Morgunblaðið - 29.12.1962, Page 10

Morgunblaðið - 29.12.1962, Page 10
10 MORCVNBLAÐIB Laugardagur 29. desemlier 1962 HVE langt má sjá með berum augum? 5 km eða 1000 km? Undir venjulegum kring umstæðum sér maðurinn um 6 km frá sér, þ.e. standi hann á sjávarströndu eða líti yfir sléttlendi. — Á stjömubjartri nóttu má þó með berum augum sjá him inhnetti í allt að 14.000.000. 000.000.000.000 km fjar- lægð. Til þess að hægt sé að greina hlut, þarf ljós að endurkastast af honum í y0rt eigið stjömukerfi, Vetrarbrautin, Ijósmyndað gegn um augu mannsins. Aristoteles rauða síu, sýnir mynd, sem líkist öðrum stjörnukerfum í og aðrir heimsspekingar geimnum. Þéttur kjaminn sést á miðri mynd. Gisnar gorm- gamla tímans höfðu þá trú, álmur ganga til hægri og vinstri. — Niðurstöður berast Nú í vikunni skýrði þekkt- ur bandarískur stjarnfræðing- ur, Coleman, frá því, að allt benti til þess, að Venus hefði lítið eða ekkert segulsvið. Frá þessu hafði að vísu verið skýrt nokkrum dögum áður, en þó án þess að nokkur stað- festing fylgdi. Virðast vísinda menn þeir, sem um þetta mál fjalla, vilja vinna til fullnustu úr gögnum þeim, er nú liggja fyrir, áður en heildarniður- staða er birt. Þá var tekið fram, að sólkraftur kynni að hafa þrengt áhrifum segul- sviðsins svo nærri hnettinum, að þess gætti ekki á mæli- tækjum Mariners IL Geimgeislar við Venus Skv. fréttum á fimmtudags kvöldið, virðist, sem svo sé ekki. Venus hafi lítið eða ekk- ert seðulsvið. Áhrif þess eru aftur talin sú, fyrst og fremst, að geimgeislar hafi greiðari aðgang að plánetunni, og myndi lag „íóna“, þ.e. raf- magnaðra einda. í öðru lagi, að Venus muni snúast um 220 sinnum hægar um eigin mönd Hugsanlegt að senda menn til Venusar að augað sendi frá sér geisla, sem lýstu upp hlut- ina og endurköstuðust síð- an aftur til augans. Nú vita menn, að svo er ekki um augað — en einmitt á þann hátt, sem Aristóteles hélt, að augað starfaði, þannig starfa radartæki nútímans, og þessi tækni hefur verið notuð, er útvarpsbylgjur hafa verið sendar til ann- arra hnatta. Nýjar mælingaaðferðir og gamlar Rannsóknaraðferðir fyrri tíma, til að mæla fjarlægðir hnatta milli, byggðust á reikn ingsaðferðum, sem Johannes Kepler (1571—1630) setti fram í lögmálum sínum, í þremur liðum. Þær voru árangur af starfi fyrirrennara hans, Tycho Brahe. Newton renndi síðan föstum stoðum undir þessar kenningar, er hann sýndi fram á, að þær væru í fullu samræmi við þyngdarlögmálið. Með tilkomu radartækja var fenginn nýr mælikvarði á fjarlægð milli hnatta. Enn nýr mælikvarði, og jafnvel sá fullkomnasti, fékkst, er tókst að senda geimför, búin rann- sóknartækjum út í geiminn. Það er því vart að furða, þótt helztu stjarnfræðivísinda menn nú á tímum, m. a. dr. Bernard Lovell í Jodrell Bank rannsóknarstöðinni í Englandi, hafi lýst því yfir, að Mariner II. geimskotið til Ven usar sé mesta vísindaafrek á þessari öld. Tilkoma hnattanna Á liðnum tímum hafa verið settar fram margar kenningar um tilkomu sólkerfisins. Sum- ir stjarnfræðingar nútímans eru þeirrar skoðunar, að eitt sinn hafi verið tóm, þ.e. tóm í þeim skilningi, að þá hafi ekki verið um neina hnetti að ræða, aðeins lofttegundir og efnisagnir á ferð og flugi um geiminn. Hreyfing þessara efna hafi hins vegar verið mishröð, og því hafi þau slengzt saman í efnisheildir. Sumar urðu að hnöttum, aðr- ar leystust sundur á nýjan leik. Samdráttur efnis leiðir til aukins hita, og þar kom, skv. þessari kenningu, að sólin varð lýsandi og varpaði frá sér þeim hita og geislum, sem eru undirstaða lífs hér á jörð- inni, og e.t.v. víðar. Talið er, að andrúmsloft stærri plánetanna, — Júpíters og Satúrnus — sé mjög svipað því, sem var fyrir óralöngu. Aðrar plánetur, þ.