Morgunblaðið - 12.12.1962, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.12.1962, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 12. des. 1962 MORGUNBLAÐIÐ 17 Upp á líf og dauða Dr. Sigurður Þórarinsson segir í Mbl. 9. des.: „En hann skrifar þessa sjálfsævisögu sína eins og sá einn getur, sem ekki aðeins er gættur góðum gáfum og skarpskyggni, held- ur hefur einnig ósvikna skáldæð . . . Þessi fágaði heimsmaður, glæsilegri en nokkur kvikmyndahetja í Hollyvúdd og kunnáttu- maður um heimsins lystisemdir hefur lifað árum saman frum- stæðu lífi fátækra Eskimóa á austurströnd Grænlands. Þessi fullhugi, sem hvað eftir annað hefur horfzt í augu við dauð- ann, án þess að æðrast og alla ævi virðist hafa lifað eftir eink- unarorðum fyrirrennara síns og fyrirmyndar: Pourquoi pas? Hvers vegna ekki? hann skrifar nú bók, sem réttilega gæti heitið Pourquoi? Hvers vegna . . .“ FROÐI — Jólakort Framlh. af bis. 6. nú sem fyrr þessi kort, því allur ógóði af sölunni rennur óskertur íil Barnahjálpar S.Þ. Máltækið segir, „Það er sárt að eiga barn en ekki brauð“. Þetta hefur okkur íslendingum verið manna ljósast frá okkar eigin fátæktar- og þrengingartímum. Minnist þess nú, góðir bæjar- Ibúar, þegar þið kaupið kort Barnahjálpar S.Þ., >á eruð þið að létta böli hungurs og sjúkdóma af þurfandi börnum víðsvegar ium heiminn, sem ekki geta náð (þroska nema utanaðkomandi hjálp komi til. (Frétt frá Kvenstúdenta- félagi íslands) - Utan úr heimi Framh. af bls. 12. iðnaðarframleiðslan hefði auk- izt um 45% frá 1959, en áætlað hefði verið að hún yikist um 39% Báðgert væri, að kjötframleiðsl- an ykist um 10% á árinu 1963. Auk þess kom fram á fundinum, að 20% af iðnaðarfyrirtækjum Sovétríkjanna væru rekin með tapi og margir fulltrúar, sem tóku til máls gagnrýndu það hve margar iðnaðarvörur væru lé- legar. - Bréf frá New York Framhald af bls. 13. land en að Hekla væri þar og stæði upp úr henni eldstólpi nótt sem nýtan dag. Munndu þar vera dyr sjálfs Vítis! Síðan tæknin sigraði fjarlægð- irnar hafa þjóðir heimsins feng- ið tækifæri til þess að kynnast með allt öðrum hætti en áður. Nú er það orðið flestum ljóst, að þekking þjóðanna og skilningur á högum hver annarra er frum- skilyrði þess að friðsamleg þró- un og uppbygging geti haldið á- pram á jörðinni. S. Bj. Cj:favörur Króm, stál, plast og keramik gjafavörur * í miklu úrvali. ÞORSTEINN BERGMANN Gjafavörubúðin Laufásvegi 14, sími 17-7-71. JÓLAG JAFIR NIVADA — ROAMER — PIERPONT kven- karlmannsúr, þekkt svissnesk merki. — Gott úrval. STÁLVÖRUR — TEAKVÖRUR — KOPARVÖRUR nýkomnar í miklu úrvali. Mikið úrval af perlufestum, einnig armönd, manchetthnappar, bindisnælur og margt fleira hentugt til jólagjafa. Magnús E. Baldvinsson Laugavegi.12. — Sími 22804. Hafnargötu 35. — Keflavík. HÁLSFESTAR OG SKART- GRIPASKRÍN SMEKKLEGAR JÓLAGJAFIR Hanna Bjarnadóttir og Jórunn Viðar æfa sönglög eftir Fjölni Stefánsson, sem verða flutt í fyrsta sinn hér á landi á tónleikum Musica Nova i kvöld. Musica Nova í kvöld FYRSTU tónleikar Musica Nova á þessu starfsári verða að Hótel Borg í kvöld kl. 21.00. Þetta er fjórða starfsár félagsins. Á tónleikunum í kvöld verður flutt Serenade fyrir fiðlu, cello og píanó eftir Jan Maegaard, sem er 32 ára danskt tónskáld, en verkið er somið árið 1960. Flytjendur eru Einar G. Svein- björnsson, Einar Vigfússon og Atli Heimir Sveinsson. Á nor- rænu tónlistarhátíðinni hér í Reyikjavík 1954 var flutt eftir þennan sama höfund sónata fyr- ir violu. Síðan verður flutt Duo fyrir klarinett og fiðlu eftir Gunnar Berg, sem einnig er danskur, 53 ára og ókunnur 'hérlendis. Þriðja verkefnið er sónata fyrir hörpu, eftir Paul Hindemith, og leikur Jude Mollenhauer Webster hana. Hún er bandarísk en hefur leik- ið með Sinifóníuhljómsveit ís- lands. Er þetta í fyrsta sinn, sem flutt er hörpusóló á vegum fél- agsins. Að lokum verða flutt verk tveggja íslenzkra tónskálda. Hið fyrra er Áfstæður I og H eftir Leif Þórarinsson, sem ekki hef- ur verið áður flutt hérlendis, en var frumflutt í New York og hefur einnig verið leikið í Dan- mörku. Þetta er vehk fyrir fiðlu, cello og píanó og flytjendur eru Björn Ólafsson, Einar Vigfússon og Þorkell Sigurbjörnsson. Hið síðara er Þrjú sönglög, eftir Fjölni Stefánsson, samið við kvæði Steins Steinars, Tíminn og vatnið. Það var frumflutt í Vín 1961 og var aftur flutt í Kaupmannalhöfn í september í haust. Flytendur verða Hanrfa Bjarnadóttir og Jórunn Viðar. Á annan í jólum mun Musica Nova síðan flytja óperuna Amal og næturgestirnir, eftir Gian- Garlo Menotti í Tjarnarbæ. Áð- ur hefur verið flutt óperan Mið- illinn eftir þennan sama höfund, sem er Bandaríkjamaður, fæddur á Ítalíu. Musica Nova ráðgerir að halda aðra tónleika sína í lok febrúar og þá þriðju í apríl. Á síðustu tónleikunum verður meðal ann- ars kynnt nýtt verk eftir Atla Heimi Sveinsson, og einnig verð- ur endúrflutt verkið Haustlitir, eftir Þorkel Sigurbjörnsson, en það var frumflutt á vegum fél- agsins 1959. Annars má meðal höfunda á þessum hljómleikum nefna Matysis Seiber, Anton We- bern, Béla Bartok og Alban Berg. Stjórn Musica Nova skipa nú: Jón Norðdal, formaður, Fjölnir Stefánsson, Sigurður Markússon og Þorkell Sigurbjörnsson. Þjónn á hverjum fingri... NILFISK heimsins bezta ryksuga. Góð/r greiðsluskilmálar. Sendum um allt land. O. KORNERUP-HANSEN Simi 12606. Suðurgötu 10. Orðsending frá Radíóverkstæðinu Hljómur Getum ekki tekið fleiri tæki til viðgerðar fyrir jól.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.