Morgunblaðið - 13.01.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.01.1963, Blaðsíða 12
12 MORGVTSBLAÐIÐ Sunnudagur 13. Janöar 1963 JlfareguitMikMfr Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson, Sigurður Bjarnason frá Vigur, Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakio. STÓRFELLDUR STUÐNINGUR VIÐ LANDBÚNAÐINN llsta ástæða er til þess að gleðjast yfir hinni góðu afkomu Búnaðarbankans á sl. ári. 'Samkvæmt tilkynn- ingu frá stjóm bankans, sem birt var hér í blaðinu í gær, hefur starfsemi allra deilda hans aukizt mjög á árinu 1962. Sparisjóðsfé óx á árinu um nær 100 millj. kr. eða um 25,3%. Varð rekstrarhagnað- ur sparifjárdeildar á árinu 3,8 millj. kr. og hafði þá auk- izt um 30,7%. í tilkynningu bankastjórn- arinnar er m.a. komizt að orði á þessa leið: „Það sem á árinu orkaði mest til þess að bæta efna- hagsafkomu bankans var hin nýja löggjöf um stofnlána- deild landbúnaðarins, en hún tók til starfa 2. maí sl. og hættu þá jafnframt ræktun- arsjóður og byggingarsjóður störfum. Með tilkomu hinn- ar nýju löggjafar hækka skuldlausar eignir bankans um 55,5 millj. kr., en saman- lagt voru skuldir ræktunar- sjóðs og byggingarsjóðs um- fram eignir um næstsíðustu áramót 34,6 millj. kr. Veitt voru á árinu 834 lán úr stofnlánadeild landbúnað- arins (og fyrri hluta ársins úr byggingarsjóði og ræktun- arsjóði) samtals 70,4 millj. kr. og eru það hærri lánveit- ingar en nokkurt ár áður. Lán til íbúðarhúsa í sveit- um voru hækkuð um 50% og önnur lán um 10—15%. Hafn- ar voru lánveitingar út á heimilisdráttarvélar. Rekursthagnaður stofnlána deildar varð um 5 millj. kr., en reksturshalli varð 6 millj. kr. hjá byggingarsjóði og ræktunarsjóði 1961“. Þá er einnig frá því skýrt, að alls hafi á árinu 1962 ver- ið veitt 866 lán úr veðdeild bankans, samtals um 68,7 millj. kr. Eftirspum eftir lán- um úr veðdeildinni er enn sem fyrr miklu meiri en hægt er að fullnægja. Ber brýna nauðsyn til þess að veðdeild Búnaðarbankans verði á næstunni efld veru- lega. Eins og kunnugt er beitti Viðreisnarstjórnin sér fyrir setningu nýrrar löggjafar á sL ári um lánasjóði Búnaðar- bankans. Vinstri stjómin hafði skilið við þessa sjóði gjaldþrota. Með hinni nýju löggjöf voru þessum þýðingarmiklu lánasjóðum landbúnaðarins tryggðir öruggir nýir tekju- stofnar. Við það hefur hagur þeirra gjörbreytzt og mögu- leikar þeirra aukizt til þess að halda uppi nauðsynlegri lánastarfsemi í þágu fram- kvæmda í sveitum landsins. HENGDUR - OG HEIÐRAÐUR að skeður margt skrítið í þeim þjóðfélögum, þar sem kommúnistar stjórna og þar sem hið svokallaða „al- þýðulýðræði“ þeirra ríkir. Þar er það til dæmis algengt, að sjálfir leiðtogar kommún- istaflokkanna séu hengdir fyrir landráð og hverskonar glæpi, en nokkm síðar, eftir að þeir hafa legið misjafn- lega mörg ár í gröf sinni, heiðraðir og hylltir sem þjóð- hetjur! Þetta henti til dæmis vesal ings Traitsjo Kostov, fyrmm varaforsætisráðherra Búlg- aríu, sem tekinn var af lífi fyrir landráð árið 1949. Hann var sakaður um landráð af flokksbræðrum sínum í kommúnistaflokknum og stefnt fyrir rétt í Sofia í októ- ber 1949. Þar var hann kúg- aður til þess að skrifa undir nákvæmar „játningar", eins og flestir aðrir kommúnista- foringjar, sem verða undir í valdabaráttunni. En á síðustu stundu dró Kostov játningu sína til baka og var hengdur allravirðingarfyllst í desem- ber