Morgunblaðið - 12.12.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.12.1962, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 12. des. 1962 Nóbelsverðlaunahafarnir sex við hátíðahöldin í Stokkhólmi á mánudag. Talið frá vinstri: I Maurice Wilkens, Max Perutz, H. C. Crick, John Steinbeck, J. D. Watson, John Kendrew. Nóbelsverðlaun Garnaveiki í 5 ám í Borgarfirði Á MÁNTJDAG fór fram i Stokkhólmi afhending Nobels- verðlauna, eins og skýrt var frá hér í blaðinu í gær. Að af- hendingunni lokinni var hald- in veizla í Ráðhúsinu, og sátu hana 822 gestir. Verðlaunaafhendingin fór fram í Tónlistarhöllinni að viðstöddum fjölmennum hópi lista og vísindamanna og full- trúum erlendra ríkja. Þegar þessir gestir höfðu gengið til sæta sinna voru lúðrar þeytt- ir og Gústaf VI. Adolf Svía- konungur gekk í salinn ásamt fjölskyldu sinni. Þar næst komu hinir sex nýju Nobels- verðiaunahafar ,og var hver þeirra í fylgd með fulltrúa frá Sænsku akademíunni. Einn verðlaunahafinn, rússneski prófessorinn Lev Landau, var fjarstaddur, en hann liggur enn í sjúkrahúsi í Moskvu eftir umferðaslys í janúar s.L Verðlaunahafarnir gengu einn og einn fyrir konung og tók hver þeirra við gullpen- ingi, heiðursskjali og peninga- ávísun úr hendi Gústafs Adolfs, en á eftir voru flutt ávörp. Síðastur tók banda- ríski rithöfundurinn John Steinbeck á móti verðlaunun- um. Sænski rithöfundurinn Anders Österling ávarpaði Steinbeck að afhendingu lok- inni, og sagði m. a.: „Þér eruð ekki framandi sænsku þjóð- inng sem þekkir, elskar og dó- ist að verkum yðar, eins og aðrar þjóðir tun allan heim. Þér eruð orðinn þekktur fyrir þjóðfélags-skáldsögur yðar, baráttu fyrir varðveizlu mann- afhent réttinda, og sem talsmaður rétt lætisins, og allt er þetta í sam ræmi við þann anda, sem við úthlutum Nobelsverðlaunun- um í“. í veizlunni í Ráðhúsinu eftir verðlaunaafhendinguna flutti John Steinbeck ræðu, og skor- aði á allar þjóðir heims að ljúka upp augunum fyrir hætt unni, sem stafar af kjamork- unni. Steinbeck sagði að bók- menntimar hefðu sprottið af mannlegri þörf, og væru nú orðnar algjörlega ómissandi. Mannkynið sjálft hefði frá upphafi falið skáldum og rit- höfundum verkefni þeirra og ábyrgð. — Rithöfundurinn á að skýra og hylla eiginleika mannsins til andlegrar göfgi, sagði Steinbeek; hvetja hann til dáða á tímum ósigra, til hugprýði, samúðar og kær- leika.í hinni endalausu bar- áttu við veikleika og örvænt- ingu, eru þessir eiginleikar hið leiftrandi tákn vonarinnar. — Hinn almenni ótti, sem rík- ir í dag, er afleiðing af þeirri öru þekkingu vorri á og um- gengni við hættuleg fyrirbæri í þessum heimi. Mannkynið hefur á langri sögu sinni marg oft snúizt gegn eðlis-óvinum sínum. í dag stöndum við and spænis óttalegu vali. — Við höfum sölsað undir okkur miklum hluta þess valds, sem við eitt sinn töld- um að aðeins heyrði Guði til. Skjálfandi af kvíða höfum við náð yfirráðum yfir lífi og dauða allra Iífvera jarðar. Hættan, heiðurinn og valið á úrslitastundu liggja hjá mann inum sjálfum. Úr því við höf- um tekið okkur guðlegt vald, verðum við einnig