Morgunblaðið - 10.01.1963, Page 2

Morgunblaðið - 10.01.1963, Page 2
2 MORGVtSBLAOlÐ Fimmtudagur 10. januar 196? Eldur í Empire State New York, 9. jan. (NTB—AP). í MORGUN brauzt út eldur í hæstu byggúngu heims Empire State-byggingunni í New York. Tókst að ráða niðurlögum hans á tæpri klukkustund og engin siys urðu á mönnum. Empire State byggingin er 102 hæðir og varð fólk, sem var að störfum á 84. hæð fyrst eldsins vart. Slökkvilið var kallað á vett vang, en þvi tókst ekki strax að finna hvar eldurinn hafði komið upp. Eftir að slökkvistarfinu var lokið, var tilkynnt, að elds hefði orðið vart á 25., 26., 64., 66., 68., og 69. hæð. Talið er að kviknað hafi út frá rafmagni. Allt fólk, sem var í bygging- unni, þegar eldurinn kom upp komst auðveldlega út, en að- eins lítíll hlutí þeirra 25 þús. manna, sem starfa í bygging- unni daglega, var mættur til vinnu, þegar eldsins varð vart. Tvær útvarps og sjónvarps- stöðvar, sem eru tíl húsa í Empire State-byggingunni urðu að hætta útsendingum á meðan að verið var að slökkva eldinn. Lélegar veiöihorfur Slldin komin sunnar ÁKAFLEGA gott veður var á síldarmiðunum aðfaranótt nuð- vikudags. 34 skip fengu þá sam tals 29.700 tunnur. Aðalveiði- svæðið var vestur undan Vest- mannaeyjum, og þótti fótki á Heimaey fagurt að lita út á sjó- inn í vesturátt; þar var ljóshaf mikið, og eins og einn sjómað- ur komst að orði: Þetta er alveg það sama og að koma til Man- hattan! Löng löndunarbið er nú i Heimahöfn í Vestmannaeyjum eins og víðast á Suðvesturlandi, nema kannski helzt í Reykjavík, þótt miklu sé landað þar. Blaðainlltrúi IflTfl róðinn hjt SAS S. RALPH Cohen, sem verið hefur blaðafulltrúi IATA (Al- þjóðasambands flugfélaga) frá 1946, hefur nú verið ráðinn blaðafulltrúi við New York skrifstofu Norðurlandaflugfé lagsins SAS. Verður Cohen jafnframt aðstoðarmaður Tore H. Nilerts framkvæmdastjóra í New York. Ralph Cohen er mjög vel að sér í öllu, er varðar flugmál. Hann var um skeið ritstjóri National Aeronautics Maga- zine, eða frá 1943 þar til hann réðist til IATA. Og sem for- stjóri upplýsingadeildar IATA| hefur hann setið allar ráð- stefnur sambandsins og átt náið samstarf við sir William Hildred framkvæmdastjóra. < Cohen tekur við starfi sínu hjá SAS hinn 25. febrúar n.k. í gærkvöldi var síldveiðiflot- inn aðallega sitt hvoru megin við Vestmannaeyjar. Nokkrir höfðu kastað á tólfta tímanum og feng- ið dálítið, en allur fjöldinn hafði ekki fengið neitt. Þarna eru þung- ir og stríðir straumar og verra að eiga við veiði en á fyrri veiði- miðum. Lélegar veiðihorfur voru þar í nótt. í gærdag „melduðu** þessir bátsir sig inn til Reykjavíkur (tunnur í svigum): Hafrún ÍS (1400), Halldór Jónsson (1300), Framh. á bls. 23 Biskupinn yfir Islandi, herra Sigurbjörn Einarsson og séra Ölafur Skúlason, æskulýðsfull- trúi, ásamt amerísku unglingunum, sem hingað komu í júní sl. og hluta af þeim íslenzku ung- mennum, sem fóru vestur í sama mánuði. Myndin er tekin eftir messu í Árbæ. Ungmennaskipti á vegum ÞjóÖkirkjunnar ÁRIÐ 1961 hóf íslenzka kirkjan þátttöku í starfi, sem miðar að því að auka samskipti og skiln- ing milli þjóða með því að gefa ungmennum tækifæri til ársdval ar í framandi landi. Strax þá héldu níu