vel að koma fyrir sig orði, enda vel greind og veit á mörgu skil, bæði af lífsreynslu langrar ævi og einnig lestri góðra bóka, en hún hefur alla tíð verið bók- elsk og kunnað vel að meta þá fjársjóði sem þar búa. Áhuga- mál Margrétar hafa ekki verið einskorðuð við þau störf, sem hún hefur einkum stundað. Hún var á yngri árum virkur þátttak- andi í félagslífi og hefur alla tíð haft mikinn og lifandi áhuga á félagsmálum og þjóðmálum. — 1 þjóðmálum hefur hún sem í öðru haft ákveðnar og heilsteyptar skoðanir, sem hún hefur aldrei farið í felur með. Margrét hefur á lífsleiðinni aflað sér mikils fjölda vina og kunningja, sem ég veit að við þessi tímamót í ævi hennar vilja senda henni kveðjur sínar, heilla óskir og þakkir, en þar sem hún mun verða fjarstödd á afmælis- daginn, verðum við að láta okk- ur nægja að senda henni úr fjar- lægð innilegar árnaðaróskir með alúðarþökk fyrir vináttu liðinna ára. —. Helgi fvarsson. Stúlka óskast til afgreiðslustarfa. Sæla café Brautarholti 22. Jochumssonar. Hún var sautján árum yngri en hann. lædd 24/11 1894. Mikilhæf kona er hann varð á bak að sjá, eftir 18 ára sambúð, frá sjö börnum. Erfitt mun móður, að standa ein uppi með sjö börn, en engu minni mun sú raun föður, er slíkt reynir. Þannig voru kring- umstæður Sigurmundar læknis, er hann var skipaður læknir 15/9 1934. Hólshéraðs Bolungarvíkur. í gamla daga trúðu íslendingar því, að jafnan leggði Drottinn líkn með þraut. Svo reyndist hér. í Bolungarvík var búsett eldri ekkja, Jóna Jónsdóttir, að nafni Hún tók að sér heimili læknisins, sá um það og annaðist börnin af samúð og kærleika, unz þaU flugu úr hreiðrinu. Öllum við- komandi hlýtur því ævinlega að verða hlýtt til þessarar konu og óska henni alls góðs. Fyrir hjónabandið hafði lækn- Sigurmundur Sigurðs- son fyrrv. héraðslæknir í DAG er hann jarðsunginn frá Fossvogs kapellu. Hann var fædd ur í Reykjavík 24. nóv. 1877. Dáinn að Hjúkrunarheimilinu „Sólvangi" Hafnarfirði. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Sigurðsson fyrrverandi bóndi, síðar steinsmiður í Reykjavík og Sigríður Ögmunds- dóttir bónda á Bíldsfelli Jóns- sonar. Hann lauk stúdentsprófi 1899. Cand phil Khöfn 1900. Cand med Reykjavík 1907. Dvaldist síðan í Danmörku við framhaldsnám um missirisskeið. Héraðslæknir í Þingeyrarhéraði 1907—8. Veitt Reykdælahérað 10/8 1908. Dvald- ist utan um hálfs árs skeið, til framhaldsnáms í Danmörku og Þýzkalandi og við sjúkrahús í Árósum 1925. Veitt Grímsneshér- að 18/5 1925. Veitt Flateyjar- hérað 1/6 ’34. Veitt 15/9 ’34 Hólshérað Bolungarvík, er hann svo þjónaði þangað til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Þó mun hann hafa gengt læknis- störfum í 1—2 ár eftir sjötugs- aldur. Hann kvæntist 2. ágúst 1913 Kristjönu Önnu Eggertsdóttur irinn eignast tvo syni. Átta af níu börnum hans eru nú á lífi. Þau eru: Ágúst myndskeri Rvík, Gunnar prentsmiðjustj. Vest- mannaeyjum, Ástríður húsfreyja Reykjavík, Sigurður bóndi Hvít- árholti Hrunamannahr.,Kristjana húsfreyja Reykjavík, Eggert Benedikt útgerðarm. Reykjavík, Þórarinn