Morgunblaðið - 20.11.1962, Page 23
Þriðjudagur 20. nóvember
MORCVNBf 4Ð1Ð
23
Fimm ráöherrar Vestur-
Þýzkalands segja af sér
Bonn og Niirnberg, 19. nóv. —
AP — NTB — Reuter
Spiegel-málið svonefnda
hefur nú haft þær afleið-
ingar í för með sér, að 5
ráðherrar Frjálsra demó-
krata í stjórn Vestur-
Þýzkalands hafa sagt af
sér. Var ákvörðun um af-
sögn þeirra tekin á fundi
stjórnar og þingflokks
Frjálsra demókrata, sem
haldinn var í Niirnberg í
dag. Á hinn bóginn var
einnig ákveðið, að flokkur-
inn haldi áfram samvinnu
við Kristilega demókrata,
á þeirri forsendu, að báðir
flokkarnir vilji fylgja
stefnu víðsýni og fram-
fara í innan- og utanríkis-
málum þjóðarinnar.
1 atkvæðagreiðslu, sem
fram fór um ákvörðun
þessa, samþykktu hana 89
fundarmenn af 90 — einn
sat hjá.
Konrad Adenauer, kanzlari
V-Þýzkalandis kom, sem kunn
ugt er, heim frá Ban<laríkjun-
uim á töstudag og á lauigar-
d'ag allan sat hann á fundum
með ráðherrum sínum og
freistaði þess að halda stjórn-
inni saman. Hann neitaði þó
með ödlu að víkja úr emibætti
Franz Josef Strauss, land-
varnaráðherra, sem svo mjög
er um deilt, — en hann hefur
af mörgum verið tailinn lfk-
legastur eftirmaður Adenau-
ers. Þess ber að minnast í
þessu sambandi, að áður en
mynduð var samsteypustjórn
Kristi'legra demokrata og
Frjálsra demókrata fyrir réttu
ári, gerðu hinir síðarnefndu
sitt ítrasta til þess að flá Dr.
Ludwig Erhard, aðstoðar
kanzlara og viðskiptamá'laráð
herra kjörinn í kanzlaraem-
bættið. Þegar það tókst ekki,
reyndu þeir að semja við Ad-
enauer um, að hann gegndi
embaettinu aðeins takmarkað-
an tíma, eða 2-3 ár af kjör-
tímabilinu, en þá tæiki Er-
hard við af honum. En Aden-
auer sat fast við sinn keip
og fór með sigur af hólrni í
þeiin átöbum. Nú er sennileig-
ast, að Frjálsir demoíkratar
vd-lji notfæra sér Spiegel-mál-
ið tiil þess að þvinga Aden-
auer úr kanzlarastólnum. Má
segja, að þeim hafi verið feng
in góð spil í hendur, þar sem
er framkoma landvarnaráð-
herrans. (Sjá Morgunblaðið
sunnud. 18. nóv. bls. 12).
Aðförin að tímaritinu oig
handtaka útgefanda þess og
ritstjóra vakti mikinn úlfa-
þyt í öllum helztu daigblöð-
um V-Þýzkalands, sem töldu
aðgerðir saksóknarans gegn
ritinu brot á stjórnarskrá
landsins og bera sterk merki
athafna einræðisstjóra. Al-
menningsálitið hefur einnig
verið á öndverðum meiði við
stjórnina vegna þessa, og með
an funöurinn í Núrnberg
stóð yfir í dag, fóru stúdent-
ar þar hópgöngu að fundar-
staðnum og báru fyrir sér
spjöld með áletruninni „Franz
Josef Strauss og Adenauer
skulu úr stjórninni“.