að leita í okkur sjálfum þeirrar ábyrgð arfullu vizku, sem við eitt sinn báðum að heyrði gtfö- dóminum til. — Maðurinn er í senn okk- ar mesta hætta, og okkar ein- asta von, sagði John Stein- beok. GARNAVEIKI hefur fundizt í 5 I kindum frá bænum Skálpastöð- um í Lundareykjadal, Borgar- firði. Þar hefur garnaveiki ekki fundizt áður. Guðmundur Gíslason, læknir að tilraunastöðinni að Keldum skýrði Morgunblaðinu svo frá í gær, að ekki væri enn vitað, hvemig veikin hafi borizt að Skálpastöðum. Þrjár eða fjórar af kindunum sem hafa veikina eru 3 vetra og eru lífcur fyrir því, að þær hafi smitast sem löimb. GarnaVeikis- sýkillinn lifir utan á kindunum í heilt ár í saur og óhreinindum. Á næstunni verður unnið að rannsófcnum á því hvernig veik- in hefur borizt til Skálpastaða og hvort hún hafi breiðst út. Lít- ið ber á veikinni í byrjun. Guðmundur Gíslason sagði, að minni hætta væri nú á smitun frá Skálpastöðum, en sl. tvö ár, fyrst vitað væri um veikina og ráðstafanir gerðar til að hindra smitun. Hann sagði, að mifcið áfall væri að fá veikina á svæði, þar sem hún hefði ekki verið áður. TRYGGVI Helgason, sjúkraflug- maður á Akureyri, hefur nú stundað sjúkraflug um þriggja ára bil. Hann hefur haft eina flugvél af gerðinni Pi|>er patca. Með þessari vél hefur Tryggvi haldið uppi sjúkraflugi og flogið á þessum þrem árum 166 sjúkra flug með 172 sjúklinga, því stund um hafa verið fleiri en einn í ferð. Auk þess hefur Tryggvi rekið flugskóla á Akureyri og notað til þess tvær flugvélar, en jafn- framt önnur þeirra verið vara- sjúkraflugvél, en hann telur það mjög nauðsynlegt vegna sam- gangna við sveitir á Norðurlandi að vetri til. Truflanir á símasambandi við Akureyri Akureyri, 11. desember. ÖRÐUGLEGA mun hafa gengið að nó símasambandi til og fró Akureyri laust eftir hádegi í dag. Sumir héldu, að þetta stafaði af línubilunum sem hefðu or- safcazt af óveðrinu undanfarna daga. Svo var þó ekki, heldur stöfuðu erfiðleikarnir af raf- magnsskorti á símstöðinni á Ak- ureyri vegna rafmagnstruflana frá Laxárvirkjun. Allt símasamband komst í eðlilegt borf, þegar fullur straum ur kom frá orkuverinu. St. E. Sig. Garnaveifci hefur verið í Mýra sýslu og barst hún þangað í fjár- skiptum frá Eyjafi-rði. Garnaveiki er á öllum Aust- fjörðum, en þar hefur fé ekki verið skorið niður. Á Norður- landi er garnaveikisvœði á milli Skjálfandafljóts og Héraðsvatna og sunnanlands frá Hvalfirði að Jöikulsá á Sólheimasandi. Viðræður um við- skipti við Rússa SAMNINGAVIÐRÆÐUR standa um þessar mundir yfir í Reykja- vík milli fulltrúa íslands og Rúss lands um viðskiptasamning milli landanna. Hófust viðræðurnar fyrir s.L helgi og taka þátt i þeim fyrir íslands hönd þeir Oddur Guð- jónsson, viðskiptafulltrúi, Agnar Kl. Jónsson, ráðuneytisstjóri, Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri, Bjöm Tryggvason, skrifstofu- stjóri, Pétur Pétursson, forstjóri og Halldór Jakobsson, fram- kvæmdastjóri. Hann telur einnig nau" ;ynlegt, að fá þyrilvængju og er það mál í athugun. Skíðaflugvélin er væntanleg ! vetur. Hún mun vera af gerðinni Cessna 