Morgunblaðið - 29.12.1962, Síða 11

Morgunblaðið - 29.12.1962, Síða 11
Laugardagur 29. desember 1962 MORGVN BL AÐIÐ 11 Árla morguns næsta dag, var lagt af stað frá Aþenu til Delfí. Hún stendur í Mið-G-rikklandi. Við ókum fyrst „Veginn helga“, ( sem liggur til Elevsis og var mjög fjölfarinn í fornöld. Gyðjan Aþena hefur vitað, hvað hún var að gera, þegar hún gróðursetti hinn fyrsta olíuvið á Akrópólis. Olíuviður er nytja- tré þeirra Grikkjanna. Hér vex hann meðfram veginum, frekar | lágur, en limaríkur og blöðin blágræn. Úr ávöxtum hans fá þeir ólífuolíu, sem er feitmeti þeirra og var ljósmeti, áður en rafmagn kom til sögunnar. Enn | er hún notuð á kolur víða út um sveitir landsins. Ólífuolía ver einnig sólbruna, en sá böggull Séð yfir hluta af helgidómunum í Delfí. í hlíðinni í haksýn er listasafnið, en handan við hæð- ina stendur þorpið, sem flutt var á síðustu öld af staðnum þar sem Delfí var grafin úr jörð. EINAR M. JONSSOIM UR AUSTURLAIVIDAFOR FERÐ UM SRIKKLANB fylgir skammrifi, að hún lyktar exki vel. Hingað og þangað sést fólk vinna á ökrum með hestum og frumstæðum áhöldum, jafnvel tréplógum. Akrarnir þurfa margs við, og um þennan tíma er eins unnið, þótt sunnudagur sé, líkt og hjá okkur um vertíðina. En vinuppskerutíminn er liðinn hjá. Sigurður A. Magnússon segir okkur frá því, að í klaustrinu fræga og menntasetrinu Dafní væri það siður, að allir vínfram- leiðendur i Grikklandi söfnuðu saman að uppskerunni lokinni tunnum með öllum þeim vín- tegundum, sem þeir framleiddu, og væri þá haldin drykkjuveizla. Mættu allir velja sér þær vín- tegundir, sem hugur þeirra helzt girntist og drekka svo mikið, sem þá lysti. Einhver aðgangseyrir væri að þessu hófi, en ekki fjarska hár. Sigurður brosti og sagði. „Þið komið 11 dögum of seint til þess að ná 1 drykkjuna“. Nú var fuglaveiðatímabil hjá Grikkjum og veiðar stundaðar rnjög upp um fjöll og firnindi. Víða sjáum við hjarðmenn meðfram veginum. Embættistákn þeirra hér er langur stafur. Þeir gæta sauða Og geitfjár. Við sjá- um strákofana þeirra, þar sem þeir liggja við og elda sér. Kýr eru fáar í Grikklandi, en geitur eru margar. Við sáum þær oft í stórum hópum. Þær þurfa svo lítið fóður, geta nagað í sig trjá- gróður og bitið í sig það litla gras, sem til er. Þær éta ný- græðing eins og rollurnar á ís- landi og spilla því gróðri. Lofts- lag og geitur standa gróðri fyrir þrifum í Grikklandi. Því nær all ur ostur í landinu er búinn til úr geitamjólk, og er hann hnoss- gæti. Fjárhópar eru þarna líka á stöku stað. íslenzku kindunum þætti það þunnur þrettándi að nasla í sig það, sem þær grísku verða að gera sér að góðu. Nú er haldið á brattann. Haust sólin er heit og skær. Þannig er hún búin að skína dag eftir dag mánuðum saman, og gróður jarð- ar er mjög sviðinn. Þó eru lit- fagrar blómjurtir meðfram veg- inum á stöku stað, og þar sem vatns nýtur svignar vínviðurinn undan þrýstnum Og safamiklum vínberjaklösum í hlíðunum rétt fyrir ofan höfuðið á okkur. Og þarna eru gróskumiklir Olíu- viðir. Við veitum líka athygli furutrjám, sem vaxa við þjóð- Ibrautina og fáum að vita, að úr þeim er unninn safi, sem hafður er í vín og gefur því vissan keim. Við förum fram hjá litlum sveitaþorpum. Líka mætum við bændafólki, sem er að fara til vinnu sinnar úti á akri. Sumt ekur í litlum kerrum, en yfirleitt sitja bændurnir á asnanum sín- um. Það kvað vera alltítt að sjá þá ríðandi, en konuna labba á undan Og krakkana á eftir, sér- staklega þegar heim er farið af akrinum á kvöldin. Ef konan er svo spurð að því, hvernig henni líki þetta og hvers vegna hún geri ekki tilkall til asnans, kvað hún svara því einu til, að hún kæri sig