íslenzkir unglingar vestur um haf og s.l. sumar voru þeir fimmtán, sem valdir voru tíl þess að taka þátt í þessum ungmennaskiptum. Og hér á landi hafa dvalizt samtals sjö bandarisk ungmenni, þrjú fyrra árið, en fjögur þetta yfirstand- andi ár, en skiptin hefjast í júlí ár hvert Næsta sumar er ætlunin að halda þessu starfi áfram og er því ungu fólki á aldrinum 16 til 18 ára, sem áhuga kynni að Rússarnir 32 ofbeldismenn sem misþyrma börnum segir sovézk fréttastofa Moskvu, 9. jan. (AP—NTB). í DAG birti sovézka fréttastof- an Novosti frásögn af mönnun- um 32, sem flýðu á náðir banda- riska sendiráðsins i Moskvu og báðu um aðstoð við að komast úr landi vegna trúarofsókna eins og skýrt var frá í fréttum. Segir fréttastofan, að þetta séu ofstækismenn, sem tilheyri flokki, er nefndur sé „síberíski aðskilnaðarflokkurinn“ og sé starfsemi flokksins ólögleg. For- ingja flokksins í Chernogorsk, heimaþorpi flóttamannanna, segir fréttastofan vera afbrotamann, sem hafi ásamt flokksmönnum sínum, er kalli sig kristna menn, haft peninga af fjölda manna með svikum. Eins og kunnugt er kvörtuðu flóttamennirnir undan því í bandaríska sendiráðinu, að stjórn in vildi taka börn þeirra frá þeim. Fréttastofan skýrir þetta þannig, að fólkið hafi misþyrmt börnum sínum. T. d. hafi sá, sem var foringi mannanna, er fóru til Moskvu, bundið son sinn við rúm með rafmagnsvír, barið hann og svelt í einn og hálfan mánuð Varazt að gefa Primoiut of lengi vegna hættu á vansköpun segir Pétur Jakobsson Kaupmannahöfn (NTB) DÖNSK heilbrigðisyfirvöld bönnuðu fyrir skömmu að auglýsa í Iandinu hormóna- lyfið Primolut, sem er m.a. gefið vanfærum konum til þess að koma í veg fyrir fóst- urlát. Danska fréttastofan Ritzau hefur það eftir dönsku beilbrigðisyfirvöldunum, að lyfið orsaki í 19 tilfellum af 100 vansköpun á fóstrum kvenna, sem gangi með stúlku börn. Hormónalyfið inniheld- ur karlkynshormóna og van- sköpunin, sem það getur vald- ið er sú, að stúlkuböm mæðra, sem tekið hafa inn lyfið, fæðist með vott ytri karlkynseinkenna Bannað var að auglýsa lyf- ið vegna þess, að í auglýsing- unni um það er sagt, að það hafi ekki sömu aukavirkan- ir og önnur lík hormónalyf, en notkun þess ekki bönnuð. Blaðið snéri sér til Péturs Jakobssonar, yfirlæknis fæð- ingardeildar Landsspitalans, vegna þessarar fréttar og spurði hann um notkun Pri- molut hér á landi. Pétur Jakobsson sagði, að lyf þetta væri talsvert notað hér á landi, en varazt að gefa vanfærum konum það of lengi Og I of stórum skömmtum, því að fyrir mörgum árum hefði komið í ljós, að ofnotkun lyfs ins gæti orsakað vansköpun. Pétur Jakobsson, sagði, að vansköpun, sem orsakaðist af völdum lyfsins, læknaðist sjálfkrafa þegar börnin eltust. Aðalvandamálið fyrir lækna þegar um slík tilfelli væri að ræða, væri að ganga úr skugga um hvort börnin væru vansköpuð af völdum hormónalyfsins eða af öðrum orsökum, því að hættulegt væri að gefa börnum, sem vansköpuð væru af völdum hormónalyfs annars konar hormónalyf, en slík lyf þyrftí að gefa börnum vansköpuðum af öðrum orsökum. og drengurinn orðið geðveikur af meðferðinni. Segir fréttastof- an, að um 30 börn hafi orðið fyrir misþyrmingum af hálfu ofstækismannanna og flest börn þeirra séu