Morgunblaðið - 12.12.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.12.1962, Blaðsíða 8
8 MORCUISBLAÐIÐ Miðvikudagtír 12. des. 1962 NÝKOMIÐ: HOLLENZKIR KVEN- KULDASKÓR SKÓSALAN LAUGAVEGI 1 Nauðungaruppboð Húseignin Urðarstígur 10, í Hafnarfirði, þinglesin eign Hlöðvers Helgasonar, verður eftir kröfu Vil- hjálms Árnasonar hrl., seld á opinberu uppboði, sem fram fer á eigninni sjálfri föstudaginn 14. þ.m. kl. 3 s.d. — Uppboð þetta var auglýst í 73., 76. og 77. tbl. Lögbirtingarblaðsins. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Seljum STÁLHÚSGÖGN í úrvali Athugið að við höfum opnað verzlun að Brautarholti 4, 2. hæð, þar sem við seljum stálhúsgögn á sérlega hag- stæðu verði. Getum ennþá afgreitt fyrir jól eftirfarandi: Eldhúsborð frá .... Kr. 1295,00 Eldhússtóla frá — 545,00 Kolla — 185,00 Símaborð . . . . 685,00 Útvarpsborð 445,00 Stranbretti . . . . 385,00 Ermabretti 89,00 Komið og reynið viðskiptin. Póstsendum um land allt. STÁLSTÓLAR Brautarholti 4. — Sími 36562. — Rvík. Bezt ú auglýsa í IVIorgunblaðinu ©UJSIIIUM HtCISTÍHCO THADt HEIMSINS BEZTl Eldur blossar upp í hjólbarða LAUST eftir hádegi á mánudag var stór trukkur frá Sandveri á leið eftir Suðurlandsbraut. Trukkurinn var fullur af sandi og aftan í honum annar vagn, einnig fullur. Nálægt Grensás- vegi sprakik á hjólbarða í öft- ustu hjólbarðasamstæðu. Ók bíl- stjórinn áfram spölkorn tii þess að komast út úr umferðinni, en nam síðan staðar og athugaði hjóibarðann. Hafði þá bdossað upp eldur í honum, sennilega vegna núningsins. Slökkvliðið kom -á vettvang og tóikst að slöihkva eldinn, en þá voru allir barðarnir í öftustu hjólasamstæð unni nær gersamlega brunnir. Ný bru Valdastöðum í Kjós. — NU síðustu dagana hefir verið lokið við að setja brú á svonefnd- an Flekkudalsós. Var þar áður gömul brú, en hana tók af í miklum vatnavöxtum fyrir tæp- um 2 árum og hefir verið ógreið- ur vegur á þessari leið síðan. Er þetta trébrú með járnbitum und- ir, 6,5 m. löng. — St. G. I Athugasemd EINS og kunnugt mun vera, hef- ur nú nýskeð komið út- einhvers- konar ævisögupartur, eftir Krist- mann Guðmundsson, rithöfund, og ber nafnið „ísold hin gullna". Á bls. 120—121 í téðri bók er minnst nokkrum orðum á lát- inn eiginmann minn Stein Stein- arr, skáld. Klausa þessi virðist birt í þeim tilgangi einum, að koma fram hefndum vegna rit- dóms, sem Steinn skrifaði um eina af bókum Kristmanns fyrir nærfellt fimmtán árum síðan. (Handritið af ritdómi þessum héfi ég undir höndum, og man glöggt eftir þegar hann var skrif- aður). Öllum þeim, sem þekktu Stein er það Ijóst, hve þessi frá- sögn Kristmanns er fjarri sanni. Þeir vita það að Steinn hefði aldrei þegið mútur, né heldur látið aðra leggja sér orð í munn. Auk þess get ég borið vitni um það að hann tók sér aldrei penna í hönd undir áhrifum áfengis. Það er aðeins vegna þeirra, sem ekki voru kunnugir Steini Stein- arr, og gætu því glæpzt til að trúa ævisöguritaranum, sem ég finn mig knúða til að mótmæla þessari svívirðilegu árás, sem gerð er á minningu skáldsins, I skjóli þess, að hann hefur ekki lengur tækifæri til að bera hönd fyrir höfuð sér. Ástíhildur Björnsdóttir 4 ára dreng- ur fyrir bifreið ÞAÐ slys varð skömmu éftir hádegi í gær, að 4 ára drengur, Ásbjörn Ólafsson, Gnoðarvogi 50, varð fyrir sendiferðabifreið á Suð urlandsbrautinni. Bifreiðin var á leið austur göt- una, þegar Ásbjörn litli hljóp út á hana og lenti á miðri hlið bif- reiðarinnar. Ásbjöm kastaðist í götuna og var þegar flutlur á Slysavarðstof una. f fljótu bragði virtist hann ekki mikið meiddur, en rann- sókninni var ekki að fullu lokið í gærkvöldi. Nýjar amerískar vorur Herrafrakkar Herraföt Sportblússur Verzlunin HERRAFÖT Hafnarstræti 3. Sími 22453. MIÍRBOR THE RAWLPLUG CO. LTD. Cromwell Road, London, S.W.7 Fyrr en pér hafið reynt DURIUM, hafid þér naumast hugboð um hversu auðvelt getur verið að bora I múrstein, tígul- stein, þakplötur, sement, stein, o.þ.h. ÁDURIUM—bornum er oddurinn næstum demantsharður og flygur i gegn. Má nota i handsveif eða rafmagn- sbor. Notaður viða um land. Borið holu —stingið inn réttri sterð af 'rawl’-tappa (Rawlplug), eða hvitbronstappa—festið I og skrufið. Auðveltverk! \s Umboðsmaður fyrir Islandi: John Lindsay, Austurstræti 14, Reykjavik. Posthólf 724. Simi 15789 VEFARADANS Úr veröld ungra elskenda eftir GUNNAR M. MAGNÚSS er jólabók unga fólksins í ár. • Vefaradans er saga úr lífi ungs fólks og gerist i Reykja- vík á síðustu árum. Aðalpersónur sögunnar eru dægur- lagasöngkonan Bára Lóa og unnusti hennar, Börkur Jóns- son, og segir hún frá ástum þeirra og baráttu fyrir lífi sinu og lífshamingjunni við spillt öfl þjóðfélagsins. Þessi spennandi og skemmtilega saga verður unga fólkinu kærkomin jólagjöf. BÓKAÚTGÁFAN DVERGHAMAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.