Morgunblaðið - 12.12.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.12.1962, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 12. des. 1962 JMwQpniiMðMfr Otgefandi: Hf. Árvakur, Reykj avík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakið. FRAMSÓKN LÆTUR EKKI SEGJAST I Sovétstjórnin hækkar fjárframlög til landvarncs, vísinda og landbúnaðar Fjárlagafrumvarp fyrir 1963 lagf fram í dag ví miður fór eins og Morg- unblaðið óttaðist, að Framsóknarforkólfarnir væru svo djúpt sokknir í kommún- istasamstarfinu, að þeir treystu sér ekki til að draga í land, þótt opinberlega sé nú uppvíst, hver áform komm- únista eru með „þjóðfylking- imni“, sem þeir undirbúa með Framsóknarflokknum. Ritstjóri Tímans, Þórarinn Þórarinsson, er meira að segja sárleiður yfir því, að Morgunblaðið skuli skýra frá valdaránsáætlun kommún- ista. í ritstjórnargrein talar hann í því sambandi um „botnlausan heilaspuna“, „al- menna undrun og aðhlátur landsmanna", „botnlausan þvætting", „fáránlegan mál- flutning“, „nazistískan hugs- unargang“, „æsiskrif, sem eru ferlegri en nokkuð annað“, „foraðshlaup“, „glórulausan „þjóðfylkingar“-vaðal“ o. s. frv. 1 valdaránsáætlunum komm únista segir þó umbúðalaust, að allt starf flokksins miðist við það, að koma kommún- isma á á íslandi „og öll stefnu mið hans í einstökum málum miðast við þetta lokatak- mark“. Síðan er það rækilega rakið, hvernig ná eigi þessu „lokatakmarki“, og vonimar við það eitt bundnar, að Framsóknarmenn haldi á- fram því samstarfi, sem þeir hafa tekið upp við kommún'- ista. 1 áætluninni eru síðan raktar aðgerðir, sem eru í nákvæmu samræmi við bar- áttuaðferðimar í leppríkjun- um, þegar verið var að svíkja þau undir heimskommún- ismann, og Framsóknarflokk- urinn talinn líklegur til að gegna því hlutverki, sem sakleysingjar í þeim löndum gegndu. Auðvitað ætluðu þeir lýð- ræðisflokkar, sem ógæfu- verkin unnu í leppríkjunum, ekki að láta málin þróast þannig, að þjóðir þeirra misstu frelsi. En þeir vom svo einfaldir að átta sig ekki á bardagaaðferðum kommún- ista og svo valdafíknir að fylgja kommúnistum í stjórn- arathöfnum. Eftir reynsluna í leppríkjunum hefði mátt ætla, að lýðræðislegir flokk- ar annars staðar forðuðust samstarf við kommúnista, en því miður hefur sú orðið raunin hér, að samvinna Framsóknarflokksins við er- indreka heimskommúnism- ans verður nánari með hverj- um deginum sem líður. HVERNIG NÁ ÖFGAMENN VÖLDUM? llið kommúníska uppeldi um heim allan miðast við það fyrst og fremst að kenna nið- urrifsmönnum, hvemig þeir eigi að fara að því að komast til áhrifa og valda. Hvar- vetna gera kommúnistar á- lyktanir um valdatökuna. — Fyrrum var ekki farið dult með valdatökuáformin, en síðar var sú bardagaaðferð tekin upp að ræða þau mál einungis á flokksfundum, en dylja þau almenningi. En ef menn vilja kýnna sér það, hvemig öfgamenn fara að því að ná völdum í lýð- ræðisríkjum, þá er engin leið heppilegri til þess en ein- mitt sú að kynna sér valda- tökuáætlanir kommúnista, hvort heldur þeim hefur ver- ið hrundið í framkvæmd eða ekki. Af öllum þessum áætlun- um sést berlega, að komm- únistar