Morgunblaðið - 12.12.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.12.1962, Blaðsíða 6
6 morgvnblaðið Miðvikudagur 12. des. 1962 Sverrir fiermannsson, formaður L.Í.V.: Lokunartími sölubúða vinnubrögð kauosýslumanna ALLMIKIÐ hefir verið rætt og ritað að undanförnu um breyt- ingar á lokunartíma sölubúða, sem kaupsýslumenn hafa verið að sjóða með sér um hríð. Það hefir vakið undrun verzlunar- fólks, að nokkur blöð hafa ritað um þetta mál undir stórum fyrir- sögnum, svo sem eins og hér væri um eitthvað einkamál kaupsýslu manna að tefla, sem þeir gætu breytt að vild sinni að fengnu leyfi borgaryfirvalda. Ætti þó öllum að vera fullkunnugt um að lokunartími sölubúða er samn ingsatriði milli verzlunarfólks og vinnuveitenda. En þó kastar fyrst tólfunum, þegar athuguð eru vinnubrögð samtaka kaupsýslumanna í þessu mikilsverða máli. Það skal strax fullyrt, að þau hafa orðið þessu máli til stórskaða og mikil hindr- Un í vegi þeirra manna meðal verzlunarfólks, sem beita vildu sér fyrir skynsamlegri lausn þessa vandamáls. Og rökin fyrir þessari fullyrðingu eru afar ein- föld. Ósk um breytingar á á- kvæðum samninga um lokunar- tíma sölubúða er löngu fram komin af 'hálfu kaupsýslumanna. Verzlunarfólk var í fyrstu að vísu óviðmælandi um nokkra rýmkun á þessum ákvæðum. Á síðari árum hafa augu ýmissa forystumanna í röðum verzlun- arfólks opnazt fyrir þeirri nauð- syn að einhver lausn yrði fundin á þessu vandamáli. f samninga- viðræðum á undanförnum árum hefir verzlunarfólk þvi tjáð sig reiðubúið til viðræðna um málið. Við undanfarnar samningagerðir hafa, að ósk kaupsýslumanna, verið settar á fót viðræðunefnd ir af beggja hálfu, sem rannsaka skyldu ítarlega milli samninga hverjar leiðir væru færar til úr- bóta. En allt hefir það verið unnið fyrir gýg, þar sem kaupsýslu menn, sem óhjákvæmilega áttu að hafa frumkvæðið, hafa aldrei lagt fram neinar tillögur til lausn ar vandanum. Viðræðunefndirn- ar hafa aldrei talazt við. í samn- ingaviðræðum milli verzlunar- fólks og kaupsýslumanna hafa aldrei komið fram umræðuhæf- ar tillögur í þessu efni af hálfu kaupsýslumanna. Þeir hafa ein- göngu farið fram á að við þurrk- uðum út úr samningunum öll ákvæði er lúta að opnunar- og lokunartíma sölubúða, án þess að neitt komi í staðinn. Til þess að sýna fram á hversu fjarstæð sní krafa er, þyrfti að nefna til mörg leiðinleg dæmi. Út í þá sálma verður ekki farið hér, en hjá því verður því miður ekki komizt að láta í ljósi þá skoð un, að mikil hugarfarsbreyting þyrfti að eiga sér stað hjá þorra kaupsýslumanna til þess að verzl- unarfólk teldi sér fært að fallast á slíka kröfu. í stað þess að snúa sér til réttra samningsaðila þá snúa kaupsýslumenn sér til borgar- yfirvalda og óska eftir breyting- um á borgarsamþykktum, sem varðar lokunartíma sölubúða. Taka síðan að berja saman breyt- ingartillögur með, að því manni skilzt, einhverskonar verklegri aðsboð borgarstarfsmanna og hnakkrífast nú um sínar eigin tillögur. Slík vinnubrögð eru í fyrsta lagi hlægileg, í öðru lagi vita tilgangslaus og í þriðja lagi kaup sýslumönnum til háborinnar skammar, fyrst og fremst vegna þeirrar lítilsvirðingar, sem þeir sýna viðsemjendum sínum um kaup og kjör og ennfremur vegna aess stórfellda ógagns, sem þeir vinna lausn lokunartímamáls- ins. Kaupsýslumenn lýsa því yfir seint og snemma að áhugi þeirra á málinu sé eingöngu með hag neytenda fyrir augum. Ekki skal það dregið í efa að þeir beri hag neytenda fyrir brjósti, en fyrst fórnarlund þeirra hefir vaxið að þessu marki, þá hefði verið ólíkt stórnvmnlegra að hún hefði fyrst beinzt að því fólki, sem áratug- um saman hefir þjónað þeim undir einhverjum verstu kjör- um, sem launþegar í þessu landi eiga við að búa. í þess stað er því og samtökum þess sýnd lítils- virðing. Án þess að nokkur hafi