blóðlítil og vannærð. Almenningsálitið í heimaþorpi ofstækismannanna sé mjög mót- snúið þeim og vegna þess hafi nokkrir þeirra verið sviptir for- eldrarétti sínum og börn þeirra flutt í heimavistarskóla. Fréttastofan sagði, að ofstækis mennirnir störfuðu í nokkrum þorpum Síberíu og reyndu^ að fá íbúa þeirra á sitt band. í einu þorpi töldu þeir fólki trú um að heimsendir væri í nánd og varð fólkið skelfingu lostið og byrj- aði að brenna eignir sínar til þess að því yrði ekki álasað fyrir að safna jarðneskum auði, sagði fréttastofan. Að lokum segist fréttastofan harma, að blöð á vesturlöndum hafi varpað píslarvættisljóma á þá úr hópi ofstækismanna, sem fóru til Moskvu. Eins og kunnugt er voru það 6 karlmenn, 12 kon- ur og 14 börn, sem leituðu að- stoðar bandaríska sendiráðsins. Ekkert hefur verið minnzt á at- burðinn opinberlega í Sovétríkj- unum fyrr en að fréííastofan birtí fregn sína í dag. hafa á því að dveljast í Banda- ríkjunum í eitt ár, bent á að kynna sér nánar möguleikana með því að hafa samband við æskulýðsfulltrúa Þjóðkirkjunn- ar, séra Ólaf Skúlason, á Biskups stofu, Klapparstíg 27, sími 12236. Mun hann veita allar nánari upp lýsingar og afhenda umsóknar- eyðublöð. Ennfremur gefst ís- lenzkum heimilum kostur á þvl að veita amerískum ungmenn- um móttöku tíl jafnlangrar dval ar hér á landi. Vestra dveljast íslendingarnir sem gestir þeirra heimila, sem taka þátt í skiptunum, en auk þess eru söfnuðirnir virkir aðiiar að boðinu. Munu unglingarnir því kynnast amerísku kirkjulífi og eru það vonir þeirra, er að þessu standa, að þeir haldi áfram kirkjulegu starfi, er heim kemur. Unglingarnir munu stunda nám í bandarískum skólum, svonefnd- um High Schools. En fyrst eftir að lent er á amerískri grund, munu skiptinemarnir taka þátt i námskeiði, sem ætlað er öllum þeim, er valdir hafa verið til þátttöku. Sxðan heldur hver til þess staðar, sem honum hefur verið úthlutaður, en það getur verið í næstum hvaða fylki Bandaríkjamia sem er. Umsóknarfrestur um þessi skipti er til 1. febrúar n.k. (Frá Biskupsstofu). Framhaldsaðal- fundur Oðins : Hættan af komm- únistum í verka- lýðshreyfingunni FRAMHALDSAÐALFUNDUR Málfundafélagsins ÓÐINS, félags Sjálfstæðisverkamanna, var hald inn í gærkvöldi. Fundurinn var mjög fjölsóttur og urðu miklar umræður um lagabreytingar og fleira. Pétur Sigurðsson, stýrimaður og alþingismaður, hélt erindi um efnið „Hættan af kommúnistura innan verkalýðshreyfingarinnar". Spunnust miklar umræður af þessu erindi, og var þeim ekki lokið, er Morgunblaðið fór í prentun í nótt. Finnar fá eldflaugar Helsingfors, 9. jan. (NTB) FINNSKA varnarmálaráðuneytið skýrði frá því í kvöld, að sam- ið hefði verið við Rússa og Breta um, að þeir létu Finnum í té eldflaugavopn til varraa. Rússar munu láta Finnum í té flugvélar af gerðinni MIG-21 búnar eld- flaugUm, en frá Bretum fá þeir eldflaugar, sem notaðar eru gegn skriðdrekum. í friðarsamningnum, sem ger? ur var við Finnland 1947, ve kveðið svo á, að Finnar maett ekki hafa eldflaugavopn und: höndum, en nú hafa löndin, set gerðu friðarsamninginn, sa» þykkt, að Finnar megi búast elc flaugavopnum, sem aðeins aé notuð til varnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.