★ ★ ★
Ráðlherrarnir fimm, sem
lagt hafa lauisnarbeiðni sína
fyrir Adenauer kanzlara eru:
Hans Lenz, ráðherra sá, er
fjallar um eignir rJkisins,
Wolfgang Misohniok, flótta-
máilaráðherra, Heinz Starke,
fjármálaráðherra. Wolfgang
Stamimberger, dómsmálaráð-
herra og Walther Scheel, ráð-
herra sá, er fer með mál, er
varða efnahagslega samvinnu
Taki Adenauer lausnarbeiðn-
ir þeirra til greina verða þær
sendar áfram til Lúbke for-
seta, sem samkvæmt stjóm-
arskránni skipar ráðherra og
leysir þá frá embætti, — en
Lúbke er um þessar mundir
á ferðalaigi í Asíu og ekki
væntamlegur heim tii Þýzka-
lands fyrr en 5. desember nk.
Stammberger dómsimálaráð-
herra hafði á fyrra stiigi þessa
máls hótað að segja af sér em
bætti, — það var eftir að
hann komst að því, að hin um
fangsmikla lögregluiherferð
var hafin á hendur tímarit-
inu, án þess að hann, hefði
haft hugmynd um. En þá var
tilkynnt, að um misskilning
hefði verið að ræða og sök
lýst á hendur tveggja réðu-
neytisstjóra, Volkmars Hops,
ráðuneytiisstjóra vamamáda-
ráðuneytisins og Walthers
Strauss, ráðuneytisstjóra
dómsmálaráðuneytisins. Var
þeim báðum vikið úr embætti
í yfirlýsingu, sem samþyfckt
var á fundinum í Núrnberg,
en í honum tóku þátt níutíu
manns, segir m.a. að sérstaða
hins tvískipta Þýzkalands og
ástandið í alþjóðamálum krefj
ist þess, að í Vestur-Þýzka-
landi ríki stjórn, er aðeinis
hugsi um velferð þjóðarinnar.
Fulltrúar Frjálsra demo-
krata frá Bayern lýstu því
yfir á fundinum, að þeir
muni krefjast þess, að Strauss
segi af sér fyrir kosningarnar,
sem fram fara í Bayern um
næstu hielgi. Strauss er for-
maður Kristilega sósíalista-
flokksins, sem er stærsti flokk
urinn í Bayern og raunvem-
lega deiild eða dótturflokkur
Kristilegra demokrata. Flokks
menn Strauss hafa á hinn
bóginn staðið við hlið hans
Franz Jósef Strauss, landvarnaiáðherra, svarar spurningum
vestur-þýzkra þingmanna um Spiegel-málið. Myndin var
tekin í Bonn 8. nóvember.
og hótað að slíta tengslin við
Kristilega demokrata, vlki Ad
enauer Strauss úr embætti.
★ ★ ★
Stjórnmálafréttaritarar í
Bonn töldu í kvöld, að Aden
auer muni biðja ráðherrana
fimm að gegna em.bættum
sínum fyrst um sinn, eða
a.m.k. þangað til forsetinn
bemur heim frá Asíu. í dag
átti Adenauer viðræður við
Kurt-Georg Kiesinger, sem
gegnir embætti forseta í fjar-
vem Lúbkes, en þær viðræð-
ur em aðeins taldar hafa ver-
ið fonmsatriði.
Formaður flobks Sósíal—
demókrata, Erioh Ollehhauer
sagði í viðtali við fréttaimenn
MMIMMMMMMMMMM
í kvöld, að samvinna Kristi-
legra demokrata og Sósíal-
demokrata væri óhugisandi
eins og nú væri málum hátt-
að. Á hinn bóginn væri rétt
að taka til athugunar, að nýju
stjórnarsamvinnu allra flokk-
anna þriggja, ef ebki tækist
samkomulag milili stjórnar-
flokkanna.
Rannsóknin í ritstjórnarskrif
stofum tímaritsins „Der Spieg
el“ hefur nú staðið yfir í þrjár
vikur. Var frá því skýrt í
Skrifstoflu saksóknara ríkis-
inis í Karlsruhe, að enn hefði
fundizt verulegt magn hinna
athyglisverðustu skjala, en
nú væri rannsókninni senn
lokið.