látið liggja að því einu orði, þá lýstu kaupsýslumenn því yfir á blaða- mannafundi fyrir skemmstu, að vitanlega hefðu þeir ekki hyggju að skerða með þessu kjör verzlunarfólks að neinu leyti. Góðir kaupsýslumenn! Hafði ein- hver verið ósvífinn að láta sér slíkt til hugar koma? Eða hvaða þörf var fyrir slíka yfirlýsingu? Einu sinni tók maður nokkur fyr- ir vestan að sverja af sér barn, sem honum hafði ekki verið kennt. Þetta þótti grunsamlegt, enda sannaðist síðar á hann fað- ernið. Sem stendur eru samningar verzlunarfólks um land allt laus- ir. Ef að líkum lætur munu samn ingsviðræður hefjast innan tíðar. Ef undirtektir vinnuveitenda undir kröfur verzlunarfólks um bætt kaup og kjör verffa meff svipuðum hætti og undanfarin ár, þá verður verzlunarfólk um land allt aff hefja þegar í staff öflugan undirbúning undir hörð- ustu átök meff vorinu, til aff fá réttlætismálum sínum hrundiff 'fram. Verzlunarfólk hefir sýnt ótrúlegt langlundargeð og samn- ingsvilja, en uppskoriff hin lé- legustu kjör og ómaklega fram- komu, sem dæmin sanna. Þaff á því engra kosta völ. Sverrir Hermannsson Jólakort barnahjálpar S. Þ. seld hér EINS og undanfarin ár annast Kventúdentafélag íslands sölu jólakorta Barnahjálpar S.Þ., og verða þau á boðstólum í flestum bóka- og ritfangaverzlunum bæj- arins. Kortin eru eins og fyrr gerð eftir listaverkum frægra lista- manna hvaðnæfa úr heiminum. Að þessu sinni hafa Roser Agel frá Spáni, Ganja Mahmoud frá Egyptalandi, Leo Schutzman Bandaríkjunum, May Hunzi- ker Sviss og Franeois Thango frá Brazzaville, Afríku, lagt til frummyndir. Sl. ár var ein frum- myndin eftir Ohagal, og áður hafa verði notaðar myndir eftir Mat- isse og Picasso. Skemmtilegt væri, ef kort yrðu einlhverntíma gerð eftir mynd- um íslenzJkra listamanna. Skv. ummælum, sem formaður Barna hjálpar S.Þ., Mr. Pate, viðhafði við formann Kvenstúdentafélags ins, er hann var hér á ferð fyrir nokkrum árum, er ekíkert þvi 1 til fyrirstöðu að svo geti orðið. Listamenn hvaða þjóðar sem er, sem áíhuga hafa á því að fá lista- verk sín endurprentuð sem kort Barnahjálpar S.Þ. geta snúið sér til þessarar stofnunar í aðal- stöðvum S.Þ. í New York og leitað allra upplýsinga þessu við- víkjandi. Margir listamenn auk málara hafa lagt fram krafta sína í þágu Barnahjálparinnar svo sem kunn- ir leikarar, sem hafa fengizt um heiminn og skemmt fóiki til á- góða fyrir hjálparsjóði stoifnun- arinnar. í öllum menningarlöndum starfa einhverjir aðilar í þágu Barnahjálparinnar, enda er hún tvímælalaust ein allra merkasta stofnun innan samtaka S.Þ. og sú sem lætur hvað bezt af sér leiða. Kvenstúdentafélag fslands er eini aðilinn hérlendis sem unnið hefur fyrir Barnahjálp S.Þ. með því að annast kortasölu fyrir hana. Starfsemi Barnahjélparinnar er svo kunrt að óþarft er að fjölyrða um hana. Benda má þó á, að alls staðar í heiminum, þar sem börn búa ennþá við hung- ur og sjúkdóma, leitast Barna- hjálpin við að úthluta matvæl- um og lyfjum. Víða þar sem heilbrigðisástand er bágborið í heiminum er stofnun Barnahjálp- ar S.Þ. kannski eini aðili, sem veitir bólusetningu gegn hinum ýmsu sjúkdómum, sem hægt er að fyrirbyggja á þann hátt. Nú alveg nýverið hafa dagfolöðin >hér Skrifað ýtarlega um hörmung ornar í Alsír og þar víst sízt ofmælt. Því miður er ástandið víða annars staðar í heiminum lítið betra en þar, en hvar sem hjálpar er þörf reynir Barna- hjálpin að veita liðsinni sitt í samræmi við getu sína. Þar af leiðandi þarf alltaf að vera hægt að grípa til hjálparsjóða Barna- hjálparinnar og þess vegna þarf stöðugt að vinna að fjársöfnuu í þá, svo hægt sé að forða sem flestum börnum frá hörmung- um hungurs og sjúkdóma. Það er von Kvenstúdentafélagsins að sem flestir bæjarbúar kaupi Framih. á bls. 17. Jóla- klippingin Á RAKARASTOFUM er mjög mikill