Morgunblaðið - 13.01.1963, Side 17

Morgunblaðið - 13.01.1963, Side 17
r> Sunnudagur 13. janúar 1963 MORCV1SBLAÐ1Ð 17 «1 Dansskóli Heiðars Ástvaldssonar Kennsla hefst mánudaginn 14. janúar. — Eldri nem- endur mæta á sömu dög- um og tíma og fyrir jóL Nýir nemendur geta sótt skírteini sín í Alþýðuhúsið mánudaginn 14. jan. Guðrún, Guðbjörg og Heiðar Ástvaldsson. Kópavogur Fundur verður í Fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi sunnudaginn 13. janúar 1963, stundvís- lega kl. 15:00 í Sjálfstæðishúsinu við Borgarholts- braut. Mjög áríðandi mál á dagskrá í fundarhléi starfar kaffisala EDDU. Stjórn Fulltrúaráðsins. Konur - Saumaskapur Konur óskast strax til að sauma létta herrafrakka í fataverksmiðju, helzt vanar. (Akvæðisvinna.) — Tilboð merkt: „Góðir tekjumöguleikar — 3792“ sendist Morgunblaðinu fyrir 17. janúar n.k. r w Utgerðamenn Reynsla nágrannaþjóðanna hefur sýnt, að það borgar sig bezt að þekja lestar fiskiskipanna með glertrefja- plasti. Með því er tryggð betri ending skipanna og gæði aflans. — Trefjaplst h.f. hefur fullkomnustu fáanlegar vélar til samskeytalausra trefjaplasthúð- unnar bæði á járn- og tréskipum. Nú þegar er eitt stálskip til sýnis. Trefjaplast sparar tugir þúsunda á ári í hreinsunar- og viðhaldskostnaði. Allar uppl. gefnar á skrifstofu vorri Laugavegi 19, 3. hæð sími 17642 pósthólf 1324. TREFJAPLAST H.F. Elísabet Bjarnason — minningarorð HÚN FÆDDIST að Galtarholti í Borgarfirði 3. ágúst 1899, dóttir merkishjónanna, er þar bjuggu, Sigríðar Guðmundsdóttur frá Kvíum og Jóns pósts Jónssonar. í föðurgarði ólst hún upp með glaðværum systkinum og uppeld isbróður, þar til hún giftist, þann 10. júní 1921, eftirlifandi manni sínum, Hjálmari Bjarnasyni bankafulltrúa, og áttu þau heim ili sitt æ síðan hér í Reykjavík. Þau eignuðust 5 mannvænleg börn, 3 syni og 2 dætur, sem öll eru gift og 16 inndæl barnabörn. Sitt ævistarf vann hún innan heimilisins í kyrrþey, en með stjórnsemi og festu. Hafði hún til að bera allt það, er prýða má glæsilega og góða húsmóður, enda leið henni aldrei betur en þegar börnin og barnabörnin söfnuðust saman á heimili henn- ar. Þá heyrðist oft kallað „amma Lísa“, og þá færðist alltaf hlý legt, vingjarrilegt og fallegt bros á andlit ömmu. Hún var söngelsk og hrókur alls fagnaðar og naut þess að taka á móti gestum, enda var hún gestrisinn svo af bar, og naut hún þar sem á öðrum svið um stuðnings manns síns, og hef ég ekki þekkt samhentari hjón en Lísu og Hjálmar né heimili, sem betur var tekið á móti gest um. Og ég veit, að þeir eru margir, sem nutu þeirrar ánægju að vera gestir þeirra, og þeir eiga allir bjarta og fallega minn inga um hina gestrisnu, glæsi- legu húsmóður. Hún var ein af þeim, sem aldrei sá annað en það bezta í fari hvers eins, og ef það kom fyrir, að einhverjum var hallmælt, svo hún heyrði, þá var hún ætíð sú fyrsta, sem and- mælti slíku, og það þannig, að maður sannfærðist um, að hún hefði á réttu að standa. Það er alltaf erfitt að sjá á bak elsku legum vini og förunaut, en þakk látur' má maður vera fyrir, að ekki skuli vera eftir annað en fagrar og góðar minningar, og vil ég votta