Morgunblaðið - 29.12.1962, Side 17

Morgunblaðið - 29.12.1962, Side 17
Laugardagur 29. desember 1962 MORCVNBLAÐIÐ 17 Sr. Benjamín Kristjánsson: Gdðir andar eða illir KOMIN er út bók, eftir Jónas Þorbergsson fyrrverandi rit- stjóra og útvarpsstjóra, er nefnist: Líf er að loknu þessu. Fjallar bókin að miklu leyti um aldarfjórðungs miðilsæ-vi Hafsteins Björnssonar, um miðlisgáfuna og eðli og ástand þeirrar veraldar, sem tekur við að loknu jarðlífinu. Jónas er eins og kunnugt er ritfær í bezta lagi og flyt- ur mál sitt af postullegri sann færingu og rökfimi, svo að bókin er skemmtileg til lestr ar og vel fallin til að vekja áhuga á málefni spíritismans jafnframt því sem hún er varn arskjal eða öllu heldur sóknarskjal á hendur þeim, sem hafa hjátrúarkenndan ímugust á sálarrannsóknum. Áður hafa komið út tvær bækur um Hafstein ritaðar af frú Elinborgu Lárusdóttur skáldkonu, þar sem á eru skrifaðir margir vottfestir vitnisburðir þeirra, sem telja sig hafa sannanir fyrir fram lífi ástvina sinna fyrir þjón- ustu þessa miðils og eru vitn isburðir margir merkilegir. En í þessari bók er ekki fyrst og fremst lögð áherzla á að draga fram slík dæmi, þó af nógu efni sé að taka. Höfund- urinn er fyrir löngu sannfærð ur um að líf sé að lotknu þessu. Leggur hann því megináhersl una á að skyggnast eftir því, einkum hjá stjórnendum miðilsins, hvernig samband þessa heims og hins komandi sé háttað og bvað taki við er þessu jarðneska lifi lýkur. Ætti þetta að vera forviti- legt efni fyrir flesta, því að öllum er áskapað að deyja, og þar á eftir kemur dómurinn. Skyggnilýsingar hjá Hafsteini. Glöggt minnist ég þess, er ég kynntist Hafsteini Björnssyni fyrsta sinni fyrir mörgum ár- um. Hann kom til Akureyrar að halda þar skyggnilýsinga- fund á vegum Sálarrannsókn- arfélagsins þar. Einhverra hluta vegna var ég fenginn til að stjórna fundinum. Hafði ég lesið um Hafstein og lék nokkur forvitni á að kynnast hæfileikum hans. Fyrir óviðráðanlegt atvik kom ég á síðustu stundu og var salurinn þéttsetinn fólki á að gizka um 200 manns. Það var útilokað, að Hafsteinn eða nokkur gæti hafa vitað, hverjir koma mundu. Yfir- leitt boða menn ekki komu sína fyrirfram á slíka fundi, heldur getur hver og einn komið sem koma vill eins lengi og húsrúm leyfir. Ég setti nú fundinn, kynnti miðilinn sem bezt ég kunni eft ir þeim heimildum, sem ég hafði um hann, og talaði eitt hvað um sálarrannsóknir á víð og dreif. Meðan ég var að þessu virti ég manninn fyrir mér. Mér sýndist hann vera fjarri því að vera hrekkvís- legur. Hann sat óg horfði í gaupnir sér og leit aldrei upp. Hann var ljúfmannlegur og bauð hinn bezta þokka. Ósjólf rátt fékk maður gott traust á einlægni hans og heiðarleika. Þegar skyggnilýsingar hóf- ust var slökkt á skærustu ljós unum eftir ósk miðilsins, svo að hálfrökkur var í húsinu. Miðillinn settist nú á stól and spænis fólkinu og sat ég við hliðina á honum. Hann mun hafa verið í því ástandi sem kallað er hálf-trance, en það er draumkennt ástand, þó ekki dýpra en svo, að hann svaraði greinilega öllum spurn ingum, sem að honum var beint. Enn horfði hann i gaupnir sér og virtist ekki nota hin venjulegu augu til að sjá. Eftir að nokkrir kippir höfðu farið um líkama hans, fór hann að lýsa fólki, af öðrum heimi. Fyrst byrjaði hann að lýsa hárri og glæsilegri konu með gulbjart hár. „Það eru um það bil 10 ár síðan hún fór af þessum heimi. Hún sýn ist hafa verið um fertugsald- ur. í för með henni er mið- aldra maður í jaket. Ég held að hann sé læknir. Það