annatími síðustu dagana fyrir jól ,því allir vilja vera sem bezt útlítandi á þessari mestu há tíð ársins. Það er mjög skiljanlegt að menn vilji bíða með jólaklipp- inguna þar til nokkrum dögum fyrir hátíðina, en jafn augljóst er að við getum ekki afgreitt allan þann mikla f jölda, sem þarf á snyrtingu að halda, á örfáum dögum. Til að forðast að vinn- an komi öll á síðustu dagana fyrir jól, viljum við sérstaklega benda á, að hár á telpum fer oft- ast betur nokkru eftir klippingu en nýklippt og er því tilvalið að senda litlu dömurnar nú þegar í jólaklippinguna. Einnig er nauðsynlegt að öll börn komi sem tímanlegast og allt skólafólk strax og jólaleyfið hefst. Rakarastofurnar eru opnar eins og venjulega til kl. 6, nema laug- ardagana 15. og 22. des. er op- ið til kl. 9 e.h. Á aðfangadag er lokað kl. 1 e.h. Foreldrar! — Umfram allt send iff börnin tímanlega, því þau eru ekki klippt 3 síðustu dagana fyr- ir jól. Gleffileg jól. Rakaarameistari FYRIRSPURN. Á. sendir Velvakanda þessa fyrirspurn: „í nýafstöðnu meiðyrðamáli voru dæmdar miskabætur kr. 30 þúsund og sekt til ríkissjóðs kr. 15 þúsund. Miskabæturnar eru eðlilegar og mættu vera hærri, en hvers vegna fær ríkissjóður tekjur af slíku máli, sennilega á kostnað málsækjanda? Hvað seg ir stjórnarskráin um þetta at- riði, er hægt að _ skattleggja prentfrelsið? — Á“. Velvakandi er maður lítt lærð ur í lögum, en þó telur hann, að sektin til ríkissjóðs sé refsing sem ríkisvaldið leggur hinum brotlega á herðar, og að ekki sé með nokkru móti hægt að skilja það svo, að hún verði á „kostnað" málsækjanda. Miska- bæturnar eru atriði út af fyrir sig, sem ekki er hægt að blanda saman við sektina, og getur hún því alls ekki haft nein áhrif á bótaupphæðina, hvorki til hækk unar né lækkunar. Einnig finnst Velvakanda fráleitt að tala um, að prentfrelsið sé skattlagt. Sá,- sem brýtur meiðyrðalöggjöfina, verður vitaskuld að svara til saka fyrir það. — Annars er Á. velkomið að skýra sjónarmið sitt nánar, og ágætt væri, ef ein hver lögfræðingur vildi svara honum í þessum dálkum. LJÓS í GAMLA KIRKJUGARÐINN Kona ein hefur beðið Velvak- anda að koma þeirri uppástungu á framfæri, hvort ekki væri hægt að leggja leiðslu til Ijósa um gamla kirkjugarðinn suður á Melum, eins og gert hefði ver ið í Fossvogskirkjugarðinum. Fólk langaði til þess að lýsa leiði ástvina sinna um jólaleyt- ið, en til þess þarf það að út- vega sér rafgeyma o. s. frv. sS' V "P |-~Á- wtíf r' . ''-s.úAÁ •\iy • \Y' 9Í0S HVAÐ VARÐ UM PENINGANA? Gömul kona sendir Velvak- anda þetta: „Þegar ég las í Morgunblað- inu fyrir stuttu, að Gestur Sig- urjónsson fékk sinn týnda 1000 króna seðill aftur, kom mér í hug, að betur hefði svo heppi — Kunnug og gömul kona“, ingi minn tapaði 5000 krónum, er hann hugðist leggja inn í Iðn aðarbankann í því skyni að greiða af íbúðinni, þegar þar að kæmi. Tildrög voru þau, að áð ur en hann fór til vinnu sinnar laugardaginn 10. nóv. kl. 7 að morgni, lagði hann þessar 5000 krónur inn í bankabókina, sem hulstur var utan um, og stakk henni síðan kirfilega í bakvas- ann. Á vinnustaðnum var unnið til hádegis, en laust fyrir þana tíma fór maðurinn niður í Iðn- aðarbanka til að leggja pening- ana inn. En viti menn: pening- arnir voru horfnir úr bókinni. Maðurinn varð steini lostinn. Ekki var margt mana í bankan um, leitað var á gólfinu og í kring, en ekkert fannst. Leitað var síðan bæði á heimili hans og vinnustað, en án árangurs. Því miður sneri hann sér ekki til rannsóknarlögreglunnar fyrr en á mánudag, að ég held. Þetta var mikill og sár missir fyrir barnmargan erfiðismann nú fyr ir jólin. Fúslega mundi hann greiða góð fundarlaun, ef svo ólíklega tækist til, að 5000 kr. ættu eftir að koma í leitirnar. — Kunnug og gömul kona“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.