ekkert um það að fá manninn sinn þreyttan í bólið í kvöld. — Konur hafa orðið margt að reyna í Grikklandi á umliðnum öldum Og ekki alltaf átt sjö dagana sæla, og enn eru kostir þeirra harðir. Forn-Grikk- ir efuðust jafnvel um að konur hefðu sál. Fólk er bráðþroska undir suðrænni sól. Stúlkur gift- ast í Grikklandi 13—14 ára, og er þá oftast um verzlunarvið- skipti að ræða. Þar í landi er það kostnaðarsamt að eiga dæt- ur, því feður verða að láta með þeim drjúgan heimamund. Úti á Iandsbyggðinni er það oft jarð- arskiki, en í Aþenu t. d. íbúð. Við ökum um Þebu, sem má muna fífil sinn fegri. Hún er nú aðeins fátæklegt þorp. Safnið þar er undir berum himni og mjög fáskrúðugt. Smátt og smátt rís landið og þjóðvegurinn liggur í miklum bugum og bugðum. Sumstaðar verður að snarbeygja. Litlir turnar með innbyggðu kross- marki eru víða á slæmum beygj- um og inni í þeim er mynd af guðsmóður. Ýmsir, sem naum- lega höfðu bjargazt og losnað við slys, höfðu byggt þessi minnis- merki öðrum til varnaðar og af þakklátum hug til þess guðs, sem yfir okkur vakir. Grísku fjöllin eru nakin og gróðurvana að mestu. Þaú eru þó ólík íslenzk- um fjöllum að því leyti, að þau eru svo ljós á lit, perlugrá með dökkum deplum, sem eru tré og lágvaxnir, marggreindir runnar, er þarna hafa náð rótfestu. Fjall- ið Parnassos gnæfir mikilúðugt, 2500 m hátt. Þar átti guðinn Apollon heima og listagyðjurnar. Fjallið var líka helgað vínguð- inum Díónýsosi. Við förum út úr bílnum við eitt ferlegt gljúfur Og virðum fyrir okkur umhverf- ið, sem er kynngi magnað. Það verður líka að staldra við ein- staka sinnum til þess að gefa Óskari Gíslasyni ljósmyndara kost á því að mynda eða kvik- mynda, því hann er með i ferða- laginu, og vera kynni að þarna væri eitthvað, sem að hans dómi tæki sig vel út á væntanlegri kvikmynd. — Nú erum við kom- in ' svipaða hæð og Esjan er, eða heldur hærra, því þarna fram undan er Arakóva, „Stormaborg- in“, en hún er í 942 m hæð, gnúin veðrum — ef nokkur væru — en nú er hún böðuð í sól. Fólk lifir þarna aðallega á kvikfjárrækt, og nokkur akuryrkja er þar. Víða eru hlíðarnar hlaðnar upp til að varðveita moldina og halda raka. Hús eru hér með hallandi þaki vegna snjóa, en í Aþenu eru þau yfirleitt með flötu þaki. Við mætum Sígaunum. Þeir eru á ferðalagi með aleigu sína og flytja sig úr stað. Orð fer af því, að þeir séu fingralangir, en aðallega lifa þeir af spádómsgáfu sinni, söng og hljóðfæraslætti. Og áfram er haldið með Parn- assos á hægri hlið, gnæfandi í skáldlegri tign. Við stöldrum við í litlu þorpi. Þar eru keyptir svaladrykkir og minjagripir. Ég sezt í forsæluna, því sólin varpar niður heitum geislum. Það er gaman að horfa á það myndarlega fólk, sem þarna er á gangi. Sumir rabba saman og kaupa sér til snæðings kjöt, sem þarna er steikt úti. Allir virðast í sunnudagsskapi og sólskinsskapi. Víða sáum við mikla uppbygg- ingu í grískum sveitum. Á ein- um stað, í þorpinu Ereþíon hafði stöðuvatn verið þurrkað upp, og var þar nú frjósöm slétta með nýtízkulegum húsum. — Víða eru vatnsstokkar steyptir á ökrum. Eftir nokkurra stunda akstur komum við til bæjarins Lívadíu. Þar er forn lind, sem mikil helgi var yfir. Við borðuðum miðdegisverð á Hótel Inechos. Borðað var úti og nutum við þess fagra útsýnis, sem þessi staður hafði upp á að bjóða. Komið til Delfí Síðan er haldið til Delfí, ser er 1 suðurhlíðum Parnassos fjalls. Sú stórbrotna náttúrufeg urð, sem mætir auganu á þessur stað, tekur hug minn allan. Þa er eyðileg og ósnortin fjallanátl úra með útsýni til hafs. „Ekillinn“, bronsmynd frá 5. öld f. Kr. í safninu í Delfí. Eitt af frægustu listaverkum Grikkja. Við skoðum fyrst