er meðalalykt að honum." Allar voru lýsingar hans mjög skil merkilegar og miklu nákvæm Sr. Benjamín Kristjánsson ari en hér. Nú spurði ég hann, hvort hann gæti séð, hvar þetta fólk hefði átt heima, og fór hann þá að lýsa húsinu, sem konan hefði alizt upp í, og öllum staðháttum þar. Þetta var í sjávarþorpi. En svo flutti fjölskyldan á annan stað. Því næst spurði ég hann, hvort hann gæti sagt úr hverju konan hefði dáið. Þá segir hann: „Ég held að það hafi verið eittíhvað í höfðinu, ég finn svo fjarskalega mikið til þar.“ Áður en hingað var komið var hann búinn að segja, að þessi vera gengi inn á milli bekkjanna, mig minnir að það væri annar bekkur frá dyrum vinstra megin í saln- um, er maður horfði fram, og þar staðnæmdist hún við miðj an bekk, og mundi þekkja þar einhvern. Nú var svo rökkvað í saln- um, að ég sá hreint ekki, hver þarna sat, og skil þvi síður að miðillinn hafi séð það, því að ég sá hann aldrei líta upp. Spyr ég þá, hvort nokkur sé þarna, sem kannist við þetta. Þá stóð upp kunningi minn á Akureyri, sem misst hafði konu sína fyrir um það bil táu árum en var kvæntur í annað sinn. Hann sagði að þetta væri nákvæm lýsing á fyrri konunni sinni og stæði allt heima, sem miðillinn hefði sagt. Maðurinn, sem var með henni hefði verið læknir, sem búið hefði í sama húsi og hún ólst upp í, en væri nú dáinn. Hann hefði einmitt oft klæðzt þess konar búningi, sem Haf steinn lýsti. Sjálfur hafði ég þekkt þessa konu ofurlitið og hefði ekki getað lýst henni betur en miðillinn gerði. Hún hafði andazt á Kristneshæli fyrir um það bil tíu árum og heyrði ég ságt, að berkl- arnir hefðu að lokum farið 1 höfuðið, og þannig gert skjót an enda á jarðnesku lífi henn ar. En ekki veit ég sönnur á því. Þá fór Hafsteinn að lýsa ungum og fríðum manni, sem gengi inn í salinn með fleira fólki. Hann var í einkennis- búningi. Nam hann staðar á miðjum sal, hjá öldruðum manni, er þar sat. Ég spurði, hvernig þessi maður hefði dá ið. Hafsteinn svaraði: „Ég heyri mikinn dynk eins og af sprengingu. Ég held að hann hafi drukknað í sjó.“ Þessi umræddi aldurhnigni maður hafði átt son, sem var yfir- maður á skipi, sem fórst af tundurskeyti eða tundurdufli nærri landi í síðustu heims- styrjöld. Þannig hélt Hafsteinn á- fram nokkuð á annan klukku- tíma að lýsa framliðnu fólki, sem hann tengdi við hina og aðra í salnum, og virtust flestir, ef ekki allir, kannast við lýsingafnar. Einnig kom hann með fjölda nafna. í annað skipti hélt Hafsteinn skyggnilýsingafund inn í Eyja firði og var þá Jónas Þorbergs son með honum. Lýsti hann þar hverjum Eyfirðingnum á fætur öðrum, sem allir könn- uðust við, kom með nöfn á þeim og stundum dánardaga. þessa dánardaga hafði ég skrifað í kirkjubók heima hjá mér, en ekki hefði ég treyst mér að muna þá eins vel og Hafsteinn, þessi aðkomni Reyk víkingur. Nú mætti segja, að miðlar læsu allar dánartilkynningar í blöðum og hefðu svo furðu- legt minni að geta romsað upp dánardagana, þegar á þyrfti að halda. En þá er eftir að skýra, hvernig þeir fara að setja þá í samband við rétta ættingja í ókunnum mann- fjölda, og loks hvernig þeir fara að því að lýsa ákveðnum atvikum í lífi þeirra. Reyni einhver að leika þetta eftir, og ég er hræddur um að þeir muni fljótt ruglast i ríminu. Útlendir miðlar. Enn meiri hætta væri á, að ekki yrði mikið úr útlendum mönnum, sem ætluðu sér að fara að leika þessar listir, af allt væri svik og leikaraskap ur. Það bar til fyrir fáum ár- um ,að til Akureyrar kom ensk ur kvenmiðill og hélt þar