Jón vélstjóri Reykjavík, Guðrún Jósefína húsfreyja New York. í stuttri minningargrein verð- ur eigi hægt að minnast hins látna aldraða læknis. að verð- leikum, en ég á mér von, að slíkt verði gert, í annan tíma, af mér hæfari. Sigurmundur læknir mun hafa verið, er hann lézt, nær fullra áttatíu og fimm ára að aldri, elztur allra þálifandi lækna landsins, enda séð Og lifað tvenna tímana, í sinni nærfellt fjörutíu ára þjónustu, sem lækn- ir í fimm læknishéruðum og sum þeirra á meðal hinna erfið- ustu. Samgöngubætur þá, sára- litlar eða engar. Þeim, sem þetta ritar, er persónulega kunnugt, hve mikið hann varð oft á sig að leggja, sakir sjúkra, við hin erfiðu skilyrði þeirra tíma. Hve ótrauður og æðrulaus hann lagði upp í háskalegar ferðir, eigi sjaldan. að næturlagi út í norðlenzkan byl og vegleysur. Þá kom sér vel, að hann var hestamaður, sem jafnan átti gæð- inga, stundum 3—4. Um þá þótti honum undurvænt og fór vel með. Minnisstætt verður og hversu örþreyttur hann oft kom úr þessum ferðum, stundum eftir langa göngu í djúpum snjó, ófærð, þegar engu varð við komið, utan tveim jafnfljótum. Og samt gladdist hann yfir unn- um sigri, því yfirleitt var hann mjög farsæll í sínu starfi. "Enda munu þeir ótaldir, sem í dag — venda til hans — hlýjum þakkar hug fyrir veitta hjálp, ef til vill á örlagastundu. Eins og áður er tekið fram, þjónaði hann Bolungarvík sín síðustu læknisár. Gömul kona hefir sagt: „Mér finnst, að ekki hafi verið læknir í Bolungarvík, síðan Sigurmundur læknir fór“. Þó kemur maður í manns stað. En verður autt sæti nokkurn tíma aftur alveg fyllt? Mun ekki sérhver einstaklingur flytja þess- ari tilveru eitthvað það, sem að- eins tilheyrði honum einum; einkum hafi verið um að ræða mikinn og sterkan, sérstæðan, persónuleika, sem trúað var fyrir mikilvægu starfi í þágu þjóðar sinnar, já, að vissu leyti alls mannkyns? Þjóðir mynda mann- kyn. Góðir læknar eru því einir hinna góðu hirða. í sama mund og ég, ásamt öðrum vinum, kveð Sigurmund lækni, með virðingu og þökk, óska ég þjóð minni þess, að hún megi ávallt eiga lækna í þjón- ustu sinni, hans líka, að sam- vizkusemi og trúleika, drengskap — í lífi og starfi. Reykjavík 20/11 ’62. A. E. Berlín, 16. nóv. NTB-Reuter. • TALSMAÐUR kommúnista flokksins í Vestur-Berlín skýrði frá því í dag, að flokk- urinn yrði nú formlega slitinn úr tengslum við „móðurflokk- inn“ í Austur-Þýzkalandi. Flokkurinn hefur til þessa verið deild kommúnistaflokk* * Austur-Þýzkalands og fé- lagar þeirrar deildar um það bil 6.500 talsins. ELECTROLUX-UMBOÐIÐ Laugavegi 69. — Sími 36200. 1 MA MlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllintlllllllllllllllllllllllllilllUIUIIIIIIIIIIHIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIinillllllllllllllllllllllillllll Sólóhúsgögn §5 g Hér er á ferðinni skemmtileg nýjung, sem gleðja mun smekklegar húsmæður, g sem vanda vilja sem bezt til heimilis síns. — SÓLÓ eld-húsgögnin eru nú með s KÓNÍSKUM stált'ótum. Komið — sjáið — hringið — spyrjið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.