eftirlifandi manni hennar, börnum og barnabörnum og öðrum aðstandendum, mína innilegustu hluttekningu. Kæra mágkona, far þú í friði og friður Guðs þig blessi. Þorst. Bjamason. SUM\RNÁMSKEID í ENGLAMDI Skólastofnunin Scanbrit efnir til sumarnámskeiða í Eng- landi næsta sumar. Dvelja nemendur á heimilum,1 aldrei fleiri en einn af hverju þjóðerni á sama heimili, og ganga í skóla þaðan. Farið verður 7. júní og komið heim aftur 27. ágúst. Flugferðir báðar leiðir, fæði og húsnæði á heimilinu og skólagjöld kosta £ 185. — Aðeins takmarkaður fjöldi getur komizt með, og er því ráðlegt að sækja um sem fyrst. Allar upplýsingar gefur Sölvi Eysteinsson, sími 14029. ÚTSALA kventöskum kápum og kjólaefnum Laugavegi 116. Á morgun fer fram frá Foss- vogskapellu bálför frú Elísabet- ar Jónsdóttur Bjarnason. Hún andaðist 1 Landakotsspítala, mánudaginn 7. þ. m. Hafði hún legið þar rúmföst frá því á þriðja dag jóla en átt alllengi við vanheilsu að búa, enda þótt hún hafi eigi hlíft sér við heimilis- störfin meðan hún gat til hins síðasta notið fótavistar. Elísabet ólst upp í heimahús- um sem var þekkt og orðlagt myndarheimili, enda í þjóðbraut. Þangað leituðu margir ferða- langar gistingar, greiða og margs konar fyrirgreiðslu, sem ljúflega var látin í té. Fyrir hinni ungu dóttur átti eftir að liggja að eign ast slíkt heimili í Reykjavík. Þann 10. júní 1921 giftist Elísa bet eftirlifandi manni sínum, Hjálmari Bjarnason, bankafull- trúa í Reykjavík. Hafa þau alla búskapartíð sína búið hér í höf uðborginni. Þau eignuðust fimm börn, sem öll eru á lífi og upp komin, væn börn og mesta mynd arfólk. Elzt þeirra er Gunnhildur, sem dvelzt í foreldrahúsum, Haukur, starfsmaður í Sendiráði íslands í París, kvæntur franskri konu, Hörður, símvirki í Reykja- vík, kvæntur Bryndísi Bjarna- dóttur, Sigríður gift Sverri Guð- varðssyni, stýrimanni og Emil bú fræðikennari við háskóla í Banda ríkjunum, kvæntur danskri konu. Barnabörn Elísabetar og Hjálm- ars eru 16 að tölu. í minningu þeirra kynna, sem vér vinir þeirra hjóna eigum geymdar frá ótal gleðistundum, kemur ávalt fram í hugann hið hlýja viðmót og örláta gestrisni, er vér mættum á heimili þeirra. Húsmóðirin hafði yndi af að veita ríkulega og af sönnum vin arhug. Hún bjó manni sínum og börnum myndarlegt heimili og laðaði að sér vini, sem mátu mikils hið glaðværa andrúmsloft, sem einkenndi heimili Elísabetar og Hjálmars allar stundir. Þegar leiðir hafa skilið í þessu lífi, verður söknuður hins eftir lifandi eiginmanns sár, að sjá skyndilega að baki ástkæran. vin, eftir rúmlega fjörutiu ára ein- læga og snurðulausa samfylgd og samhjálp í blíðu og stríðu. Vér sendum honum, börnum hans, barnabörnum og öllum öðr um ástvinum einlæga hluttekn- ingu og samúðarkveðjur. A. B. GABOOIM SPÓNAPLÖTUR HARÐTEX KROSSVIÐUR HUSGAGNASPÖNN 16 — 19 — 22 — hör limba Teak og 25 mm 19 og 22 m/m 4’ x 9’ 4 — 5 og 10 m/m Eik Sendum gegn póstkröfu um land allt. beyki 3 og 4 m/m Maghogny FYRIRLIGG JANDI: Hjálmar Þorsteinsson & Co. hf. Klapparstíg 28. — Sími 11956. SÍ-SLETT P0PLIN (N0-IR0M) MINERVAc/XWö~ STRAUNING ÓÞÖRF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.