skyggnilýsingafund. Vera má að hún hafi verið búin að dvelja í Reykjavík örfáa daga en norður kom bún held ég sama dag og fundur átti að vera þar. Frú Soffía Haralds dóttir var í för með henni. Ég var beðinn að túlka fyrir hana á fundinum. Ekki var unnt að sjá, að þessi kona færi í nokkurn trance. Hún gekk um salinn og spjallaði blátt áfram um það, sem fyrir augun bar. Sagði hún mér á eftir, að hún hefði verið skyggn frá barn- æsku, og væri sú gáfa rík í fjölskyldu sinni, og hefðu stundum gerzt ýmis flutninga fyrirbrigði á heimilinu. Þessi kona vék sér fyrst að sjómanni, sem sat á einum af innstu bekkjunum og sagði við hann: Hér er kominn mað ur, sem segist heita Stjáni eða eitthvað því líkt. Þetta er kátur náungi og er alltaf að syngja fjöruga söngva. Ég sé hann á skipi, en það er langt í burtu héðan. Það eru háar öldur og mikið sjávarrót, og í nánd er land með mikl- um jöklum. Allt reyndist þetta rétt að vera. Manninn hafði tekið út af skipi við Grænland. Enda þótt þessi enska kona kynni ekki orð í íslenzku kom hún með íslenzk nöfn fullum fetum. Allt í einu segir hún: Hingað er kominn lítill dreng ur á að gizka 4—5 ára. Hann hleypur til þessarar konu, sem hún nánar til tók frammi í salnum, og segir: „Mamma, vertu ekki að syrgja mig. Mér líður svo fjarska vel“. Þá segir miðillinn, að sér sé sýnt það, að þessi litli drengur hafi orðið fyrir bil og lýsir þeim stað nánar. — Þessi kona hafði átt barn, sem dáið hafði á þennan hátt. Enn sneri hún sér að virðu legri embættiskonu frammi í salnum og segir: „Hjá þér stendur gömul kona, sem seg ir að þú hafir hjúkrað sér.“ „Ég hefi engum hjúkrað", seg ir konan stutt í spuna. „Víst gerðir þú það,“ segir sú gamla Svo kemur dálítið hik á mið- ilinn: Ég held að þær séu eitt hvað skyldar. Hún segist hafa legið mörg ár í rúminu og hún segir, að konan frammi í salnum sé með skart grip á brjóstinu, sem hún hafi átt. Nú var bonan I yfirhöfn, svo ekki var unnt að sjá skart gripinn, en það kom fát á hana og hún þreifaði í barm inn inn undir kápuna, og sagði ekkert. Seinna sagði hún mér að hún hefði ekkert áttað sig á þessu í fyrstu. En amma hennar, sem varð fjörgömul, lá í rúminu nokkur ár áður en hún andaðist, og hafði hún auðvitað hlynnt að henni eins og annað heimilisfólk, þegar hún þurfti einhvers með. Þeg ar hún fór með höndina í barm sér, fann hún, að hún var með brjóstnælu, sem amma henn- ar hafði átt. Sjálf mundi hún ekki eftir, að hún var með þessa nælu fyrr en hún rak höndina í hana. Þannig hélt þessi kona á- fram, og er þetta ekki nema örlítið sýnishorn af því sem gerðist á þessum fundum. En því minnist ég á þessa konu, að óhugsandi er, að útlend kona, sem kemur í fyrsta sinn í þorp, þar sem hún þekkir engan, geti haft nokkra hug- mynd um það fólk, sem þar býr, eða geti verið búin að læra svona hluti utan að, og tengja þá við rétta aðila. Bókin í umslaginu. Seinna um kvöldið var ég í kaffi með þessum miðli og Soffíu Haraldsdóttur hjá Guð mundi Jörundssyni útgerðar- manni .Gerði hann sér það þá til gamans, að hann gekk inn í annað herbergi, tók þar bók út úr skáp og lagði fyrir fram an miðilinn. Við sátum við stórt borð og sat frú Soffía nálægt öðrum enda borðsins en ég nær hinum. Fer þá mið illinn að lýsa manni, og gat lýsingin vel átt við séra Har- ald Nielsson. Svo segir mið- illinn allt í einu: „Þessi mað- ur gengur frá þessari konu og benti á frú Soffíu og til þessa manns, og benti á mig. Hann sýnist hafa þekkt þau bæði.