180. Eitt flugskýli er á Akureyrar- flugvelli og er það þegar upp- tekið af vélum Tryggva. Þeir sem eiga einkaflugvélar á Akur- eyri hafa þurft að flýja með þær inn á Melgerðisvöllinn, sökum rúmleysis í flugskýlinu. „Ef ég bæti við mig fleiri flugvélum verð ég að láta eitt- hvað af þeim standa úti vegna skorts á flugskýli“, sagði Tryggvi við fréttaritarann. St. E. Sig. Brussel, 11. des. (NTB) UTANBÍKISBÁÐHERRA Belgíu, Poul Henri Spaak, Spaak, skýrði frá því í dag, að Belgar myndu hefja aðgerðir gegn Katangastjóm innan þriggja daga, ef fylkið greiddi ekki sambandsstjórninni í Leo poldville hluta af ágóðanum af starfsemi námufélagsins Union Miniére í Katanga. Skýrt hefur verið frá því í New York, að U Thant fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð anna sé reiðubúinn að fara þess á leit við Bandaríkin og önnur ríki, sem viðskipti eiga við Katanga, að þau beiti fylk ið viðskiptalegum þvingunum, ef Tshombe fylkisstjóri þrjózk ist lengur við, að sameina fylk ið öðrum hlutum Kongó. Gústaf IV. Adolf afhendir John Steinbeck Nóbelsverðlaunin Trygfffvi kmipir skíSaiiuffvéi Saka Indverja um ögranir Skiptar skoðanir framsóknarmanna Peking, 11. des. (NTB). PEKTNGST J ÓRNIN sakar Ind- verja um að hafa rofið lofthelgi Tíbet níu sinnum í dag. Fer stjóm In þess á leit við Indverja, að þeir hætti slíkum ögmnum þegar í stað, og segir, að Indverjar verði sjálfir að taka afleiðing- unum af þeim. Talsmaður indverska utanrík- Lsráðuneytisins sagði í kvöld, að ásakanir Kínverja ættu ekki við rök að styðjast. Sagði hann, að þær væra aðeins einn liðurinn í undirbúningi Kínverja undir nýj- ar ofbeldisaðgerðir gegn Indverj- um. Indverska utanríkisráðuneytið hefur skýrt frá því, að ekki sé enn mögulegt að segja til um það hvort liðsflutningar Kínverja á landamærunum stafi af því, að þeir hörfi eða af því að þeir und- irbúi nýjar árásir á Indverja. 11 dagar eru liðnir frá því að Kínverjar sögðust ætla að byrja að draga heri sina til baka. EINS og margoft hefur komið í ljós ríkir mikill klofningur innan Framsóknarflokksins varðandi afstöðuna til dvalar varnarliðsins hér á landi. Kom það m.a. skýrt fram við um- ræður um almannavarnafrum varpið í gær, er Karl Krist- jánsson lýsti því annars vegar yfir, að hann teldi varnarliðs málið ekki koma almanna- vömum við. Sér virtist dag- skrártillaga Alþýðubandalags ins byggð á þeirri trú, að al- gjört hlutleysi bægi öllum hættum frá. „Ég hof ekki þá trú,“ sagði þingmað- urinn. „Stríðsæði, ef á stað fer, virðir ekki hlutleysi, því miður.“ Hins vegar kvað mjög við annan tón hjá Sigurvin Ein- arssyni. „Herinn á að fara,“ því að hann er menningu okk ar hættulegur og einnig staf- ar okkur „líkamleg hætta“ af t honura. Það, að við skulum / hafa sjálfsákvörðunarrétt, um, ) hvort vamarlið sé hér eða k ekki, taldi hann sanna, að bandalagsþjóðir okkar teldu varnarstöðvamar hér lítils virði. Hins vegar væri hlut- leysi gagnlaust, en lega lands- ins tryggði öllum samningum betur, en Vesturveldin kæmu okkur til vamax, ef til stór- átaka drægi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.