leggja megináherzlu á nytsemi þá, sem þeir geta haft af ístöðulitlum flokkum og tækifærissinnuðum stjórn- málamönnum á borð við þá, sem nú ráða Framsóknar- flokknum. í rauninni byggj- ast valdadraumar kommún- ista hvarvetna á afstöðu þess- ara manna, enda hafa þeir fært kommúnistum völdin í fjölmörgum þjóðlöndum. En það eru raunar fleiri dæmi imi valdarán öfga- manna en úr heimi kommún- ismans. Þannig hagnýtti Hitl- er sér einnig skammsýni í- stöðulítilla manna, þegar hann var að taka völdin í Þýzkalandi. En hið furðulegasta er, að þeim mönnum, sem studdu Hitler til valda, var fullljóst, að hann hafði boðað einvalds- og ógnarstjóm í ritum sín- um, alveg á sama hátt og kommúnistar gera. Engu að síður freistuðust þeir til að fá honum í hendur þau völd, sem hann styrkti jafnt og þétt, þar til engin rödd önn- ur en hans fékk að heyrast. Og var það þó sannarlega ekki ætlun allra þeirra, sem studdu hann til valda. Þegar þessi dæmi em höfð í huga, er það með ólíkindum, að annar stærsti stjómmála- flokkur íslands skuli ætla sér að styðja ofbeldismenn til æðstu trúnaðarstarfa, en því miður virðist sú ætla að verða raunin á með Framsóknar- flokkinn. TEKST SAMKOMULAG? resta sú, sem Bandaríkja- menn sýndu í Kúbumál- inu, virðist hafa sannfært Rússa um, að stefna hótana og þvingana sé ekki líkleg til árangurs eins og nú horfir. Jafnframt er þeim ljóst, að hemaðarmáttur Bandaríkj- anna er orðinn miklu meiri en Ráðstjómarríkjanna. Af þessu hvorutveggja leiðir, að þeir eru nú viðmæl- anlegri um eftirlit með kjam orkutilraunum, og benda fregnir til þess, að þess sé skammt að bíða, að samkomu- lag náist um eftirlitsstöðvar, sem nægi til þess að fyrir- byggja tilraunir á laun. Slíku samkomulagi myndi fagnað um heim allan og það mundi draga mjög úr spennunni í alþjóðamálum. Mosfevu, 10. des. (NTB-AP) í DAG VAR fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Sovétríkjanna fyrir árið 1963, lagt fyrir æðsta ráð- ið, en vetrarfundir þess hófust í dag. Krúsjeff forsætisráðherra Sovétríkjanna og öðrum leiðtog- um var ákaft fagnað, þegar þeir tóku sér sæti á fundinum, en meðal þeirra var Vorosilov, fyrrv. forseti Sovétríkjanna. Samkvæmt fjárlagafrumvarp- inu verða fjárframlög til Iand- varna, vísinda og landbúnaðar í Sovétríkjunum árið 1963 hærri en nokkru sinni fyrr. Til landvarna verður veitt 13.900 milljónum rúblna og er það 500 milljónum hærra en á þessu ári. Til vísinda verður veitt 400 milljónum rúiblna og er það 9% hærri upphæð, en á þessu ári. Ff á rmá! a rá ðhe r na Sovétrífej- anna Vasilij Garbuzof sagði i samibandi við hið háa framlag til landvarna, að Sovétríkin myndu halda áfram að vinna í þágu friðar í heiminum, en nauð synlegt væri að halda landvörn- unum eins öflugum og unnt væri þar til samfeomulag um afvopn- tui hefði náðst. Formaður Efnahagsráðs Sovét- ríkjanna, Venjamin Dymshits, skýrði frá áætlun um aukna framleiðslu neyzluvara. Sagði ’hann að meira yrði um þvotta- vélar, kælisfeápa og vindlinga á markaðnum 1963, en verið hefði á þessu ári. Sagði Dymshits, að Fr_mhald af bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.