“ Bókin í umslaginu var: Ár in og eilífðin, eftir séra Har- ald Nielsson. Skýringar kreddumanna. Hér hefur aðeins verið drep ið á örfá dæmi af ótalmörgum áþekkum, sem gerzt hafa hjá góðum miðlum um allan heim frá upphafi vega. Er það auð sætt hverjum manni, sem gef ur þeim minnsta gaum, að leita verður annara skýringa á þessum fyrirbrigðum en að þau séu blekkingar einar og loddaraskapur. Hvort þau sanna, að þarna séu sálir fram liðinna á ferð eftir líkams- dauðann er annað mál, þó að óneitanlega sé það senni- legasta skýringin. Ekki þarf að dvelja lengi við skýringar kreddumanna á þessum fyrirbiigðum. Þeir telja að vísu að þarna séu andar á ferð, en allt sé þetta spilverk Djöfulsins. Hann setji sína illu anda inn í hlut verkin til að afvegaleiða trú- gjarnar sálir. Væri þetta svo þá mætti spyrja: Var það ekki efalaust Djöfullinn, sem talaði við Móse úr þyrnirunn inum? Voru það ekki illir and ar, sem töluðu við Krist á Fjalli ummyndunarinnar? Og kynni þá jafnvel ekki upprisa Krists að hafa verið meiri háttar blekking frá Hinum vonda? Því að einhvers stað- ar stendur skrifað, að Satan sjálfur hafi það til að taka á sig ljósengilsmynd. Ef þessir menn vilja vera sjálf um sér samkvæmir í djöfla- trú sinni, hvernig geta þeir þá komizt hjá því að mis- gruna jafnvel stórkostlegustu opinberanir guðspjallasögunn ar, allt frá jólasögunni til upp risu Krists? En auðvitað er ekkert mark takandi á svona lagaðri vitleysu. Ef við trúum á annað borð á anda, þá er engin ástæða til að ímynda sér að það séu allt saman vondir andar. Sjálfsagt erú þeir þar í bland, eins og mis góðir menn eru á jörðinni. En það eru líka til góðir andar allt upp í engla, eins og Hall- grimur Pétursson vintar: Sjá þú, að engill sendur var syni guðs hér til huggunar. Þeir góðu andar eru oss nær alla tíma, þá biðjum vær, helzt þá lífs enda líður að, Lazari dæmi kennir það. Það er því hjátrú, byggð á kreddu einni, að allir andar hljóti að vera illir andar. Jafn vel þó Gyðingar hafi einhvern tímann bannað að leita frétta af framliðnum^er ekki ástæða til að draga svo ferlega álykt un af því banni. Sennilega (hefur þá slíkt bann verið sett á til að hamla á móti á- hrifum útlendra dultrúar- strauma, sem Gyðingum hef- ur einhverra hluta vegna ekki verið um. Hvort þeir voru þar réttir dómarar gæti verið álitamál. En þó maður trúi ekki svo fjarstæðukenndri hugmynd, að allir andar hljóti að vera illir andar, þá gæti það verið umhugsunarvert, hvort rétt sé að leita frétta af framliðn um, eins og menn nú stundum gera af forvitni eða til að jag ast í þeim út af smámunum Hvort þeir, sem á jörðu eru eigi ekki að reyna að leysa sín vandamál af eigin ramm leik, og þeir, sem horfnir eru til hvíldar, eigi ekki að fá að njóta hennar? Okkur getur þótt jafnvænt um þá dánu, þó að við ætlumst ekki til að þeir séu alltaf á einhverju rjátli í kringum okkur. Ann- að mál er það, að ekkert getur verið saknæmt við það, þó að menn reyni að rannsaka þessi efni eins og önnur svið mann legrar reynslu. Og ég tel að það mundi efalaust vera á- vinningur, ef unnt væri að sanna framlífið svo rækilega að það yrði viðurkennd stað- reynd. Það mundi skapa meiri ábyrgðartilfinningu gagnvart lífinu, ef vér vissum án alls efa, að vér hlytum að súpa seyði af heimskupörum vorum eða ranglæti ekki aðeins hér í tímanum, heldur og í eilífð inni. Öll þekking og einkum sú, sem styður hinar voldugu siðgæðishvatir mannsins, ætti að miða til hamingju og bless unar. Náðargáfur frumkristninnar Það er athyglisvert að öll Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.