á.m. Ven- us og jörðin, höfðu minna að- dráttarafl og glötuðu því miklu af léttari lofttegundum, sem um þær léku, fyrir áhrif sólar. Tvö atriði virðast einkum hafa haft áhrif á ástand hverr ar plánetu fyrir sig, í fyrsta lagi efnismagnið, sem, er það þéttist myndaði hana, og í öðru lagi fjarlægð hennar frá sólu. Líkt og ólíkt með Venus og jörð Talið er, að margt hafi í upphafi verið líkt með jörð- inni og Venus. Þó hefur verið talið fram til þessa, að vegna ýmissa efnabreytinga hafi svo farið, að ekkert súrefni sé á Venusi, en það verður til fyr- ir vöxt og þróun plantna. Fátt hefur verið vitað um Venus, þótt ýmsar kenningar hafi verið uppi, m. a. um magn ákveðinna lofttegunda, hitastig, snúingshraða. Hlutverk Mariners n. Hlutverk Mariners II. var fyrst og fremst að afla þeirra upplýsinga, sem stutt geta, sannað eða afsannað helztu kenningar í þessum efnum. Gervihnötturinn fór fram hjá Venusi um miðjan desem- ber, og síðan hefur verið unn- ið að því á vegum bandarísku geimferðastofnunarinnar að vinna úr þeim gögnum, sem borizt hafa. ul en jörðin. Telur Coleman, að allir hnettir, sem ekkert eða lítið segulsvið hafa, snúist mun hægar, en aðrir. Skýring á hitakenningu „íóna“ lag það, sem áður segir frá, getur hins vegar talizt skýring á því, hvers vegna hiti á Venus hefur ver- ið talinn það mikill, um 300 stig á Celsíus, að þar sé ó- byggilegt lífverum. Hitamæl- ingar þessar hafa farið fram með sérstökum sendingum út- varpsbylgna, en „íóna“ lag, slíkt, sem hér virðist um að ræða, ruglar þannig ■ !ing- ar. Er nú talið líklegra, að hitinn sé allt frá 50 stiga frostí í 50 stiga hita. Óæðra líf? í ljósi þessa, og annarra upp lýsinga, lýsti Coleman því yf- ir, að sennilega væri ekki um annað líf, en svokallaðar ó- æðri lífverur að ræða á Ven- us, væri þar nokkurt líf. Hins vegar væri hugsanlegt, að senda menn til hnattarins. Tengt kenningunni um snún ingshraða, er sú skoðun, að segulsvið hnatta standi í sam- bandi við ytra borð og innr.; kjarna, sem er heitur, og mis- munandi •snúningshraða þess- ara tveggja hluta hnattanna. Meiri árangur með samvinnu? Rannsóknir bandarískra og rússneskra vísindamanna á snúningshraða Venusar hefur fram til þessa ekki borið saman, en hafa að sjálfsögðu mikla þýðingu. Nú virðist, sem bandarísku vísindamenn- irnir hafi komizt nær því að sanna sínar kenningar, þar eð snúningshraði virðist, skv. upplýsingum Mariners II, vera um 220 jarðardagar, en ekki um 20, eins og Rússar hafa talið. Ef að líkum læt- ur, þá munu vísindamenn allra þjóða fá þá vitneskju, sem nú fæst, og kann slík samvinna að auka enn á þá þekkingu, sem nást kann með sendingu hnattarins. f gærkvöld, föstudagskvöld, var tilkynnt við Stanford- háskólann í Kalifomíu, að Mariner II, sem nú er kom- inn á braut umhverfis sólu, hafi ekki skráð neinar þær upplýsingar, frá því er hann fór fram hjá Venusi, sem bendi tíl þess, að um hættu sé að ræða í geiminum fyrir væntanlega geimfara. FRAMTÍÐARSTARF EINKARITARI Vér viljum ráða vana skrifstofustúlku sem gæti tekið að sér einkaritarastarf hjá oss. Málakunnátta er nauðsynleg ásamt góðri æfingu í vélritun, hraðritunarkunnátta er æskileg eða æfing í að vélrita eftir segul- bandi. — Nánari uppl. gefur Starfsmanna- hald S.Í.S., Sambandshúsinu. STARFSMAN NAHALD Dregið í happ- drætti Stýrimanna félags íslands Á FIMMTUDAG var dregið hjá borgarfógeta í happdrætti því, sem Stýrimannafélag íslands efndi til, til ágóða fyrir orlofs- heimili sitt í Laugardal. Vinningsnúmer voru inn- sigluð og verða ekki birt fyrr en í byrjun janúar vegna þess að skil hafa ekki borizt utan af landi. Stúdentar Jólatrésfagnaður fyrir börn stúdenta verð- ur haldinn að Gamla Garði, sunnudaginn 30. desember kl. 14.00. Nefndin. Oss vantar rakalausa vörugeymslu í Reykjavík nú þegar. ATLAIMTOR hf. Reykjavík — Sími 1-7250.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.