fornminja- safnið og svo göngum við veginn upp brekkuna til hins víðfræga helgidóms, en þar hófu franskir fornleifafræðingar uppgröft fyrir 90 árum. Rústirnar liggja uppi í hlíðinni, 600 m fyrir ofan sjáv- armál. Staðurinn er ævaforn. Þar hafa fundizt minjar frá mýkenskri menningu. Sagnir ævafornar herma, að á þessum stað í klettaskoru einni hafi slangan Pyþon haldið sig. Ap- ollon á að hafa ráðið þá vætt af dögum, og yfir þeim stað hafi síðan verið byggt það hof, sem hýsti frægustu véfrétt fornaldar- innar. Sennilegt er talið, að hin stórbrotna náttúra í Delfí, þver- hníptir hamramir, gínandi gjár, ísköld lindin og jafnvel hinir tíðu jarðskjálftar hafi á elztu tímum ýtt undir hugmyndina um ná- lægð guðanna á þessum stað. Árið 548 f. Kr. brann hofið, og einnig hrundi það í jarðskjálft- um, en var byggt upp aftur með ærnum tilkostnaði. Vegna bratt- ans hefur ekki verið auðvelt að byggja á þessum stað, enda Delfí aldrei stór borg. Tilvera hennar var nátengd hofinu. Álit hennar og auður var bundinn þessum helgidómi. Uppgangur hennar og hnignun var eins og hofsins í órjúfanlegum tengslum við trúna á sólguðinn Apollon, sem einnig varð guð skáldskapar Og spá- sagna. Véfréttin Sagnir herma, að véfréttin hafi farið í aðalatriðum frám á þann hátt, sem nú skal greina: Fyrst urðu að fara fram vissar fórnfæringar, en völvan eða pýþan, eins og hún var nefnd, drakk af Kassotislind og fastaði. Að því búnu voru helgiathafnir hafðar um hönd og hreinsanir í Kastalíulind, sem völvan drakk af. Þá fór hún í vissan skrúða og setti lárberjalauf í munn sér, sem hún tuggði. Settist svo hin guðinnblásna valva á heilaga þrífætta stólinn, sem stóð í must erinu yfir jarðsprungu einni, en þaðan áttu að hafa stigið upp deyfandi gufur, er komu henni í miðilsástand eða einhvers konar leiðslu. Voru þá lagðar fyrir hana ýmsar spurningar, en nún opinberaði hið dulda og spáði um framtíðina. Pýþan spáði á viss- um dögum á árinu, en meðan uppgangur staðarins var sem mestur, voru 2—3 starfandi völv- ur í musterinu. Sagt er, að spá- dómur völvunnar hafi oft verið settur fram í torrasðum orðum, stundum ljóðum, sem hofprest- arnir túlkuðu og gáfu skýringar á. Þeir voru hyggnir menn og vel að sér. í þessari trúarlegu miðstöð voru allir jafnir, barb- arar jafnt sem Grikkir, Persar jafnt sem Rómverjar, enda er vitað um það, að þeir leituðu þangað, er vanda bar að hönd- um. í Grikklandi tóku menn sér ekkert stórvægilegt fyrir hend- ur, án þess að ráðfæra sig áður við Apollon, og hafði þetta mikla þýðingu fyrir þjóðina, sem var sundurlynd í eðli sínu og upp- reisnargjörn Þangað var leitað í góðri von um að fá guðdómlegt svar, og er enginn vafi á því, að svo hefur verið, þegar menn leit- uðu þangað af einlægum hug og á örlagastund. Það, að þangað var leitað öld eftir öld, sýnir góða raun. Og prestarnir, sem unnu með völvunni, voru valin- kunnir. Þarna var æðsti dómstóll í öllum trúarlegum deilumálum. Þar var tekin lokaákvörðun um stofnun nýlendna, ný lög, nýjan átrúnað. Véfréttin vogaði jafnvel að koma fram með þann úrskurð, að Sókrates, sem svo heiftúðugar deilur höfðu staðið um' væri vitrastur allra Hellena. Og þótt véfréttarinnar væri oft freistað af auðugum valdsmönnum, bar hún fram þá skoðun, að hin smæsta gjöf væri guðunum kær, ef hún væri gefin með réttu hugarfari. Á 9. öld f. Kr. og næstu aldir þar á eftir stóð hagur og álit hofsins í mestum blóma. Það mun einstætt í trúarbragða- sögu heimsins, að menn hafi, jafnvel á vettvangi stjórnmála, leitað svo fulltingis æðri vilja Og máttarafla í vandamálum sínum sem á þessum stað. Hofið varð Framh. á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.