sama ár. Nú hafa leiðtogar búlg- arska kommúnistaflokksins snúið við blaðinu. Þeir hafa lýst því yfir, að Kostov hafi verið dæmdur saklaus. Sakar giftir á hendur honum hafi verið upplognar og vitna- leiðslur falsaðar! Ljótt er að heyra. En til þess að bæta úr þessu hefur búlgarski kommúnistaflokk- inn ákveðið að heiðra þennan fyrrverandi varaforsætisráð- herra sinn. Honum hefur verið valin nafnbótin „hetja hins sósíalíska starfs“. Auk þess verður ein af götum höfuðborgarinnar skírð í höf- uðið á honum. Er það auðvit- að mikil huggun fyrir hinn hengda kommúnistaleiðtoga, sem legið hefur 13 ár í gröf sinni! Þannig er hið kommúníska skipulag. Jafnvel leiðtogar þess eru hengdir í dag sem ótíndir glæpamenn og föður- IITflN ÚR HEIMI 1 Nú er ÞAÐ er ekki jafn bráðnauðsyn- legrt nú Ogr áðijr var að eiga sund laug til þess að vera talinn mað- ur með mönnum í úthverfum borga Bandarikjanna. Sundlaugarnar eru komnar í annað sæti á eftir finnskum bað- stofum (SAUNA), sem eru orðn ar ómissandi fyrir hvern þann, sem ræktar líkamsfegrurð sina eða þráir að sofa eins og ung- barn. Saunur hafa verið til í Finn- landi frá ómuna tíð, en síðan stríðinu lauk hafa þær komázt í tízku í hverju Evrópulandinu á fætur öðru. Þýzkir hermenn urðu hrifnir af finnsku baðstof- unum og byggrðu sér saunur sjálf ir víðsvegar um Þýzkaland, þeg ar þeir komu aftur heim. Svíar, Norðmenn og Englend- ingar tóku þessa hitameðferð upp til að lækna hvers kyns meins. Philip prins hefur látið setja upp saunu í Balmoral. Fyrir rúmum níu mánuðum birtist grein um finnska baðið í The Wall Street Journal og látti höfundurinn varla nógu sterk orð til að lýsa ágæti þess og síðan hafa vinsældir þess far ið hraðvaxandi í Bandaríkjun- um. Sauna er orðinn fastur liði í útbúnaði mgrgra hótela á Vest urströndinni þvii hóteleigendurn- ií hafa komizt að því, að gestirn ir eru auðveldari viðfangs eftir notkun hennar. Bílstjórarnir koma út úr bað- stofunni jafn bMðir og böm og rífast hvonki út af rúmunum, fæðinu né reikningnum. Menn skulu varast að rugla sauna saman við gamaldags böð eins og gufubað og tyrkneskt bað. Baðstofuna þarf að smíða úr finnsku beyki eða sérstaklega meðförnum rauðviði. Hún krefst sérstaks hitunartækis með sér- stökum steinum ofan á og sér- stæðra hjálpartækja. Ef fara á eftir siðareglunum þarf handofið finnskt línhand- klæði, fallega finnska fötu úr heimskautafuru, finnskan hita- mæU úr ryðfríu stáli og vönd úr finnsku hrísi, sem hefúr verið skorið að vori til. í Bandarí'kj- landssvikarar. En á morgun eru þeir heiðraðir sem „hetj- ur hins sósíalíska starfs“ og stræti og torg skírð í höfuðið á þeim! GAMALL STALIN- ISTI í KLIPU Oússneski rithöfundurinn Ilya Ehrenburg er nú að verða gamall maður. Svo virðist sem nokkum efa hafi sett að honum gagnvart ýms- um kennisetningum komm- únista. Hann hefur m.a. þótzt taka nokkru frjálslyndari af- stöðu til nútímalistar en leið- togar kommúnistaflokks Ráð- stjómarríkjanna. En Ehren- burg er gamall og harðsoð- inn Stalinisti. Hann skrifaði dýrðaróð til Stalins, meðan hinn gamli einræðisherra stóð í blóðugustu glæpaverk- um sínum og hreinsunum innan kommúnistaflokks Ráð stjórnarríkjanna. Ilya Erhen- í finnskri baðstofu unum fást einnig vendir úr amerísku birki en finnsku vend irnir gefa betri högg og endast lengur. Baðið gengur svona fyrir sig: Finnski ofninn hitar stofuna upp í 95 gráður