Morgunblaðið - 12.12.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.12.1962, Blaðsíða 24
Níræð kona lærbrotnar Akureyri, 11. desember. TRYGGVI Helgason, sjúkraflug- maður, kom í dag frá Kópaskeri, en þangað hafði hann sótt ní- ræða konu, sem hafði lærbrotn- að. Konan var flutt í sjúkrahúsið Ihér, þar sem gert verður að meið slum gömlu konunnar. — St. E. Sig. Línubátar á Akra- nesi út í gærkvöld Akranesi, 11. desember. MErRIHLUTl síldveiðiflotans var úti í gær, en þegar stormur- inn óx lögðust bátarnir við akkeri á Sandvík, undan Reykja nesvita. Bátarnir, sem lönduðu í gær, fóru út um hádegi í dag. Land- lega hefur verið hjá línubétun- um s.l. sólarhring. Tóku þeir bjóðin kl. 5,30 í kvöld og ætl- uðu að ýta það í kvöld. — Oddur Brezki togar- inn með skokko rntsjó BREZKI togarinn Dinas frá Fleetwood var tekinn í gær- morgun af varðskipinu Óðni fyrir meintar ólöglegar veið- ar 1,1 mílu fyrir innan 6 mílna mörkin út af Langa- nesi. Þegar Óðinn náði togaran- um var hann kominn 1,8 mílu út fyrir ir.örkin og hélt varð- skipið með hann til Seyðis- fjarðar. Þar hófust réttarhöldin kl. 4 síðdegis í gær. Vegna bil- unar á símalínu var ekki hægt að ná tali af fréttaritara blaðs- ins á staðnum. Brezki togarinn mun hafa verið með skakka ratsjá og i mun skekkjan hafa verið 0,7, sjómílur. Skipstfóri hrapar tii hana á Hkureyri Akureyri, 11. desember. UM hádegi i dag var Jón Jó- hannsson, skipstjóri á Særúnu frá Siglufirði, á leið um borð í skip sitt, þar sem það er í slippstöðinni á Akureyri. Jón var kiominn iftngleiðina upp stiga að borðstokk skips- ins. þegar hann féll skyndilega aftur yfir sig og féll til jarðar. Hann mui hafa komið niður á höfuð og 'herðar á frosna jörð- ina. Fallið er talið 4Vz til 5 metr- ar. Menn voru þarna nærstadd- ir og var Jón þegar fluttur í fjórðungssjúkralhúsið á Akur- eyri, en er þangað kom var hann látinn. Talið er líklegt, að Jón hafi látizt strax við fallið. Hann var á sextugs aldri og á fjölskyldu á Siglufirði — St. E. Sig. Aðalfundur Fulltrúar. Sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík Stjórnin endurkjörin AÐALFUNDUR Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Birgir Kjaran, alþm., form. Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfé- laganna í teykjavík 1961— 1962. — var haldinn í Sjálfstæðishúsinu í gærkvöldi. í upphafi fundar var Höskuld- j ur Ólafsson, formaður Varðar, kosinn fundarstjóri og Bjarni Beinteinsson, formaður Heim- dallar, fundarritari. Þá flutti formaður stjórnar . fulltrúaráðs- ins, Birgir Kjaran, skýrslu um störf stjórnarinnar á starfsárinu 1961—’'62. Að því loknu fór fram stjórn- arkjör, en á aðalfundi fulltrúa- ráðsins eru kosnir þrír í aðal- stjórn og þrír í varastjórn ráðs- ins. Voru allir endurkjörnir, sem sæti áttu í stjórninni á siðasta starfstímabili, en þeir eru: í að- alstjórn: Baldvin Tryggvason, frkvstj., Birgir ICjaran, alþm. og Gróa Pétursdóttir, borgarfull- trúi. í varastjórn: Guðm. Bene- diktsson, bæjargjaldkeri, Jóhann Hafstein, alþm. og Ragnar Lár- usson, forstjóri. Auk þeirra eru sjálfkjórnir í stjórnina formenn Sjálfstæðisfélaganna í Reykja- vík. Það eru Bjarni Beinteins- son, formaður Heimdallar, Hösk- uldur ólafsson, form. Varðar, María Maack, formaður Hvatar, og Sveinbjörn Hannesson, form. Óðins. Þá flutti Jóhann Hafstein, al- þingismaður, ræðu um stjórn- málasamstarf NATO-ríkjanna, og verður hún rakin í Mbl. síð- ar. Að lokum þakkaði Birgir Kjaran fulltrúaráðsmönnum það traust, sem sér og öðrum stjórn- armönnum hefði verið sýnt, og hvatti Sjálfstæðismenn til þess að vinna vel að framgangi flokks síns. Eimskip kaupir 1000 tonna danskt skip í RÁÐI er, að Eimskipafélag fs- lands kaupi 900—1000 tonna danskt skip. Það heitir Ketty Danielsen og er eign Otto Daniel sen, skipamiðlara í Kaupmanna- höfn. Ketty Danielsen er 3ja ára gamalt skip og hefur verið í sigl ingum víða. Óttarr Möller, for- stjóri Eimskipafélags fslands, er staddur erlendis um þessar mund ir, m. a. vegna samningaviðræðna um kaupin á skipinu. 334 tonn fyrir /66,600 mörk TOGARINN Freyr seldi í gær- morgun síldarfarm í Bremer- haven. Hann var með 334 tonn, sem seldust fyrir 166.600 mörk. Áður en endanlega er hægt að ganga frá kaupunum þarf að afla nauðsynlegra leyfa og lána. Halda þarf aukafund hluthafa til að samþykkja skipskaupin og hefur fundurinn verið boðaður milli jóla og nýárs. Þá verða einnig rædd lög og samþykktir félagsins og jöfnunarhlutabréf. Stjóm Eimskipafélagsins ákvað snemma í haust, að leita tilboða erlendis frá um smíði tveggja eða þriggja 1000 tonna vöruflutn ingaskipa, sem nota skal til sigl- inga umhverfis landið og geti siglt beint utanlands frá til hafna úti á landi og sparað þannig um- hleðslukostnað og dýrmætan tíma. Kaupin á Ketty Danielsen er einn liðurinn í þessum fyrirætl- unum stjórnar Eimskipafélags ís lands. Matareitrun af kœfu í Reykjavík í LOK síðustu vifcu veiktust að því er vitað er 13 manns með einkenni um matareitrun. Eng- inn veiktist þó hættulega. Grunur féll strax á kæfu, sem keypt var í verzluninni „Ásgeir“, Langholtsvegi 174 hér í borg, og búin var til þar í byrjun vik- unnar. Var sala á henni stöðvuð þegar á laugardag, og sýnishorn tekin til rannsóknar. Kæfan hef- ur ekki verið til sölu í öðrum verzlunum. Við rannsóknina hafa nú fund ist í kæfunni sýklar, sem valda matareitrun og nefndir eru staf- gerlar (staphylococcus aureus). Matareitrunin orsakast af sér- stöku eiturefni, sem sýklarnir framleiða, ef þeir komast í mat- væli. Hins vegar er hér ekki um smitun að ræða frá manni ti! manns. Ekki er vitað um neinn, sem veikst hefur síðan salan var stöðvuð. Þeir, sem enn kunna að eiga kæfu, sem keypt var í frarnan Lítil telpa kjálkabrotnar ÞAÐ slys varð kl. 12.14 í gær- dag, að lítil telpa, Ragna Briem Baldvinsdóttir, Otrateigi 30, varð fyrir bifreið á gatnamótum Nóa- túns og Laugavegar. Bifreiðinni var ekið suður Nóa tún og fram með tveim strætis- vögnum. Ragna mun hafa hlaup- ið út á götuna fyrir aftan stræt- isvagnana og í veg fyrir bifreið- ina. Ragna kjálkabrotnaði og hlaut fleiri meiðsli. Hún var flutt á Slysavarðstofuna og síðar á Landsspítalann. Útlenzkir læknar í slysi austan Fjalls Selfossi í gærkvöldi: ÞAÐ slys varð á veginum á Skeið ium, að ný Volkswagenbifreið rann út af honum í beygju vegna hálku. Bifreiðin lenti með vinstri hlið- ina á kletti, sem er fast við veg- inn. Gekk hliðin inn og er bif- reiðin talin nær ónýt. í bifreiðinni voru tveir ungir læknar, annar þýzkur en hinn austurrískur. Þeir hafa verið á skemmtiferðalagi á íslandi að undanförnu. Þeir höfðu tekið bílinn á leigu í Reykjavík. Ökumaðurinn meiddist nokkuð á andliti og hlaut taugaáfalL greindri verzlun frá miðviku- degi til laugardags í síðustu viku, eru hér með varaðir við að neyta hennar. Athugun leiddi í Ijós, að fram leiðsluháttum kæfunnar var í þetta sinn ábótavant, og verður framleiðsla ekki leyfð á ný, fyrr en ráðin hefur verið bót á þeiim ágöllum. (Frá Borgariælkni). Jarðýta sleit símalínuna SÍMASAMBANDSLAUST var I gær við Seyðisfjörð og Reyðar- fjörð. Unnið er nú að gera við skemimdir, sem urðu á símalin- unni við Egilsstaði, þegar jarð- ýta sleit hana. Þjónn fyrir bifreið UM sexleytið í gærkvöldi varð það slys að maður varð fyrir bíl á Tryggvagötu við mót Póst- hússtrætis. Maðurinn, Jón Thor- arensen, þjónn, Vesturg. 69, gekk út á götuna í veg fyrir bílinn. Jón var fluttur í slysavarðstofuna og kvartaði um eymsli í fæti. Setið við kerta- Ijós ó flkureyri Akureyri, 11. desember. MIKILL hluti Akureyrarbæj- ar var rafmagnslaus um 2% klst. eftir hádegi í dag. Rafmagnsskorturinn stafar af bilun, sem varð í stærri virkjuninni við Laxá. Þar hafði laskazt lega í aðaltúr- bínunni. Á meðan starfaði gamla virkjunin svo og toppstöðin á Akureyri. Af þessum raf- magnsskorti urðu þó nokkrar truflanir í verzlunum, skrif- stofum og íbúðum. Sátu marg ir við lampa eða kertaljós síð degis í dag. Nú er komið fuill rafmagn vim allan bæinn. — St. E. Sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.