Morgunblaðið - 29.12.1962, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 29.12.1962, Qupperneq 1
24 siður UttMðMfr 49 árgangur 291. tbl. — Laugardagur 29. desember 1962 Prentsmiðja Morgu’'iblaðsins SÞ telja Tshombe vera að missa tðkin á Katangaher MM Fimmburar fæddir í Argentínu? Cordoba, Argentínu 28. desember. (NTB).. SKÝRT var frá því í blöðum I Argentínu í dag, að kona ein í borginni Simbolar hefði fætt fimmbura í gærkvöldi. Konan heitir Manuela Quint- ana. Þar sem ekki er síma- samband milli Simbolar og Cordoba, sem er næsta stóra borgin, hefur fregnin um fæðingu fimmburanna ekki enn fengizt staðfest. Miklar óeirðir voru i Elisabethville í gær, en i gærmorgun haföi Tshombe lofað oð koma á vopnahléi Leopoldville og New York, 28. des. — (NTB) — 4 MIKLAR óeirðir voru í Elisabethville, höfuðborg Katanga- fylkis í Kongó sl. sólarhring. Herma fregnir, að á fimmtudags- kvöld hafi Katangaher gert árás á stöðvar liðssveita Sameinuðu þjóðanna í borginni og haldið uppi skot- og sprengjuárásum nær sleitulaust alla aðfaranótt föstudagsins, en Uðssveitir SÞ hafi ekki svarað árásunum. 4 Yfirmaður liðssveita SÞ í Elisabethville, Eliud Mathu, gekk á fund Tshombes fylkisstjóra á fimmtudagskvöld og lofaði Tshombe þá, að láta Katangaher hætta aðgerðum í birtingu í morgun, en þrátt fyrir það hélt Katangaher uppi skothríð í allan dag og liðs- sveitir SÞ svöruðu í sömu mynt, þegar nauðsyn bar til. 4 1 dag gekk Mathu aftur á fund Tshombes og gaf honunf einn- ar og hálfrar klukkustundar frest til þess að skipa mönnum sín- um að hætta aðgerðum. Þetta kom þó fyrir ekki og Katangaher hélt skothríðinni áfram eftir að fresturinn var útrunninn. Fengu liðssveitir SÞ þá fyrirskipun um að ráðast inn í eitt hverfi Elisa- bethville. — 4 Eftir að þetta varð kunnugt í aðalstöðvum SÞ í New York hermdu fregnir þaðan, að talið væri, að Tshombe hefði ekki leng- ur stjórn á Katangaher. Aðalstifðvar Katangahers á valdi SÞ. 1 Yfirmaður liðssveita Samein- uðu þjóðanna í Elisabethville Eliud Mathu hershöfðingi til- kynnti í kvöld, að menn hans hefðu rutt úr vegi vegatálmum Katangahers á einum af vegun- um til borgarinnar, haldið inn í hana og náð á sitt vald aðal- stöðvum Katangahers í einu af hverfum borgarinnar. Fyrr í dag fengu allir óbreytt- ir borgarar, sem starfa í Elisa- •betville á vegum SÞ fyrirmæli um að fara hi® bráðasta frá borginni og þegar síðast fréttist hafði verið hafizt handa um að flytja menn þess á brott. Talsmaður liðssveita SÞ skýrði frá því, að þúsund indónesískir fallhlífarhermenn úr liði sam- takanna væru komnir til Albert- K! 300 millj. tap hjá SAS 7962 Stokkhólmi 28. des. (NTB) REIKNINGAR SAS fyrir árið 1962 verða lagðir fraim í Osló 11. jan. n.k. á fundi stjómar flugfólagsins, sem þar verður haldinn. Á árinu 1901 nam tapið S rekstri félagsins 119 millj. norskra króna (rúmiuim 700 milljónum ísl. kr.), en talið er að það hafi verið tailsvert minna á þessu ári, eða um 300 miilHj. ísl. kr. ville, sem er skammt fyrir norð- an Elísabethville og væru þeir reiðubúnir að ráðast inn í höfuð- borgina, ef þeir fengju fyrirskip- anir um það. SÞ reyndu að fanga málaliða. Fréttamaður Reuters í Eliza- bethville var í stöðvum liðssveita SÞ aðfaranótt föstudagsins og í dag tókst honum að senda frá sér fréttir þrátt fyrir mjög slæm skilyrði. Sagði hann, að Katanga her hefði haldið uppi skot- og sprengjuárásum á liðssveitir SÞ nær sleitulaust alla nóttina, en liðssveitir SÞ hefðu ekki svarað árásinni, en undirbúið gagnárás. Segir fréttaritarinn að aðalmark- mið hennar hafi verið, að reyna að taka til fanga erlenda mála- liða í Katangaher, en SÞ telja, að þeir eigi hvað mesta sök á óeirðunum. Tshombe horfir nauðugur á árásaraðgerðir. Fréttamaðurinn skýrði frá því, Framh. á bls. 23. Starfsmenn Marienfelde flóttamannabúðanna rannsaka bifreið flóttamannanna. Tvenn hjón með 4 bðrn flýja til V-Berlinar í brynvarinni bifreið AÐ morgni annars jóladags var brynvarinni bifreið ekið frá A-Þýzkalandi inn í V.-Ber lín. í bifreiðinni voru átta menn, tvenn hjón, önnur með tvær dætur sínar 1 og 3 ára og hin með 13 ára dóttur sína og 10 ára son. Fjölskyldur þessar höfðu ekið um 200 km leið frá Neugersdorff á landa- mærum A.-Þýzkalands, Pól- lands og Tékkóslóvakíu. Fjöl- skyldurnar hófu undirbúning flóttans fyrir nokkrum vikum og á aðfangadagskvöld var lagt af stað. Til þess að vekja ekki athygli a-þýzku lögregl- unnar var bifreiðinni ekið eftir fáförnum götum og stígum, oft varð að stöðva hana og bíða átekta og stundum snúa við og aka til baka þann veg, sem fyrst hafði verið ekið eftir og finna annan fáfarnari. Þegar bifreiðin nálgaðist mörkin milli A.-Þýzkalands og V.-Berlínar urðu a-þýzkir landamæraverðir hennar var- ir og hófu skothríð. Særðizt bifreiðarstjórinn lítillega, en aðra sakaði ekki. Áður en bif- reiðin kom inn í V-Berlín hafði hún rutt úr vegi nokkr- um vegartálmum A.-Þjóð- verja, en hún hafði verið út- búin sérstaklega að framan með það fyrir augum. Flóttafólkið var mjög þreytt eftir hina erfiðu ferð og var strax ekið með það til flótta- mannabúðanna í Marienfelde. Annar fjölskyldufaðirirm, fyrrv. hermaður, sem missti fótinn í heimsstyrjöldinni, átti brynvörðu bifreiðina og hafði notað hana í þágu lítils fyrirtækis, er hann rak þar til fyrir skömmu, að stjórnin tók fyrirtækið eignarnámi. ■ I 20 þús. menn heimilislausir vegna fldöa í Grikklandl llörkufrost víðsvegar i Evrópu London 28. des. (NTB). MIKLIR kuldar eru nú víða í Evrópu og í Swiss hafa niu menn látið lífið af völdum hans. — Mikil hláka er aftur á móti á Spáni og í Grikklandi. Á Spáni hafa þrír menn látið lífið af völdum flóða og í einu héraði í Mið-Grikklandi hafa um 20 þús. menn misst heimili sín Hundruð fjölskyldna hafa flú- ið heimili sín á Suður-Spáni vegna flóðahættu. Meðal þeirra, sem létu lífið í Sviss voru tveir smyglarar, sem ætluðu að laumast gegnum skarð til Ítalíu, en í skarðinu féll á þá snjóskriða. Mikil hálka var á veginum í Ítalíu létu 6 menn lífi í umferða- slysum. í Evian í Frakklandi stöðvaðist vinna í gordrykkjaverksmiðju, því að vatnið fraus áður en hægt var að tappa því á flöskurn ar. Á einum stað í Sviss var 35 gráðu frost, þar sem kaldast var í Austurríki var 30 gráðu frost, í Munchen var 21 stiga frost og í Umbria á N.-Ítalíu 20 gráðu frost. Flugvéí fersf í Hollandi Rotterdiam 28. des. (NTB). I DAG rakst brezk farþegaflug- vél á stíflugarð náilægt flugvelli í Rotterdam. Flugmaður flugvél- arinnar beið bana, og þrir af áhöfninni særðust. 14 farþegar voru með vélinni, en engan þeirra sakaði. 85 tonn fyrir 6.800 pund TOGARINN Neptúnus seldi í Griimisiby í fyrradag 85 tonn af fiski fyrir 6.800 sterlingspund. Næsti íslenzki togarinn sem selur í Bretlandi er Víkingur, sem mun selja um áramótin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.