andartaki. Þjálfaðir saunumenn vilja helzt hafa það 110 gráður, en flest fólk er bú- ið að fá nóg, þegar hitinn fer að nálgast 90. Að minnsta kosti er hitinn svó þurr að framleiðend- ur ábyrgjast hárlagninguna. EÚtir 10 míniútna bökun er farið í kalt bað eða steypibað, Finnamir stinga sér bara út í næsta skafl eða ískalda tjörn en slíkur munaður er oft ófáanlegur í Bandaríkjunum. Eftir nokikrar bökunar- og kælistundir- koma hjálpartækin fyrst til sögunnar. Þegar vatni er skvett á steinana úr gömlu finnsku fötunni kemur dálítil gufa í herbergið. Þá tekur maður til að berja sig með hrís- vendinum, það örvar blóðrásina svo ekki sé minnzt á þá andlegu nautn, sem menn hafa af því. „Hin alþjóðlega saunuverzlun burg hikaði aldrei við að styðja rauðasta og grimmasta afturhaldið í Rússlandi Stalin-tímabilsins. Jafnvel eftir að Stalin var dauður hafði hann ekki manndóm til þess að standa með Paster- nak, þegar honum voru veitt Nóbelsverðlaunin. Ilya Ehrenburg hefur nú á efri árum orðið á töluverð yfirsjón. Hann hélt, að hinir nýju leiðtogar Rússlands, Krúsjeff og samverkamenn hans, myndu láta af fjand- skap sínum við nýjar stefnur í bókmenntum og listum. Þess vegna hélt hann að ó- hætt væri að tala skaplega um list tmgu mannanna. En allt .í einu finnur sjálfur Krúsjeff upp á því að atyrða og fordæma list þessara manna. Þá er Ilya Ehren- burg, hinn gamli Stalinisti, kominn í dálitla klípu. — í þeirri klípu situr hann nú, og er það sannarlega ekki of- ^ott. hf.“ selur handsmlðaðar nunw fyrir auðmenn. Seldust um 50 4 árinu sem leið. „Finnska stjórnin heidur fun<H í gufubaðstofunum, hvera vegn» ætti hið sama ekki að geta átt sér stað í Washington," apyr Bill Ewing, forstjóri fyrirtækiain*. Josepíh P. Kennedy, faðir Bandn ríkjaforseta, er búinn að koma sér upp saunu á heimili «inu I Massaohussetts. Margir nafnkunn ir menn en meðal brautryðjend* í saununotkun. • Hingað til hefur þetta fyrst og fremst verið skemmtun fyrir herramenn, en ný snyrtistofa I New York hefur sett upp saunu fyrir kvenfólk. Hammaoher Sohlemmer «ehis finnskar saumur, sem menn getn sett saman sjálfir. Öll nauðsyn- leg tæki fylgja með, þar á með- al gömul finnska fata og hand- klæði. Verðið er 103 þúsund kr. Einnig geta viðskiptavinirnir keypt þær fullsmíðaðar frá hendt ósvikinna finnskra trésmiða, sern framleiðendurnir hafa verið svo heppnir að ná 1. „Þér getið sett hana allstaðar upp, í kjallaranum leikherbergi barnanna bílskúrnum eða á surni laugarbakkanum," segir Banda- ríkjamaðurinn David Oheckley forstj. Viking Sauna, sem upp götvaði baðstofurnar í Finnlandl og gat varla beðið með að kom- ast heim, áður er hann fór að boða löndum sínum baðstofu- trúna. Tilibúnar baðstofur kosta allt að 215 þúsund en nú þegar er verðstríð skollið á. Innan sex mánaða ætlar Bill Ewing að setja á markaðinn verksmiðju- smíðaða finnska gufubaðstofu, sem aðeins á að kosta 73 þúsund með handofnu finnsku handkiæði og öllu tilheyrandi. Wofsburg, Vestur Þýzkalandi,- 10. jan. (NTB). VOLKSWAGEN verksmiðjurn ar vestur-þýzku hafa ákveðið að stöðva alla vinnu i tvo daga í byrjun næstn viku, og gef* 78 þúsund verkamönnum fri. Segja talsmenn verksmiðjann* að ástæðan sé verkfali hafnar- verkamanna í New York. 10 þúsund Volkswagen-bifreiðir, sem senda áttl til New York, fylla nú vörugeymslur verk- saniðjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.