Morgunblaðið - 12.12.1962, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.12.1962, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 12. des. 1962 MORGVTSBLAÐIÐ 5 MENN 06 = mtEFMm LAUST fyrir tólf kom hing- að frá Gautaborg Loftleiða- flugvél með sérstaka send- ingu innanborðs. Þegar búið var að renna stiganum að diyr um flugvélarinnar birtist í þeim ung stúlka með ljóm- andi kórónu á höfði. Þar var komin Lucia frá Svíþjóð, sem á að koma fram á Luciu-há- tíð Sænsk-íslenzka félagsins í Þjóðleikhúskjallaranum. Guðlaugur Rósinkranz, þjóð leikhússtjóri og formaður Sænsk-íslenzka félagsins, beið . komu hennar úti á flugvelli á- samt Birnu Geirsdóttur, sem kom fram sem Lucia í fyrra. Við náðum tali af stúlkunni, sem heitir Eva Larsson, og er efnafræðastúdent við háskól- ann í Gautaborg. — Hvernig orsakaðist það að þér komið hingað? — Ég var Lucia í Gautahong 1959 og svo atvikaðist þetta bara svona. — Eruð þér meðlimur í Sænsk — íslenzka félaginu? — Nei, éig var bara beðin uim að fara hingað, og ég hafði náttúrlaga ekkert á móti því. — Verið þér hérna lengi? — Nei, ég fer aftur til baka á föstudag, en ég vona að ég geti notað tímann vel. — Þér ætlið kannski að fara að skoða borgina strax í fyrramálið? — Nei, ætli ég reyni ekki að sofa út fyrsta daginn, en ég fer á kreik strax eftir há- degið. Guðlaugur Rósinkranz gaf okkur þær upplýsingar, að þetta væri í fyrsta skipti, sem fengin væri erlend stúlka til að koma fram sem Lucia. Sænsk-fslenzka félagið í Gautaborg hefði haft milli- göngu um að útvega stúlk- una, og Loftleiðir hefði síðan boðið stúlkunni far fram og til baka. Allt á barnið — Veljið það bezta Austurstræti. Odýrt! Ódýrt! Telpukápur (alull) Stærðir 4—12 ára. Verð kr. 445,00 — 650,00. Smásala. — Laugavegi 81. Frystikista og ölkælir til sölu á hagkvæmu verði. — Upplýsingar í síma 16680. SPEGLAR Speglar í teakrömmum. — 3 gerðir. Úrval af speglum. — Framleiðum cinnig spegla eftir máli fyrir jól. Fallegur spegill er kærkomin jólagjöf. Glersalan og Speglagerðin Laufásvegi 17. — Sími 23536. Eva Larsson, þegar hún kom úr flugvél Loftleiða. (Ljósm. Sv. Þ.) Endurskoðun 70 ára er í dag Sigurður Eyj- ólfsson, Fálkagötu 34. Hann dvel ur úti á landi í dag. Sil. laugardag voru gefin sam- an í hjónaband í kapellu Háskól- ans af Ásmundd Guðmundssyni fyrrv. biskup, ungf'rú Hólmfríð- ur Kofoed-Hansen (Agnars, flug málastjóra) og Fróði Björnsson, flugmaður (Franzsonar, rith.). Heimili ungu hjónanna er að Sunnuvegi 23, Reykjavík. Leiðrétting T>au mistök urðu í blaðinu í gær, að niður féll nafnið: Happdrætti Sjálfs bjargar í grein í Dagbók. Fermingarbörn séra Bjarna Jónssonar frá haustinu 1922 komu nýlega saman til að minnast þess, að 40 ár eru lið in frá fermingu þeirra. — Alls voru fermingarbörnin 28, en 4 eru nú dáin. 15 þeirra gátu komið því við að taka þátt í samkvæminu, sem haldið var í gamla biskupshúsinu í Tjarn argötu 26. Nokkrir komu með maka sína. Síra Bjarni Jóns- son, vígslubiskup, og kona hans, frú Áslaug Ágústsdóttir, voru að sjálfsögðu heiðurs- gestir. Prestsfrúinni voru færð blóm. Ræður voru fluttar. Sálmurinn Dagur er, dýrka ber Drottin Guð minn, sem síra Bjarni kenndi börnunum lagið við á sínum tíma, var sungmn, einnig voru önnur ljóð sungin. Margs var minnst. Þakkir voru færðar þeim, sem börnin fermdi. Síra Bj arni var hrókur fagnaðarins. í þeirri trú, að fleiri börn yrðu borin í kirkju til skírnar, ef kirkjan ætti sjálf skírnarkjóla til þess að klæða börnin í með an á skírnarathöfninni stend- ur, tóku 40 ára fermingarbörn in þá ákvörðun að gefa Dóm- kirkjunni skírnarkjóla. Guðrún Jensen, sem hug- myndina átti, hefir nú útveg- að þrjá skírnarkjóla og af- hent þá frú Áslaugu og síra Bjarna til að koma þeim á- leiðis til safnaðarstjórnar Dóm kirkjunnar. Ungur maður með prófi frá Verzlunarskóla íslands eða Samvinnuskólanum, óskast á endurskoðunar- skrifstofu. Eiginhandar umsókn með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgr. Mbl. fyrir 17. þ.m. merkt: „Framtíð — 3128“. Knattspyrnufélagið Víkingur Aðalfundur félagsins verður haldinn í Tjarnarbæ í kvöld (12. des.) kl. 8.15. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. RAUÐI KROSS ÍSLANDS Með því að kaupa JÓLAKORT RAUÐA KROSSIMS styðjið þér ALSÍRSÖFNUNINA. Kortin eru gerð eftir myndum frú Barböru Árnason. Bifreiðaeftirlit ríkisins, Borgartúni 7, verður lokað í dag miðvikudaginn 12. des. frá kl. 12 á hádegi vegna jarðarfarar Jóns S. Ólafssonar, fyrrverandi for- stöðumanns. Bifreiðaeftirlitið. n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.