Rússneskt skip á síld-
veiðisvæði ísl. flotans
Endurskinsborðar settir á hesta
JÓNAS Ólafsson, sendibíl-
stjóri hefur gert þær merku
varúðarráðstafanir að vefja
teygjubandi máluðu endur-
skinsmálningu um fætur
hesta sinna. Það gerist æ tíð-
ara, að hestar verði fyrir bif-
reiðum, vegna þess hve erfitt
er að koma auga á þá í
myrkri. Á myndinni sést Jón-
as á Blesa sínum með Rauð
í taumi. Snjólfur Páimason,
umferðarlögregluþjónn, held-
ur á stöðvunarskilti, af því
tagi, sem lögreglan notar, og
má því gera samanburð á
endurskininu. Snjólfur kvað
framkvæmdasemi Jónasar
mjög lofsverða og ættu hesta-
menn að taka hann sér til fyr-
irmyndar í þessu efni.
(Ljósm. Sv. Þ.)
SÍLDVEIÐIFLOTINN er um þess
ar mundir að veiðum vestur af
Jökli. Flotanum fylgir síldarleit-
arskipið Pétur Thorsteinsson.
í fyrradag var varðskipið Ægir
ennfremur á þessum slóðum. Har
aldur Björnsson, skipherra, tjáði
blaðinu í gær, að vart hefði orðið
við rússneska hafrannsóknarskip
ið Academic innan íslenzka síld
veiðiflotans. Það er sama skipið
og stundaði síldarrannsóknir með
rússneska flotanum fyrir norðan
í sumar og mætti á fundi haf-
rannsóknarskipanna á Siglufirði.
Talið er, að Academic sé nú að
skyggnast eftir síldinni, sem veið
ist vestur af Jökli, og mun það
— íbráttir
Framhald af bls. 22.
sem einn fárra manna getur leik
ið klukkustundarleik án hvíldar.
Guðm. Þorsteinsson var og góður
í vörn og Hólmsteinn var drjúg-
ur að skora. Annars er ÍR-liðið
sennilega jafnasta lið mótsins, og
sigurstranglegast eins og í fyrra,
KFR liðið átti sína góðu kafla,
en heildarsvipur leiks liðsins er
ekki eins góður og hjá ÍR. Einar
Matthíasson er meistari langskot
anna og margir aðrir liðsmenn
t.d. Ólafur eru góðir að byggja
upp og fjölhæfir í leik sínum, en
liðið hefur þó lent í kyrrstöðu.
eitthvað stunda veiðar, svo sem
hafrannsóknarskip gera.
— Loftleiðir
Frarnlh. af bls. 1.
— Hvenær mun SAS tafca end
anlegar ákvarðanir í málinu?
— Ástandið er þannig, að við
'höfuim samþykkt IATA-fargjöld
in yfir Atlantshaf með fyrirvara.
Samkvæmt þeim fyrirvana verð
um við að ákveða, bvort við
samþyikkjum fargjöldin. fyrir 15
desember, eða hvort við drögum
fyrirvarann til baka. Þetta þýð
ir, að við verðum að hafa ákveð
ið oikfcur fyrir 15. desember og
haifa allar áætlanir okkar til-
búnar.
— Við verðum þá að biða til
15. desember eftir fréttum af á-
kvörðun ykkar?
— Að minnsta kosti verða þær
ekki gerðar opinberar fyrir þann
tíma.
— Er nokkuð, sem þér vilduð
að lokum koma á framfæri I
M)bl?
— Ekkert sérstaikt annað en
það, að við leggjum áherzlu á,
eins og ég sagði áðan. að fá
leyfi til að keppa á sama grund
velli. Ir.nan þess ramma viljum
við hafa sem bezta samvinnu
við Loftleiðir, sagði Karl Nils-
son að lokum.